Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 30

Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 30
30 19. júní 2010 LAUGARDAGUR Engin þörf á niðurrifi Í bók Snorra, 101 tækifæri, segir meðal annars frá hugmyndum Torfusamtakanna um að húsin innan gömlu Hringbrautar verði vernduð sérstak- lega. Samtökin eru þó ekki andsnúin nýbygging- um í 101. En þær eiga að vera í takt við það sem fyrir er. „Þetta þarf ekki að fara gegn nútíma-arkitekt- úr,“ segir Snorri og bendir á Hæstarétt og Þing- skálann sem velheppnuð dæmi þar sem saman fari nýsköpun og virðing fyrir því sem fyrir er. Gildandi áform borgarinnar gera ráð fyrir 13.000 fermetra niðurrifi í gamla bænum. Snorri bendir á að um leið séu ónýttir reitir víða. Lóð- irnar í kringum Héðinshúsið, Slippsvæðið, Lands- bankareiturinn við Lækjargötu og margar fleiri. „Ég held að autt byggingarland í borginni slagi upp í bróðurhluta Kvosarinnar. Það er alls engin þörf á niðurrifi.“ Um hvers vegna Reykvíking- ar séu svo gjarnir á að rífa það sem fyrir stend- ur, segist Snorri telja að þetta sé ákveðin gerð af þjóðernishyggju. „Við viljum tala um London, New York og Reykjavík í einu, en raunveruleikinn staðsetur okkur við hlið Kúlúsúkk á Grænlandi og Þórshafnar í Færeyjum.“ Þrátt fyrir að í Færeyj- um sé einnig mikil þjóðernishyggja, var í Þórs- höfn ákveðið að verja allan gamla bæinn, strax á sjöunda áratugnum. „Afleiðingin af þessu var til dæmis að eitt árið var Ísland fært niður á lista National Geographic yfir áhugaverða staði til að heimsækja, en Færeyj- ar upp. Vegna gömlu húsanna,“ segir Snorri. Ný hugsun Margt hafi þó breyst á Íslandi. Til merkis um það megi nefna að stjórnvöld vinni að því að koma íslenska torfbænum á heimsminjaskrá UNES- CO. „Í framhaldi af því mætti líka huga að íslenska steinbænum. Þetta eru iðnaðarmannahús sem voru reist af smiðunum sem byggðu Alþingishús- ið. Ef við tölum um sérstöðu þá er ekkert sem er jafn einstakt fyrir Reykjavík og þau. Samt stend- ur til að rífa þannig hús niðri í Skuggahverfi.“ Upp undir eitt hundrað hús, byggð fyrir 1918, má rífa samkvæmt deiliskipulaginu, sem unnið var upp úr 2002, í valdatíð R-listans. „Þetta er FRAMHALD AF SÍÐU 28 Formaður Torfusamtakanna bendir á að ýmsir reitir í 101 leyni á sér. Á Hljómalindarreitnum, þar sem átti í góð- ærinu að reisa mikla nýbyggingu, sé gamla hestaréttin, þar sem menn í verslunarleiðangri í kaupstaðnum skildu hestana eftir og gengu svo upp Laugaveginn. Danir og einokunarkaupmenn hafi átt allan miðbæinn upp að Hljómalind. Laugavegur sé því hluti af sögu sjálfstæðisbar- áttunnar. Síðar hafi ferðamenn keppst um að heimsækja Sirkus, vegna tengingar við íslenska poppmenningu. „Þetta hús var orðið eins og Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn. Ég er viss um að ef þú spyrðir danska myndlistarmenn hvað væri merkast í Kaupmannahöfn myndi enginn þeirra nefna Hafmeyjuna.“ Ég held að autt bygg- ingarland í borginni slagi upp í bróðurhluta Kvosarinnar. Það er alls engin þörf á niðurrifi. Reitir sem leyna á sér Hafðu samband

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.