Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 35
 Jazz í 15 daga! Vi ÊvinnumÊ’Êhlj— Django Bates spilar með tríói sínu í Norræna húsinu á Jazz- hátíð Reykjavíkur og verður einnig með einleikstónleika í Þjóðmenningarhúsinu. Fyrirsögnin hér að ofan er bein til- vitnun úr viðtali við breska pían- istann Django Bates í tímaritinu Jazzwise fyrr á þessu ári. Þessi skemmtilegi, og sumir segja stór- undarlegi, listamaður hefur ekki farið troðnar slóðir í list sinni og lætur sér fátt óviðkomandi þegar kemur að efnisvali og úrvinnslu. Hann er alinn upp í fjölskyldu ákafra tónlistaráhugamanna og vandist því snemma að engin tón- list væri annari æðri. Honum veit- ist því auðvelt að sjá skóginn fyrir trjánum hvað tónlistina varðaði og meðal þeirra sem hann hefur unnið náið með eru menn á borð við spunameistarann Evan Parker, tónsmiðinn Gavin Bryars, ameríska saxófónleikarann og súpertónskáld- ið John Zorn og víólu- og gítarleik- arann Jonny Greenwood úr Radio- head. Svona blanda listamanna er Django Bates eðlileg og hefur verið allt frá því að hann starfaði í hljóm- sveitinni Loose Tubes á níunda ára- tug síðustu aldar. Það kom nokkuð á óvart þegar Django Bates tók tónlist saxófón- leikarans Charlie „Bird“ Parker til handargagns. Plötur hans fram að því höfðu ekki gefið fyrirheit um að slíkt væri á döfinni. „Þetta er það fyrsta sem ég geri þar sem hryggj- arstykkið er óumdeilanlega jazz. Líklega er allt hitt sem ég hef gert flokkað undir annað,“ sagði Bates um plötu sína með Beloved Bird tríóinu sem kom út nýverið. Og gagnrýnendur eru á einu máli um að vel hafi tekist: MIKE FLYNNTIME OUT Hin mannblendna og lífsglaða tónlistarsýn Django Bates virðist ekki vera í takt við hina frekar jarðbundnu bresku senu. Jafnvel útjösk- uðustu lög hins goðsagnakennda Charlies Parker öðlast nýtt líf þegar Bates (með nákvæmni skurðlæknisins) bútar þau í sund- ur og togar þau og teygir ásamt tríói sínu. Og allt virðist vera spunnið á staðnum. JOHN FORDHAMTHE GUARDIAN Vortex-klúbburinn var pakkaður. Návígið við þetta magnaða tríó gerði hinar hrynhöfugu útsetn- ingar enn magnaðri en ella. Bates situr uppi með eitt af mögnuð- ustu píanótríóum jazzins. Enda- laus leit hans að nýjum upplifun- um gæti gert það að tímabundnu fyrirbæri. MIKE HOBARTFINANCIAL TIMES Yfrburðatækni Django Bates hefur jafnan hald- ið í við hugmyndaflug hans. Honum hefur tekist að forðast gildrurnar sem felast í því að höndla tónlist Parkers eins og heilagan texta. Bates hikar ekki við að setja eigið mark á músíkina með því að endurraða henni með breyttum takttegundum og óvænt- um áherslum. Django Bates spilar með Belov- ed Bird tríói sínu í Norræna Hús- inu 19. ágúst. Hann mun líka leika einleikstónleika í Þjóðmenningar- húsinu þann 18. ágúst, en þá kall- ar hann Autumn Fires and Green Shoots. „Mér líkar vel við jazz. Hann fær mig til að hlæja“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.