Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 76
48 19. júní 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Ath. á morgun kl. 15 í Hafnar- borg Lýkur sýningunum Staðir með verkum eftir þýska ljósmyndarann Friederike von Rauch og Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu, verki eftir Erling T. V. Klingenberg. Hann endar sýninguna eins og hún hófst, með viðburði: listamannsspjalli kl. 15 og ræðir hann um sýninguna við gesti. Í Hafnarborg er opið alla daga frá klukkan 12 til 17. > Ekki missa af Á þriðju tónleikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag kemur fram kvartett píanóleikarans Árna Heiðars Karlssonar. Með Árna Heiðari leika þeir Ari Bragi Kárason á trompet, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Þess má geta að Árni Heiðar var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir síðustu plötu sína, Mæri. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúar- torginu. Aðgangur er ókeypis. Í dag 19. júní, á Kvenréttindadaginn sjálf- an, kemur út bókin LAUGAVEGURINN, gefin út af listamönnunum sem stofnuðu og ráku listamannahúsið START ART um árabil við Laugaveg 12b. Bókin fjallar um það hvernig Laugavegurinn varð til og af hverju nafn hans er dregið og rakin er saga þvottakvennanna sem örkuðu hann veglún- ar með þungar byrðar inn í Þvottalaugarn- ar í Laugardal. Vorið 2009, á Listahátíð í Reykjavík, efndi START ART til viðamikils listgjörnings í minningu þvottakvenn- anna. Þær Anna Eyjólfsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Magda- lena Margrét Kjartansdóttir, Ragnhildur Stefánsdótt- ir, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Þuríður Sigurðadóttir höfðu þá rekið galleríið um nokkurt skeið og kynnst göt- unni og lífi hennar og þannig kviknaði hjá þeim áhugi á sögunni: hvernig varð Laugavegurinn til? Eftir því sem þær kynntu sér söguna betur opnaðist þeim sá heim- ur sem vakti af sér gjörninginn sem bókin lýsir í máli og myndum, Laugavegsgönguna. Þeim segist svo frá í inngangi: „START ART listamannahús leit dagsins ljós í mars 2007 og hafa yfir 80 sýningar verið haldnar í húsakynnum þess við Laugaveg 12b. Snemma árs 2008 kviknaði sú hugmynd með okkur stofnendum START ART, að ástæða væri til að fjalla um Laugaveginn í þátíð og nútíð með tilvísun í framtíðina með einhverj- um hætti. Við leituðum á vit sögunnar og rifjuðum upp hvernig Laugavegurinn varð til, hvers vegna hann var lagður, hvernig og hvert hann liggur og af hverju nafn hans er dregið. Laugavegurinn var ruddur til austurs milli 1880-90 til að létta þvottakonum gönguna inn í Þvottalaugar, en áður höfðu þær farið lengri leið úr miðbænum með- fram sjónum inn að Laugum. Við ákváðum að minn- ast sérstaklega kvennanna sem urðu til þess að Lauga- vegurinn er þar sem hann er með verkefni sem fékk heitið LAUGA VEGURINN 2009 og er trílógía; mynd- listarsýning, gjörningur og bók. Segja má að verkefnið minni jafnframt á alla hreingerningu í víðtækum skiln- ingi þess orðs og þar undir getur fallið sú erfiða hrein- gerning sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir. Myndlistarsýningin var víðtæk og yfirgripsmikil. Við fengum til liðs við okkur myndlistarmenn til að varða leiðina inn að Þvottalaugum með verkum sínum inni og úti og sýningu í START ART. Gjörningurinn var ganga frá Lækjartorgi inn að gömlu Þvottalaugunum með þátttöku almennings og fjölbreyttum uppákomum listamanna á hinum ýmsu áningar-stöðum á leiðinni. Ofin voru vináttubönd með þvottaplöggum sem tengdu saman alla þá sem tóku þátt í göngunni. Gangan, samnefnd sýning og viðburðurinn í heild sinni var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.