Fréttablaðið - 17.07.2010, Side 26
4 matur
Smáréttaveisla NÍU TAPAS-UPPSKRIFTIR
GRILLAÐ EGGALDIN OG KÚRBÍTUR
EGGALDIN OG KÚRBÍTUR, EITT AF HVORU
1 msk. teryaki
3 msk. matarolía
1 grein garðablóðberg
1 msk. rósapipar
1 msk. fennel duft
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
Salt og pipar
Skerið grænmetið í 1 sentimetra
þykkar sneiðar. Hrærið blöndunni
saman og penslið yfir grænmetið
og grillið svo á pönnu eða á útigrilli.
BLEIKJA MEÐ PAPRIKUSALSA
SALTFISKUR MEÐ SÆTRI
KARTÖFLUMÚS
6- 800 G SALTFISKUR
1 sæt kartafla
1 grein rósmarín
2 dl appelsínusafi
2 cm biti af engi-
fer
2 msk.
smjör
Salt og pipar
Flysjið kartöflur, skerið niður og sjóðið
með appelsínusafa og rósmaríngrein.
Bætið við vatni svo það fljóti yfir. Sigtið
safann frá og takið rósmarínið einnig frá
þegar kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Saxið
eða rífið niður engifer og bætið því við sætu
kartöflurnar ásamt smjörinu. Stappið svo saman eða mauk-
ið með töfrasprota. Saltið og piprið eftir smekk.
Steikið saltfiskinn á pönnu með pipar og olíu og berið
fram með sætu kartöflumúsinni.
NAUTALUND MEÐ BORGUNION-
SVEPPASÓSU
HVÍTLAUKSBAKAÐIR HUMARHALAR
12 STK. HUMARHALAR
HVÍTLAUKSSMJÖR
100 gr íslenskt smjör
4-6 hvítlauksgeirar, rifnir
Fersk steinselja, söxuð
Smjörið er mýkt aðeins og öllu blandað saman
Klippið skelina á humrinum niður að sporði. Skelin er
aðeins opnuð og humarinn dreginn upp úr henni án þess
að slíta hann úr og lagður yfir humarskelina. Humarinn má
einnig kljúfa í tvennt.
Setjið brauðrasp og hvítlauks-
smjör ofan á humarinn og bakið
hann í ofni við 200 gráður í
um 8-12 mínútur eða
þar til hann er orðinn
bakaður í gegn og
gylltur á
lit. Stráið
smá salti yfir
og berið fram
með sítrónusneið.
SNIGLAR MEÐ HVÍTLAUKSBÖKUÐUM
SVEPPUM
Skerið sveppi í teninga og veltið
þeim upp úr hvítlauksolíu, smá salti
og pipar. Þetta er svo bakað í ofni
í um 10 mínútur við 160 gráður.
Saxið steinselju og stráið yfir. Bakið
svo sniglana í ofni þar til smjörið í
skeljunum er vel bráðið. Setjið svo
sniglana yfir sveppina og berið fram.
FRAMHALD AF FORSÍÐU
6 - 800 G NAUTALUND
BORGUNION-SÓSA
1 laukur
5-8 sveppir
50 g beikon
1 grein rós-
marín
2 hvítlauks-
geirar
3 dl rauðvín
1 l vatn
Nautakraftur
Salt og pipar
Smjörbolla eða maizena-
mjöl til að þykkja
Saxið lauk, beikon, sveppi
og hvítlauk smátt og steik-
ið í potti ásamt rósmarín-
inu, salti og pipar.
Setjið rauðvín
út í og látið
sjóða niður
um helming.
Bætið þá vatni
við, fáið suðu upp
og þykkið því næst
sósuna.
Skerið nautalund niður
í „litlar steikur“ og steik-
ið á pönnu með salti, pipar
og hvítlauk eftir smekk
hvers og eins. Berið svo
fram með sveppasósunni.
600 G BLEIKJA
Paprikusalsa
0,5 kg grilluð
paprika
1 rauðlaukur
2 hvítlauks-
geirar
1 msk. kóríand-
erduft
1 tsk. chilly-duft
2 msk. ólífuolía
Salt og pipar
Saxið rauðlauk, hvítlauk og
papriku í litla teninga
og steikið á pönnu
á vægum hita í 20-
30 mínútur. Bætið
kryddum við og
smakkið til.
Saltið og piprið
bleikju og steikið
á pönnu. Berið svo
bleikju og papriku-
salsa fram saman.
ES