Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 36
 12. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR2 ● jazzhátíð reykjavíkur Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett nk. laugardag 14. ágúst kl. 17 í Þjóðmenningarhúsinu. Síðustu 20 ár hefur Jazzhátíðin fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður ryþmískrar tónlistar á landinu. Listinn af heimsþekktum jazzleikurum sem heimsótt hafa hátíðina þennan tíma er orðinn æði langur og þar er að finna ótal stefnumarkandi stórkanónur úr jazz- sögunni. Archie Shepp, Freddie Hubbard, Jon Hendricks, John Abercrombie, Ray Brown, Uri Caine, Han Bennink, Kurt Eill- ing, Kenny Garrett og ótal fleiri nöfn stórmerkra listamanna mætti halda áfram að skreyta sig með til að mæra framlag há- tíðarinnar til tónleikaflórunnar í höfuðborginni. Ekki er þó síður merkilegt að í öll þessi ár hefur Jazzhátíð Reykjavíkur lagt megináherslu á að tónlistin sé fyrsta flokks burtséð frá því hvort þeir sem hana flytja séu frægar persónur. Þess vegna er listinn yfir þá sem enginn þekkir kannski enn þá áhuga- verðari því að þar fara jafnan stjörnur morgundagsins. Mesta stoltinu finnur Jazzhátíð Reykjavíkur þó fyrir þegar hún teflir fram sínu eigin fólki og hátíðin er fyrst og síðst í boði þeirra íslensku listamanna sem þar koma fram. Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslenskir tónlistarmenn standa framarlega á hinu al- þjóðlega sviði tónlistarinnar og fjölmörg metnaðarfull verkefni á komandi jazzhátíð bera því fagurt vitni hvort sem jazzlistamenn- irnir okkar standa einir á sviðinu eða ásamt alþjóðlegum félögum sínu. Það er líka skemmtilegt þegar tónlistarmenn taka upp plötur eða gefa út nýja plötur í tengslum við Jazzhátíð Reykjavíkur. Meðal þeirra sem fylla þennan hóp í ár er hljómsveitin Reginfirra. Hún vann til verðlauna fyrir Ísland annað árið í röð í Young Jazz Com- ets-keppni Nordjazz á síðasta ári. Mikið er rætt um stefnur og strauma í tónlist þegar múrar falla á milli tónlistartegunda og landamæri hverfa á milli tónlistarstefna. Þessi illskiilgreinanlega músík sem kennd er við jazz, mun næstu fimmtán daga opna upp á gátt herbergi sitt í húsum tónlistarinnar í borginn. Þar verður þetta ólíkindatól í ýmsum myndum með það eitt að leiðarljósi að skemmta þeim sem þora. Fimmtán dagar–áttatíu viðburðir– hundrað hljómsveitir–þúsund lög! … ? PORT hönnun LÉTTÖL Kíktu á dagskrána Reginfyrra Bandaríski trompetleikarinn Jon Hassell heldur fyrirlestur á lokadegi Jazzhátíðar Reykja- víkur. Trompetleikarinn Jon Hassell hefur um árabil verið í fremstu röð tónsmiða og hugmyndafræðinga nýrrar tónlistar. Hann ólst upp í Memphis og hlaut hefðbundna tón- listarmenntun en lærði síðan tón- smíðar og elektróník hjá Stock- hausen í Köln. Þá tók við tímabil með minimalistunum Terry Riley, Steve Reich og Philip Glass en glugginn var ávallt opinn fyrir tón- list alls heimsins. Hassell tileink- aði sér nýja nálgun til trompetleiks með aðstoð raddmeistarans Pand- it Pran Nath og spurði áleit- inna spurninga um grein- ingu hins klassíska og hins al- þýðlega, hins vitsmunalega og hins líkamlega. Þessum hugmyndum mun Jon Hassell lýsa á sérstökum fyrir- lestri á lokadegi Jazzhátíðar 29. ágúst en hann vinnur nú að verk- efni um þessar pælingar í sam- vinnu við Brian Eno. Hassell hefur gert mikið af kvikmynda- og sjónvarpstónlist og má þar nefna tónlist sem hann gerði (í samvinnu við Bono) við kvikmynd Wim Wenders „Million Dollar Hotel“. Trompetleikarar samtímans tala um Hass- ell sem áhrifa- vald jafnvel umfram Miles Davis enda hér einnig á ferðinni sannur brautryðjandi í stafrænni nálgun og hljóðsmölun. Hvort sem forskeytin jazz-, heims- , minimal- eða ambíent- er skeytt við tónlist hans er ljóst að áhrifin á tónlist samtímans eru umtalsverð. Hér er á ferðinni sönn alheims- blanda frumstæðra ryþma og fjar- lægra laglína. Sumir tala um tón- list fjórða heimsins og hljóðmynd framtíðarinnar á meðan aðrir segja að tónlist Hassells verði ekki staðsett í tíma eða rúmi. Tileinkaði sér nýja nálg- un við trompetleik Jon Hassell hefur um árabil verið í fremstu röð tónsmiða og hugmyndafræðinga nýrrar tónlistar. Jazzhátíð nýtur gestrisni og velvild- ar Reykjavíkurhótelanna við skipu- lag hátíðarinnar og allir okkar er- lendu listamenn búa í vellystingum á hótelum þeirra. Á Grand hóteli við Sigtún er líka að finna glæsileg salarkynni til tón- leikahalds og þau verða nýtt sunnu- daginn 22. ágúst þegar Sveiflusex- tett Hauks Gröndal heldur þar tónleika ásamt söngvurunum Martin Roy Wade og Kristjönu Stefánsdóttur. Haukur Gröndal hefur verið óþreytandi í að halda á lofti merkjum meistara svíngtímans. Lester Young hefur verið honum ákaflega hugleikinn en saxófónleikur Young’s mót- aði bæði hljóm Count Basie hljóm- sveitarinnar og túlkun og fras- eringu söngvara á borð við Billie Holiday og Ellu Fitzgerald. Það er óhætt að lofa toppsveiflu á Grand hóteli sunnudagskvöldið 22. ágúst kl 20. Auk þess verður dagleg ham- ingjustund í Uppsölum við hlið Fjalakattarins í Aðal- stræti 16. Í þessu huggulega umhverfi munu listamenn Jazzhátíðar Reykjavíkur kynna uppáhaldshljóðritanir sínar alla daga milli 18 og 19. Einnig verður boðið upp á ljósmyndasýn- ingu frá liðn- um hátíðum og jazzl íf- inu í landinu. Meðal þeirra s e m þ a r n a munu mæta með músíkina sína eru Sigurður Flosa- son, Haukur Gröndal, Óskar Guð- jónsson, Sören Dahl Jeppesen, Ife Tolention, Samúel Jón Samúelsson og fleiri. Fylgist með nánari upp- lýsingum á vef jazzhátíðar www. reykjavikjazz.is. Gullaldarsvíng á Grand og aðrar hamingjustundir Martin Roy Wade syngur ásamt Kristj- önu Stefánsdóttur og Sveiflusextett Hauks Gröndal á tónleikum á Grand hóteli. Sigurður Flosa- son kynnir ásamt fleirum uppá- haldshljóðritanir sínar í Uppsölum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.