Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 30
30 19. júní 2010 LAUGARDAGUR Engin þörf á niðurrifi Í bók Snorra, 101 tækifæri, segir meðal annars frá hugmyndum Torfusamtakanna um að húsin innan gömlu Hringbrautar verði vernduð sérstak- lega. Samtökin eru þó ekki andsnúin nýbygging- um í 101. En þær eiga að vera í takt við það sem fyrir er. „Þetta þarf ekki að fara gegn nútíma-arkitekt- úr,“ segir Snorri og bendir á Hæstarétt og Þing- skálann sem velheppnuð dæmi þar sem saman fari nýsköpun og virðing fyrir því sem fyrir er. Gildandi áform borgarinnar gera ráð fyrir 13.000 fermetra niðurrifi í gamla bænum. Snorri bendir á að um leið séu ónýttir reitir víða. Lóð- irnar í kringum Héðinshúsið, Slippsvæðið, Lands- bankareiturinn við Lækjargötu og margar fleiri. „Ég held að autt byggingarland í borginni slagi upp í bróðurhluta Kvosarinnar. Það er alls engin þörf á niðurrifi.“ Um hvers vegna Reykvíking- ar séu svo gjarnir á að rífa það sem fyrir stend- ur, segist Snorri telja að þetta sé ákveðin gerð af þjóðernishyggju. „Við viljum tala um London, New York og Reykjavík í einu, en raunveruleikinn staðsetur okkur við hlið Kúlúsúkk á Grænlandi og Þórshafnar í Færeyjum.“ Þrátt fyrir að í Færeyj- um sé einnig mikil þjóðernishyggja, var í Þórs- höfn ákveðið að verja allan gamla bæinn, strax á sjöunda áratugnum. „Afleiðingin af þessu var til dæmis að eitt árið var Ísland fært niður á lista National Geographic yfir áhugaverða staði til að heimsækja, en Færeyj- ar upp. Vegna gömlu húsanna,“ segir Snorri. Ný hugsun Margt hafi þó breyst á Íslandi. Til merkis um það megi nefna að stjórnvöld vinni að því að koma íslenska torfbænum á heimsminjaskrá UNES- CO. „Í framhaldi af því mætti líka huga að íslenska steinbænum. Þetta eru iðnaðarmannahús sem voru reist af smiðunum sem byggðu Alþingishús- ið. Ef við tölum um sérstöðu þá er ekkert sem er jafn einstakt fyrir Reykjavík og þau. Samt stend- ur til að rífa þannig hús niðri í Skuggahverfi.“ Upp undir eitt hundrað hús, byggð fyrir 1918, má rífa samkvæmt deiliskipulaginu, sem unnið var upp úr 2002, í valdatíð R-listans. „Þetta er FRAMHALD AF SÍÐU 28 Formaður Torfusamtakanna bendir á að ýmsir reitir í 101 leyni á sér. Á Hljómalindarreitnum, þar sem átti í góð- ærinu að reisa mikla nýbyggingu, sé gamla hestaréttin, þar sem menn í verslunarleiðangri í kaupstaðnum skildu hestana eftir og gengu svo upp Laugaveginn. Danir og einokunarkaupmenn hafi átt allan miðbæinn upp að Hljómalind. Laugavegur sé því hluti af sögu sjálfstæðisbar- áttunnar. Síðar hafi ferðamenn keppst um að heimsækja Sirkus, vegna tengingar við íslenska poppmenningu. „Þetta hús var orðið eins og Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn. Ég er viss um að ef þú spyrðir danska myndlistarmenn hvað væri merkast í Kaupmannahöfn myndi enginn þeirra nefna Hafmeyjuna.“ Ég held að autt bygg- ingarland í borginni slagi upp í bróðurhluta Kvosarinnar. Það er alls engin þörf á niðurrifi. Reitir sem leyna á sér Hafðu samband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.