Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 24
 19. júní 2010 LAUGARDAGUR Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídegin- um, stofnaði kvennahreyfingin ný regnhlífarsamtök Skotturnar sem hafa það hlutverk að halda utan um 24. okóber í ár. Undir- búningur hefur staðið yfir frá því í október. Þess má geta að Skott- ur voru kvendraugar sem gjarn- an gengu í rauðum sokkum og erfitt var að kveða þær niður. Að Skottunum standa 15 kvennasamtök, bæði þau stærstu, elstu, róttækustu og nýjustu. Þau eru Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindasamband Íslands, Samtök um kvennaathvarf, Fem- inistafélag Íslands, Stígamót, Zontasamband Íslands, Kvenna- ráðgjöfin, Bríet félag ungra fem- inista, Unifem, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Landsam- band Soroptimista, Sólstafir á Vestfjörðum, Aflið frá Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og V- dagssamtökin. Auk þess eru Kvennasögusafnið, Rann- sóknarstofa í kvenna og kynja- fræðum og Jafnréttisstofa í nánu samstarfi við Skotturnar. Innan samtakanna eru yfir 10 þúsund konur og algjör einhugur ríkir um áherslurnar í ár. Verndari Kvennafrídagsins 2010 er frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrver- andi forseti Íslands. Samstaða íslenskra kvenna þann 24. okt. 1975 vakti heims- athygli. Það sama má segja um 24. okt. árið 1985 og síðast árið 2005. Hvergi annars staðar virð- ast konur hafa náð annarri eins samstöðu um kjör sín og stöðu. Þessir dagar voru hver með sínu sniði og litu margar konur svo á að þær færu í verkfall en aðrar tóku sér frí. Árin 1975 og 1985 lögðu konur niður störf þennan dag. Árið 1985 var hald- in umfangsmikil sýning á störf- um undir yfirskriftinni „Kvenna- smiðjan“ og 24. október árið 2005 ákváðu konur að vinna fyrir sanngjörnum launum og gátu því gengið út af vinnustöðunum sínum kl. kl.14.08. Um 50.000 konur og margir karlar fylltu götur miðbæjarins þann dag. Þetta ætlum við að endurtaka í ár, en jafnframt ætla konur að helga daginn baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Boðið verð- ur til alþjóðlegar ráðstefnu þann 24. október og fjöldaaðgerða þann 25. október undir yfirskrif- inni: „ Konur gegn kynbundnu ofbeldi“. Ofbeldi Enn er ofbeldi karla gegn konum ljótasti bletturinn á jafnréttis- ríkinu Íslandi. Fulltrúar allra kvennasamtakana hafa einróma samþykkt að sameinast í kröfunni um að Ísland standi undir nafni sem réttarríki – líka fyrir konur og börn sem beitt hafa verið kyn- ferðisofbeldi. Minnt skal á að á tíu ára tímabili (1997-2006) féllu í héraðsdómum að meðaltali innan við 5 nauðgunardómar á ári og í Hæstarétti innan við 3 nauðg- unardómar á ári. Á sama tíma fengust Stígamót og Neyðarmót- taka vegna nauðgana við 200-300 nauðganir hvert ár og vitað er að fjöldi kvenna sótti ekki hjálp. Skotturnar leggja áherslu á vit- undarvakningu og fræðslu um ofbeldi. Þórdís Elva Þorvalds- dóttir Bachmann hefur hrundið af stað verkefninu „Öðlingurinn“ þar sem hún selur bókina sína „Á mannamáli“ til styrktar verkefn- inu. Hægt er að kaupa bókina á síðunni www.odlingurinn.is . Alþjóðleg ráðstefna Alþjóðlega ráðstefnu á að halda 24. október um ofbeldi gegn konum. Heiðursgestur verður Rashida Mansjoo, umboðskona Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Auk hennar hefur fjölmörgum virtum baráttu- og fræðikonum verið boðið. Dóms- málaráðherra Noregs Knut Stor- berget hefur einnig þegið boð um að koma á alþjóðlegu ráðstefnuna. Hann er í hópi 10 karlleiðtoga í heiminum sem Ban Ki-moon stofnaði til og skuldbinda sig til að setja ofbeldi gegn konum í for- gang. Konur