Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 77
LAUGARDAGUR 19. júní 2010 49 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 19. júní 2010 ➜ Tónleikar 15.00 Í Þjóðmenningarhúsinu verða útgáfutónleikar og opnunarsýning Vox femina en kórinn er að gefa út ljósmyndabókina “da capo”. Í bókinni eru myndir af kórkonum í Vox feminae ásamt minningabrotum úr kórstarfinu, saga kórsins rakin og erindi frá lista- mönnum. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Robin Nolan Trio leikur ásamt gestum á Café Rosenberg við Klappar- stíg. ➜ Hátíðir Hin árlega Flughelgi Flugsafns Íslands á Akureyri fer fram dagana 19. og 20. júní. Þessi hátíð er ein aðal flughátíð flugáhugamanna á landinu. Nánari upp- lýsingar má finna á www.flugsafn.is ➜ Listahátíð 14.00 Setning Listasumars á Akureyri verður í Ketilshúsi á sunnudag. Jafn- framt verður opnun á sýningu Alistair Macintyre “Dry Ice and Anti-Freeze”. Setningin hefst kl. 14.00 ➜ Uppákomur 13.00 Samtök um bíllausan lífstíl og aðrir áhugamenn um borgarlíf standa fyrir hópmyndatöku að Melhaga, en með því verður reynt að sýna hversu mikið pláss ólíkir samgöngumátar taka í borgarlandinu. Allir velkomnir, en mælst er til þess að fólk skrái sig með tölvu- pósti á myndumborg@gmail.com. ➜ Opið Hús 16.00 Hátíðardagskrá verður í Ráðhúsi Reykjavíkur, en þar verður kvennafrí- dagurinn kynntur nánar. Dagskrá hefst kl. 16.00. Nánari upplýsingar má finna á krfi.is. ➜ Dagskrá Á fætur í Fjarðabyggð er gönguvika fyrir alla fjölskylduna og er fyrsta gangan í dag, laugardag. Það geta allir fundið ferðir við sitt hæfi, gengið á fjöll, farið í fjöruferðir, söguferðir eða krefjandi göngur á milli byggðarkjarna. Dagskrá gönguvikunnar er hægt að nálgast á vef ferðafélags fjarðamanna á www.simnet. is/ffau. ➜ Dans 12.00 Í Salnum, Kópavogi, verður Hrynlistasýning en hrynlist er danslist sem leggur áherslu á rými og tíma. Barnasýning verður kl. 15.00 þar sem Grimms ævintýrin verða í aðalhlutverki, og svo kvöldsýning kl. 20.00. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Sal- arins www.salurinn.is. ➜ Vígsla Siðmennt, félag siðrænna húmanista, stendur fyrir borgaralegri fermingar- athöfn í fyrsta sinn í Selskógi við Egils- staði, en þar munu 3 ungmenni fermast á borgaralegan máta. ➜ Tyllidagar 13.00 Konum gefst skemmtilegt tækifæri til þess að fara aftur í brúðar- kjólinn, en IKEA ætlar að veita þeim konum sem mæta í brúðarkjól vegleg verðlaun í tilefni brúðkaups Viktoríu, sænsku krónprinsessunar. Nánari upp- lýsingar má finna á veg IKEA á www. ikea.is Sunnudagur 20. júní 2010 ➜ Opnanir 07.00 Elliðaár verða opnaðar á hefð- bundinn hátt 20. júní, en áratugahefð hefur verið fyrir því að borgarstjórinn í Reykjavík renni fyrstur fyrir lax í Elliða- ánum. Það mun því falla í hlut nýráðins borgarstjóra, Hr. Jóns Gnarr að renna fyrir fyrsta laxinn á sunnudagsmorgun. Nánari upplýsingar má finna á vef SVFR á www.svfr.is ➜ Fræðsla 13.00 Í tilefni af alþjóðadegi flótta- manna þann 20. júní efna Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Alþjóðahús í samstarfi við Reykja- víkurborg og Flóttamannastofnun SÞ, til viðburðar á Ingólfstorgi frá kl. 13.00- 15.00 þar sem málefni flóttafólks verða kynnt ásamt ýmsum skemmtiatriðum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. ➜ Opið Hús 13.00 Í Smámunasafninu í Eyjafjarð- arsveit verður búvélasýning og flóa- markaður. Opið frá kl. 13.00-17.00. ➜ Tónlist 15.00 Stóri