Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 22
22 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR FJÖREGG Kl. 13.00 Gilligill og Diskóeyja Kl. 14.00 Jazzhátíð Reykjavíkur Memfismafían leikur fyrir börnin ásamt gestum Memfismafían stígur á stokk og leikur valin lög eftir Baggalútinn Braga Valdimar Skúlason – af hljómplötunni Gilligill, ásamt efni af væntanlegri barnaplötu, sem nefnist Diskóeyja. Með í för verða Magga Stína, Sigtryggur Baldursson, Sigurður Guðmundsson – að ógleymdum sjálfum Prófessornum. Samnorrænt stuð og sjóðheitt diskó fyrir alla fjölskylduna. Óskar Guðjóns og Matthías Hemstock ásamt fleiri jazzgeggjurum, kynna spennandi tilraun fyrir alla fjölskylduna. Spilaðu á hljóðfæri á nýjan og spennandi máta. Ekki er verra að þekkja söngvana úr Kardimommubænum. Tilraunalandið og Gróðurkaffihúsið opið Ókeypis aðgangur Velkomin í Norræna húsið Norræna húsið | Sturlugötu 5 | 101 Reykjavík | Sími 551 7030 | www.nordice.is sunnudaginn 15. ágúst Fjölskyldutónleikar í Norræna húsinu Á undanförnum tveimur ára-tugum hef ég átt þess kost að koma að málefnastarfi á vegum Evrópusambandsins sem stjórn- málamaður og forsvarsmaður í verkalýðshreyfingunni og hef ég reynt að láta til mín taka í slíkri vinnu eins og ég frekast hef orkað. Marga góða samstarfsfélaga – og skoðanasystkin – hef ég eign- ast í gegnum tíðina á þessum vett- vangi. Innan Evrópusambandsins eru að sjálfsögðu, eins og í öllu mannlegu samfélagi, mismun- andi stefnur og straumar. Ofan á hafa orðið í seinni tíð sjónarmið markaðshyggju og hefur almanna- þjónustan, svo og samningsréttar- kerfi verkalýðshreyfingarinnar, átt nokkuð í vök að verjast fyrir ásókn þessara afla. Í þessu sam- bandi má nefna, sem nýlegt dæmi, þjónustutilskipun ESB sem sam- þykkt var í lok árs 2006. Tilskip- unin var afgreidd frá Alþingi með fyrirvara. Þann fyrirvara hefði ekki verið hægt að setja ef við hefðum verið innan ESB. Eftir að lyktir höfðu náðst á Evrópu- þinginu um þjónustutilskipunina minnist ég þess að báðar fylking- ar, þau sem vildu markaðsvæða samfélagsþjónustuna og hin sem voru því andvígir, hrósuðu sigri. Ástæðan var sú að allir sáu fram á að túlkun á tilskipuninni færi fram í dómsölum og þóttust báðir aðilar hafa fundið í lokasamþykkt- inni syllu til að standa á í fyrir- sjáanlegri viðureign fyrir dóm- stólum. Markaður og dómsvald Þetta tvennt virðist mér vera að gerast á vettvangi ESB: Aukin framsókn markaðsaflanna inn í lendur sem áður voru alfarið á vegum ríkis og sveitarfélaga og síðan hitt að dómstólar eru sífellt að verða meira stefnumótandi í málum sem eru í eðli sínu pólitísk, eða m.ö.o. lýðræðisleg úrlausnar- efni, og snúa að skipulagi samfé- lagsins. Þetta vekur spurningar um hvort og hve lengi fyrirvar- ar sem kann að verða samið um halda gagnvart jafnræðisreglum sem dómstólar horfa jafnan til. Þegar jafnræðið snýr að mark- aðnum hafa félagslegir þættir oftar en ekki þurft að víkja fyrir kröfu um hömulaus markaðsvið- skipti. Í þriðja lagi vil ég nefna harða og óbilgjarna afstöðu gagnvart öðrum viðskiptablokkum og ein- stökum ríkjum. Þetta þekkja þriðjaheimsríkin mæta vel og má í því sambandi nefna deilur um tolla á landbúnaðarvörum. Í GATS-viðræðunum á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hefur ESB einnig beitt