Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 12
 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Steindór Sigurgeirsson eigandi Storms Seafood Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða á eina af rómuðustu sýningum Vesturports Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin! Fjárfestingar sjávar- útvegsfyrirtækisins Storms Seafood hafa verið í umræðunni vegna að- komu erlendra fjárfesta í félaginu. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra telur að erlent eignarhald fyrir- tækisins fari á svig við lög og nefnd um erlenda fjár- festingu rannsakar eignar- hald fyrirtækisins. Maðurinn á bak við Storm Seafood er Patreksfirðingurinn Steindór Sigurgeirsson sjávarútvegsfræð- ingur. Hann hefur í áratug dval- ið í Asíu ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum, þar sem hann hefur efnast á því að byggja upp fyrirtæki, meðal annars í fisk- eldi. Sjóðatískan „Ég var búinn að vera starfandi fyrir fyrirtækið Sæplast í nokkra mánuði þegar ég komst á þá skoð- un að tækifærin væru í Asíu. Þar var allt að gerast í kringum alda- mótin og ég heimtaði að vera send- ur þangað. Á þeim tíma sá ég tæki- færi sem varð þess valdandi að ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki. Það er gaman að minnast á það að á þessum tíma voru allir að stofna sjóði, og það var útgangspunktur- inn hjá mér í upphafi. Hins vegar, í samskiptum mínum við þá sem ég vildi fá til að fjárfesta í mínu fyrirtæki, sá ég að menn yfirleitt höfðu engan áhuga á því að byggja eitthvað upp. Eina hugsunin virt- ist vera að kaupa eitthvað, poppa það upp og selja. Þessa sömu hugsun sáum við hérna heima í útrásinni. Ég gat ekki sætt mig við þessa hugsun og hætti við að setja fyrirtækið upp sem sjóð. Hins vegar kynntist ég fólki á sama tíma sem deildi þeirri hugs- un með mér að byggja eitthvað upp. Þeirra á meðal var Kaadoor- ie-fjölskyldan sem horfir á fjár- festingar sem langtímaverkefni,“ segir Steindór. Umrædd Kaadoorie-fjölskylda er ein sú efnaðasta í heiminum, enda byggir hún á langri hefð í viðskiptum og uppbyggingu fyrir- tækja um allan heim. Eitt af þeim verkefnum sem Steindór og Kaad- oorie-fjölskyldan hafa unnið að voru kaup á fyrirtæki sem elur sandhverfu. Í dag er það eitt af stærri fiskeldisfyrirtækjum í Kína í sandhverfueldi. Genetísk truflun „Fyrir tveimur árum fór ég svo að skoða Ísland; æðið sem virtist hafa heltekið þjóðina fyrir kreppu var í rénun og ég sá að það væri núna loksins í langan tíma hægt að fjárfesta í sjávarútvegi með rekstur sem markmið, ekki að gambla með veiðiheimildir í von um hækkun. Mig langaði að gera það sem mig dreymdi alltaf um og byggja upp sjávarútvegsfyr- irtæki. Þessar hugmyndir mínar kynnti ég mínu samstarfsfólki en það hafði auðvitað engan sérstak- an áhuga á Íslandi til fjárfestinga frekar en flestir aðrir. Ég er hins vegar með þá genetísku truflun að vera frá Íslandi og tilkynnti þeim að ég vildi selja í eignarhaldsfélagi mínu í Hong Kong, Nautilus Equity Holdings, til að losa fé til fjárfest- inga hér heima. Þegar þeim var ljós alvara málsins vaknaði sú hugmynd að fjölskyldan kæmi að uppbyggingu fyrirtækisins með mér. Ég tók vel í það enda sá ég að þá hefði ég möguleika á að stofna fyrirtæki með mun sterkara eigið fé en ég áður hafði áætlað. Ég vil mun frekar eiga fyrirtæki með fólki sem ég treysti fullkom- lega og mun fylgja mér í gegnum súrt og sætt heldur en vera upp á náð og miskunn hjá innlendum eða útlendum bankastofnunum. Þetta snýst um það hvernig fjár- festa við viljum. Við viljum ekki skammtímafjárfesta heldur þolin- mótt fólk sem hefur metnað til að byggja upp kraftmikil fyrirtæki. Til þessa á löggjafinn að hvetja og einbeita sér að því að gera Ísland eftirsóknarvert í þeim skilningi. Það þarf vart að minna á að Íslend- ingar hafa sjálfir skilið hér eftir sig sviðna jörð og af hverju eigum við að fúlsa við tækifærum til að fá með okkur góða fjárfesta?