Fréttablaðið - 14.08.2010, Side 18

Fréttablaðið - 14.08.2010, Side 18
18 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Að undanförnu hafa verkföll slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna verið nokkuð í umræð- unni. Sökum rangfærslna aðila í launanefnd sveitarfélaga hafa launatölur slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna verið stórlega mis- skildar. Sá sem þetta skrifar hefur verið starfandi í faginu í sjö ár. Ég hóf starf á Keflavíkurflugvelli, á meðan Bandaríkjaher var við stjórnvölinn. Þar gekk ég í gegnum grunnþjálfun í fræðum og sinnti venjubundnum störfum slökkvi- liðsmanna en þó á ameríska vísu. Árið 2005 þreytti ég inntökupróf hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins. Grunnkröfur eru: iðnmenntun eða sambærileg menntun, meira- próf og gott líkamlegt ástand. Inn- tökuprófin sjálf taka um 6 vikur, þar sem þreyttar eru ýmsar þraut- ir sem skera úr um hver er hæfur og hver ekki. Eftir ráðningu situr maður grunnnám í sjúkraflutn- ingum sem gerir mann að sjúkra- flutningamanni (EMT-B), fornám slökkviliðsmanns sem gerir manni kleift að stunda reykköfun með reyndum manni og sinna almenn- um störfum á neyðarvettvangi. Þá tekur við vaktavinna þar sem maður kynnist starfinu betur og ef vel gengur stendur manni til boða fastráðning að 6 mánuðum liðn- um. Að tæpum þremur árum liðn- um sest maður aftur á skólabekk og nemur fræði sem gera mann að neyðarflutningamanni (EMT-I) og nám atvinnuslökkviliðsmanns, þar sem lærð eru fræði sem und- irbúa mann fyrir störf á eldvett- vangi sem 1. reykkafari, viðbrögð við eiturefnaslysum og efnaköfun, viðbrögð við flugslysum, meng- unarslysi í höfnum, björgun fast- klemmdra úr bílflökum sem og grunntækni í fjallabjörgun. Að þessu loknu tekur svo við vakta- vinna aftur auk reglubundinnar sí- og endurmenntunar. Þrekinu má ekki hraka milli ára svo að sífelld líkamsrækt bæði á og milli vakta er nauðsynleg. Miklar nýjungar eru innleiddar í sjúkraflutningum á hverju ári sem manni ber að kynna sér, sem og að fylgjast með nýjustu stefnum og straumum í utanspítala- þjónustu. Ekki má gleyma að halda við þekkingu á þeim fræðum sem manni eru kennd í náminu. Þvælukenndar launatölur frá LN Nú að sjö árum liðnum þigg ég sem atvinnuslökkviliðsmaður og neyðarflutningamaður, 209 þús- und krónur í grunnlaun. Vakta- álag þiggur allt vaktavinnufólk og áhættuálag fáum við greitt fyrir að stunda reykköfun og mæta lík- amlegum kröfum til þeirra starfa. Svo detta inn aukavaktir endrum og sinnum. Heildarlaun mín fyrir skatta og skyldur eru því oftast á bilinu 340-360 þúsund krónur á mánuði. Í vasann fæ ég því 230- 250 þúsund krónur á mánuði. Full- yrðingar launanefndar sveitarfé- laga um laun mín og félaga minna eru því þvælukenndar. Þess ber að geta að boðtæki sem slökkviliðið leggur mér til, gerir það að verkum að ég get verið kall- aður út hvenær sólarhrings sem er, allan ársins hring. Svo er ég viss um að mínir nánustu geta vottað að þessi vinna á meira í mér en vaktaskyldan segir til um. Sanngjarnar kröfur Mér þykir ekki ósanngjarnt að fara fram á hækkun á þessum launum. Ég hef menntað mig og þjálfað til að sinna hættulegu og erfiðu starfi sem oft fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag. Betra starf get ég ekki hugsað mér. Ég lifi og hrærist í því alla daga en ég vil geta náð endum vel saman. Sá tími er liðinn að menn gátu unnið við önnur störf milli vakta. Krafan er að geta verið eingöngu slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamaður. Ég hef menntað mig og þjálfað til að sinna hættulegu og erfiðu starfi sem oft fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag. Betra starf get ég ekki hugsað mér. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Almennur slökkviliðsmaður - Hvað þýðir það? Kjaramál Sverrir Árnason slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður Ég vil óska heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingum Íslands innilega til hamingju með ein- stæðan og jafnframt undraverð- an árangur í sparnaði. Tilefnið er glæsilegur afgangur af fjárlög- um til tannlækninga upp á litlar 300 milljónir króna fyrir rekstr- arárið 2009. Samanlagt skiluðu átta ár þar á undan þokkalegum afgangi upp á tæpan hálfan millj- arð af fjárveitingum Alþingis til tannlækninga. Og nú hefur tekist að ná enn nýjum og undraverðum árangri upp á 300 milljónir króna sem hækkar afgang síðastliðinna ára í heilar 800 milljónir króna. Svona glæsilegur árangur næst aðeins með áræðni, ósérhlífnum aðgerðum og þrotlausri vinnu. Höfum við sem stöndum á hliðar- línunni annað slagið fengið að sjá í fjölmiðlum