sér gagn- vart þriðja heiminum með kröf- um á hendur þeim um markaðs- væðingu á grunnþjónustu. Þarna hefur ESB komið fram sem ein heild og fylgt mjög harðri eigin- hagsmuna pólitík sem í einhverju samhengi hefði verið kölluð ein- angrunarhyggja. Í þessum anda þótti mér vera grein forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, Hermans Van Rompuy, sem birtist í Morg- unblaðinu 7. maí síðastliðinn. Forréttindi að verja! Setti hann þar fram gamalkunna kenningu um evrópskt stórríki sem kæmi til með að heyja harð- vítuga baráttu í samkeppni við önnur viðskiptaveldi í heimin- um. Hann sagði að Evrópumenn ættu „arfleifð“ og „forréttindi“ að verja: „Við erum mesta við- skiptaveldi heims. Þetta er árang- ur sem vert er að vera stoltur af. Hann sýnir einstaka getu okkar til að þróast og tryggja um leið arf- leifð okkar. Við höfum enn getuna til þess. Í breytilegum heimi eru hins vegar önnur svæði tilbúin að gera betur en við efnahagslega. Störf okkar og áhrif eru í húfi.“ Sem andstæðingur inngöngu Íslands í ESB er ég orðinn vanur því að vera borið á brýn einangr- unarhyggja og þjóðremba eins og það er kallað. Ég sagði í grein í Morgunblaðinu 5. ágúst þar sem ég fjallaði um þessa grein for- seta framkvæmdastjórnar ESB að slíkum aðdróttunum hlyti að linna á meðan boðskapur af þessu tagi væri borinn á borð í Brussel. Ég vísaði til nýlendutímans, yfir- gangs Evrópuríkja fyrr á tíð og krafna um áhrif og athafnarými nú. Lífsrými var hugtak sem ég notaði nánast í framhjáhlaupi um stórveldafrekju nýlendutímans en það er hugtak sem nasistum var tamt að nota á fjórða áratug síð- ustu aldar um landakröfur aust- ur á bóginn. Og þar sem ég nefndi einnig aðra kunna vísan frá þessu tímaskeiði, um evrópska stórríkis- hugsun hlaut ég að vera að halda því fram að samasemmerki væri á milli Evrópusambandsins og nas- isma, væntanlega með útrýming- arherferðum, ofsóknum, gasofn- um og kynþáttahyggju! Gegn betri vitund Auðvitað vakti ekkert slíkt fyrir mér og mig grunar að enginn trúi því raunverulega. En þarna var tækifæri til að afvegaleiða umræð- una, nokkuð sem ótrúlegustu menn hafa reynt að gera. Baldur Þór- hallsson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands, stað- hæfir þannig í Fréttablaðinu í gær að ég hafi sagt Evrópusambandið byggja á hugmyndafræði Hitlers! Baldur segir sig hafa sett hljóðan við þessi tíðindi. Ég skal játa að sama henti mig þegar ég hugsaði til þess að prófessor við Háskóla Íslands skyldi leggjast eins lágt og hann gerði. Guðmundur Andri Thorsson lét ekki sitt eftir liggja grein sem hann reit í Fréttbalið í byrjun vik- unnar. Hún heitir Ísland úr EFTA! Kjörin burt! og á fyrirsögnin á að vísa til mín og sjónarmiða minna. Látum vera þótt Guðmundur Andri fari rangt með og skrum- skæli málflutning minn. Ég á að vera „sjálfskipaður vinstrimað- ur“ sem aldrei minnist á „lífskjör almennings í umræðu um Evrópu- mál“. Staðreyndin er sú að ég hef aldrei sagst vilja ganga úr EFTA, aðeins lýst vaxandi efasemdum um ágæti EES-samningsins og sagði ég nýlega í grein hér í blaðinu að ég hefði fremur kosið tvíhliða samning við ESB, eins og EFTA- ríkið Sviss gerði. Það er hins vegar rétt hjá Guðmundi Andra að ég er sjálfskipaður vinstri-maður enda í eigin valdi sem betur fer hvaða skoðanir ég hef. Við erum