Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 77

Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 77
LAUGARDAGUR 19. júní 2010 49 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 19. júní 2010 ➜ Tónleikar 15.00 Í Þjóðmenningarhúsinu verða útgáfutónleikar og opnunarsýning Vox femina en kórinn er að gefa út ljósmyndabókina “da capo”. Í bókinni eru myndir af kórkonum í Vox feminae ásamt minningabrotum úr kórstarfinu, saga kórsins rakin og erindi frá lista- mönnum. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Robin Nolan Trio leikur ásamt gestum á Café Rosenberg við Klappar- stíg. ➜ Hátíðir Hin árlega Flughelgi Flugsafns Íslands á Akureyri fer fram dagana 19. og 20. júní. Þessi hátíð er ein aðal flughátíð flugáhugamanna á landinu. Nánari upp- lýsingar má finna á www.flugsafn.is ➜ Listahátíð 14.00 Setning Listasumars á Akureyri verður í Ketilshúsi á sunnudag. Jafn- framt verður opnun á sýningu Alistair Macintyre “Dry Ice and Anti-Freeze”. Setningin hefst kl. 14.00 ➜ Uppákomur 13.00 Samtök um bíllausan lífstíl og aðrir áhugamenn um borgarlíf standa fyrir hópmyndatöku að Melhaga, en með því verður reynt að sýna hversu mikið pláss ólíkir samgöngumátar taka í borgarlandinu. Allir velkomnir, en mælst er til þess að fólk skrái sig með tölvu- pósti á myndumborg@gmail.com. ➜ Opið Hús 16.00 Hátíðardagskrá verður í Ráðhúsi Reykjavíkur, en þar verður kvennafrí- dagurinn kynntur nánar. Dagskrá hefst kl. 16.00. Nánari upplýsingar má finna á krfi.is. ➜ Dagskrá Á fætur í Fjarðabyggð er gönguvika fyrir alla fjölskylduna og er fyrsta gangan í dag, laugardag. Það geta allir fundið ferðir við sitt hæfi, gengið á fjöll, farið í fjöruferðir, söguferðir eða krefjandi göngur á milli byggðarkjarna. Dagskrá gönguvikunnar er hægt að nálgast á vef ferðafélags fjarðamanna á www.simnet. is/ffau. ➜ Dans 12.00 Í Salnum, Kópavogi, verður Hrynlistasýning en hrynlist er danslist sem leggur áherslu á rými og tíma. Barnasýning verður kl. 15.00 þar sem Grimms ævintýrin verða í aðalhlutverki, og svo kvöldsýning kl. 20.00. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Sal- arins www.salurinn.is. ➜ Vígsla Siðmennt, félag siðrænna húmanista, stendur fyrir borgaralegri fermingar- athöfn í fyrsta sinn í Selskógi við Egils- staði, en þar munu 3 ungmenni fermast á borgaralegan máta. ➜ Tyllidagar 13.00 Konum gefst skemmtilegt tækifæri til þess að fara aftur í brúðar- kjólinn, en IKEA ætlar að veita þeim konum sem mæta í brúðarkjól vegleg verðlaun í tilefni brúðkaups Viktoríu, sænsku krónprinsessunar. Nánari upp- lýsingar má finna á veg IKEA á www. ikea.is Sunnudagur 20. júní 2010 ➜ Opnanir 07.00 Elliðaár verða opnaðar á hefð- bundinn hátt 20. júní, en áratugahefð hefur verið fyrir því að borgarstjórinn í Reykjavík renni fyrstur fyrir lax í Elliða- ánum. Það mun því falla í hlut nýráðins borgarstjóra, Hr. Jóns Gnarr að renna fyrir fyrsta laxinn á sunnudagsmorgun. Nánari upplýsingar má finna á vef SVFR á www.svfr.is ➜ Fræðsla 13.00 Í tilefni af alþjóðadegi flótta- manna þann 20. júní efna Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Alþjóðahús í samstarfi við Reykja- víkurborg og Flóttamannastofnun SÞ, til viðburðar á Ingólfstorgi frá kl. 13.00- 15.00 þar sem málefni flóttafólks verða kynnt ásamt ýmsum skemmtiatriðum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. ➜ Opið Hús 13.00 Í Smámunasafninu í Eyjafjarð- arsveit verður búvélasýning og flóa- markaður. Opið frá kl. 13.00-17.00. ➜ Tónlist 15.00 Stóri músíkdagurinn verður haldinn í annað sinn á Íslandi 20. júní. Allar tónlistartegundir verða á boðstól- um: klassík, rokk, soul, jazz o.s.frv., en þema hátíðarinnar í ár er „La Vie en Rose” til heiðurs Édith Piaf og tónlist kvenna. Tónleikarnir verða haldnir á Eymundsson og á Café Rosenberg. Nánari upplýsingar um tímasetningu og staðsetningu á tónleikunum má finna á www.af.is. 16.00 Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson flytja úrval íslenskra sönglaga í stofunni á Gljúfrasteini, en þau eru bæði meðlimir í hljómsveitinni Hjaltalín. Tónleikarnir eru hluti af stofutónleik- um Gljúfrasteins og hefjast kl. 16.00. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Nánari upplýsingar má finna á www.gljufra- steinn.is ➜ Félagsstarf Ræðukeppnin „Þrasið” verður haldin í annað sinn, en keppnin er sjálfboða- starf áhugamanna um mælskulist og ræðumennsku og hugsuð sem dægradvöl fyrir alla þá sem hafa áhuga á ræðumennsku. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Viktori Orra viktororri@ gmail.com. ➜ Leiðsögn 14.00 Einar Falur Ingólfsson veitir leiðsögn um sýninguna „Sögustaðir- í fótspor W.G. Collingwoods”. Leiðsögnin hefst klukkan 14.00 og fer fram í Boga- sal Þjóðminjasafns Íslands. Leiðsögnin er öllum opin. ➜ Listamannaspjall 15.00 Listaverkasafnarinn Pétur Ara- son og sýningarstjórinn Birta Guðjóns- dóttir leiða saman hesta sína í leiðsögn um sýninguna „Annað auga- Ljós- myndaverk úr safneign Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur”. Sýningin er á Kjarvalsstöðum og hefst kl. 15.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is PÉTUR OG ÚLFURINN Í BRÚÐUHEIMUM Leiksýningarnar um Pétur og úlfi nn fara af stað í Brúðuheimum í Borgar- nesi á sunnudaginn. Næstu sýningar eru: 20. júní klukkan 14.00 27. júní klukkan 14.00 4. júlí klukkan 14.00 11. júlí klukkan 14.00 Miðapantanir í síma 530 5001. BRÚÐUHEIMAR Í BORGARNESI • SKÚLAGÖTU 17 • BORGARNESI • SÍMI: 530 5000 WWW.BRUDUHEIMAR.IS • BRUDUHEIMAR@BRUDUHEIMAR.IS Kaffi hús, Leikbrúðusafn, Gallerý og Brúðuleikhús. Laugardagur 19.6. kl 16 í Hjalladal: Gróðursetning og grillaðar pylsur á vegum Skógræktarfélagsins og Gámaþjónustunnar í Jólaskóginum. Laugardagur og sunnudagur 19.6. og 20.6. frá kl 10-17 á Elliðavatni: Jurtir í skóginum. Kristbjörg Kristmundsdóttir og Hildur Hákonardóttir. Skráning í síma: 861 1373. Mánudagur 21.6. kl 20 á Elliðavatni: Fuglaskoðun með Jakobi Sigurðssyni frá Fuglavernd. Þriðjudagur 22.6. kl 20 á Elliðavatni: Söguganga á bökkum vatnsins með Helgu Sigmundsdóttur. Fjölskyldan tálgar í tré með Ólafi Oddssyni frá kl 18-22. Skráning í síma: 863 0380. Miðvikudagur 23.6. kl 20 í Elliðavatni: Ókeypis veiði og fræðsla um vatnið með Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi. Fimmtudagur 24.6 kl 20 efst á Heiðarvegi: Gönguferð með Ferðafélagi Íslands undir leiðsögn Auðar Kjartansdóttur. Fjölskyldan tálgar í tré með Ólafi Oddssyni frá kl 18-22. Föstudagur 25.6. frá 14-17 á Elliðavatni: Afmælisráðstefna. Tónleikar með Kríu Brekkan, Sólveigu Öldu og Boybandinu í Dropanum við Furulund frá kl 21-01. Rúta frá Lækjartorgi. Laugardagur 26.6. frá kl 13-16 á Vígsluflöt: Fjölskylduhátíð. Sunnudagur 27.6. Elliðavatn: Veiðidagur fjölskyldunnar. Ókeypis i vatnið allan daginn. Nánari upplýsingar á www.heidmork.is Heiðmörk 60 ára Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til afmælishátíðar 19.-27. júní

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.