Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 20
20 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar hinn 29. júlí sl. var samþykkt að heimila skuldarabreytingu á kúluláni sem gefið var út þegar Reykjanesbær seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS orku. Breyt- ingin fólst í því að Magma Energy yfir- tæki lánið sem GGE hafði gefið út og yrði þar með greiðandi lánsins. Allir ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins að viðbættum full- trúa Framsóknarflokksins sem væntan- lega er farinn að borga sjálfstæðismönn- um fyrir sæti sitt í bæjarráði, greiddu þessu atkvæði sitt. Nýr fulltrúi Samfylk- ingarinnar í bæjarráði hafði enga skoðun á málinu og sat hjá. Það mátti auðvitað reikna með að sjálf- stæðismenn samþykktu þennan gjörning en afstaða fulltrúa Framsóknar og Sam- fylkingar í þessu máli er algjör kúvend- ing borin saman við afstöðu fulltrúa sömu flokka í síðustu bæjarstjórn. Það hefur komið í ljós í umræðu undan- farinna vikna og mánaða að mikill meiri- hluti íslensku þjóðarinnar er á móti því að HS orka verði í höndum einkaaðila með tilheyrandi framsali á nýtingarrétti nátt- úruauðlinda. Til þess að koma til móts við þennan vilja íslensku þjóðarinnar gat bæj- arráð hafnað þessari skuldarabreytingu sem hefði væntanlega gert það að verkum að Magma hefði hætt við þessi viðskipti sem að mestu leyti eru fjármögnuð með yfirtöku á lánum og aflandskrónum. Þarna fór því forgörðum síðasta tæki- færið, sem við höfðum til þess að koma í veg fyrir þessi viðskipti, án þess skapa íslensku þjóðinni milljarða skaðabóta- skyldu ef til riftunar kæmi. Skilanefndir bankanna geta því fullnustað viðskipti sín við Magma Energy. Bæjarráðsmenn í Reykjanesbæ hafa engan áhuga á því að reyna að koma í veg fyrir það. U mræðan um fjárfestingar útlendinga á Íslandi tekur á sig æ skrýtnari myndir. Nú hefur Jón Bjarnason sjávar- útvegsráðherra beðið viðskiptaráðherra að láta kanna hvort óbeint eignarhald kínverskra fjárfesta í fyrirtæk- inu Stormur Seafood sé í samræmi við lög. Viðskipta- ráðherra hefur falið nefnd um erlenda fjárfestingu rannsóknina. Eins og fram kom hér í blaðinu í gær eiga Kínverjarnir 43 pró- senta hlut í Stormi með óbeinum hætti, í gegnum eignarhlut í íslenzkum félögum sem eiga hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu. Lengi hefur verið vitað að slík óbein eignaraðild, upp á 49 pró- sent að hámarki, er lögleg hér á landi. Þetta hefur komið fram í almennum umræðum, á Alþingi og í opinberum gögnum sjávar- útvegsráðuneytisins, sem notuð hafa verið til að útskýra fjárfest- ingarumhverfið hér á landi. Jóni Bjarnasyni hefði átt að duga að fá afhenta frekar ein- falda skýringarmynd, sem hans eigið ráðuneyti hefur útbúið til að skýra núverandi lög. Í staðinn vill hann „rannsókn“ sem virðist álíka þörf og rannsókn á máli ökumanns sem ekur á 85 kílómetra hraða á klukkustund á vegi, þar sem hámarkshraðinn er 90. