Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 20

Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 20
20 19. júní 2010 LAUGARDAGUR Konur og karlar á Íslandi, til hamingju með kvenréttinda- daginn. Fyrir réttum 95 árum undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum 40 ára og eldri kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþing- is. Karlar eldri en 25 ára nutu þá þegar þess. Að líkindum óttuðust ráðandi öfl svo stóran kjósendahóp – ómögulegt var að vita á hverju konur tækju upp. Bríet Bjarnhéð- insdóttir, sem hafði barist ötullega fyrir kosningarétti kvenna, skrif- aði árið 1915 að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim út af þessu aldursákvæði. Aldursmarkið átti að lækka árlega um eitt ár í senn þar til jafnrétti karla og kvenna væri náð. Þetta breyttist árið 1920 með endurskoðaðri stjórnar- skrá vegna fullveldis Íslands. Það voru Danir sem lögðu áherslu á að konur og karlar hefðu jöfn pólitísk réttindi, ekki forystumenn hins nýfrjálsa ríkis. Okkur er hollt að minnast þess að fyrirstaða ráðandi afla innanlands hefur um aldir og allt fram á síðustu ár helst staðið í vegi umbóta í mannréttindum og almennum lýðréttindum. Aukinn hlutur kvenna 100 ár eru liðin síðan allar konur á Íslandi öðluðust rétt til að kjósa og bjóða sig fram til sveitarstjórna. Við slík tímamót er fagnaðarefni að konur urðu 40% sveitarstjórnar- manna í nýafstöðnum kosningum. Þeim fjölgaði um 4% frá kosning- unum 2006. Lengi voru pólitísk áhrif kvenna mjög takmörkuð. Fáar konur nýttu kosningaréttinn 1916 þegar Bríet bauð sig fram til þings fyrst kvenna fyrir Heimastjórnarflokk- inn og þegar Vigdís Finnbogadótt- ir hafði verið kjörin forseti Íslands 1980 sátu aðeins þrjár konur á þingi. Í sveitarstjórnarkosning- unum 1982 litu kvennaframboð aftur dagsins ljós og ári síðar bauð Kvennalistinn fram til Alþing- is. Þessi framboð höfðu þau áhrif að konum tók að fjölga verulega. Konum í sveitarstjórnum fjölgaði úr 6% í 12% og konum á Alþingi úr 5% í 15%. Stjórnmálaflokkarnir brugðust við og síðan hefur hlutur kvenna aukist jafnt og þétt. Ísland er nú í fimmta sæti í heiminum hvað varðar hlut kvenna á þjóðþingum en sambærilegur listi er ekki til yfir sveitarstjórn- ir. Konur eru 43% þingmanna. Af Norðurlöndunum standa aðeins Svíar okkur framar hvað varðar hlutfall kvenna bæði á þingi og í sveitarstjórnum. Ísland er nú í efsta sæti á jafnréttislista World Economic Forum. Þar skipt- ir mestu aukinn hlutur kvenna í ríkisstjórn og á þingi. Virk þátttaka beggja kynja Fjölgun kvenna kom ekki til af sjálfu sér. Hún hefur kostað mikla baráttu jafnréttissinna af báðum kynjum, innan flokka og utan. Fléttulistar og kvótar hafa skipt miklu máli, enda er mikilvægast hverjir sitja í tryggum sætum. Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 sátu karlar í 74% tilvika í efsta sæti og það skýrir að mestu þann mun sem enn er á hlut kynjanna á sveitarstjórnarstiginu. Það er á ábyrgð stjórnmálaflokkanna og kjósenda að sjá til þess að konur og karlar skiptist á um að verma efsta sætið. Pólitísk réttindi og pólitísk áhrif hafa sjaldan skipt jafn miklu máli og nú. Við stöndum frammi fyrir miklum erfiðleikum og þurfum að ræða og taka ákvörðun um hvers konar samfélag við ætlum að byggja upp hér á landi í kjölfar hrunsins. Það á að verða samfélag velferðar, jafnréttis, heiðarleika og virðingar