Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 12. ágúst 2010 39
Idolstjarnan Fantasia Barrino, sem sigraði
í keppninni árið 2004, hefur nú komið sér í
frekar mikil vandræði. Söngkonan hefur átt í
ástarsambandi við kvæntan mann, sem heitir
Antwuan Cook, ásamt því að hafa búið til kyn-
lífsmyndband með honum.
Paula Cook, eiginkona mannsins, segir
Fantasiu hjákonu eiginmannsins, í lögsókn
sem hún lagði fram í þessari viku. Þar ásak-
ar hún eiginmann sinn um framhjáhald og að
hafa búið til kynlífsmyndband með söngkon-
unni. „Eiginmaðurinn og ungfrú Barrino hafa
skráð ólöglegt kynlíf sitt á myndband,“ stend-
ur í skjölum málsins. Eiginkonan notar þetta
til að mynda í baráttu sinni um forræði yfir
börnum þeirra.
Undir venjulegum kringumstæðum væri
söngkonan ekki látin bera ábyrgð á þessum
málum en þar sem þau búa í Norður-Karólínu
líta málin öðruvísi út. Ríkið er nefnilega eitt
af sjö ríkjum Bandaríkjana þar sem „hjóna-
bandsdjöflar þurfa að hafa áhyggjur“.
Í gögnum málsins kemur einnig fram að
Idol-stjarnan hafi skilið eftir skilaboð til
eiginkonunnar þar sem hún sagði: „Hann
vill þig ekki. Þú verður kannski búin að læra
hvernig á að halda í manninn sinn næst þegar
þú giftir þig. Þetta er ástæðan fyrir því að
hann er hér með mér.“
Söngkonan, sem hefur látið húðflúra Cook
með skrautlegri skrift framan á öxl sína, gæti
því lent í miklum vandræðum verði hún lög-
sótt fyrir þetta atferli sitt og tapað nokkrum
milljónum í framhaldi af því.
Idol-stjarna í vandræðum
FANTASIA Í VANDRÆÐUM Idol-söngkonan valdi sér svo
sannarlega vitlaust ríki til að eiga í ástarsambandi við
giftan mann.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 12. ágúst 2010
➜ Tónleikar
21.00 Jazzklúbburinn Múlinn efnir
til tónleika í Risinu, Tryggvagötu 20,
í kvöld. Tónleikarnir verða tileinkaðir
saxófónleikaranum Charlie Parker. Tón-
leikarnir hefjast kl. 21.00. 1500 króna
aðgangseyrir, 1000 krónur fyrir nema.
22.00 Hljómsveitirnar Nóra, Chili
and the Whalekillers og Formaður
Dagsbrúnar efna til tónleika á Sódómu
Reykjavík í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl.
22.00 og er aðgangseyrir 500 krónur.
➜ Fræðsla
16.00 Listasafn Reykjavíkur verður
með kynningu á fræðslumöguleikum
sem í boði eru fyrir skóla og almenning
næsta vetur. Kynningin fer fram í fjöl-
notasal Hafnarhússins frá 16.00-18.00.
Aðgangur ókeypis.
➜ Upplestur
16.30 Gunnhildur Sigurjónsdóttir les
úr bók sinni í Faðmi dagsins í dag, kl.
16.30, í tilefni af áttatíu ára afmæli Sól-
heima. Upplesturinn verður í íþróttahúsi
Sólheima. Allir velkomnir.
➜ Samkoma
20.00 Borgarbókasafn, Listasafn,
Ljósmyndasafn og Minjasafn Reykja-
víkur bjóða almenningi til kráarrölts
um miðbæinn. Lagt verður af stað frá
Grófarhúsi kl. 20.00. Aðgangseyrir er
enginn.
22.00 Samstarfshópur um frið á
Akureyri stendur fyrir kertafleytingu til
að minnast fórnarlamba kjarnorkuár-
ásanna á Japan í ágúst 1945. Athöfnin
verður haldin við Minjasafnstjörnina
kl. 22.00.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Leikaraparið Rachel Bilson og
Hayden Christensen hafa slitið
trúlofun sinni. Þau kynntust við
tökur á myndinni Jumper árið
2007 og opinberuðu trúlofun sína
strax árið eftir. Nú er því ævin-
týri lokið en talið er að fjarbúðin
hafi eyðilagt sambandið. Christ-
ensen, sem er hvað þekktastur
fyrir leik sinn í Star Wars-mynd-
unum, er búsettur í Kanada en
Bilson, sem komst á kortið eftir
leik sinn í unglingasápunni OC,
býr í Hollywood.
Ekki lengur
trúlofuð
Á LAUSU Leikkonan Rachel Bilson með
unnusta sínum fyrrverandi, leikaranum
Hayden Christensen.
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
51
05
9
08
/1
0
Hin árlega bæjarhátíð Ormsteiti
á Fljótsdalshéraði hefst á morg-
un og stendur yfir til 22. ágúst.
Dagskráin er að vanda fjölbreytt
og við það miðuð að sem flestir
aldurshópar finni þar eitthvað
við sitt hæfi. Hátíðin hefst með
hverfateiti á Egilsstöðum þar sem
íbúar koma saman, blanda geði
og grilla áður en skipulögð dag-
skrá hefst með setningarathöfn á
Vilhjálmsvelli, kl. 20 föstudags-
kvöldið 13. ágúst. Í kjölfarið fylg-
ir svo skipulögð dagskrá alla
hátíðardagana og má þar nefna
myndlistarsýningu, bíla- og hjóla-
sýningu, golfmót, mynda- og bún-
ingasamkeppni.
Ormsteiti
fyrir austan