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi fyrr í vikunni fyrrverandi ríkisstjórn fyrir „andvaraleysi, kæruleysi og hirðuleysi“ með því að láta óbeint erlent eignarhald í sjávarútvegi viðgangast – sem er þó lögum samkvæmt og ekkert leyndarmál. Einkum af hálfu Vinstri grænna, en einnig í öðrum flokkum, er nú talað eins og erlent eignarhald í atvinnulífinu sé í sjálfu sér glæpur og af hinu illa. Þeir sem svona tala telja sig ekki þurfa að ræða kosti eða galla erlends eignarhalds; það sé vont, punktur. Það sem raunverulega er ástæða til að rannsaka er hvort hin fáu dæmi um óbeint erlent eignarhald í íslenzkum sjávarútvegi hafi haft æskileg eða óæskileg áhrif. Hafa störf horfið úr landi? Hefur hagnaður farið úr landi og arður samfélagsins af sjávarútveginum minnkað? Kemur það sjávarútvegsfyrirtækjum hugsanlega til góða að fá erlent áhættufé í stað erlends lánsfjár, sem er að sliga þau mörg? Koma útlendir eigendur með verðmæta þekkingu, reynslu og sambönd inn í sjávarútveginn eða eru þeir til óþurftar? Lykilspurning er þessi: Hefur eitthvað gerzt vegna óbeins erlends eignarhalds í íslenzkum sjávarútvegi, sem ekki hefur gerzt vegna beins eignarhalds íslenzkra útgerðarfélaga í útlendum sjávar- útvegsfyrirtækjum? Felur erlend fjárfesting ekki í sér gagnkvæm- an hag fjárfesta og heimamanna, eins og yfirleitt virðist hafa verið raunin þegar íslenzkir útgerðarmenn kaupa erlend fyrirtæki? Ef niðurstaðan verður sú að erlent eignarhald hafi meiri jákvæð áhrif en neikvæð, er þá ekki nær að tala um að rýmka reglurnar og opna fyrir beina erlenda fjárfestingu í sjávarútveginum; hafa sambærilegar reglur og íslenzka útgerðin fer eftir þegar hún fjár- festir víða erlendis? HALLDÓR Afstaða fulltrúa Framsóknar og Samfylkingar er algjör kúvending borin saman við afstöðu full- trúa sömu flokka í síðustu bæjarstjórn Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Hið raunverulega rannsóknarefni um erlent eignarhald í sjávarútvegsfyrirtækjum: Hverju breyta útlendir eigendur? Síðasta tækifærið forgörðum Orkumál Guðbrandur Einarsson íbúi og fyrrum bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ Fást í heilsubúðum, matvöruverslunum og völdum N1 stöðvum Lífrænir ávaxtasafar úr ferskum ávöxtum án aukefna, viðbætts sykurs og rotvarnarefna. Umræðan, í boði VG Það er móðins að skammast út í þingmenn VG þegar þeir rökræða um þjóðmálin. Hver á fætur öðrum hafa kverúlantarnir risið upp til að saka Ögmund Jónasson um að hafa verið ómálefnalegur þegar hann líkti ESB við Þriðja ríkið. Ögmundur svarar þessu skilmerkilega. Með því að skamma hann fyrir þetta er verið að drepa umræðunni á dreif. Gagnrýnendurnir eru ómálefnalegir. Óvinirnir eru víða Í þessum anda varð landbúnaðar- ráðherra heldur ekki svarafátt þegar Samkeppniseftirlitið af kunnri meinfýsni básúnaði þá skoðun sína, sem enginn bað um, að það auki ekki samkeppni að sekta bændur fyrir að selja mjólkina sína þangað sem þeir vilja. Kastljósið beindist að ráðherra og var hann krafinn um mótrök. Svarið lá fyrir hvers manns fótum: Bændur eiga óvini innan gamaldags Samkeppnis- eftirlits, Þar er hatast við landbúnað. Gott er, að hér er málefnaleg og lýðræðiselskandi vinstristjórn. Nú sést hvað Morfísfrasar hægrimanna voru orðnir fábrotnir. Facebook-þrýstingur Á Akureyri hefur verið deilt um vænt- anlegt útibú KFC og nýja leigubíla- stöð í miðbænum. Undirskriftum er safnað gegn áformunum. Pétur Bolli Jóhannsson, skipulagsstjóri bæjarins, var spurður út í málið í gær og svar- aði á þann veg að mikil pressa hefði verið komin frá íbúum að fá KFC til bæjarins. Meira að segja hefði verið stofnuð Facebook-síða um málið. Á Facebook má finna um 900 milljón síður. Ætlar Akureyrarbær líka að verða við öðrum óskum þar? - kóþ, mþl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.