Fréttablaðið - 17.07.2010, Page 2
2 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR
STJÓRNMÁL Björn Valur Gíslason,
þingmaður Vinstri grænna og vara-
formaður fjárlaganefndar, segir
ummæli ýmissa flokksmanna hans
varðandi aðgerðarleysi flokksins
þegar kemur að kaupum Magma
Energy á hlut í HS orku, vera röng
og ómakleg. Flokkurinn hafi reynt
að koma í veg fyrir kaupin.
Björn segir að einkavæðing-
arferlið hafi hafist í ríkisstjórn
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks
og haldið áfram eftir ákvarðanir
bæjarstjórna Reykjanesbæjar og
Reykjavíkur um sölu í fyrirtækinu.
Sömu flokkar hafi verið í meirihluta
í höfuðborginni en Sjálfstæðisflokk-
ur einn suður með sjó. Vinstri græn
hafi reynt að koma í veg fyrir málið.
Málið hafi ekki verið á höndum rík-
isstjórnarinnar og það sé fráleitt að
kenna Vinstri grænum um það, hvað
þá forystu flokksins.
„Það er gjörsamlega galið að mínu
mati, bæði af mínum flokksmönnum
og öðrum, að ætla að kenna VG um
málið,“ segir hann, og bendir á að
fyrrnefndir flokkar hafi ekki breytt
afstöðu sinni varðandi einkavæð-
ingu auðlinda. Björn Valur segir að
reynt sé að koma í veg fyrir söluna,
en stjórnvöld hafi ekki fjármuni til
að ganga inn í samninginn. Því sé
annarra leiða leitað og til dæmis sé
til skoðunar hvort um málamynda-
gjörning sé að ræða sem hægt sé að
rifta. - kóp
Varaformaður fjárlaganefnar gagnrýnir samflokksmenn sína:
Ummæli flokksmanna ómakleg
BJÖRN VALUR Varaformaður fjárlaga-
nefndar telur að ummæli ýmissa flokks-
félaga hans í Vinstri grænum í garð
flokksforystunnar séu ómakleg.
„Alexander, ertu búinn að
finna orminn í þér?“
„Já, það er nóg af ormum í mér.“
Alexander Briem fer með hlutverk Orms
Óðinssonar í væntanlegri kvikmynd sem
gerð er eftir bókinni Gauragangi eftir Ólaf
Hauk Símonarson.
ORKUMÁL Orkuveitu Reykjavíkur
verður skipt upp í tvö fyrirtæki
fyrir áramót. Þá rennnur út marg-
framlengdur frestur fyrirtækisins
til þess að aðskilja samkeppnishluta
og einkaleyfishluta fyrirtækisins í
samræmi við Evrópureglur.
Slík uppskipting hefur þegar átt
sér stað hjá öðrum orkufyrirtækjum
í landinu, þar sem orkuframleiðsla
hefur verið sett inn í eitt fyrirtæki,
svokallaðan samkeppnishluta, en
orkudreifing í annan hluta, svokall-
aðan einkaleyfishluta. Dæmi um
slíka uppskiptingu eru HS orka og
HS veitur, tvö fyrirtæki sem áður
mynduðu Hitaveitu Suðurnesja.
Borgarráð kaus nýlega sérstaka
eigendanefnd til að móta eigenda-
stefnu vegna uppskiptingar fyrir-
tækisins. Sú nefnd á líka að fjalla
um hlutverk sveitarfélaganna sem
eigenda auðlinda sem tengjast
starfsemi Orku-
veitu Reykja-
víkur og ákveða
hvernig staðið
verður að eign-
arhaldi þeirra
eftir uppskipt-
ingu fyrirtæk-
isins.
Stjórn OR
lauk stefnumót-
unarvinnu sem
tengist þessu á síðasta kjörtíma-
bili en sveitarstjórnirnar sjálfar
áttu eftir að taka hana til umfjöll-
unar. Eigendanefndin mun annast
þá umfjöllun.
Dagur B. Eggertsson, formað-
ur eigendanefndarinnar, segir að
einnig komi til skoðunar hvernig
hlutverkum verði skipt milli stjórn-
ar og stjórnenda orkufyrirtækja
borgarinnar. - pg
Eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur er að taka til starfa:
OR skipt í tvennt um áramót
DAGUR B.
EGGETSSON
VIÐ HELLISHEIÐARVIRKJUN Frestur
Orkuveitunnar til að aðskilja samkeppn-
ishluta og einkaleyfishluta fyrirtækisins
rennur út um áramótin.