þar sem konur og karlar deila með sér verkum og völdum jafnt á heimilum sem úti í samfé- laginu með hagsmuni heildarinn- ar í huga. Aðhald í ríkisrekstri á að leiða til endurskipulagningar verkefna ríkisins og samdráttar í kostnaðarsamri yfirbyggingu en ekki fækka í umönnunarstörfum og vísa þannig ábyrgð á umönnun fatlaðra, aldraðra og sjúkra í aukn- um mæli á heimilin. Virk þátttaka beggja kynja er grundvallaratriði í slíkri forgangsröðun. Jafnrétti eykur velferð Mörg verkefni liggja fyrir í bar- áttu fyrir jafnrétti þrátt fyrir ávinninga að undanförnu. Rík- isstjórnin hefur nú samþykkt að leggja nýja og metnaðarfulla framkvæmdaáætlun í jafnrétt- ismálum fyrir Alþingi. Þar er að finna áherslur ríkisstjórnarinn- ar allt frá því að stórefla sam- þættingu jafnréttissjónarmiða inn í alla stefnumótun og ákvarð- anatöku, þar með talið fjárlaga- gerð, yfir til endurskoðunar á aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi, jafnrétti í skólastarfi, úttekt á áhrifum hvors kyns um sig á loftslag og atvinnusköpun sem tekur mið af báðum kynjum. Fram undan eru því spennandi tímar á sviði jafnréttismála þar sem margar hendur munu koma að verki. Á næstu mánuðum gefst almenningi tækifæri til að koma frekari hugmyndum á framfæri á vef félags- og tryggingamálaráðu- neytisins. Rannsóknir sýna að jafnrétti kynjanna eykur velferð, bætir rekstur fyrirtækja og stofnana, starfsandi batnar, hjónabönd og sambúð endist lengur og betur er búið að börnum. Jafnrétti kynj- anna snýst um lýðræði og mann- réttindi, það er eftirsóknarvert og á að vera sjálfsagt. Það eru mannréttindi að bæði kyn hafi jöfn tækifæri til náms og starfa þannig að hver einstaklingur geti þroskað og nýtt hæfileika sína, án heftandi hugmynda um hvað konum og körlum leyfist, í samfé- lagi jafnréttis. Jafnrétti er mikil- vægt hagsmunamál okkar allra, jafnt karla og kvenna. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Rannsóknir sýna að jafnrétti kynjanna eykur velferð, bætir rekstur fyrirtækja og stofnana, starfsandi batnar, hjóna- bönd og sambúð endist lengur og betur er búið að börnum. Allt að vinna og engu að tapa Kvenréttindadagurinn Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það mesta á landinu öllu. Fjöldi fólks nýtur ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið til vinnu sinnar og séð sér farborða. Það fólk er upp á ríki og sveitar- félög komið með framfærslu sína. Allir sjá að ástandið er alvarlegt og þörf á samstöðu allra. Nú duga hvorki stórkarlalegar yfirlýsingar né heldur leit að hugs- anlegum sökudólgum, sem sumir stjórnmálamenn og verkalýðsleið- togar vilja meina að standi í vegi fyrir framkvæmdum. Nú þarf að finna lausnir sem byggja á stöð- unni eins og hún er. Draumóranir geta beðið betri tíma. Öllum á Suðunesjum er ljóst að hér hafa verið gefnar út svonefnd- ar viljayfirlýsingar sem ýtt hafa undir væntingar um betri tíma. Við höfum séð stál-, stól- og spik- verksmiðjur koma og fara. Kröft- unum, getunni og athyglinni hefur verið dreift svo menn hafa haldið að hér fyndist fyriheitna landið. Það hefur ekki ræst. Nú þurfum við að einbeita okkur og ná samstöðu um þau verkefni sem þó geta orðið að veruleika. Og eru raunhæf. Álver í Helguvík hefur nú í mörg ár verið helsta von Suðurnesja- manna hvað atvinnusköpun varðar. Fyrsti áfangi álversins hefur þegar verið samþykktur og bygging á ker- skálum