Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 72
44 19. júní 2010 LAUGARDAGUR
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
George Costanza, litli sköllótti sérvitr-ingurinn í Seinfeld-þáttunum, fór eftir
reglunum vegna þess að hann vildi ekki
vera áberandi. Hann sagði einu sinni að
hann myndi ganga í flaueli frá toppi til táar,
ef samfélagið samþykkti það. Síðasti Sein-
feld-þátturinn fór í loftið fyrir tólf árum og
mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.
Þeir sem þora eru tískulöggur nútímans og
flauelsblæti George Costanza yrði tæpast
það félagslega sjálfsmorð sem það var vafa-
laust í New York á tíunda áratugnum.
ANNAÐ dæmi um skemmdirnar sem
dropinn hefur unnið á steininum er að
KFC í Bandaríkjunum hóf nýlega að
bjóða upp á svolítið sérstaka samloku.
Í staðinn fyrir brauð eru tvær djúp-
steiktar sneiðar af kjúklingi og á milli
er ostur, majónes og tvær sneiðar af beik-
oni. Þessi sérkennilega loka bragðast
örugglega ógeðslega vel þrátt fyrir
að vera viðurstyggilegasta árás á
bandarísku þjóðina síðan 11. sept-
ember. En það er ástæða fyrir
því að þessi samloka varð til
árið 2010 en ekki 1910. Fyrir
hundrað árum var samfé-
lagið ekki búið að tileinka
sér don’t give a fuck-við-
horfið sem verður full-
komnara með hverjum
deginum sem líður. Það er
ástæðan fyrir því að þessi ógeðslega kjúkl-
ingaloka varð til í dag en ekki þá. Ég meina,
einhvers konar álegg hefur verið sett milli
einhvers konar brauðsneiða frá örófi alda.
Hillel frá Babýlon var til að mynda mikill
samlokuunnandi og hann fæddist á undan
Jesú.
FLEIRI dæmi: Einu sinni þótti skammar-
legt að sitja nakinn fyrir á myndum. Í dag
verða nöfn íbúa Hollywood verðmætari ef
þeir senda frá sér kynlífsmyndbönd. Nær-
tækara dæmi: Einu sinni var ströng regla
á mínu heimili að gosdrykkir voru aðeins
keyptir á föstudögum. Í dag bý ég einn og
á kók í ísskápnum sem var keypt í miðri
viku. Þröskuldurinn færist innar á hverjum
degi og ég velti fyrir mér hvenær samfé-
lags- og lagaleg höft sem ríkja í dag verða
aðhlátursefni barna okkar eða barnabarna.
Hvar stoppar þröskuldurinn? Ef hann
stoppar á annað borð; munu afkomendur
okkar borða fólk?
ÉG þekki ekki neinn sem hefur borðað
mannakjöt. Ég hef ekki heldur kynnt mér
mannát að neinu ráði og ekki lesið neitt
um reynslu annarra af því að borða fólk.
Án þess að ég viti nokkuð um það, held ég
að mannakjöt sé svolítið eins og svínakjöt;
bleikt, salt og gott á grillið. Þessar vanga-
veltur eru samt ótímabærar þar sem það er
bannað að borða mannakjöt. Enn þá.
Mannakjöt á grillið
Hvað meinarðu?
Þú ert ekki með
neinn hitapoka!
Stundum fer
það sem ég
segi inn um
annað eyrað á
þér og út um
hitt. Ég sver
það!
Hmm! Garnagaul
í Camaro!
Alveg rétt!
Mhmm!
Kaffi?
Já takk!
En ekki of
sterkt!
...Með lítlli
mjólk...
...Og bara
hálfri skeið
af sykri.
Velkominn í
nýjasta þáttinn
af „Allt er gott
í hófi!“ Ég er
stjórnandi
þáttarins,
Hemmi
Gunn!
SLURP
PABBI! Þú þarft alltaf að færa þröskuldinn
aðeins innar,
Solla!
Hvað
gerði ég?
www.frettabladid.is | 512 5000
*Kjarnadreifingarsvæði Fréttablaðsins er höfuðborgarsvæðið, Akureyri, Stokkseyri, Eyrarbakki, Hveragerði,
Selfoss, Borgarnes, Akranes, Reykjanesbær, Þorlákshöfn, Keilir, Garður, Sandgerði, Grindavík og Vogar.
GÓÐAR
FRÉTTIR
FYRIR ALLA
Enn betra aðgengi að Fréttablaðinu
Breytingar voru gerðar á frídreifingu og lausasölu Fréttablaðsins
1. júní. Blaðinu er áfram dreift ókeypis í lúgur og Fréttablaðskassa
kjarnadreifingarsvæði* okkar. Nýbreytnin felst í að frídreifingu
í verslunum og á bensínstöðvum á kjarnadreifingarsvæði verður
hætt, en blaðið í staðinn selt í lausasölu um land allt samhliða
fyrrgreindri frídreifingu heim eða í hverfi. Lausasölustöðum verður
fjölgað til muna auk þess sem fjöldi Fréttablaðskassa í íbúðahverfum
verður nærri þrefaldaður, úr 60 í um 170. Nánari upplýsingar um
dreifingu Fréttablaðsins má nálgast á visir.is/dreifing.
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt
á visir.is eða fengið sendan daglegan
tölvupóst með blaði dagsins. Nánari
upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
N1, Hvolsvelli
Söluskálinn Björk, Hvolsvelli
Olís, Hellu
Söluskálinn Landvegamótum, Hellu
Árborg, Árnesi
Bjarnabúð, Reykholti, Bláskógabyggð
Ferðaþjónustan Úthlíð
Glóðarsel, Laugarvatni
Þrastalundur, Grímsnesi
Bónus, Hveragerði
N1, Hveragerði
Bónus, Selfossi
Minni Borg, Selfossi
N1 Fossnesti, Selfossi
N1 verslun, Selfossi
Olís, Selfossi
Ferðaþjónustan Úthlíð, Selfossi
N1, Vestmannaeyjum
Olís, Vestmannaeyjum
Skýlið, Vestmannaeyjum
Vöruval, Vestmannaeyjum
Suðurland
Fjöldi lausasölustaða á Suðurlandi