MENNING Menntamálaráðherra
hefur, að tillögu húsafriðunar-
nefndar, friðað Gljúfrastein í
Mosfellsdal.
Gljúfrasteinn, sem var heim-
ili Halldórs og Auðar Laxness,
var reistur 1945 eftir teikningum
Ágústs Pálssonar arkitekts. Telur
húsafriðunarnefnd Gljúfrastein
hafa gildi sem dæmi um verk
Ágústs og þróun funksjónalism-
ans um miðja síðustu öld. Þá sé
húsið athyglisvert vegna samspils
þess við náttúru og staðhætti.
Nær friðunin til ytra byrðisins.
Rúmlega fjögur hundruð bygg-
ingar eru friðaðar á landinu öllu.
Af þeim eru um 150 friðaðar með
ákvörðun stjórnvalda en hinar
vegna aldurs. - bþs
Gott dæmi um höfundarverk:
Gljúfrasteinn
friðaður
GLJÚFRASTEINN Húsið var reist árið
1945 eftir teikningum Ágústs Pálssonar.
BANDARÍKIN Stöðvun olíulekans í
Mexíkóflóa gengur vel að sögn
forsvarsmanna olíufélagsins BP.
Hann var stöðvaður í tilrauna-
skyni á fimmtudag til þess að
kanna ástand olíuborholunnar.
Ef þrýstingur í holunni helst
hár gæti það þýtt að engar aðrar
skemmdir hafi orðið á henni. Ef
hann fellur gæti það þýtt fleiri
skemmdir. Barack Obama Banda-
ríkjaforseti sagði í gær að þrátt
fyrir góðar fréttir væri þessu
ekki lokið. Ekki er víst hvað tekur
við ef tilraunin gengur vel. Mögu-
lega verður borholunni lokað en
líklegra þykir að fyrirtækið muni
hefja störf þar á nýjan leik. - þeb
Forsvarsmenn BP bjartsýnir:
Stöðvun olíu-
leka gengur vel
DÓMSTÓLAR Maður á fertugsaldri
var í gær dæmdur í sex mán-
aða fangelsi, þar af fjóra skil-
orðsbundna, fyrir manndráp af
gáleysi.
Maðurinn ók ölvaður á röngum
vegarhelmingi á Grindavíkurvegi
og lenti í árekstri við bíl sem kom
úr gagnstæðri átt. Ökumaður
þess bíls lést en ölvaði ökumaður-
inn slasaðist talsvert.
Í dómnum kemur fram að
maðurinn gekkst við sök undan-
bragðalaust og mun hann ekki
áfrýja. - sb
Manndráp af gáleysi:
Ölvaður öku-
maður dæmdur
STJÓRNSÝSLA Fjármálaeftirlit-
ið svaraði ekki fyrirspurnum
umboðsmanns Alþingis um til-
mæli sem FME og Seðlabankinn
gáfu út í kjölfar dóms Hæstarétt-
ar um gengistryggð lán áður en
frestur sem umboðsmaður setti
rann út í gær.
Sigurður G. Valgeirsson, upp-
lýsingafulltrúi FME, segir að
umboðsmaður hafi veitt umbeð-
inn frest fram í næstu viku. FME
hafi viljað vanda til svarsins og
hafi þurft lengri tíma vegna sum-
arleyfa og anna. Ekki fékkst svar
frá Seðlabankanum í gær um
hvort Seðlabankinn hefði svarað
tilmælum umboðsmanns. - pg
Tilmæli Seðlabanka og FME:
FME fékk frest
frá umboðs-
manni Alþingis
AFGANISTAN, AP Fimm starfsmönn-
um heilbrigðisráðuneytisins í
Afganistan var rænt í Kandahar
í gær. Uppreisnarmenn drápu
einnig opinberan starfsmann
annars staðar í héraðinu.
Fólkið sem var rænt er hluti
læknateymis sem var á leiðinni
til Kandahar í bíl. Um var að
ræða tvo lækna, hjúkrunarfræð-
ing, lyfjafræðing og bílstjóra
þeirra, en mannræningjarnir
neyddu hann til að stöðva bílinn á
leiðinni. Talíbanar hafa rænt og
myrt fjöldann allan af opinberum
starfsmönnum síðustu vikur. - þeb
Stöðvuðu bíl starfsmanna:
Talíbanar
rændu læknum
Nýja laugin mjög vinsæl
8.400 gestir hafa komið í nýju sund-
laugina á Blönduósi á þeim mánuði
sem hún hefur nú verið opin. Það er
miklu meiri fjöldi en búist hafði verið
við, en laugin verður formlega vígð á
Húnavöku í dag.