er langt komin. Norðurál segir fjármögnun tryggða. Orku- öflun og orkuverð virðast nú vera helsti hemillinn á veginum. Kraf- an um tryggingu orku til 360 þús- und tonna álvers setur þar strik í reikninginn. Á þeim kröfum þarf að slaka og betra að sníða sér stakk eftir vexti . Gagnaver á Ásbrú og svonefnt EC-verkefni ásamt ýmsum verk- efnum tengdum ferðaþjónustu, virð- ast við fyrstu sýn vera álitlegustu kostirnir í atvinnumálum. Og eftir miklu að slægjast nái þessi verk- efni að verða að veruleika. Öll þau verkefni sem hér hafa verið talin flokkast undir það sem kalla má stórframkvæmdir, og krefjast mik- ils fjámagns. En við megum ekki gleyma því smáa. Það vekur athygli þegar atvinnu- mál á Suðurnesjum eru skoðuð að stuðningur við atvinnusköpun minni fyrirtækja á vegum sveit- arfélaganna er lítill. Starfsmað- ur í hlutastarfi sinnir þeim mála- flokk á vegum sveitarfélaganna, og atvinnumál í Reykjanesbæ eru vistuð hjá hafnarverðinum. Kad- eco sinnir uppbyggingu atvinnulífs á Ásbrú. Hér þarf að gera átak til úrbóta. Leiða saman krafta þeirra sem vinna að atvinnusköpun á Suð- urnesjum. Virkja hverja þá góðu hugmynd upp kemur og markvisst gera þær að veruleika. Það er okkur öllum ljóst sem á Suðurnesjum búa að framtíðin er undir okkur komin. Við eigum að hætta að berjast við ímyndaða andstæðinga og leggja okkar mál þannig fram að þau séu raunhæf og í takt við stöðuna. Öðruvísi náum við ekki þeim árangri sem vinnur bug á því atvinnuleysisböli sem hér ríkir. Þetta er ekki spurning um bjartsýni eða kjark. Þetta er spurn- ing um raunsæi og samstöðu. Spurning um raunsæi Atvinnumál Hannes Friðriksson atvinnulaus íbúi í Reykjanesbæ SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. 50 ÁRA AFMÆLI EFTA OG 40 ÁRA AFMÆLI AÐILDAR ÍSLANDS: EFNAHAGSHRUNIÐ OG ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI Ráðstefna á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 23. júní, kl. 14.30 - 17.15 DAGSKRÁ Ávarp Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra og formanns ráðherraráðs Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA Aðalræðumaður Jagdish Bhagwati, prófessor við Columbia háskólann í New York: Financial Crisis and International Trade AÐRIR FYRIRLESARAR: Kåre Bryn, aðalframkvæmdastjóri EFTA: 50 Years of EFTA: Pragmatism and Flexibility Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA - ESA: Enhancing Efficiency in the Economy Dr Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins: The Rights of Economic Operators in the EEA - A Glance at the Role and Impact of the EFTA Court PALLBORÐSUMRÆÐUR: Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra Halldór Grönvold, varaframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands Liz Helgesen, Norwegian Confederation of Unions for Professionals Ruth Derrer Balladore, Confederation of Swiss Employers Svein Roald Hansen, þingmaður, Noregi Ignazio Cassis, þingmaður, Sviss Fundarstjóri: Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins E N N E M M / S IA • N M 42 55 0 Aðalræðumaður verður Jagdish Bhagwati, prófessor við Columbia háskólann í New York. Hann er með áhrifamestu hagfræðingum á sviði alþjóðaviðskipta og skrifar reglulega um margvísleg málefni í helstu dagblöð heims. www.congress.is/efta50 Ráðstefnan fer fram á ensku. Skráning þátttöku á

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.