Fréttablaðið - 03.07.2010, Síða 41

Fréttablaðið - 03.07.2010, Síða 41
LAUGARDAGUR 3. júlí 2010 7 Skrifstofustjóri auðlindaskrifstofu sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytisins Vegna tímabundins leyfi s skrifstofustjóra auðlindaskrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins næstu tvö ár er starfi ð laust til umsóknar. Auðlindaskrifstofan annast stjórnsýslu er lýtur að nýtingu auðlinda hafsins. Undirbýr lagafrumvörp og semur reglugerðir á því sviði svo og álitsgerðir og greinargerðir. Annast samskipti við Hafrannsóknastofnun vegna tillagna um nýtingu nytjastofna sjávar. Ennfremur samskipti við Fiskistofu og Landhelgisgæslu Íslands vegna framkvæmdar reglna, er lúta að eftirliti með nýtingu auðlinda. Þá annast skrifstofan framkvæmdaatriði fi skveiðisamninga og erlent samstarf sem því fylgir. Umsækjandi þarf að hafa háskólagráðu sem nýtist í starfi nu og mjög æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu á sjávarútvegi og fi skveiðistjórnun, reynslu af stjórnsýslu og stjórnun og hæfni til að stýra samningum við önnur ríki. Umsóknarfrestur er til og með 18. júlí 2010. Umsóknir er hafi að geyma upplýsingar um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað er máli skiptir, sendist bréfl ega til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík eða í tövupósti á postur@slr.stjr.is Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, 1. júlí 2010. Það er Hey, okkur vantar forstöðumann markaðsmála! 800 7000 – siminn.is Síminn ætlar að ráða afreksmanneskju til að leiða markaðsdeild fyrirtækisins og skipuleggja markaðsmálin í samstarfi við framkvæmdastjóra Markaðssviðs. Við hvetjum þig til að sækja um starfið ef þú vilt taka þátt í að móta framtíðina hjá einu öflugasta samskiptafyrirtæki landsins og ef þú hefur: • Háskólapróf í markaðsfræðum eða sambærilegu • Minnst tveggja ára reynslu sem stjórnandi og skipuleggjandi markaðsstarfs • Náð mælanlegum árangri í markaðsstarfi • Góða forystu- og stjórnunarhæfileika • Unun af hópvinnu • Yfirsýn og skipulagsgáfu • Getu til að vinna vel undir miklu álagi • Hæfileika til að sjá skóginn fyrir trjánum • Lesið allt, frá Kotler til .... hvað heitir hinn aftur? • Þekkingu á SOV og SOM og visku til að greina þar á milli • Bein í nefinu Umsóknum þarf að skila á netfangið umsoknir@siminn.is fyrir kl. 16.00 föstudaginn 9. júlí. Allar nánari upplýsingar veitir Baldur Gísli Jónsson hjá Mannauðssviði í síma 893 6489. Í umsókn skal koma fram lýsing á náms- og starfs- ferli sem og nöfn og símanúmer umsagnaraðila. Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar upp- lýsingar. Hjá Isavia ohf. starfa um 550 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru að sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlands- og millilandaflug auk yfirflugþjónustu yfir Norður- Atlantshafið. Isavia ohf. leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa. Spennandi nám í alþjóðlegu umhverfi ISAVIA ohf. óskar eftir nemum í flugumferðarstjórn Hæfnis- og menntunarkröfur: • Gerð er krafa um að umsækjandi hafi lokið viðurkenndu grunnnámi í flugumferðarstjórn og hafi gilt skirteini nema í flugumferðarstjórn. • Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu. • Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum, vera sjálfstæður í vinnubrögðum og hafa óflekkað mannorð. • Umsækjandi þarf að geta hafið nám í lok ágúst. Starfsstöðvar flugumferðarstjóra hjá Isavia eru á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli. Umsóknum skal skilað rafrænt inn á heimasíðu Keflavíkurflugvallar www.kefairport.is/atvinna Umsóknarfrestur er til 30. júlí og umsóknum skulu fylgja afrit af skírteinum og öðru því er máli skiptir við mat á umsækjendum. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um námið. Upplýsingar um námið veitir Bjarni Tryggvason þjálfunarstjóri flugleiðsögusviðs í síma 425-6000. sími: 511 1144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.