Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 54
34 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Jónsi úr Sigur Rós kemur fram á bandarískri tónlistarhátíð til heið- urs Robert Moog í lok október. Moog fann upp samnefnda hljóð- gervla sem hafa verið mikið notað- ir af tónlistarfólki í gegnum tíðina. Þessi árlega hátíð fer fram í fyrr- um heimabæ Moog í Asheville í Norður-Karólínu og nefnist einfald- lega Moogfest. Auk Jónsa koma þar fram þekktir flytjendur á borð við Massive Attack, MGMT, Hot Chip, Four Tet, Panda Bear og Thievery Corporation. Tónlistarmönnum sem eru þekkt- ir fyrir að skapa einstakan hljóð- heim og búa yfir mikilli sköpunar- gáfu var boðið að spila á Moogfest. Auk tónleikanna verða haldnir fyr- irlestrar um Moog og kvikmyndir sýndar, auk þess sem gestir fá sjálf- ir að prófa Moog-hljóðfæri. Hátíðin verður haldin á sama tíma og hin vinsæla hrekkjavaka fer fram í Bandaríkjunum en þrátt fyrir það verður áherslan alfarið á Moog og hans arfleifð. Robert Moog, sem lést árið 2005, var frumkvöðull í rafrænni tónlist. Auk hljóðgervla bjó hann til önnur hljóðfæri sem tónlistarmenn hafa haft mikil not fyrir. Jónsi er á tónleikaferð um Norðurlönd þessa dagana. Í kvöld spilar hann í Gautaborg, á sunnu- daginn í Helsinki og á þriðjudag- inn verður hann á tónleikastaðn- um Vega í Kaupmannahöfn. Jónsi spilar á Moogfest JÓNSI Jón Þór Birgisson spilar á banda- rískri tónlistarhátíð til heiðurs Robert Moog. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ensku þungarokkararnir í Iron Maiden eru hvergi nærri hættir þrátt fyrir 35 ár í bransanum. Fimmtánda hljóðversplatan, The Final Frontier, er á leiðinni. Fimmtánda hljóðversplata þunga- rokkaranna í Iron Maiden, The Final Frontier, kemur út á þriðju- daginn. Þetta er fyrsta plata þess- ara ensku rokkara í fjögur ár, eða síðan A Matter of Life and Death kom út. Aldrei hefur jafnlangur tími liðið á milli hljóðsversplatna Iron Maiden. The Final Frontier er jafnframt lengsta platan í sögu sveitarinnar, eða rúmar 76 mínút- ur. Iron Maiden er ein af vinsæl- ustu þungarokkssveitum sögunn- ar. Ferill hennar hófst árið 1975 og síðan þá hefur hún selt um áttatíu milljónir platna og spilað á yfir tvö þúsund tónleikum, þar á meðal hér á landi. Fyrstu tuttugu árin var Iron Maiden fimm manna band en árið 1999 bættist þriðji gítarleikarinn í hópinn og þéttleikinn varð meiri en nokkru sinni fyrr. Auk Dickinsons skipa sveitina þeir Steve Harris, Nicko McBrain, Adrian Smith, Dave Murray og Janick Gers. Þeir eru allir komn- ir á sextugsaldurinn en virðast alls ekki á þeim buxunum að slaka eitt- hvað á í rokkinu. Iron Maiden sló í gegn með þriðju plötu sinni, The Number of the Beast, árið 1982, sem var sú fyrsta með söngvarann og flugmanninn Bruce Dickinson um borð. Hljómsveitin var óstöðv- andi á níunda áratugnum og gaf á þeim tíma út sjö hljóðversplötur og fór í jafnmargar tónleikaferðir um heiminn. Nærvera skrímslisins Eddie átti sinn þátt í vinsældunum, enda var það á öllum plötuumslög- um og stuttermabolum sveitarinn- ar og var í bakgrunni á hverjum einustu tónleikum. Leikarinn Guð- mundur Ingi Þorvaldsson berst einmitt við skrímslið í nýju myndbandi sveitar- innar við titillag plötunn- ar, eins og komið hefur fram. Þar eigast þeir við úti í geimi í æsispennandi bardaga um lykil sem getur eytt mannkyninu, hvorki meira né minna. Iron Maiden hóf tón- leikaferð sína um heim- inn til að fylgja The Final Frontier eftir þann 9. júní. Sveitin spilaði í Bergen í Noregi í gær og á laugardaginn verður hún í Búdapest í Ungverja- landi. Tónleikaferð um Ástralíu hefst síðan í febrúar. freyr@frettabladid.is Á sextugsaldri með sína fimmtándu hljóðversplötu IRON MAIDEN Frá vinstri: Gítarleikarinn Adrian Smith, trommarinn Nicko McBrain, söngvarinn Bruce Dickinson og gítarleikarinn Janick Gers. NORDICPHOTOS/GETTY > Í SPILARANUM Robyn - Body