Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 32
32 19. júní 2010 LAUGARDAGUR Ý msir lyftu brúnum í nokkurri undrun þegar Seðlabankinn tilkynnti um samning við Kína um gjald- miðlaskipti. Samning- urinn á að gilda í þrjú ár og hljóðar upp á 66 milljarða króna, sem sam- svarar 3,5 milljörðum í kínverska gjaldmiðlinum júan. Þetta er stór upphæð fyrir Ísland, en í sjálfu sér ósköp lítið fé fyrir Kínverja, sem hafa á síð- ustu tveimur árum gert sams konar samninga upp á samtals 650 millj- arða júan við Suður-Kóreu, Malas- íu, Indónesíu, Hvíta-Rússland og Argentínu. Almennt er helsta ástæða þess að Kínverjar hafa gert slíka samninga síðustu misserin talin vera sú, að þeir óttist hrun dollarans. Kínverjar eiga jafnvirði 254.0000 milljarða króna í erlendum gjald- eyri. Sjötíu prósent þessa mikla gjaldeyrisforða eru í bandarísk- um dölum, sem þeir hafa safnað sér árum saman með því að selja meira til Bandaríkjanna en þeir kaupa þaðan, þannig að ekki er að furða þótt Kínverjar óttist veika stöðu dollarans. Ört vaxandi heimsveldi Undanfarin misseri hafa margir þó talið sig sjá á að Kínverjar hafi kannski eitthvað meira í huga en að verja stöðu sína gagnvart falli dollarans. Kína er vaxandi efnahagsveldi, með nærri tíu prósenta hagvöxt á ári hverju og nú þegar komið í fjórða sæti yfir stærstu hag- kerfi heims, næst á eftir Evrópu- sambandinu, Bandaríkjunum og Japan. Vegna hins mikla gjaldeyrisforða Kínverja í dollurum hefur verið bent á að þeir ættu auðvelt með að gera Bandaríkjunum skráveifu og fella dollarann í verði með því að selja mikið af honum í einu. Fyrir fund G20-ríkjahópsins síð- astliðið vor bárust þau boð frá Kín- verjum að þeir hefðu ekkert á móti því að dollarnum yrði skipt út fyrir aðra mynt sem ráðandi gjaldmiðil á alþjóðavettvangi. Þetta var talið til marks um að þeir vilji grafa undan dollaranum, þrátt fyrir að eiga sjálfir mikið undir því að verð hans haldist sem hæst. Ekki lögðu þeir þó til sitt eigið júan sem nýja alþjóðamynt, heldur gjaldmiðil á borð við hin sérstöku dráttarréttindi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sem hægt væri að gefa nýtt og aukið vægi undir styrkri stjórn sjóðsins. Umsvif í fátækum ríkjum Fleiri dæmi hafa verið höfð til marks um að Kína láti sig dreyma um heimsyfirráð í krafti vaxandi efnahagsstyrks síns. Þannig hefur stóraukin þróunar- aðstoð Kínverja við fátæk Afr- íkuríki síðustu árin hefur vakið athygli, og ekki alltaf þótt af hinu góða. Kínverjar hafa fjárfest í stórum stíl í Afríku, keypt þar upp jarðir, hafið búskap og stofnað fyrirtæki. Viðskipti milli Kína og Afríku- ríkja hafa einnig stóraukist á síð- ustu árum. Svipaða sögu má segja frá fleiri af fátækari svæðum jarðar, svo sem ríkjum Suður-Ameríku og Asíu. Þar hafa umsvif Kínverjar aukist jafnt og þétt svo mörgum þykir nóg um. Gjaldeyrisforði Kínverja er sem fyrr segir gríðarlega mikill, svo þeir geta leyft sér að útdeila honum til nánast hvaða verka sem þeim dettur í hug. Umdeild góðsemi Sjálfir segjast Kínverjar einung- is vilja láta gott af sér leiða. Víða í Afríku hafa heimamenn hins vegar áhyggjur af þessu örlæti, sem stundum raskar illilega fábrotn- um markaði innanlands og skapar umrót í samfélaginu. Starfsmönnum alþjóðlegra hjálp- arstofnana hefur sömuleiðis stund- um þótt nóg um athafnasemi Kín- verja. Á vefsíðum bandaríska dagblaðs- ins New York Times má til dæmis finna sögu frá Nígeríu, þar sem Alþjóðabankinn var árið 2007 langt kominn með samninga við þarlend stjórnvöld um enduruppbyggingu járnbrautakerfis í landinu. Samn- ingurinn átti að hljóða upp á fimm milljónir dala, en skilyrði var að einkafyrirtæki fengju að taka þátt í verkefninu til þess að tryggja að landlæg spilling í stjórnkerfi landsins yrði ekki til þess að spilla þessu mikilvæga uppbygg- ingarstarfi. Þegar skammt var í undirritun samninga höfðu kínversk stjórn- völd boðið Nígeríu- mönnum níu milljarða dala til þess að byggja upp járnbrautarkerf- ið, en þeim samningi fylgdu engar kvaðir um að spillingu yrði úthýst. Við tilboð af