Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 17
Uppgötvaðu
leyndardóma
Íslands!
Nauðsynlegt uppflettirit fyrir alla áhugamenn um íslenska náttúru og ferðalög
Heitar laugar á Íslandi
Í bókinni er fjallað um hið sérstæða fyrirbæri í náttúru Íslands, heitar laugar.
Hér greinir bæði frá ósnortnum náttúrulaugum og manngerðum laugum sem
skemmtilegt er að skoða og njóta. Þær eru á misfjölförnum slóðum, bæði í byggð
og í óbyggðum.
Bókin vísar á annað hundrað lauga viðsvegar um landið og er skemmtileg viðbót
við ferðalagið. Oft getur reynst erfitt að finna einstakar laugar, sérstaklega á
hálendinu og því fylgja GPS-punktar laugunum sem fjallað er um. Ljósmyndir eru
af þeim öllum og fjörlegar leiðar- og náttúrulýsingar gera bókina að ómissandi
förunaut á ferðalögum.
Loks eru vönduð kort í bókinni til að auðvelda notkun hennar.
Fjallaskálar á Íslandi
Í þessari bók er í máli og myndum lýst hartnær 400 skálum, gömlum og nýjum,
sem reistir hafa verið víðs vegar á Íslandi. Bókin hefur að geyma ómældan
fróðleik um skálana, sögu þeirra og búnað, auk þess sem getið er eigenda og
umsjónarmanna. Ljósmynd er af öllum skálunum og staðsetning þeirra mörkuð
með GPS-punkti og á landakorti.
Greinargóðar leiðarlýsingar eru að skálunum og víða er sagt frá náttúruperlum í
nágrenni þeirra. Í sér kafla aftast í bókinni er fjallað um ýmsa gamla og sögulega
fjallaskála sem sumir hverjir þjóna enn ferðamönnum í óbyggðunum.
Hér er á ferðinni einkar gagnleg handbók fyrir alla þá sem ferðast um fjöll og
firnindi, göngugarpa, hestamenn og ökuþóra.
4.290 kr.
4.990 kr.
3.990 kr.
4.480 kr.
Ti
lb
oð
g
ild
a
til
o
g
m
eð
3
0
.0
6
.1
0