Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 70
50 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR „Jú, það stemmir. Við ætlum að flytja okkur í nýtt húsnæði í kringum áramótin en verslunin Sautján mun ekki opna þar,“ segir Svava Johansen, eigandi NTC, sem hefur tekið gamla Skífuhús- næðið við Laugaveg 26 á leigu og stefnir á að flytja þangað fyrir jól. Frá næstu áramótum hefur því verslunin Sautján sungið sitt síð- asta í bili í miðbænum. „Það er þó nokkuð síðan við fluttum verslun- ina frá miðbænum og yfir í mjög flott pláss í Smáralindinni en auk GS skóbúðarinnar, höfum við starfrækt Sautján einungis á jarð- hæðinni í Laugavegshúsnæðinu síðan þá og munum gera til næstu áramóta,“ segir Svava sem finnst Sautján-búðirnar henta betur í verslunarmiðstöðvunum. Sautján opnaði sína fyrstu verslun á Laugavegi 46 árið 1976 og hefur sett sinn svip á aðal- verslunargötu Reykjavíkurborgar síðan þá. Það er því óhætt að segja að brotthvarf Sautján úr mið- bænum marki ákveðin tímamót í sögu fyrirtækisins. Árið 1991 var verslunin flutt og starfsemi NTC, í húsnæðið að Laugavegi 91. Í dag rekur NTC fyrirtækið tuttugu verslanir, saumastofu og heildsölu. „Það getur vel verið að við opnum Sautján aftur í smærri mynd neðar á Laugaveginum í framtíðinni en akkúrat í dag stendur það ekki til,“ segir Svava en hún er spennt fyrir húsnæðinu þar sem Skífan var áður. „Þetta er flott og skemmtilegt rými sem býður upp á marga möguleika. Verslunin er stór með tveimur hæðum sem ég vil gera mikið úr. Okkur langar til að hafa þar flottar tískusýningar, sérstak- lega þegar nýju línurnar koma inn á vorin og haustin til þess að gefa fólki kost á að sjá það nýj- asta hverju sinni,“ segir Svava en hún er þessa dagana að undirbúa sig og sitt fólk fyrir tískuvikuna í Kaupmannahöfn sem er um næstu helgi þar sem keyptar verða inn vörur sem Íslendingar geta fundið í verslunum næsta vor og sumar. alfrun@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM ár eru síðan Sautján opnaði á Laugavegi 46.34 LÁRÉTT 2. áfall, 6. frá, 8. glaumgosi, 9. fugl, 11. tveir eins, 12. brotthlaup, 14. fót- mál, 16. klafi, 17. frjó, 18. frestur, 20. stöðug hreyfing, 21. illgresi. LÓÐRÉTT 1. óheilindi, 3. einnig, 4. matgæðing- ur, 5. að, 7. skemill, 10. ról, 13. hey- skaparamboð, 15. matur, 16. munda, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. lost, 6. af, 8. gæi, 9. lóa, 11. ll, 12. strok, 14. skref, 16. ok, 17. fræ, 18. töf, 20. ið, 21. arfi. LÓÐRÉTT: 1. fals, 3. og, 4. sælkeri, 5. til, 7. fótskör, 10. ark, 13. orf, 15. fæði, 16. ota, 19. ff. „Besti bitinn er pylsa með öllu á Bæjarins bestu niðri í bæ. Pylsurnar eru sérstaklega góðar þegar Svenni Blöndal eða Sölvi eru að vinna.“ Sigtryggur Berg Sigmarsson listamaður. SVAVA JOHANSEN: VERSLUNIN BÚIN AÐ VERA Á LAUGAVEGINUM FRÁ 1976 Sautján kveður miðbæinn EVAN Í SKÍFUHÚSNÆÐIÐ Svava Johansen ætlar að flytja Evubúðina í gamla Skífuhús- næðið en verslunin Sautján hættir að starfsemi sinni í miðbænum í bili. FRÉTTABLADID/VALLI „Ég er furðu lostinn og skil ekki hvað er í gangi,“ segir tónlistar- maðurinn Hjörtur Geirsson, sem er að eigin sögn undir stífu eftir- liti hjá stjórnendum Myspace-tón- listarsíðunnar. „Það er ekki heimilt að segja hvað sem er á Myspace. Ég er búinn að reka mig á ótrúlega hluti í sambandi við það,“ segir Hjört- ur. Hann fékk á sínum tíma verð- laun fyrir þrjú lög sem hann sendi í lagasmíðakeppni hjá Paramount í Bandaríkjunum og þau voru í framhaldinu gefin út á safnplötu. Hann hefur gefið út tvær sólóplöt- ur og kom sú síðari, The Flow, út árið 2007. Hjörtur hefur átt í erfiðleikum með að birta myndbönd á síðunni sinni, sem hefur ekki gerst á Face- book og Youtube. „Ég fékk það á tilfinninguna að það væri verið að ritskoða mig,“ segir hann og telur að ekki megi rita orðið „censor“ (ritskoðun) á síðunni. Ekki megi heldur tala þar illa um kennara. „Þetta er alveg með ólíkindum. Það er eins og þeir séu að fylgjast með hverju orði sem ég skrifa.“ Hjörtur segir þetta bagalegt enda notar hann Myspace til að koma tónlist sinni á framfæri úti í hinum stóra heimi. Hann hefur íhugað að hætta með síðuna en vill ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Ég sendi þeim skilaboð og var mjög reiður. Þeir hafa ekki svarað mér en ég hef alveg eins búist við því að þeir sendu mér skilaboð um að þeir ætli að loka þessu.