“ Fjölmargir listamenn komu að göngunni frá Kvosinni alla leið inn í Laugardal að gömlu laugunum. Á leiðinni bar fyrir göngumenn margs konar uppákomur og lýsir bókin þessu tiltæki býsna vel og þá ekki síður er hún heimild um þau listaverk sem urðu til kringum þenn- an dag. Allt var þetta gert til að hefja upp sögu þeirra kvenna sem sóttu laugarnar og um þá hreinsun sem okkur er nauðsynleg á hverjum tíma. Meðal höfunda efnis í bókinni sem kemur út í dag eru frú Vigdís Finnbogadóttir, sem skrifar ítarlegan for- mála að bókinni, Margrét Guðmundsdóttir sagnfræð- ingur, sem greinir frá upphafi að laugaferðum reyk- vískra kvenna og hvernig þjóðfélagsleg staða þeirra var og hvernig hún þróaðist, og heimspekingarnir Sigríður Þorgeirsdóttir og Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir sem skoða hina dýpri merkingu kvennasögunnar sem falin er í arfleifð vegsins að laugunum, og hvernig Lauga- vegsgangan mátar inn í hrunið og það uppgjör sem þá var hafið með búsáhaldabyltingunni. Bókin er ríkulega skreytt ljósmyndum er sýna Þvottalaugarnar, listaverkin sem urðu til og listgjörn- inginn sem varð að veruleika með þátttöku borgarbúa á öllum aldri. Er bókin hinn fegursti gripur og þeim START-stöllum til mikils sóma sem hófu verkið og hafa nú lokið því með skráningu, hugleiðingu og andakt í fallegri bók. Útgáfu bókarinnar verður fagnað við árlega athöfn Kvennakirkjunnar inn við Þvottalaugarnar þann 19. júní kl. 20 og þar verður hún til sölu á sérstöku tilboðs- verði í tilefni útgáfunnar og kvenréttindadagsins. Eftir það mun Smekkleysa, Laugavegi 35, sjá um dreifingu. pbb@frettabladid.is Bók um Laugavegsgöngu MENNING Ein mynda úr hinni fallegu bók um Laugavegsgöng- una sem START-konur stofnuðu til. MYND ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON Ljósmyndabókin Eldur uppi kemur út í kilju á næstunni. Salka gefur út bókina sem fjallar í myndum um eldgosið í Eyjafjalla- jökli í gegnum linsu ljósmyndar- ans Vilhelms Gunnarssonar. Sjónarspilið var stórkostlegt eins og íbúar heims fengu að kynnast og kenna á. Bókin er 112 blaðsíður og sýnir vel hvað gekk á í nágrenni eld- gossins, en sveitirnar í kring fengu heldur betur að kenna á náttúruöflunum. Ljósmyndabók um eldgosið ELDGOS Bókin sýnir eldgosið í Eyjafjallajökli á 112 blaðsíðum. Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf fagstjóra í vöruhönnun Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf fagstjóra í vöruhönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild skólans. Um er að ræða 50% starfshlutfall. Umsækjandi skal vera starfandi vöruhönnuður, hafa sterka faglega sýn og búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á faggreininni. Hlutverk fagstjóra í vöruhönnun við hönnunar- og arkitektúr- deild er auk almennrar kennslu að hafa umsjón með námi nemenda í vöruhönnun, veita ráðgjöf og gagnrýni á verk nemenda, og í samráði við deildarforseta og prófessors í vöruhönnun stýra þeim verkefnum sem lúta að skólastarfinu. Gerð er krafa um háskólagráðu í vöruhönnun, auk starfsreynslu. Við ráðningu er lagt til grundvallar að umsækjandi hafi verið virkur þátttakandi í því samfélagi listanna sem skólinn byggir upp. Umsóknum og meðfylgjandi gögnum skal skila ekki síðar en mánudaginn 28. júní næstkomandi til Listaháskóla Íslands, aðalskrifstofu, Skipholti 1, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.lhi.is Sýningin Hin þráláta endurtekning og Kúreki var opnuð í gærkvöldi, en verkið er hugarsmíð lista- mannsins Páls Hauks Björnssonar. Verkið er hreyf- anlegur listviðburður sem ýtir undir notkun annarra dreifingarmiðla en fyrir eru á hinu hefðbundna myndlistarsviði. Áhorfandinn er í miðju verksins, í beinni upplifun og í beinu samtali við verkið og er verkið ekki til án hans og hann ekki án þess. Verkið heldur áhorfendum föngnum í upplifuninni og ástandinu. Gestir eru sóttir í bifreið og þeim kastað rakleiðis inn í magnþrungna stemningu, sem er þó einungis inngangur að því sem koma skal. Við tekur drunga- legt rými, ljúffeng súpa, leikhúsgjörningur og óvissa. Þegar á leiðarenda er komið er gestum hleypt út og þeir skildir eftir án nokkurra frekari útskýringa. Verkið er að hluta til unnið í samstarfi við tónlistar- manninn Magnús Skarphéðinsson, sem er annar hluti tvíeykisins Quadruplos, og myndlistarkonuna Jóhönnu Kristbjörgu Sigurðardóttur. Sýningafjöldi og fjöldi sýningargesta verður afar takmarkaður þar sem aðeins tveir gestir komast á hverja staka sýningu. Þeim sem vilja tryggja sér miða á verkið er bent á að hafa senda fyrirspurn á póstfangið frafl@ frafl.is. Hin þráláta endurtekning Páls PÁLL HAUKUR BJÖRNSSON Stendur fyrir sýningunni Hin þráláta endurtekning og kúreki. MYND/GULLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.