hversu frábærlega að verki er staðið þegar almúginn reynir að sækja í þessar fjárveit- ingar Alþingis, en hvergi er gefið eftir. Hefur náðst að halda eftir nálægt tuttugu prósentum af fjár- lögum ársins 2009 til tannlækn- inga. Sérstaklega þykir mér undravert hvernig hægt er að halda eftir fjár- munum sem Alþingismenn hafa ákveðið að veita til tannlækninga án þess að þeir hinir sömu láti sig nokkru varða. Lofsvert er hvern- ig almúginn er svikinn um þessar fjárveitingar eftir að kjörnir full- trúar hafa ákveðið að þessum fjár- munum skuli veitt í þennan mála- flokk. Samkvæmt rannsóknum hafa íslensk börn tvöfalt fleiri skemmd- ir en börn í nágrannalöndum. Ef til dæmis skemmd er löguð fyrir 15.000 krónur hefði mátt nota þess- ar 800 milljónir til að laga tæpar 55.000 tennur! Ég legg til að heiðra eigi þá starfsmenn sem skila þvílíkum árangri í starfi og þeir hækkaðir í tign. Fjárveiting vannýtt á glæsilegan hátt Ég átta mig ekki á því hvers vegna hagsmunir launamanna hafa ekki náð flugi í umræðunni um aðild að ESB. Stöðugleiki skipt- ir launamenn miklu, það veldur því að hann glatar ekki þeim kaup- mætti sem hann hefur náð í kjara- baráttunni. Nokkrir helstu and- stæðingar inngöngu hafa haldið því fram að krónan sé til hagsbóta sakir þess að „þá sé hægt blóðsút- hellingalaust að leiðrétta of góða kjarasamninga launamanna“ svo ég noti þeirra eigin orð. Þetta upplifa íslenskir launa- menn reglulega þegar stjórnvöld hafa ítrekað með einu pennastriki eyðilagt árangur mikillar og lang- vinnrar kjarabaráttu og svo ein- kennilegt sem það nú er að síðan er veist að stéttarfélögunum vegna slakra launakjara. Nú stendur enn eina ferðina yfir gríðarleg eigna- tilfærsla og reikningurinn er send- ur launamönnum. Staða krónunnar er allt of lág. Með því að halda krónunni svona lágri er verið að skapa nýjan heimatilbúinn og gríðarlegan vanda, í formi aukinna skulda upp á þúsundir milljarða. Það veld- ur mikilli eignarýrnun, greiðslu- þroti og gjaldþrotum. Ávinningur- inn kemur þá í hlut fárra útvalda (skuldlausra). Því er haldið að okkur að sveigjanleikinn er dýru verði keyptur og það er íslensk- ur almenningur sem borgar þann brúsa, t.d. með því að borga þegar upp er staðið 4 - 5 sinnum meira en t.d. Danir og Svíar fyrir þakið sem hann byggir yfir sig og sína. Sveigjanleikinn kostar okkur himinháa vexti. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamun- ur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krónunnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upphafi. Við erum að borga 3 - 4 sinnum meira fyrir þakið sem við kaupum yfir fjölskylduna, það er vegna þess að við erum með krónuna. Þessi vandi er miklu mun stærri og alvarlegri en sá ávinn- ingur, sem kemur fram á rekstr- arhlið fárra fyrirtækja. Geng- isfallið skapar miklu mun meiri vanda fyrir venjuleg fyrirtæki á efnahagshliðinni - þar sem aukn- ing erl. skulda þurrkar út allt eigin fé og setur viðkomandi einingu í greiðslu stopp eða mikinn vanda. Gengisfallið er því ekki að hjálpa neinum, nema kannski skuldlaus- um aðilum í útflutningi. Á meðan allir aðrir tapa og yfir standa stórkostlegustu eignatilfærsl- ur Íslandssögunar. Hér er um að kenna kerfishruni krónunnar og allri umgjörð hennar. Endurreisn á gengi verður því viðkomið með hefðbundnum aðferðum, þær eru ekki lengur fyrir hendi á Íslandi. Þessu veldur breytt í umgjörð krónunnar; hrunið bankakerfi, traust á fjármálamörkuðum, láns- hæfnismat Íslands með lokuðum aðgang að erl. bankakerfi og getu- leysi Seðlabankans okkar sem lán- veitanda til þrautavara. Kerfisáhætta krónunnar jókst við fall bankanna. Samningar við ESB og aðstoð Seðlabanka Evrópu er okkur lífnauðsyn með fastgengi þar til evra verður tekin upp eins fljótt og mögulegt er - í samstafi við Seðlabanka Evrópu - byggt á langtíma jafnvægisgegni (gengis- vísitölu 135 -140). Krónan hækkar fjármagnskostn- að íslenskra fyrirtækja um 5% að staðaldri. Er það að geta fellt geng- ið í niðursveiflu nægilega mikils virði til þess að hann réttlæti það að íslenskt atvinnulíf þurfi að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í öðrum löndum ár eftir ár? Margir kvarta sáran yfir okurvöxtum og vísitöluteng- ingu lána á Íslandi. Sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Í rauninni er eini raunhæfi mögu- leikinn til þess að losna við okur- vexti og vísitölutengingu lána að við köstum krónunni. Blóðsúthellingalaus leiðrétting Efnahagsmál Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðar- sambands Íslands Heilbrigðismál Sigurður Benediktsson formaður Tannlækna- félags Íslands
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.