Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 6
6 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR RÚSSLAND, AP Starfsmenn almanna- varna í Rússlandi standa nú vakt í Brjansk-héraði, suður undir Úkr- aínu, þar sem eldar hafa kviknað á að minnsta kosti sex stöðum nú í vikunni. Héraðið varð illa úti vorið 1986 vegna mengunar frá Tsjernóbyl- héraðinu í Úkraínu, sem þá til- heyrði Sovétríkjunum. Geisla- virkar agnir eru þar enn í jörðu, og hafa umhverfissamtök bent á þá hættu sem stafar af því að eldarn- ir hrófli við þessum ögnum og þær berist síðan með vindi langar leið- ir. Sergei Shoigu, almannavarna- ráðherra Rússlands, hefur viður- kennt að hættan sé fyrir hendi. Vel hefur þó gengið að slökkva eldana í Brjansk, að sögn Irinu Jegoruskinu, talskonu almanna- varnaráðuneytisins. Hún segir sömuleiðis að ekki hafi mælst aukin geislavirkni í héraðinu, þrátt fyrir eldana. „Það hafa kviknað hér nokkr- ir eldar, en ástandið er ekki jafn slæmt og í nágrenni Moskvu,“ segir hún. Hundruð elda loga enn í vestan- verðu Rússlandi, flestir í nánd við höfuðborgina Moskvu þar sem kæfandi reykjarmökkur hefur gert íbúum afar erfitt fyrir. Fjölmargir hafa veikst alvar- lega og dánartíðni í borginni er nú komin upp í 700 manns á degi hverjum. Líkhús eru sögð yfir- full. Um 165 þúsund manns vinna við að slökkva eldana. Beitt er 39 flug- vélum. Vladimír Pútín forsætisráðherra hefur látið til sín taka á vettvangi og verið áberandi í fjölmiðlum. Hörð gagnrýni hefur engu að síður beinst að stjórnvöldum almennt og Pútín sérstaklega fyrir að hafa ekki varað fólk við hættunni strax og spáð var óvenju skæðri hitabylgju nú í sumar. Stjórnvöld þykja hafa brugðist seint og illa við vandanum, og rússnesk- ir leiðarahöfundar segja sýndar- mennsku Pútíns, sem settist sjálf- ur í flugstjórnarklefa einnar þeirra flugvéla, sem notaðar eru í slökkvi- starfinu, ekki bæta þar úr. Skoðanakannanir sýna að vin- sældir bæði Pútíns og Dmitrís Medvedev forseta hafa dvínað undanfarið. Talið er að það tjón, sem nú þegar hefur orðið af völdum eld- anna, geti orðið nærri 2.000 millj- arðar í krónum talið, en það er um eitt prósent af þjóðarframleiðslu Rússlands. Hitarnir í Rússlandi nú í sumar hafa mælst meiri en nokkru sinni frá því reglulegar mælingar hóf- ust fyrir 130 árum. gudsteinn@frettabladid.is ROFAR TIL Í MOSKVU Eftir kæfandi reykjarmengun í heila viku snerist vindáttin svo Moskvubúar geta nú loks dregið andann þrátt fyrir eldana í næsta nágrenni. NORDICPHOTOS/AFP Óttast geislavirkni af völdum eldanna Eldarnir í Rússlandi hafa náð inn á svæði sem varð illa úti af völdum geisla- mengunar frá Tsjernóbyl-kjarnorkuverinu vorið 1986. Óttast er að eldarnir geti hróflað við geislavirkum efnum í jörðu og dreift þeim víða um lönd. VIÐSKIPTI Útlán Íbúðalánasjóðs hafa dregist saman um fimm milljarða það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 1,3 prósent milli ára. Samtals námu útlánin fyrstu sjö mánuði ársins tæpum 14,8 milljörðum en í fyrra voru það 19,9 milljarðar. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðs- ins. Heildarútlán í júlí voru tæpir 2,8 milljarðar og voru 1,8 milljarðar vegna almennra lána. Meðalútlán voru 9,9 milljónir króna. Lækkun á vísitölu íbúða- verðs er tilkomin vegna átta prósenta lækkunar á vísitölu fyrir sérbýli, en vísitala fyrir fjölbýli lækkaði um tæpt prósent. Þá var heildarvelta íbúðabréfa 34,2 milljarðar króna í júlí. Það sem af er ári hefur hún numið 374,4 millj- örðum króna, en var 529,9 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Greiðslur sjóðsins voru rúm- lega 352 milljónir króna í júlí vegna afborgana hús- og húsnæðisbréfa. Uppgreiðsl- ur lána voru rúmir 2,8 milljarðar. - þeb Íbúðalánasjóður hefur lánað fimm milljörðum minna en í fyrra: Útlán dragast saman milli ára HÚSNÆÐI Íbúðalánasjóður lánaði 2,8 milljarða króna í júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Ákæra á hendur rúm- lega þrítugum manni, sem varð manni á sextugsaldri að bana í maí, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hinn látni fannst við Bjarnar- velli í Reykjanesbæ að morgni 8. maí. Grunur beindist fljótlega að hinum ákærða, sem játaði verknaðinn nokkru síðar. Mað- urinn, sem er ákærður fyrir manndráp, hefur verið í varð- haldi síðan í maí. - þeb Banaði manni í Reykjanesbæ: Þingfesting í manndrápsmáli NEYTENDAMÁL Neytendasamtökin fagna því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, ætli að setja reglugerð sem kveður á um að sérmerkja verði erfðabreytt matvæli. „Um árabil hafa Neytenda- samtökin kraf- ist þess að sett- ar verði reglur hér á landi um merkingu erfðabreyttra matvæla,“ segir á vef samtakanna. „Bent hefur verið á að Ísland er eina ríkið í Evrópu þar sem engar slíkar reglur eru í gildi.“ Vonast er til að þetta „langþráða, en jafnframt sjálfsagða“ baráttumál verði brátt í höfn. - óká JÓN BJARNASON Neytendasamtökin fagna: Sjálfsagt bar- áttumál í höfn BANDARÍKIN, AP Bandarísk kona, sem fór í tvöfalt brjóstnám vegna krabbameins, fær tæplega 200 þúsund dollara í skaðabætur eftir að í ljós kom að hún var ekki með krabbamein. Bæði brjóst konunnar voru fjarlægð eftir að læknar á sjúkra- húsi í Los Angeles sögðu krabba- mein hafa fundist í sýnum árið 2007. Konan kærði spítalann fyrir vanrækslu og féllst spítal- inn á kröfur hennar. - þeb Kona fær skaðabætur: Brjóstin fjar- lægð að óþörfu Ormsteiti að hefjast Á morgun, 13. ágúst, hefst Ormsteiti, tíu daga hátíð á Fljótsdalshéraði, með hverfahátíðum og leikjum og karni- valstemningu á Vilhjálmsvelli, að því er segir á vef sveitarfélagsins. Frekari upplýsingar eru á www.ormsteiti.is. AUSTURLAND STJÓRNSÝSLA Þegar starfsmaður viðskiptaráðuneytisins fékk þrjú skjöl send frá Seðlabankanum um heimild til gengistryggingar, með því fororði að eitt þeirra væri trún- aðarmál og einungis til að hafa til hliðsjónar, hélt starfsmaðurinn að sama gilti um öll skjölin, að sögn aðstoðarmanns viðskiptaráðherra, Benedikts Stefánssonar. Fram kom í blaðinu í gær að aðallögfræðingur Seðlabank- ans, í samráði við aðstoðarbanka- stjóra, sendi skjölin ráðuneyt- inu til upplýsingar. Að einungis aðkeypta skjalið hefði verið sent í trúnaði en að nið- urstaðan, um ólögmæti gengistryggingar lána í íslenskum krónum, hefði einnig verið reifuð í hinum skjölunum, með þeim fyrir- vara að dómstólar þyrftu að skera úr um málið. „Eftir á að hyggja virðast starfs- menn Seðlabanka hafa haft aðrar væntingar. En það var skilningur þessa starfsmanns að hún hefði fengið öll skjölin í trúnaði,“ segir Benedikt. Hann telur þó að aðalatriði málsins sé að enn sé deilt um lög- mæti þessara lána, eða öllu held- ur hvað teljist gengislán og hvað ekki. Skoðun framkvæmdavalds- ins breyti ekki öllu um það og hefði ekki gert á sínum tíma. „Það þarf að taka hvern samning fyrir sig til að vita hvort hann fellur undir þessi lög. Það er enginn lokadóm- ur fólginn í þessum skjölum. Ég hvet fólk bara til að lesa þau,“ segir Benedikt. - kóþ Aðstoðarmaður ráðherra telur að álit Seðlabankans hefði ekki skipt miklu máli: Misskilningur milli stofnana BENEDIKT STEFÁNSSON Aðstoðarmaður ráðherra telur að jafnvel þótt skuldarar hefðu vitað af minnisblaði Seðlabank- ans síðastliðið sumar hefðu þeir ekki endilega haft sterkt vopn í uppgjöri við bankana. Enn sé deilt um lánin. www.s24.isSæktu um... Sími 533 2424 6,35% innlánsvextir* Allt að Óbundinn og óverðtryggður sparnaðarreikningur *M.v. vaxtatöflu S24 01.07.2010 Hefur þú siglt til Eyja úr Land- eyjahöfn? Já 9,7% Nei 90,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú landbúnaðarráðherra hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi í mjólkurmálinu? Segðu skoðun þína í Vísi.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.