Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 12
 19. júní 2010 LAUGARDAGUR Sólstöður eru tvisvar á ári en það er sú stund þegar sólin er hvað lengst frá miðbaug himins til norðurs eða til suðurs. Vetrarsólstöður eru 20.-23. desember en sumarsólstöður eru á mánudaginn. Sumarsólstöður er sá tími þegar sólar- gangurinn er hvað lengstur og er tilvalinn fyrir t.d. miðnæturgolf eða gönguferðir í friðsælli náttúrunni. Orðið sólstöður merki að sólin er nánast kyrr á meðan á þeim stendur og hækkar því ekki eða lækkar. Áður fyrr var einnig algengt að nota orðið sólhvörf. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Miðnætursól er eitthvað sem aðeins sést mjög norðarlega eða sunnarlega á jörðinni. Með góðu BKI kaffi getur þú haldið þér vakandi fram að miðnætursólinni. Nýttu tækifærið, njóttu sólarinnar, allan sólarhringinn með BKI kaffi. Sumarsólstöður eru á mánudaginn! Fagnaðu sumarsólstöðum með BKI kaffi Sumarsólstöður eru á mánudaginn Kauptu BKI fyrir sumarsólstöður Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Heimilisofbeldi verður að stöðva og taka verður harðar á ofbeldismönnum. Navanethem Pillay, mann- réttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hefur áhyggjur af háu hlutfalli ofbeldis á íslenskum heimilum. Hún segir börn kvenna sem verða fyrir ofbeldi hin raunverulegu fórnarlömb. „Heimilisofbeldi eykst ætíð á erf- iðum tímum, hvort heldur er þegar stríðsátök brjótast út eða á tímum efnahagsþrenginga. Það sama á við hér á landi. En heimilisofbeldi er alltof algengt hér. Ég hef áhyggj- ur af því og hef hvatt stjórnvöld til að fylgja málum betur eftir og taka harðar á ofbeldismálum,“ segir Navanethem Pillay, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Þetta er fyrsta heimsókn mannrétt- indafulltrúa SÞ hingað til lands. Navi, líkt og hún er kölluð í dag- legu tali, var stödd hér á landi í boði utanríkisráðherra í vikunni og fundaði meðal annars með utanríkisráðherra, dómsmála- og mannréttindaráðherra og félaga- samtökum, um stöðu mannrétt- inda- og jafnréttismála. Á miðviku- dag hélt hún erindi á opnum fundi í Þjóðmenningarhúsinu en sá fundur var haldinn af utanríkisráðuneyt- inu í samvinnu við Mannréttinda- skrifstofu Íslands og Mannrétt- indastofnun Háskóla Íslands um hlutverk SÞ við að efla og vernda mannréttindi. Víða pottur brotinn Þrátt fyrir aukna umfjöllun um mannréttindabrot og aðgerðir gegn þeim á heimsvísu síðustu ár segir Navi erfitt að meta hvort staðan hafi batnað. „Þegar maður heldur að málin séu að lagast koma upp vandamál. Við, embætti mannréttindafulltrúa, og SÞ verðum ætíð að vera vakandi fyrir þessum málum. Það er sífellt verið að ráðast gegn almenningi og troða á réttindum fólks, mannrétt- indafrömuðum og blaðamönnum sem skrifa um mannréttinda- og jafnréttismál. Aðstæður eru mjög slæmar í sumum löndum, sérstak- lega á átakasvæðum þar sem líf fólks er beinlínis í hættu. Það er mikilvægt að fólk geti látið rödd sína heyrast,“ segir Navi og bætir við að hún hafi sérstakar áhyggj- ur af átökum þjóðarbrota í suður- hluta Kirgisistans og morðum á Úsbekum í mánuðinum. Hún segir SÞ, sem eru með skrifstofu í Bish- kek, höfuðborg Kirgisistans, reyna eftir mætti að aðstoða fórnarlömb í landinu. Talið er að allt að fjögur hundr- uð þúsund manns hafi misst heim- ili sín í átökunum í Kirgisistan sem brutust út í síðustu viku. Meirihluti þeirra er talinn á vergangi og án húsaskjóls en talið er að í kring- um hundrað þúsund manns hafi flúið yfir landamærin til Úsbekist- ans. Þá eru tölur um látna á reiki. Opinberar tölur benda til að rúm- lega tvö hundruð manns hafi látist í átökunum en talið er að tífalt fleiri liggi í valnum. Röddin verður að heyrast Navi segir að þótt mannréttinda- og jafnréttismál standi víða höll- um fæti sé mikilvægt að fólk geti leitað réttar síns. Því var ekki að