um allt land leggja niður störf kl. 14.25, þann 25. okt. Árið 2005 voru konur með 63.5% af heildartekjum karla. Miðað við það höfðu þær lagt fram réttlátt vinnuframlag kl. 14.08 það ár. Nýjustu tölur sýna að konur hafa 65.65% af tekjum karla og geta því með góðri sam- visku lagt niður störf kl. 14.25 þann 25. október næst komandi og það er einmitt það sem við ætlum að gera. Okkur miðar í rétta átt, en á síðustu fimm árum hefur bilið minnkað um aðeins 2.15%. Ef ekki verður frekar að gert þurf- um við að bíða í 46 ár eftir því að heildartekjur karla og kvenna verði þær sömu. Konur hafa ekki hugsað sér að setjast með hendur í skauti og bíða, heldur gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að leiðrétta kjör sín. Jafnframt munu þær sameinast í kröfunni um afnám ofbeldis. Mikill baráttuhugur er í konum og undirbúningshópar eru að störfum. Má nefna öflugan hóp listakvenna sem hafa ótal hug- myndir um aðgerðir. Þær sem hafa áhuga á að koma að degin- um með uppákomum eða sjálf- boðavinnu eru beðnar að hafa samband við kvennafri@gmail. com og heimasíða samtakanna er www.kvennafri.is Verkefnið verður kynnt opinberlega í Ráð- húsinu á 95 ára afmæli kosninga- réttar kvenna, þann 19. júní kl. 16 – 18. Fjöldasamstaða kvenna Fólk dreif að Melabúðinni í Reykjavík á þjóðhátíðardegi. Mikið var hlegið við kjötborðið, ættingjar og vinir kysstust og barnasköll hljómuðu í þessari búð gæðanna. Við kassann hitti ég vin sem mælir jafnan af viti. Íhugunarorðin voru: „17. júní var lýðveldið stofnað. Í dag, 17. júní var upphaf endis þess lýð- veldis!“ Ég hrökk við. Hvað átti hann við? Já, alveg rétt, Leið- togaráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að hefja við- ræður við Íslendinga um inn- göngu. Það hittist einkennilega á að málið skyldi afgreitt á hátíð þjóðarinnar! Við stóðum við kassann og ræddum kosti og lesti sambands- ins. Auðvitað voru sjávarútvegs- málin meginatriði. Við vorum sammála um að Skýrsla Alþingis hafi opinberað hversu stofnanir Íslendinga voru og væru veikar, að innanmein þeirra hafi verið stór og mörg og að þær hafi ekki ráðið við krabbavöxt bankanna. Við vorum sammála um að Evr- ópusambandið hefði gríðarleg- an stofnanastyrk, sem gott væri að geta nýtt. Er Ísland eins og smáhreppur sem verður að sam- einast stærri félagsheildum til að fara ekki á kaf í alþjóðavæð- ingunni? Við vorum líka sammála um að opinberar stofnanir hafi verið í gíslingu stjórnmálaafla sem hafi spillt þeim innan frá með vinahygli, frændhygli og flokks- hygli. Nei, fáræði „Flokksins“ yrði að ljúka. Nú væri komið að nýjum tíma. Vísakortið hvissaði í posaraufinni, kassahjalinu lauk og ég fór út í góða veðrið. Blakt- andi fánar, blátt, hvítt, rautt, blöstu við í góðviðrinu eins og til að minna á að enn væri Ísland sjálfstætt ríki, kannski blankt, með berrassaða stjórnsýslu – en þó sjálfstætt á hjara verald- ar. Bjartur í Sumarhúsum lengi lifi. Góðmeti til kvöldveislunnar fór í bílinn. Þá kom vinur minn út líka. Hann hélt áfram og minnti á nýja tíma í pólitík borgarinn- ar. Já, allar kreppur eru líka tækifæri til að opna og endur- meta. Nú svo þarf líka að skoða stjórnarskrána og horfast í augu við framtíðina. Við höfum ekki lengur efni á að treysta stjórn- málamönnum fyrir fjöreggj- um þjóðarinnar. Við getum ekki gagnrýnislaust treyst embættis- mönnum fyrir einföldum málum. Sinna þeir og opinberar stofnan- ir hlutverkum sínum? Eru gildi höfð að leiðarljósi í opinberri stjórnsýslu, t.d. gegnsæi, heiðar- leiki, fagmennska, eðlileg ráðn- ingarferli, raunveruleg vald- dreifing, farsæld almennings, virðing fyrir lýðræði