Fréttablaðið - 03.07.2010, Page 60

Fréttablaðið - 03.07.2010, Page 60
32 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Hæ, ég ætla bara að fá sendilinn! Ég spila bridge á þriðju- dögum. „Hvers vegna eru hraðatak- markanir?“ Pabbi, hvernig er að vera sjálfstæður, frjáls og fullorðinn maður? Það er svolítið eins og að vera unglingur... ...Nema án frelsisins. Hvers vegna spörum við ekki peningana sem fara í jóla-, afmælis- og sumargjafir... ...Og gefum þeim bara pappa- kassa endrum og eins í staðinn? Það er pæling... Má þetta vera nýja herberg- ið mitt? a. A ldre i! b. Þ ega r þe ir eru fyr ir. c. Á þri ðju - dög um . Hve næ r er viðe igan di a ð key ra á gan gan di veg fare ndu r? a. A ldre i! b. Þ ega r þe ir eru fyr ir. c. Á þri ðju - dög um . Hve næ r er viðe igan di a ð key ra á gan gan di veg fare ndu r? Það myndi vera a! „Til að vita hversu hratt maður á að keyra undir áhrifum áfengis“ Þetta er of auð- velt! .................................................................................... VILTU VINNA MIÐA? 10. HVERVINNUR! Vinningar afhendir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. FULLT AF AUKAVI NNINGUM TÖLVULEI KIR • DVD MYNDIR GOS OG MARGT F LEIRA! SENDU SM S SKEYTIÐ ESL KD Á NÚMER IÐ 1900 OG ÞÚ GÆ TIR UNNIÐ MIÐA! Sykur er ógeðslegur og síðustu vikur hef ég reynt að borða minna af honum. Ég borða voðalega lítið nammi, þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skera niður neyslu á Lindubuffi og fílakaramellum. Ég er hins vegar búinn að vera háður gos- drykkjum lengi. Eina sem ég lét mig dreyma um sem barn var að eiga ísskáp fullan af litl- um gosdósum en það endurspeglar grátlegt metnaðarleysi mitt gagnvart því sem hefur raunverulega merkingu í lífinu. Ég þurfti því aðeins að ráðast í kvalarfullan og hugsan- lega lífshættulegan niðurskurð á kóki. ÉG þoli ekki öfgar. Þess vegna ákvað ég að það væri ekki tímabært að hætta alveg að drekka gos. Eftir að hafa legið yfir málinu klukkustundum saman, reiknað út áhættu- þætti, kostnað og hugsanlegan ávinning ákvað ég að hætta að drekka kók með mat. Á virkum dögum. Í staðinn drekk ég vatn og horfi dreymandi á jökulkaldar kókdósir sad- istanna sem vinna með mér, en þeim þykir fátt skemmtilegra en að stilla dósunum upp þannig að ég sjái að þær séu kaldar. Og girni- legar. Ómótstæðilegar. LÍKAMI minn hefur gert þetta litla verk- efni að mannýgri þrautargöngu. Áður en átakið hófst mundi ég ekki eftir að hafa keypt mér súkkulaði árum saman. Í dag byrja ég að hugsa um lostafullt kynlíf með hópi súkkulaðihjúpaðra karamella með lakkrís í stað augna aðeins tveimur mínútum eftir að ég klára hádegismatinn. Ég reyni að halda einbeit- ingu á meðan karamellurnar baða mig í blíðu sinni og ég ranka ekki við mér fyrr en sælgætissjálfsalinn á neðri hæðinni þakkar mér fyrir viðskiptin. Þar með lýkur kvölinni tímabundið. EFTIR kvöldmat tekur sama við. Ég hef verið latur við eldamennsku upp á síðkastið og kem því yfirleitt með tilbúinn mat heim. Eftir að ég klára hann og þamba síðasta vatnssopann byrja karamellurnar að ásækja mig. Þær velta mér upp úr kurluðum lakkrís á meðan þær mata mig á alls kyns framandi sælgæti. Þetta er nýtt fyrir mér. Ég er að upplifa tilfinningar sem ég þekki ekki og það er gera útaf við mig. EINU sinni var ég frjáls. Ég drakk kók með hverri máltíð og hló af sælgætisfíkn fólks. Nammibarir voru í mínum huga samkomu- staðir barna og óléttra kvenna. Svona eins og innisundlaugar. Ég gat farið út í sjoppu og horft yfirlætislega á sælgætisúrvalið sem, þrátt fyrir litadýrð og fögur fyrirheit, freist- aði mín ekki. En í dag er öldin önnur. Ég er hættur að drekka gos og hef misst stjórn á líkama mínum. NIÐURSTAÐAN er sú að kók hefur stjórnað lífi mínu síðustu ár. Nú þegar líkaminn hefur tekið við stjórninni er allt komið í rugl. Guð hjálpi mér. Karamellurnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.