Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 40
 19. júní 2010 LAUGARDAGUR2 ÚTGÁFU BÓKARINNAR LAUGAVEGUR- INN ÞAR SEM SAGA ÞVOTTAKVENN- ANNA Í REYKJAVÍK ER RAKIN VERÐUR FAGNAÐ VIÐ ÞVOTTALAUGARNAR Í KVÖLD. „Laugavegurinn er listaverkabók með fróðlegu ívafi,“ útskýrir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður og ein sex listakvenna í hópnum START ART sem stóð að útgáfu bókarinnar. Á listahátíð á síðasta ári var minning þvottakvennanna heiðruð með myndlistarviðburði á vegum hópsins sem varð kveikja bókarinnar. „Á fjórða tug myndlistarmanna setti upp verk meðfram leiðinni sem þvottakonurnar gengu, frá Lækj- artorgi og inn að Þvottalaugunum í Laugardal og almenningur gekk með hvítan þvott þessa sömu leið. Gangan liðaðist eins og vináttuband eftir Laugaveginum og er táknræn fyrir þá hreinsun sem fór af stað í þjóðfélaginu eftir hrunið,“ segir Þur- íður. Í bókinni er að finna ljósmyndir og hugleiðingar fólks sem tók þátt í göngunni. Margrét Guðmundsdótt- ir sagnfræðingur skrifar um sögu þvottakvennanna, Vigdís Finnboga- dóttir skrifar um eigin upplifun af Laugaveginum, Sigríður þorgeirs- dóttir heimspekingur skrifar pólitíska grein um hreinsun í víðum skilningi og Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir listheimspekingur skrifar um mynd- listarverkin. „Okkur fannst táknrænt að kynna bókina á kvenréttindadaginn þar sem þvottakonurnar unnu sín störf í hljóði við ótrúlega erfiðar aðstæður.“ Bókin verður á sérstöku tilboði á Kaffi Flóru milli klukkan 20 og 22 í kvöld. - rat Saga reykvískra þvottakvenna rakin Þuríður Sigurðardóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þessi sýning er hugs- uð sem lítið ferðalag um hlutgerða náttúru íslenskra hönnuða og hugarheim þeirra,“ segir Hlín Helga Guðlaugs- dóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Náttúr- an í hönnun, sem opnar í Ljósafossstöð klukkan 15 í dag. Sýningin er sam- starfsverkefni Hönnun- armiðstöðvar og Lands- virkjunar. Sýnendur eru rúmlega þrjátíu talsins. En hvern- ig spilar náttúran inn í sýninguna? „Margir hönnuðir sækja innblástur í náttúruna hvað varðar efni og form,“ útskýrir Hlín Helga. Margir íslenskir hönnuðir nota einnig efni úr náttúrunni í verk sín. „Jón Björnsson er að steypa vasa úr sandi. Svo getum við talað um hluti þar sem fólk er meira að sækja form í náttúruna eins og fiðrildin hennar Guðrúnar Lilju Gunn- laugsdóttur. Við förum svo út í meira abstrakt hluti þar sem náttúran er undirliggjandi.“ Fyrir sýninguna voru gerð myndbönd með hugleiðingum nokkurra hönnuða. „Í myndbönd- unum eru hugleiðingar um náttúruna og sam- band náttúru, hönnun- ar og hönnuða,“ upplýsir Hlín Helga og bætir við að á sýningunni verði ýmiss konar munir sýndir. „Þetta eru nytjahlut- ir, húsgögn og fylgihlutir,“ segir Hlín Helga. Sýningin verður opin til 28. ágúst, alla daga vikunnar. martaf@frettabladid.is Náttúran undirliggjandi Náttúran í hönnun er yfirskrift sýningar sem opnar í Ljósafossstöð í dag. Að sögn Hlínar Helgu Guð- laugsdóttur er sýningin ferðalag um hugarheim íslenskra hönnuða og sýnir tengsl náttúru og hönnunar. Snjókorn Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur verða til sýnis. MYND/ÚR EINKASAFNI Hlín Helga segir að mikil gleði hafi tengst uppsetningu sýningarinnar. JÓNSMESSUHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI hefst á morgun og stendur fram á mánudag. Nánari upplýsingar á siglo.is Hönnuðurinn Hafsteinn Júlíusson sýnir sína hönnun. Opið frá kl. 11–18 í Smáralind Full búð af nýjum vörum Kjóll 8990 kr. stærðir 8–14 einnig l í ólubláu. Hálsmen 2490 kr. Laugavegi 178 • Sími 562 1000 www.utivist.is Skráning í síma 562 1000 Jónsmessuhátíð í Básum 25.–27. júní Básar eru betri Ókeypis MANNÚÐ OG MENNING Kópavogsdeild Rauða krossins stendur fyrir námskeiðinu  „Mannúð og menning" í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11, 2. hæð.  Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 7-9 ára (fædd 2001-2003) Á námskeiðinu er lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttakendur fræðast um Rauða kross starf, skyndihjálp, mismunandi menningarheima og umhverfið. sumarnámskeið Námskeiðið er 3. - 6. ágúst Námskeiðið stendur yfir frá þriðjudegi til föstudags kl. 9-16. Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti en hádegismatur og ferðakostnaður er í boði Kópavogsdeildar Rauða krossins. Skráning er til 11. júlí í síma 554 6626 eða á raudikrossinn.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki M YN D /Ú R E IN K A SA FN I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.