Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 40

Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 40
 19. júní 2010 LAUGARDAGUR2 ÚTGÁFU BÓKARINNAR LAUGAVEGUR- INN ÞAR SEM SAGA ÞVOTTAKVENN- ANNA Í REYKJAVÍK ER RAKIN VERÐUR FAGNAÐ VIÐ ÞVOTTALAUGARNAR Í KVÖLD. „Laugavegurinn er listaverkabók með fróðlegu ívafi,“ útskýrir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður og ein sex listakvenna í hópnum START ART sem stóð að útgáfu bókarinnar. Á listahátíð á síðasta ári var minning þvottakvennanna heiðruð með myndlistarviðburði á vegum hópsins sem varð kveikja bókarinnar. „Á fjórða tug myndlistarmanna setti upp verk meðfram leiðinni sem þvottakonurnar gengu, frá Lækj- artorgi og inn að Þvottalaugunum í Laugardal og almenningur gekk með hvítan þvott þessa sömu leið. Gangan liðaðist eins og vináttuband eftir Laugaveginum og er táknræn fyrir þá hreinsun sem fór af stað í þjóðfélaginu eftir hrunið,“ segir Þur- íður. Í bókinni er að finna ljósmyndir og hugleiðingar fólks sem tók þátt í göngunni. Margrét Guðmundsdótt- ir sagnfræðingur skrifar um sögu þvottakvennanna, Vigdís Finnboga- dóttir skrifar um eigin upplifun af Laugaveginum, Sigríður þorgeirs- dóttir heimspekingur skrifar pólitíska grein um hreinsun í víðum skilningi og Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir listheimspekingur skrifar um mynd- listarverkin. „Okkur fannst táknrænt að kynna bókina á kvenréttindadaginn þar sem þvottakonurnar unnu sín störf í hljóði við ótrúlega erfiðar aðstæður.“ Bókin verður á sérstöku tilboði á Kaffi Flóru milli klukkan 20 og 22 í kvöld. - rat Saga reykvískra þvottakvenna rakin Þuríður Sigurðardóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þessi sýning er hugs- uð sem lítið ferðalag um hlutgerða náttúru íslenskra hönnuða og hugarheim þeirra,“ segir Hlín Helga Guðlaugs- dóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Náttúr- an í hönnun, sem opnar í Ljósafossstöð klukkan 15 í dag. Sýningin er sam- starfsverkefni Hönnun- armiðstöðvar og Lands- virkjunar. Sýnendur eru rúmlega þrjátíu talsins. En hvern- ig spilar náttúran inn í sýninguna? „Margir hönnuðir sækja innblástur í náttúruna hvað varðar efni og form,“ útskýrir Hlín Helga. Margir íslenskir hönnuðir nota einnig efni úr náttúrunni í verk sín. „Jón Björnsson er að steypa vasa úr sandi. Svo getum við talað um hluti þar sem fólk er meira að sækja form í náttúruna eins og fiðrildin hennar Guðrúnar Lilju Gunn- laugsdóttur. Við förum svo út í meira abstrakt hluti þar sem náttúran er undirliggjandi.“ Fyrir sýninguna voru gerð myndbönd með hugleiðingum nokkurra hönnuða. „Í myndbönd- unum eru hugleiðingar um náttúruna og sam- band náttúru, hönnun- ar og hönnuða,“ upplýsir Hlín Helga og bætir við að á sýningunni verði ýmiss konar munir sýndir. „Þetta eru nytjahlut- ir, húsgögn og fylgihlutir,“ segir Hlín Helga. Sýningin verður opin til 28. ágúst, alla daga vikunnar. martaf@frettabladid.is Náttúran undirliggjandi Náttúran í hönnun er yfirskrift sýningar sem opnar í Ljósafossstöð í dag. Að sögn Hlínar Helgu Guð- laugsdóttur er sýningin ferðalag um hugarheim íslenskra hönnuða og sýnir tengsl náttúru og hönnunar. Snjókorn Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur verða til sýnis. MYND/ÚR EINKASAFNI Hlín Helga segir að mikil gleði hafi tengst uppsetningu sýningarinnar. JÓNSMESSUHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI hefst á morgun og stendur fram á mánudag. Nánari upplýsingar á siglo.is Hönnuðurinn Hafsteinn Júlíusson sýnir sína hönnun. Opið frá kl. 11–18 í Smáralind Full búð af nýjum vörum Kjóll 8990 kr. stærðir 8–14 einnig l í ólubláu. Hálsmen 2490 kr. Laugavegi 178 • Sími 562 1000 www.utivist.is Skráning í síma 562 1000 Jónsmessuhátíð í Básum 25.–27. júní Básar eru betri Ókeypis MANNÚÐ OG MENNING Kópavogsdeild Rauða krossins stendur fyrir námskeiðinu  „Mannúð og menning" í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11, 2. hæð.  Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 7-9 ára (fædd 2001-2003) Á námskeiðinu er lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttakendur fræðast um Rauða kross starf, skyndihjálp, mismunandi menningarheima og umhverfið. sumarnámskeið Námskeiðið er 3. - 6. ágúst Námskeiðið stendur yfir frá þriðjudegi til föstudags kl. 9-16. Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti en hádegismatur og ferðakostnaður er í boði Kópavogsdeildar Rauða krossins. Skráning er til 11. júlí í síma 554 6626 eða á raudikrossinn.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki M YN D /Ú R E IN K A SA FN I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.