Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 12. ágúst 2010 39 Idolstjarnan Fantasia Barrino, sem sigraði í keppninni árið 2004, hefur nú komið sér í frekar mikil vandræði. Söngkonan hefur átt í ástarsambandi við kvæntan mann, sem heitir Antwuan Cook, ásamt því að hafa búið til kyn- lífsmyndband með honum. Paula Cook, eiginkona mannsins, segir Fantasiu hjákonu eiginmannsins, í lögsókn sem hún lagði fram í þessari viku. Þar ásak- ar hún eiginmann sinn um framhjáhald og að hafa búið til kynlífsmyndband með söngkon- unni. „Eiginmaðurinn og ungfrú Barrino hafa skráð ólöglegt kynlíf sitt á myndband,“ stend- ur í skjölum málsins. Eiginkonan notar þetta til að mynda í baráttu sinni um forræði yfir börnum þeirra. Undir venjulegum kringumstæðum væri söngkonan ekki látin bera ábyrgð á þessum málum en þar sem þau búa í Norður-Karólínu líta málin öðruvísi út. Ríkið er nefnilega eitt af sjö ríkjum Bandaríkjana þar sem „hjóna- bandsdjöflar þurfa að hafa áhyggjur“. Í gögnum málsins kemur einnig fram að Idol-stjarnan hafi skilið eftir skilaboð til eiginkonunnar þar sem hún sagði: „Hann vill þig ekki. Þú verður kannski búin að læra hvernig á að halda í manninn sinn næst þegar þú giftir þig. Þetta er ástæðan fyrir því að hann er hér með mér.“ Söngkonan, sem hefur látið húðflúra Cook með skrautlegri skrift framan á öxl sína, gæti því lent í miklum vandræðum verði hún lög- sótt fyrir þetta atferli sitt og tapað nokkrum milljónum í framhaldi af því. Idol-stjarna í vandræðum FANTASIA Í VANDRÆÐUM Idol-söngkonan valdi sér svo sannarlega vitlaust ríki til að eiga í ástarsambandi við giftan mann. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 12. ágúst 2010 ➜ Tónleikar 21.00 Jazzklúbburinn Múlinn efnir til tónleika í Risinu, Tryggvagötu 20, í kvöld. Tónleikarnir verða tileinkaðir saxófónleikaranum Charlie Parker. Tón- leikarnir hefjast kl. 21.00. 1500 króna aðgangseyrir, 1000 krónur fyrir nema. 22.00 Hljómsveitirnar Nóra, Chili and the Whalekillers og Formaður Dagsbrúnar efna til tónleika á Sódómu Reykjavík í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og er aðgangseyrir 500 krónur. ➜ Fræðsla 16.00 Listasafn Reykjavíkur verður með kynningu á fræðslumöguleikum sem í boði eru fyrir skóla og almenning næsta vetur. Kynningin fer fram í fjöl- notasal Hafnarhússins frá 16.00-18.00. Aðgangur ókeypis. ➜ Upplestur 16.30 Gunnhildur Sigurjónsdóttir les úr bók sinni í Faðmi dagsins í dag, kl. 16.30, í tilefni af áttatíu ára afmæli Sól- heima. Upplesturinn verður í íþróttahúsi Sólheima. Allir velkomnir. ➜ Samkoma 20.00 Borgarbókasafn, Listasafn, Ljósmyndasafn og Minjasafn Reykja- víkur bjóða almenningi til kráarrölts um miðbæinn. Lagt verður af stað frá Grófarhúsi kl. 20.00. Aðgangseyrir er enginn. 22.00 Samstarfshópur um frið á Akureyri stendur fyrir kertafleytingu til að minnast fórnarlamba kjarnorkuár- ásanna á Japan í ágúst 1945. Athöfnin verður haldin við Minjasafnstjörnina kl. 22.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Leikaraparið Rachel Bilson og Hayden Christensen hafa slitið trúlofun sinni. Þau kynntust við tökur á myndinni Jumper árið 2007 og opinberuðu trúlofun sína strax árið eftir. Nú er því ævin- týri lokið en talið er að fjarbúðin hafi eyðilagt sambandið. Christ- ensen, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Star Wars-mynd- unum, er búsettur í Kanada en Bilson, sem komst á kortið eftir leik sinn í unglingasápunni OC, býr í Hollywood. Ekki lengur trúlofuð Á LAUSU Leikkonan Rachel Bilson með unnusta sínum fyrrverandi, leikaranum Hayden Christensen. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 51 05 9 08 /1 0 Hin árlega bæjarhátíð Ormsteiti á Fljótsdalshéraði hefst á morg- un og stendur yfir til 22. ágúst. Dagskráin er að vanda fjölbreytt og við það miðuð að sem flestir aldurshópar finni þar eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefst með hverfateiti á Egilsstöðum þar sem íbúar koma saman, blanda geði og grilla áður en skipulögð dag- skrá hefst með setningarathöfn á Vilhjálmsvelli, kl. 20 föstudags- kvöldið 13. ágúst. Í kjölfarið fylg- ir svo skipulögð dagskrá alla hátíðardagana og má þar nefna myndlistarsýningu, bíla- og hjóla- sýningu, golfmót, mynda- og bún- ingasamkeppni. Ormsteiti fyrir austan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.