BLÖNDUÓS
HAÍTÍ Íslensk stjórnvöld hafa veitt
96,1 milljón króna í hjálpar- og
uppbyggingarstarf á Haítí frá því
að jarðskjálfti reið þar yfir fyrir
rúmu hálfu ári. Þau hafa því nú
þegar staðið við öll þau framlög
sem lofað hafði verið, að sögn
Auðuns Atlasonar, deildarstjóra í
utanríkisráðuneytinu.
Langstærstur hluti þess var
kostnaður við ferð rústabjörgun-
arsveitar á vegum Landsbjarg-
ar. Sjö milljónir króna hafa farið
til Matvælaaðstoðar Samein-
uðu þjóðanna og 25 milljónir til
frjálsra félagasamtaka á borð við
Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða
krossinn.
Fréttastofan CNN hefur greint
frá því að innan við tvö prósent af
þeim 5,3 milljörðum Bandaríkja-
dala, sem ríkisstjórnir heims lof-
uðu til uppbyggingar á vegum
Sameinuðu þjóðanna eftir jarð-
skjálftann, hafi skilað sér. Aðeins
fjögur lönd hafi afhent fé til sér-
stakrar stofnunar Sameinuðu þjóð-
anna; Noregur, Brasilía, Eistland
og Ástralía. Þessu fé var lofað í
verkefnið á ráðstefnu í mars. Rík-
isstjórn Íslands tilkynnti um öll
sín framlög á vettvangi SÞ og er
ekki meðal þeirra ríkja sem frétt
CNN á við um að sögn Auðuns.
Löndin sem ekki hafa staðið við
sitt hafa tíma fram á mitt næsta
ár til þess. Bandaríkin lofuðu til
dæmis einum milljarði dollara og
Venesúela 1,3 milljörðum, en hvor-
ugt landið hefur nokkuð greitt.
Venesúela hefur þó afskrifað hluta
af skuldum Haítí. Spánn, Frakk-
land og Kanada eru einnig meðal
landa sem eiga eftir að greiða háar
fjárhæðir.
Bill Clinton, fyrrum Bandaríkja-
forseti og sérstakur erindreki SÞ
fyrir Haítí, ætlar að þrýsta á rík-
isstjórnirnar að standa við loforð
sitt sem fyrst og veita upplýsingar
um hvenær sé von á fé. Hann seg-
ist telja að efnahagsástand heims-
ins beri að hluta til ábyrgð á seina-
ganginum.
Hjálparstarf hefur þó gengið
vel samanborið við aðrar hamfar-
ir, að sögn talsmanns SÞ á Haítí.
Fleiri stofnanir starfa á svæðinu,
til dæmis Læknar án landamæra
og Rauði krossinn, ásamt einka-
sjóðum sem hafa verið stofnað-
ir vegna skjálftans. Læknar án
landamæra hafa fengið um 112
milljónir dollara í styrki og eytt 65
þeirra nú þegar og Rauði krossinn
hefur eytt 148 milljónum af þeim
468 sem hann hefur fengið.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um frekari framlög íslenska rík-
isins til hjálparstarfsins en það
kemur til greina, að sögn Auðuns.
Það yrði þá gert í samvinnu við
alþjóðastofnanir og frjáls félaga-
samtök eins og SÞ og Rauða kross-
inn. thorunn@frettabladid.is
Ísland hefur staðið
við framlög til Haítí
Íslensk stjórnvöld hafa veitt 96 milljónum króna í hjálparstarf á Haítí. Aðeins
fjögur erlend ríki sem lofuðu aðstoð á ráðstefnu í mars hafa staðið við sitt. 98
prósent þeirra framlaga hafa enn ekki skilað sér í hjálparstarfið.
PORT-AU-PRINCE Enn ríkir mikil neyð á Haítí eftir jarðskjálftann. Þessi stúlka gekk
um rústir húsa í höfuðborginni Port-au-prince í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
milljón
króna hefur
verið veitt,
af íslenskum stjórnvöldum,
til hjálpar- og uppbyggingar-
starfs á Haítí.
96,1
SPURNING DAGSINS