þessu tagi treysti Alþjóðabankinn sér ekki að keppa. og hætti við allt saman. Ósvífni Í leiðara New York Times er þetta haft til marks um ósvífni Kínverja í þróunarmálum, sem fyrst og fremst hafi það markmið að tryggja hagsmuni Kínverja til lengri tíma sem víðast á jarðkringl- unni, og þá sé auðveldast að bera niður þar sem fátæktin er mest. Í sama leiðara er bent á að Kín- verjar séu ekki fyrsta þjóðin til þess að fara þessa leið til að tryggja hagsmuni sína í öðrum heimshlut- um. Þannig hafi bæði Bandaríkin og Sovétríkin óspart styrkt ein- ræðisherra í skiptum fyrir stuðn- ing þeirra á alþjóðavísu. Reyndar hafa Kínverjar sjálfir lagt mikla áherslu á að blanda sér ekki í innanríkismál annarra landa, í fullu samræmi við þá ófrávíkjan- legu kröfu sem þeir gera til þess að önnur ríki blandi sér ekki í þeirra innanríkismál. Á það er einnig að benda að sjálf- ir þiggja Kínverjar háar fjárhæðir í þróunaraðstoð á ári hverju, enda er fátækt enn útbreidd í Kína. Bretar, sem síðustu ár hafa veitt Kínverjum 40 milljónir punda í þró- unaraðstoð árlega, segjast þó vera að endurskoða það og ætli líklega að hætta að verja fé til þróunaraðstoðar í Kína. Horft til norðurslóða Í þessu stóra sam- hengi skiptir kannski gjaldmiðlasamningur við Ísland ósköp litlu máli fyrir Kínverja. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur fullyrt að til skemmri tíma hafi Kínverjar einkum áhuga á þekk- ingu Íslendinga á jarðhitavinnslu og vatnsvirkjunum til orkuframleiðslu. Samningur Íslands við Kína er reyndar aðeins til þriggja ára, en framlengjanleg- ur að gefnu samþykki beggja. Gangi Ísland í Evrópusambandið fellur þessi samning- ur sjálfkrafa niður. Gömul klisja segir að Kínverj- ar hugsi í áratugum eða jafnvel öldum meðan Vesturlandabúar láta sér yfirleitt nægja að skipuleggja sig til fárra ára í senn. Þetta lang- tímasjónarmið Kínverja er sagt eiga sér ævagamlar rætur í menn- ingu þeirra, auk þess sem kínver- skir ráðamenn búa við þann lúxus að þurfa ekki að hugsa í kjörtíma- bilum. Áhugi Kínverja á Íslandi kann þannig að hluta að felast í því að þeir hafi í huga opnun norður- skautsins fyrir siglingum, sem vænta má innan fárra áratuga vegna hlýnunar jarðar. Þá verður varla verra að hafa skapað sér velvild á Íslandi, að ekki sé talað um hagsmunatengsl sem Íslendingar ættu mikið undir að haldist við. Kínverjar horfa til allra átta Hvað gengur Kínverjum til að gera samning við litla Ísland um gjaldeyrisskipti upp á 66 milljarða króna? Stefna þeir að heims- yfirráðum? Guðsteinn Bjarnason kynnti sér lauslega aukin umsvif Kínverja víðs vegar um heim og óttann sem þau vekja. Gjaldmiðlaskiptasamningur Íslands og Kína hefur sáralítil bein áhrif á íslensk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Kína, að sögn Vilhjálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. „Það hafa engin vandamál verið með þau viðskipti undanfarið. Hins vegar eru óbeinu áhrifin jákvæð,“ segir hann. „Fyrst og fremst þurfum við á þessu að halda til að styrkja gjaldeyrisforð- ann og til að skapa grundvöll til að afnema gjaldeyrishöftin, sem er alger forsenda þess að gengi krónunnar hækki og nái jafnvægi sem getur staðist í einhvern tíma. Með þessu styrkist sá fjárhagslegi grunnur sem fyrirtækin standa á.“ Áhrif samningsins á íslensk fyrirtæki Gjaldmiðill Kína er ýmist nefndur júan eða renminbi. Í sjálfu sér skiptir litlu máli hvort heitið er notað. Renminbi þýðir „gjaldmiðill alþýðunnar“ og er opinbert heiti gjaldmiðilsins í Kína. Júan er hins vegar nafnið á stærstu einingu gjaldmiðilsins, sem skiptist niður í tíu jiao og hundrað fen. Júan og renminbi Kína er vax- andi efnahags- veldi, með nærri tíu pró- senta hagvöxt á ári hverju og nú þegar kom- ið í fjórða sæti yfir stærstu hagkerfi heims N O R D IC PH O TO S/A FP EFNAHAGS- OG FJÁRMÁLAVELDI Kínverskt efnahagslíf hefur vaxið hröðum skrefum á síðustu árum. Nú þegar er Kína fjórða stærsta hagkerfi heims, og heldur áfram að vaxa um nærri tíu prósent á ári hverju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.