músíkdagurinn verður haldinn í annað sinn á Íslandi 20. júní. Allar tónlistartegundir verða á boðstól- um: klassík, rokk, soul, jazz o.s.frv., en þema hátíðarinnar í ár er „La Vie en Rose” til heiðurs Édith Piaf og tónlist kvenna. Tónleikarnir verða haldnir á Eymundsson og á Café Rosenberg. Nánari upplýsingar um tímasetningu og staðsetningu á tónleikunum má finna á www.af.is. 16.00 Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson flytja úrval íslenskra sönglaga í stofunni á Gljúfrasteini, en þau eru bæði meðlimir í hljómsveitinni Hjaltalín. Tónleikarnir eru hluti af stofutónleik- um Gljúfrasteins og hefjast kl. 16.00. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Nánari upplýsingar má finna á www.gljufra- steinn.is ➜ Félagsstarf Ræðukeppnin „Þrasið” verður haldin í annað sinn, en keppnin er sjálfboða- starf áhugamanna um mælskulist og ræðumennsku og hugsuð sem dægradvöl fyrir alla þá sem hafa áhuga á ræðumennsku. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Viktori Orra viktororri@ gmail.com. ➜ Leiðsögn 14.00 Einar Falur Ingólfsson veitir leiðsögn um sýninguna „Sögustaðir- í fótspor W.G. Collingwoods”. Leiðsögnin hefst klukkan 14.00 og fer fram í Boga- sal Þjóðminjasafns Íslands. Leiðsögnin er öllum opin. ➜ Listamannaspjall 15.00 Listaverkasafnarinn Pétur Ara- son og sýningarstjórinn Birta Guðjóns- dóttir leiða saman hesta sína í leiðsögn um sýninguna „Annað auga- Ljós- myndaverk úr safneign Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur”. Sýningin er á Kjarvalsstöðum og hefst kl. 15.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is PÉTUR OG ÚLFURINN Í BRÚÐUHEIMUM Leiksýningarnar um Pétur og úlfi nn fara af stað í Brúðuheimum í Borgar- nesi á sunnudaginn. Næstu sýningar eru: 20. júní klukkan 14.00 27. júní klukkan 14.00 4. júlí klukkan 14.00 11. júlí klukkan 14.00 Miðapantanir í síma 530 5001. BRÚÐUHEIMAR Í BORGARNESI • SKÚLAGÖTU 17 • BORGARNESI • SÍMI: 530 5000 WWW.BRUDUHEIMAR.IS • BRUDUHEIMAR@BRUDUHEIMAR.IS Kaffi hús, Leikbrúðusafn, Gallerý og Brúðuleikhús. Laugardagur 19.6. kl 16 í Hjalladal: Gróðursetning og grillaðar pylsur á vegum Skógræktarfélagsins og Gámaþjónustunnar í Jólaskóginum. Laugardagur og sunnudagur 19.6. og 20.6. frá kl 10-17 á Elliðavatni: Jurtir í skóginum. Kristbjörg Kristmundsdóttir og Hildur Hákonardóttir. Skráning í síma: 861 1373. Mánudagur 21.6. kl 20 á Elliðavatni: Fuglaskoðun með Jakobi Sigurðssyni frá Fuglavernd. Þriðjudagur 22.6. kl 20 á Elliðavatni: Söguganga á bökkum vatnsins með Helgu Sigmundsdóttur. Fjölskyldan tálgar í tré með Ólafi Oddssyni frá kl 18-22. Skráning í síma: 863 0380. Miðvikudagur 23.6. kl 20 í Elliðavatni: Ókeypis veiði og fræðsla um vatnið með Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi. Fimmtudagur 24.6 kl 20 efst á Heiðarvegi: Gönguferð með Ferðafélagi Íslands undir leiðsögn Auðar Kjartansdóttur. Fjölskyldan tálgar í tré með Ólafi Oddssyni frá kl 18-22. Föstudagur 25.6. frá 14-17 á Elliðavatni: Afmælisráðstefna. Tónleikar með Kríu Brekkan, Sólveigu Öldu og Boybandinu í Dropanum við Furulund frá kl 21-01. Rúta frá Lækjartorgi. Laugardagur 26.6. frá kl 13-16 á Vígsluflöt: Fjölskylduhátíð. Sunnudagur 27.6. Elliðavatn: Veiðidagur fjölskyldunnar. Ókeypis i vatnið allan daginn. Nánari upplýsingar á www.heidmork.is Heiðmörk 60 ára Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til afmælishátíðar 19.-27. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.