skipta áður. Hún tekur Afríku sem dæmi. Álfan er Navi Pillay nátengd; hún fæddist í Suður-Afríku árið árið 1941. „Í áratugi voru höfðingjar og stríðsherrar við völd í ríkjum Afríku sem myrtu fjölda manns og frömdu mjög alvarlega glæpi, svo sem í Rúanda. Við höfðum engan möguleika á að koma lögum yfir þá. Margir þessara ráðamanna, hinir seku, komust undan með einum eða öðrum hætti. Nú höfum við alþjóðadómstóla sem taka á málum þeirra, þjóðernishreinsun- um og öðrum hræðilegum glæpum, svo sem í löndum fyrrum Júgóslav- íu. Hann hefur þegar fellt þunga dóma,“ segir Navi og bendir á að dómstólarnir sendi þau merki út til heimsins að alvarlegir glæpir séu ekki umbornir. Alltaf má gera betur Navi segir að þótt svo virðist sem staða mannréttinda- og jafnréttis- mála sé almennt góð hér megi allt- af gera betur. Á meðal þess sem hún leggur til er að sett verði á laggirnar innlend mannréttinda- stofnun, sem vinni í samræmi við svonefnd Parísarviðmið SÞ. Engin slík stofnun starfar eftir þeim hér nú um stundir. Viðmiðin voru sam- þykkt árið 1993. „Innlend mannréttindastofnun tekur við málum þeirra sem telja á sér brotið. Hún getur jafnframt lagt fram tillögur að lagabreyting- um,“ segir hún en á meðal þeirra sem gætu leitað til ráðsins eru fórnarlömb heimilisofbeldis, fang- ar og fleiri. Líður ekkert ofbeldi Navi segir að samkvæmt gögnum sem hún hafi um heimilisofbeldi hér virðist sem sjaldnar sé tilkynnt um slíkt en í öðrum löndum og ofbeld- ismönnum því ekki refsað. „Ég hef sérstakar áhyggjur af þessu; skorti á rannsóknum á ofbeldisverkum og slælegri framgöngu eftirlitsaðila í nauðgunarmálum og öðru kynferð- isofbeldi gegn konum. Niðurstaða virðist fást í afar fáum ofbeldis- málum gegn konum og nær enginn hlýtur dóm. Ef þið látið hjá líða að hindra heimilisofbeldi þá kemur það niður á börnunum,“ segir Navi Pillay og bætir við að þegar krepp- ir að í efnahagslífinu líkt og hér, þá færist ofbeldi í vöxt, bæði gagnvart konum, börnum og nýbúum. „Við verðum að koma stjórnvöld- um í öllum ríkjum heimsins í skiln- ing um að ofbeldi, sérstaklega kyn- ferðislegt ofbeldi, gagnvart konum er ekki liðið. Lögin eru í gildi og það verður að virkja þau. Það virð- ist ekki gert hér. Ég hef áhyggjur af háu hlutfalli heimilisofbeldis á Íslandi,“ segir Navi Pillay, mann- réttindafulltrúi Sameinuðu þjóð- anna. SÞ hefur áhyggjur af heimilisofbeldi á Íslandi Navi er þungavigtarkona á sviði mannréttinda- og jafnréttismála. Hún fæddist í borginni Durban í Suður-Afríku árið 1941 og er komin af Indverj- um. Indverska samfélagið í Suður-Afríku studdi hana til náms í lögfræði og útskrifaðist hún árið 1963. Navi tók að sér að verja andstæðinga aðskiln- aðarstefnunnar og félaga í verkalýðsfélögum í Suður-Afríku á árum áður. Á meðal þess sem hún fékk framgengt var að pólitískir fangar á Robben-eyju í Suður-Afríku fengu aðgang að lögfræðingi árið 1973. Á meðal fanganna var Nelson Mandela. Þegar Afríka þjóðarráðið komst til valda árið 1995 til- nefndi Nelson Mandela, fyrsti lýðræðislegi kjörni forseti landsins, hana sem hæstaréttardómara og varð Navi fyrsti dómarinn þar sem ekki var hvítur. Hún hefur sömuleiðis verið dómari við tvo af helstu stríðsglæpadómstól- um heims; við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn vegna Rúanda í átta ár og dómari í Alþjóðasakamáladómstólnum í Haag í fimm ár. Hún hefur verið mannréttindafulltrúi SÞ frá því í september árið 2008. Hver er Navanethem Pillay? FRÉTTASKÝRING: Hver er staða mannréttindamála á Íslandi? Jón Aðalsteinn Bergsveinsson jab@frettabladid.is FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI NAVI PILLAY Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur miklar áhyggjur af stöðu mannréttindamála hér. Þótt staðan virðist góð má alltaf gera betur, segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.