frjáls til skoðana vona ég. Um Evrópu- sambandið hef ég nánast aldrei rætt nema í tengslum við lýðræði og lífskjör og vísa ég orðum Guð- mundar Andra á bug um þau efni. Að bera fé á fólk Í grein minni í Morgunblað- inu tefldi ég fram valkosti við stórveldishugsun Hermans Van Rompuy og spurði hvort væri „vænlegra fyrir okkur – sem erum þrjú hundruð þúsund tals- ins – að taka þátt í alþjóðasam- starfi sem neytendur á evrópsk- um stórmarkaði með takmörkuð lýðræðisleg áhrif, eða efla okkur sem fullvalda ríki sem á í sam- skiptum við önnur ríki með beinni aðkomu að samningum um öll okkar mikilvægustu mál – þar á meðal ráðstöfun sjávarauðlind- arinnar, okkar dýrmætasta fjár- sjóðs?“ Ég spurði hvers vegna við ættum við „að fórna þessari úrvalsstöðu?“ Þá varaði ég við því að Íslend- ingar létu glepjast af gjafastyrkj- um sem boðaðir væru í tengslum við „aðlögunarferli“ Íslands að ESB. Hef ég áður lýst skoðunum mínum á því að ESB skuli ætla að bera á okkur fé með þessum hætti en nákvæmlega þeim augum lít ég þessar styrkveitingar. Viðræðuferli að snúast upp í aðlögun? Ég er einn þeirra sem greiddi atkvæði með aðildarumsókn Íslands að ESB. Ástæðan var sú að vísbendingar hafa komið fram um að stór hluti þjóðarinnar vildi láta á þetta reyna og síðan færi fram atkvæðagreiðsla um niður- stöðuna. Þetta gerði ég í anda lýð- ræðisins. Það breytir því ekki að ég tel hag Íslands betur borgið utan ESB en innan, er mjög gagnrýn- inn á stefnu bandalagsins og mis- líkar hvernig viðræðuferlið er að snúast upp í aðlögunarferli. Í tilefni skrifa rithöfundar og prófessors Evrópumál Ögmundur Jónasson Alþingismaður AF NETINU Hættan er heimatilbúin Líklegt er líka að erlendri fjárfest- ingu fylgdu kröfur um fulla alvöru í rekstri sjávarútvegsfyrirtækjanna í stað ævintýramennsku og fjáraust- urs út úr greininni sem allir þekkja fyrr, einkum þó íbúar í þeim byggðum sem háðastar eru glímunni við Ægi. Eina ástæðan – en hún er líka veigamikil – til að óttast erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi einsog málum er nú háttað er auðvitað sú að með fjárfestingu í útgerðarfyrirtækjun- um „eignast“ útlendingar kvóta, og þar með hlut í sjálfri auðlindinni. Af því við höfum ekki haft vit (sum okkar) – eða kjark (önnur okkar) – eða vilja (þau okkar sem hafa hagsmuni af óbreyttu ástandi) – til að taka til í eigin ranni og leggja af gjafakvótakerfið vonda og spillta. Reyndar eiga útlendingar þegar slíkan kvóta – annarsvegar í krafti laganna frá 1991, sem heimila þeim 49,9% eign í sjávarútvegs- fyrirtækjum, og hinsvegar eiga erlendir bankar veð í fyrirtækj- unum, skipum þeirra og kvótum, sem þeir geta kallað eftir hvenær sem er. Þessvegna er óbreytt ástand ómögulegt. Mönnunum munar – annaðhvort aftur á bak, þá þannig að við bönnum sjávar- útvegsfyrirtækjum bæði að selja útlendingum hlut og að taka lán gegn veði í kvóta eða verðmætum sem tengjast honum – ellegar nokkuð á leið: Íslensk þjóðareign auðlindarinnar en óheft svigrúm handa fyrirtækjunum sem borga okkur fyrir nýtingarréttinn. Hættan við erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi er heimatilbúin. Sem betur fer er það líka á okkar valdi að losa okkur og börnin okkar undan þeirri hættu. blog.eyjan.is/mordur Mörður Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.