“ Þrátt fyrir vandræðin er Hjört- ur enn á fullu í tónlistinni því nýlega var hann beðin um að semja fjögur lög fyrir jafnmarga kántrítónlistarmenn í Nashville, eða þau Blake Shelton, Adrianna Freeman, Lucas Hoge og Wyn- ona. Furðu lostinn yfir ritskoðun á Myspace HJÖRTUR GEIRSSON Hjörtur er að eigin sögn undir stífu eftirliti hjá stjórnendum Myspace-síðunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Reykvíkingar ráku upp stór augu í vikunni þegar þeir tóku eftir að risasnekkja milljarða- mæringsins Paul Allen var horfin. Snekkjan er þó ekki farin út fyrir íslenska landhelgi og sást síðast sigla um Eyjafjörðinn, þannig að það er aldrei að vita nema Akureyringar fái heimsókn frá Allen og föruneyti hans á næstu dögum. Það er reyndar óvíst hvort milljarðamæringurinn sjálfur er enn þá um borð, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skellti hann sér á tónleika U2 á Ítalíu um síðustu helgi. Það er þó líklegt að hann sé kominn aftur enda með einkaþotu, bát, þyrlu og tvo kafbáta til umráða. Jón Gunnar Geirdal og félagar hjá útgáfufyrirtækinu Senu héldu árlega fræg partí fyrir nokkrum árum þar sem ekkert var til sparað. Eftirminnileg eru partí í Hafnarhús- inu og á Apótekinu þar sem reglur um klæðaburð voru teknar svo alvarlega að þotu- liðinu var óhikað vísað frá. Talið var að mörg ár myndu líða þar til annað slíkt partí yrði haldið hér á landi, en það ku ekki vera rétt … Mikill titringur er nefnilega á meðal ákveðins hóps í Reykjavík þessa dagana vegna risapartís sem verður haldið í Reykjavík í lok ágúst. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Saltfélaginu breytt í klúbb í eitt kvöld og munu veigarnar fljóta eins og þær gerðu í frægum partí- um fyrir tveimur til þremur árum. Þegar reynt er að grafast fyrir um þá sem koma fram í partínu kemur eitt nafn upp úr krafsinu: Dj Margeir. Það er samt ljóst að fleiri munu þeyta skífum þetta kvöld. Erfitt er að verða sér úti um miða í partíið, en samkvæmt sömu heimildum eru þeir þegar orðnir afar eftirsóttir – þótt fæstir viti með vissu hvað verði í gangi. Þýðir þetta að kreppan sé búin? - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég fer út og verð viðstaddur fjórar sýningar en þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Suður- Kóreu og því mjög spenntur,“ segir Örn Marinó Arnarson kvikmyndargerðarmaður. Mynd Arnar Marinós og Þorkels Harðar- sonar, Feathered Cocaine, hefur verið valin til sýninga á stórri kvikmyndahátíð í Seoul í Suður-Kóreu. Hátíðin ber nafnið EIDF og var Feathered Cocaine valin úr hópi 536 kvikmynda til sýninga á hátíðinni. „Við sóttum í rauninni ekkert eftir að komast á hátíðina heldur höfðu aðstandendur hennar samband við okkur,“ segir Örn Marinó en mynd- in hefur átt góðu gengi að fagna úti í hinum stóra heimi og vakið meiri athygli en þá félaga hefði nokkurn tíma getað grunað. Hún var meðal annars á Tribeca-hátíðinni í New York og var sýnd fimm sinnum þar fyrir fullu húsi. Myndin er heimildarmynd sem fjallar um fálkasmygl og afleiðingar þess. Myndin tók hins vegar óvænta stefnu þegar aðalsöguhetja myndarinnar, Alan Parrot, fullyrti að Osama Bin Laden byggi í Íran undir verndarvæng þar- lendra stjórnvalda og væri mikill áhugamaður um fálka. Það kemur fram í myndinni að fálka- sala er ein helsta tekjulind Al Kaída-samtak- anna. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hafa þessar upplýsingar vakið mikil viðbrögð hjá bandarískum fjölmiðlum. Landsmenn geta barið myndina augum í haust þegar hún verður frumsýnd í íslenskum bíóhús- um. „Við hlökkum mikið til að sýna myndina hér á landi enda er þá löngu og ströngu ferli lokið,“ segir Örn Marinó en alls tók vinnuferlið í kring- um myndina sex ár. - áp Fálkamynd sýnd á hátíð í Suður-Kóreu ÚTVALIN Mynd þeirra Arnar Marinós Arnarsonar og Þorkels Harðarsonar, Feathered Cocaine, hefur vakið mikla athygli erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sýningar á leikritinu Hallveig ehf. í Reykholti. 14. ágúst kl. 17:00 21. ágúst kl. 17:00 28. águst kl. 17:00 Miðapantanir á heimasíðu http:// hallveig.sida.is og í síma 690 1939 Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.