og mismun- andi sjónarmiðum? Hæ, hó, jibbí jei, það er kominn 17. júní. Nú er komið að okkur. Tími almennings í landinu er kominn. Broddhyggja og fáræði leiða til ills. Við höfum ekki efni á annarri oflætistilrauninni. Við höfum bara efni á að tala saman og þola að takast á um stefnumál. Í Evrópumálunum eigum við að reyna rök með og móti aðild. Er kannski ríkjasamband við Norð- menn, jafnvel líka Færeyinga og Grænlendinga, kostur sem við ættum að óska eftir að verði ræddur af alvöru? Stjórnarskrár- umræðan varðar meginmál. Hver eru djásn okkar og hvað viljum við að einkenni líf þjóðar, barna okkar í framtíðinni? Mennta- og menningarstofn- anir eiga að stuðla að gæfu sam- félagsins. Og kannski er engin stofnun heppilegri til heiðar- legs samtals en kirkjan? Trú er ekki flótti frá veröld, heldur for- senda lífsgleði og tengsla. Lífið er fagnaðarerindi. Kirkjan er ákjósanlegur vettvangur til að draga saman ólíkt fólk með mis- munandi sjónarmið og þarfir. Hlutverk kirkju er m.a. að vera fæðingardeild merkingar og til- gangs í lífi fólks. Kirkjan á að vera aðveitustöð trúar, nýrrar sýnar á framtíð, gildi og visku. Á mínum vettvangi mun ég beita mér fyrir að rætt verði um sið- ferði, samfélag og menningu og hvað verði til hamingju. Með blaktandi fána í augum, spurningar í huga og ilmandi fjallalambslykt í nefi beygði ég upp Dunhagann. Þar hafði einn íbúinn flaggað. Ekki krossfána, ekki KR-veifu, nei þarna blakti Stjörnubláinn, fáni Evrópusam- bandsins! Í einfaldri búðarferð birtist mér staða Íslands og verkefni okkar allra. Nú stríkk- ar á uppistöðum samfélagsvefs- ins. Eitthvert hæ, hó og jibbí jei duga ekki heldur aðeins rök, þor og gagnrýnin samstaða. Nú þurfum við heiðarlegt samtal. Þjóðhátíðardagur á og má ekki vera endir heldur upphaf. Endir eða upphaf? Jafnréttismál Bryndís Bjarnarson verkefnisstýra Guðrún Jónsdóttir stjórnarformaður Skottanna Evrópumál Sigurður Árni Þórðarson Neskirkjuprestur og doktor í guðgræði www.frettabladid.is | 512 5000 *Kjarnadreifingarsvæði Fréttablaðsins er höfuðborgarsvæðið, Akureyri, Stokkseyri, Eyrarbakki, Hveragerði, Selfoss, Borgarnes, Akranes, Reykjanesbær, Þorlákshöfn, Keilir, Garður, Sandgerði, Grindavík og Vogar. GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR ALLA Enn betra aðgengi að Fréttablaðinu Norðurland Breytingar voru gerðar á frídreifingu og lausasölu Fréttablaðsins 1. júní. Blaðinu er áfram dreift ókeypis í lúgur og Fréttablaðskassa kjarnadreifingarsvæði* okkar. Nýbreytnin felst í að frídreifingu í verslunum og á bensínstöðvum á kjarnadreifingarsvæði verður hætt, en blaðið í staðinn selt í lausasölu um land allt samhliða fyrrgreindri frídreifingu heim eða í hverfi. Lausasölustöðum verður fjölgað til muna auk þess sem fjöldi Fréttablaðskassa í íbúðahverfum verður nærri þrefaldaður, úr 60 í um 170. Nánari upplýsingar um dreifingu Fréttablaðsins má nálgast á visir.is/dreifing. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á visir.is eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU N1, Staðarskáli Kaupfélagið á Hvammstanga Verslun, Víðigerði N1, Blönduósi Potturinn og pannan, Blönduósi Olís, Skagaströnd Hlíðarkaup ehf, Sauðárkróki N1, Sauðárkróki Shell skáli, Sauðárkróki Bónus, Akureyri N1, Hörgárbraut, Akureyri N1, Leiruvegur, Akureyri Olís, Akureyri (um helgar) 10-11, Akureyri N1, Dalvík Olís, Dalvík Olís, Ólafsfirði Eyjabúðin/Eyjaljósið, Hrísey N1, Húsavík Olís, Húsavík Shell skáli, Húsavík Búðin Kópaskeri Verslunin Ásbyrgi Verslunin Urð, Raufarhöfn N1, Þórshöfn Fjöldi lausasölustaða á Norðurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.