Talk, Pt. 2 Nóra - Er einhver að hlusta? Ólöf Arnalds - Lög af Innundir skinni ROBYN NÓRA 80 Þær milljónir hljómplatna sem Iron Maiden hefur selt á ferli sínum. Frakkinn Serge Gainsbourg var að margra mati einn af merkustu tón- listarmönnum tuttugustu aldarinnar. Ferill hans spannaði rúma þrjá áratugi og á þeim tíma samdi hann hundruð laga og texta og kom m.a. við í frönskum sönglögum, djassi, poppi, sýrurokki, reggí, glysrokki, diskói og fönki, auk þess sem hann samdi tónlist við nokkra tugi kvik- mynda. Gainsbourg lést úr hjartaáfalli 2. mars 1991, en lögin hans lifa enn góðu lífi og tónlistin hans virðist höfða sterkt til nýrra kynslóða tón- listarmanna. Á meðal þeirra sem hafa tekið lögin hans má nefna Belle & Sebastian, Mike Patton, Franz Ferdin- and, Okkervil River og Arcade Fire, svo við nefnum aðeins örfáa og hann hefur líka notið vinsælda hjá íslenskum tónlistarmönnum. Fyrir nokkrum mán- uðum var fyrsta leikna kvikmyndin um ævi Gainsbourg frumsýnd í Frakklandi og í dag er hún að koma út á DVD hér á landi. Ævi Gains- bourg var bæði viðburðarík og skrautleg. Hann gekk ítrekað fram af samlöndum sínum, m.a. með hinu alræmda „stunulagi“ Je t‘aime moi non plus sem hann gerði með Jane Birkin árið 1969 og sem seldist eins og heitar lummur þrátt fyrir spilunarbann í flestum löndum Evrópu. Ástalíf hans var líka einkar líflegt og frægt varð samband hans við Brigitte Bardot. Ég verð að viðurkenna að ég verð iðulega fyrir vonbrigðum með leiknar kvikmyndir um tónlistarmenn, en Gainsbourg Vie Héroïque, sem í íslensku þýðinguni heitir Gainsbourg frækið líf, er bara ansi góð. Hún fer aldrei mjög langt frá staðreyndunum, leikaraval er vel heppnað og tónlistin kemst vel til skila. Leikstjóri myndarinnar, Joann Sfar, er teiknimyndasöguhöfundur og blandar þeim heimi inn í mynd- ina, en sú blöndun er bara skemmtileg og verður aldrei óþægilega til- gerðarleg. Skemmtileg mynd um ævi snillings. Ævisaga snillings ■ Lagið Incomplete með banda- ríska R&B-söngvaranum Sisqó fór á topp Billboard 100-listans á þessum degi fyrir tíu árum síðan. ■ Lagið er það eina sem Sisqó hefur komið á toppinn þrátt fyrir að vera miklu frægari fyrir subbusmellinn Thong Song, sem náði þriðja sætinu á Billboard og var tilnefndur til fjölmargra MTV- verðlauna. ■ Lagið er á fyrstu plötu Sisqó sem kallast Unleash the Dragon. ■ Hann hefur oft viljað láta kalla sig The Dragon, sbr. nafn annarrar plötu hans; Return of the Dragon. ■ Sisqó kunni illa að meta Incomplete þegar hann heyrði það fyrst, enda angurvær ball- aða en ekki fjörugur smellur. ■ Sisqó ætlaði að senda frá sér síðustu plötuna í „dragon- þríleiknum“ árið 2008. Hann var tilbúinn með plötuna Last Dragon, en hún kom því miður aldrei út. ■ Sisqó er ekki með plötusamn- ing í dag og er að reyna að koma sér á framfæri. ■ Í janúar tók Sisqó þátt í raun- veruleikaþættinum Celebrity Big Brother í Bretlandi. Þar lenti hann í fimmta sæti og þurfti að berjast við ofurefli stjarna á borð við Stephen Baldwin og Ivönu Trump. ■ Á meðal annarra þátta sem hann hefur komið fram í eru Gone Country, I Love the New Millennium og Keith Sweat‘s Platinum House. ■ Við höfum ekki heldur heyrt um þessa þætti. TÍMAVÉLIN SISQÓ FÓR Í FYRSTA SKIPTI Á TOPPINN FYRIR ÁRATUG Fyrsta og eina topplagið Dæmi um það sem tekið er fyrir í náminu: Lita- og línufræði Tónalgreining Vaxtarbygging Heitt og kalt rými Stórt og lítið rými Uppröðun hluta Stílistun á: Baðherbergi Svefnherbergi Barnaherbergi Eldhúsi Garðhýsi Stofu Og margt fleira. The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl. Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum ýmis atriði sem koma þeim til góða. Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir Stílisti Helga Sigurbjarnadóttir Innanhúsarkitekt Þorsteinn Haraldsson Byggingafræðingur INNANHÚSSTÍLISTANÁM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.