Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 28
28 19. júní 2010 LAUGARDAGUR Á rið 1927 átti að rífa öll timburhús í Reykja- vík samkvæmt aðal- skipulagi. Þá skall á heimskreppan. Snemma á sjöunda áratugnum átti að rífa niður af miklum metnaði og hraðbrautavæða borgina. Þá fór síldin og kreppan kom. Samkvæmt skipulagi frá 1986 átti einnig að leyfa mikið niðurrif en einnig þá gripu örlögin í taum- ana, með þjóðarsátt og öðru. 2008 stefndi svo í um 13.000 fermetra niðurrif gamalla húsa við Lauga- veg. Þá hrundu bankarnir. Ef til vill má lesa þessi ártöl sem vísbendingu um yfirnáttúrulegt karma skipulagsyfirvalda, að með kreppum sé þeim reglulega hegnt fyrir fjandskap sinn gegn gamla bænum. Eða kannski mættu hag- fræðingar læra af þessu. Niður- rifsheildarlausnir í borginni séu óbrigðult merki þess að fólk sé komið svo langt út af sporinu að hrun hljóti að vera á næsta leiti. Formaður Torfusamtakanna, Snorri F. Hilmarsson, segir ekkert um það. En með þessum dæmum svarar hann því neitandi, hvort sam- tökin hans fagni ekki kreppunni og meðfylgjandi hruni í verktakabrans- anum. Niðurrifsstefnan í bænum hafi oft ekki verið í samræmi við eftirspurn eftir lóðum og efnahags- veruleikann. „Hrunið út af fyrir sig bjargar engu. Þótt þrýstingur á niðurrif sé horfinn í bili, er hugsunarhátturinn og hvatinn til niðurrifs enn fyrir hendi,” segir hann. Þó gefi nýr mál- efnasamningur Besta flokksins og Samfylkingarinnar tilefni til bjart- sýni. „Ef húsverndarstefna verður tekin með einhverjum hætti inn í aðalskipulag, eins og þessi mál- efnasamningur gefur til kynna, og mönnum er alvara með því, þá er það alveg frábært. En ég á alveg eftir að sjá hver útfærslan verður á þessu. Verði þetta í takt við þá skipulagsvinnu sem hefur verið unnin upp á síðkastið, þá lofaði hún mjög góðu og þá getur þetta verið mjög jákvætt,“ segir hann. Nú séu kjöraðstæður til að byrja á að gefa gamla bænum tækifæri til að standa á eigin fótum. Niðurrif eðlilegra en varðveisla? „Megináherslan hefur verið á að varðveita einstök dæmi um húsa- gerðarlist og þurft hefur sterk rök fyrir því af hverju eigi ekki að rífa gömul hús. Þetta er það sem helst þarf að snúa við. Að þessu hefur verið unnið síðustu ár, að gera gamla bæinn að einhverju sem skipti máli í aðalskipulaginu. Árið 1996 var unnin húsverndunaráætl- un Reykjavíkur en hún varð aldrei hluti af aðalskipulaginu. Fyrir vikið hafa ýmis af þeim húsum sem nutu verndar vegna byggðamynsturs eða jafnvel stóð til að friða, verið rifin. Lykilmálið er að menn fari að skoða gamla bæinn sem heild, sem er einhvers virði fyrir borgina. Það er útgangspunkturinn í þeim borg- um sem okkur þykir einhvers gild- andi. Verðmætið er í heildarkarakt- er svæðanna,“ segir Snorri. Hingað til hafi engin bein verndarákvæði verið í gildi. Hús- verndaráætlun hafi einfaldlega vikið til hliðar þegar hagsmunir sem metnir voru mikilvægari, til dæmis hagsmunir verktaka, komu í spilið. 101 tækifæri í 101 Reykjavík Torfusamtökin hafa gefið út bókina 101 tækifæri, sem fjallar um verðmæti gamalla húsa í borginni og skammsýni niðurrifsstefn- unnar sem hefur einkennt borgarskipulagið. Klemens Ólafur Þrastarson hitti höfundinn, Snorra F. Hilmarsson, í gamla bænum. Snorri telur að gömul hús séu ekki bara verðmæt vegna túrista, heldur sé lifandi sögulegt umhverfi hluti borgarlífsgæða. SNORRI HILMARSSON Á HLJÓMALINDARREITNUM Í bók Snorra er varað við grenjavæðingu í 101 Reykjavík. Miðbærinn eigi ekki bara að vera fyrir unga karlmenn sem búa í leiguhúsnæði, heldur lifandi heild þar sem gott er að vera. Þar séu ótal mörg tækifæri til að reisa Reykjavík við. Lengi hefur staðið til að leyfa niðurrif 13.000 fermetra við Laugaveginn, undir formerkjum þéttari byggðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRAMHALD Á SÍÐU 30 F í t o n / S Í A Þann 1. júní 2010 hækkuðu laun skv. kjarasamningum VR um 2,5%. Hækkunin kemur til útborgunar um næstu mánaðamót, þann 1. júlí 2010. Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS 2,5% launahækkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.