“ Langtímaverkefni Stormur Seafood hefur síðan í vetur stundað útgerð með tvo báta, Storm KE 1 og Blíðu KE 17. Til þeirrar útgerðar hefur fyrirtæk- ið keypt 1.200 tonna aflaheimildir sem hafa verið keyptar að mestu af skuldlausum útgerðum, þar sem annað virðist ekki í boði. Steindór segir fátt spurður um hvort upp- bygging fyrirtækisins sé á áætlun. Hann segist vita að um langtíma- verkefni sé að ræða að byggja upp fyrirtæki í sjávarútvegi. Hlutafé fyrirtækisins er um 400 milljónir og skiptist á milli Steindórs, sem á 57 prósent, og erlendu fjárfest- anna, sem eiga 43 prósent. Hann hyggst auka hlutafé fyrirtækisins á næstunni og segist eiga fyrir því sem til stendur að gera í uppbygg- ingu Storms. „Ég hef starfað í Kína í tíu ár og það er auðvelt. Lög og regluverk eru skýr og pólitíkin er ekkert að hlaupa útundan sér við minnsta tilefni og gefa yfirlýsingar,“ segir Steindór og vísar til orða sjávar- útvegsráðherra og Einars K. Guð- finnssonar, fyrrum sjávarútvegs- ráðherra og sveitunga síns, „sem ætti nú að hafa haft nægan tíma til að kynna sér reglur um erlent eignarhald sem hann ásamt öðrum samþykkti á þingi fyrir ekki svo mörgum árum. Ég er að vona að sá dagur renni upp að hér á Íslandi verði ekki erfiðara að fjárfesta heldur en í Kína.“ Magma er kveikjan Steindór segir að umræðan um erlenda fjárfestingu í Stormi Sea- food verði að skoðast í samhengi við kaup Magma á Hitaveitu Suð- urnesja og hversu stjórnmálin eru eldfim þessa dagana. Spurður um upphlaup sjávarútvegsráðherrans segir hann að það verði að virða honum það til vorkunnar að hann sat ekki á þingi þegar lögin voru sett. Hins vegar fari hann með málaflokkinn og ætti því að kunna lögin að stórum hluta utanbókar. „Magma-málið er kveikjan enda hafa menn vitað af okkar fyrir- tæki mánuðum saman og við aldrei dregið dul á þetta eignarhald. Ef hins vegar er litið til fréttaflutn- ings Ríkisútvarpsins þá var mark- miðið að búa til einhverja stemn- ingu. Ég held að upphlaupið varpi fyrst og síðast ljósi á stjórnsýsl- una í landinu og störf þeirra sem sitja á þingi. Ef þingmennirnir skilja ekki lögin sem þar eru sett og umræða skapast um þau, þá verður að horfa til þeirra vinnu- bragða sem þar eru viðhöfð. Rótin að þessu eru mismunandi túlkan- ir á lögum sem ættu að vera mjög einföld og öllum skiljanleg. Það eru þau hins vegar ekki.“ Fiskur verður alltaf veiddur Steindór segist ekki óttast aðkomu nefndar um erlenda fjárfestingu og úttekt um eignarhald fyrirtæk- isins. „Ég óttast ekki niðurstöðu nefndarinnar. Ég hef enga ástæðu til þess og held ótrauður áfram að byggja upp mína útgerð,“ segir Steindór. Hann segir jafnframt að boðuð fyrningarleið stjórnvalda haldi ekki fyrir sér vöku. „Það tal allt hefur ekki áhrif á mig því ég horfi á reksturinn. Fiskur verður alltaf veiddur frá Íslandi. Ég trúi því að sú leið sem verður farin stórskaði ekki fyrir- tækin og ég ætla að byggja upp lítið til meðalstórt fyrirtæki sem veiðir og vinnur úr tvö til þrjú þús- und tonnum af hráefni á ári. Fyrir- tækjum af þeirri stærð gengur vel hér á landi.“ Fjölbreytt tækifæri Steindór útilokar ekki frekari fjár- festingar í sjávarútvegi og hefur fylgst með verkefnum í fiskeldi. Hann nefnir jarðvarma og tæki- færi til að framleiða heitsjávarteg- undir fyrir markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. „Það eru áhuga- verð verkefni í gangi og ég fylgist með þeim. Það er margt spennandi að gerast í íslenskum sjávarútvegi. Makríllinn er eitt, ég sé tækifæri í beitukóng og sæbjúgum og veiði og vinnslu á krabba. Það þarf ekki allt að snúast um þessar hefðbundnu tegundir. Þetta snýst um fyrirtæki eins og okkar, unga nýliða í sjávar- útvegi sem eru tilbúnir að stökkva á nýjar hugmyndir og framkvæma þær. Hvort mínir bakhjarlar vilji taka þátt í frekari fjárfestingu mun tíminn leiða í ljós. Ég útiloka ekkert.“ Léttara að fjárfesta í Kína MEÐ STORMINN Í FANGIÐ Steindór hefur víðtæka reynslu af fjárfestingum í Asíu en segist hafa verið knúinn til að fara heim. Draumurinn var alltaf að byggja upp sjávarútvegsfyrirtæki hér og hann fagnar aðkomu einnar ríkustu fjölskyldu heims að því verkefni. Þar fer varkár fjölskylda, að hans sögn. Fólk sem tekur ekki þátt í ævintýramennsku og tekur fjárfestingar alvarlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.