Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 38
 12. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR4 ● jazzhátíð reykjavíkur Kíktu á dagskrána Erlendir blaðamenn og festival- stjórar flykkjast á Jazzhátíð Reykjavíkur. Útón vinnur að öflugu kynning- arstarfi í samvinnu við jazzhátíð. Áhersla er lögð á að bjóða til lands- ins blaðamönnum og stjórnendum tónlistarhátíða frá nágrannalönd- unum. Þegar hafa boðað komu sína aðilar frá bæði Englandi, Þýska- landi, Ítalíu, Danmörku og Noregi. Möguleikar íslenskra tónlistar- manna erlendis halda áfram að vera umtalsverðir. Margir okkar bestu listamanna vinna reglulega í útlöndum og má nefna Mezzoforte, Hiimar Jensson, Sigurð Flosason, Björn Thoroddsen og Samúel Jón Samúelsson í því sambandi. Einnig hafa okkar yngri jazztónlistarmenn í K tríói og Reginfirru ferðast sl. tvö ár á vegum Nordjazz í kjölfar glæstrar frammistöðu sinnar í nor- rænni keppni ungliða í jazzi. Jazz- hátíð vinnur að því hörðum höndum að vinna fleiri lönd með auknum samskiptum við erlendar hátíðir og samtök um jazzmúsík. Útrás jazzins ● JAZZPASSINN OG MIÐARNIR Jazzhá- tíð Reykjavíkur ákvað á síðasta ári að bjóða sérstök vildarkjör í tilefni af 20 ára afmæli hátíðarinnar. Þetta mæltist svo vel fyrir að sú ákvörðun var tekin að hækka ekki verðið á Jazzpassanum í ár. Fyrir krónur 8.000 fæst aðgangur að öllum viðburðum Jazzhátíð- ar Reykjavíkur 2010. Í fimmtán daga er hægt að fylgj- ast með og upplifa það besta sem völ er á í íslenskri ryþmískri tónlist fyrir rúman 500 kall á dag. Passarnir eru til sölu á midi.is og á tónleikastöðum. Annars verður miðaverði stillt í hóf og ekki útilokað að hægt verði að kaupa dagpassa þá daga sem dagskráin er sérstakleg þétt. En enginn díll verður þó betri en Jazzpassinn. Björn Thoroddsen vinnur reglulega í útlöndum. ● BIRD LIFIR! Lokadagur Jazzhátíðar Reykjavíkur verð- ur helgaður minningu Charlie „Bird“ Parker. Þessi merkisberi jazzins hefði orðið níræður 29. ágúst en Parker lést langt fyrir aldur fram árið 1955. Þrátt fyrir að ná aðeins 35 ára aldri er staða Parkers sem brautryðjanda óumdeild og bíboppið ein- hver lífseigasti afleggjari spunatónlistarinnar sem um getur. Charlie Parker var líka breyskur maður og margar sögur til um hátterni hans í einkalífinu. Segja má að lífinu hafi verið lifað til hins ýtrasta hvorum megin sviðsbrúnar sem var. Hvort sem hann skellti hendingum úr Eldfugli Stravin- skys inn í sólóin sín þegar tónskáldið var í salnum eða veitti ungum trompetleikara ör á sálina með samskiptum sínum við gleðikonu og fötu af steiktum kjúklingi – allt var gert eins og annað tækifæri myndi ekki gefast. Lífið er núna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.