Fréttablaðið - 12.08.2010, Side 36

Fréttablaðið - 12.08.2010, Side 36
 12. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR2 ● jazzhátíð reykjavíkur Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett nk. laugardag 14. ágúst kl. 17 í Þjóðmenningarhúsinu. Síðustu 20 ár hefur Jazzhátíðin fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður ryþmískrar tónlistar á landinu. Listinn af heimsþekktum jazzleikurum sem heimsótt hafa hátíðina þennan tíma er orðinn æði langur og þar er að finna ótal stefnumarkandi stórkanónur úr jazz- sögunni. Archie Shepp, Freddie Hubbard, Jon Hendricks, John Abercrombie, Ray Brown, Uri Caine, Han Bennink, Kurt Eill- ing, Kenny Garrett og ótal fleiri nöfn stórmerkra listamanna mætti halda áfram að skreyta sig með til að mæra framlag há- tíðarinnar til tónleikaflórunnar í höfuðborginni. Ekki er þó síður merkilegt að í öll þessi ár hefur Jazzhátíð Reykjavíkur lagt megináherslu á að tónlistin sé fyrsta flokks burtséð frá því hvort þeir sem hana flytja séu frægar persónur. Þess vegna er listinn yfir þá sem enginn þekkir kannski enn þá áhuga- verðari því að þar fara jafnan stjörnur morgundagsins. Mesta stoltinu finnur Jazzhátíð Reykjavíkur þó fyrir þegar hún teflir fram sínu eigin fólki og hátíðin er fyrst og síðst í boði þeirra íslensku listamanna sem þar koma fram. Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslenskir tónlistarmenn standa framarlega á hinu al- þjóðlega sviði tónlistarinnar og fjölmörg metnaðarfull verkefni á komandi jazzhátíð bera því fagurt vitni hvort sem jazzlistamenn- irnir okkar standa einir á sviðinu eða ásamt alþjóðlegum félögum sínu. Það er líka skemmtilegt þegar tónlistarmenn taka upp plötur eða gefa út nýja plötur í tengslum við Jazzhátíð Reykjavíkur. Meðal þeirra sem fylla þennan hóp í ár er hljómsveitin Reginfirra. Hún vann til verðlauna fyrir Ísland annað árið í röð í Young Jazz Com- ets-keppni Nordjazz á síðasta ári. Mikið er rætt um stefnur og strauma í tónlist þegar múrar falla á milli tónlistartegunda og landamæri hverfa á milli tónlistarstefna. Þessi illskiilgreinanlega músík sem kennd er við jazz, mun næstu fimmtán daga opna upp á gátt herbergi sitt í húsum tónlistarinnar í borginn. Þar verður þetta ólíkindatól í ýmsum myndum með það eitt að leiðarljósi að skemmta þeim sem þora. Fimmtán dagar–áttatíu viðburðir– hundrað hljómsveitir–þúsund lög! … ? PORT hönnun LÉTTÖL Kíktu á dagskrána Reginfyrra Bandaríski trompetleikarinn Jon Hassell heldur fyrirlestur á lokadegi Jazzhátíðar Reykja- víkur. Trompetleikarinn Jon Hassell hefur um árabil verið í fremstu röð tónsmiða og hugmyndafræðinga nýrrar tónlistar. Hann ólst upp í Memphis og hlaut hefðbundna tón- listarmenntun en lærði síðan tón- smíðar og elektróník hjá Stock- hausen í Köln. Þá tók við tímabil með minimalistunum Terry Riley, Steve Reich og Philip Glass en glugginn var ávallt opinn fyrir tón- list alls heimsins. Hassell tileink- aði sér nýja nálgun til trompetleiks með aðstoð raddmeistarans Pand- it Pran Nath og spurði áleit- inna spurninga um grein- ingu hins klassíska og hins al- þýðlega, hins vitsmunalega og hins líkamlega. Þessum hugmyndum mun Jon Hassell lýsa á sérstökum fyrir- lestri á lokadegi Jazzhátíðar 29. ágúst en hann vinnur nú að verk- efni um þessar pælingar í sam- vinnu við Brian Eno. Hassell hefur gert mikið af kvikmynda- og sjónvarpstónlist og má þar nefna tónlist sem hann gerði (í samvinnu við Bono) við kvikmynd Wim Wenders „Million Dollar Hotel“. Trompetleikarar samtímans tala um Hass- ell sem áhrifa- vald jafnvel umfram Miles Davis enda hér einnig á ferðinni sannur brautryðjandi í stafrænni nálgun og hljóðsmölun. Hvort sem forskeytin jazz-, heims- , minimal- eða ambíent- er skeytt við tónlist hans er ljóst að áhrifin á tónlist samtímans eru umtalsverð. Hér er á ferðinni sönn alheims- blanda frumstæðra ryþma og fjar- lægra laglína. Sumir tala um tón- list fjórða heimsins og hljóðmynd framtíðarinnar á meðan aðrir segja að tónlist Hassells verði ekki staðsett í tíma eða rúmi. Tileinkaði sér nýja nálg- un við trompetleik Jon Hassell hefur um árabil verið í fremstu röð tónsmiða og hugmyndafræðinga nýrrar tónlistar. Jazzhátíð nýtur gestrisni og velvild- ar Reykjavíkurhótelanna við skipu- lag hátíðarinnar og allir okkar er- lendu listamenn búa í vellystingum á hótelum þeirra. Á Grand hóteli við Sigtún er líka að finna glæsileg salarkynni til tón- leikahalds og þau verða nýtt sunnu- daginn 22. ágúst þegar Sveiflusex- tett Hauks Gröndal heldur þar tónleika ásamt söngvurunum Martin Roy Wade og Kristjönu Stefánsdóttur. Haukur Gröndal hefur verið óþreytandi í að halda á lofti merkjum meistara svíngtímans. Lester Young hefur verið honum ákaflega hugleikinn en saxófónleikur Young’s mót- aði bæði hljóm Count Basie hljóm- sveitarinnar og túlkun og fras- eringu söngvara á borð við Billie Holiday og Ellu Fitzgerald. Það er óhætt að lofa toppsveiflu á Grand hóteli sunnudagskvöldið 22. ágúst kl 20. Auk þess verður dagleg ham- ingjustund í Uppsölum við hlið Fjalakattarins í Aðal- stræti 16. Í þessu huggulega umhverfi munu listamenn Jazzhátíðar Reykjavíkur kynna uppáhaldshljóðritanir sínar alla daga milli 18 og 19. Einnig verður boðið upp á ljósmyndasýn- ingu frá liðn- um hátíðum og jazzl íf- inu í landinu. Meðal þeirra s e m þ a r n a munu mæta með músíkina sína eru Sigurður Flosa- son, Haukur Gröndal, Óskar Guð- jónsson, Sören Dahl Jeppesen, Ife Tolention, Samúel Jón Samúelsson og fleiri. Fylgist með nánari upp- lýsingum á vef jazzhátíðar www. reykjavikjazz.is. Gullaldarsvíng á Grand og aðrar hamingjustundir Martin Roy Wade syngur ásamt Kristj- önu Stefánsdóttur og Sveiflusextett Hauks Gröndal á tónleikum á Grand hóteli. Sigurður Flosa- son kynnir ásamt fleirum uppá- haldshljóðritanir sínar í Uppsölum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.