Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2010, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 14.08.2010, Qupperneq 36
36 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Herramenn og ungfrúr Íslands Bækurnar um Herramennina og ungfrúrnar sem síðar bættust við, eftir Roger Hargreaves, hafa komið út hér á landi í slétt þrjátíu ár og notið mik- illa vinsælda. Í tilefni tímamótanna fékk Kjartan Guðmundsson nokkra val- inkunna andans álitsgjafa til að segja til um hvaða Íslendingar gætu mögu- lega séð sjálfa sig í Herra Subba, Ungfrú Ráðríkri og fleiri félögum þeirra. ÁLITSGJAFAR FRÉTTABLAÐSINS JÓHANN ALFREÐ KRISTINSSON GRÍNISTI FREYR EYJÓLFSSON FJÖLMIÐLAMAÐUR HILDUR LILLIENDAHL SKÁLD UNGFRÚ STRÍÐIN H: „Ellý Ármanns. Dundar sér við að skrifa fyrirsagnir sem sjá Barnalandi fyrir umræðuefni dögum saman, hallar sér svo afturábak í stólnum og horfir á landann froðufella af bræði meðan heimsóknateljarinn á síðunni bræðir úr sér undan álaginu.“ F: „Íslenska krónan. Hefur strítt Íslendingum meira en góðu hófi gegnir.“ J: „Það er þá helst Björk Guðmundsdóttir. Hún er alltaf eitt- hvað að flippa og að stríða auðvaldinu og svona. Svo purrar hún örugglega á magann á Matthew áður en þau fara að sofa.“ HERRA SUBBI H: „Sveinn Andri Sveinsson. Tekur að sér subbulegustu málin.” F: „Íslenski útrásarvíkingurinn. Búinn að sverta orðspor Íslend- inga um aldur og ævi.“ J: „Hrafn Gunnlaugsson er Herra Subbi. Hann er kannski ekki á sama máli en borgaryfirvöld voru það og Herra Subbi var látinn taka til eftir sig á eigin kostnað.“ HERRA SÆLL H: „Maggi mix. Ekkert kemur þessum dreng úr jafnvægi. Hann er lukkudýr heillar kynslóðar og er fullfær um að leiða hjá sér gagnrýnisraddir – nú, eða svara þeim með léttu tónlistaratriði.“ F: „Jón Gnarr. Alltaf svo glaður og ætlar að gera alla aðra glaða í kringum sig.“ J: „Friðrik Weisshappel er eitthvað svo einstaklega vel haldinn og flottur úti í Kaupmannahöfn. Hann veit líka að sælla er að gefa en að þiggja.“ UNGFRÚ RÁÐRÍK H: „Agnes Bragadóttir. Ráðrík er vægt til orða tekið. Það er auðvelt að ímynda sér hissífittin heima hjá Agnesi þegar hún fær ekki það sem hún vill.“ F: „Björk Guðmundsdóttir. Sendir stjórn- völdum og viðskiptajöfrum tóninn í Magma-málinu.“ J: „Það er sama hvað ég velti þessu fyrir mér, alltaf kemur Álfheiður Ingadóttir upp í hugann. Hún er svona ráðríki í ríkinu. Spyrjið bara Steingrím Ara.“ HERRA ÖNUGUR H: „Eiður Svanberg Guðnason. Það er eins og hann sé að reyna að ávinna sér hatur. Aldrei hefur nokkur maður verið jafnönugur og jafn viljugur til að sýna það á sama tíma.” F: „Davíð Oddsson. Virðist sérlega önugur í skrifum sínum og hegðun.“ J: „Þjóðfélags- og veitingarýnirinn Jónas Kristjánsson er skuldlaust önugastur allra Íslendinga. Bloggfærslan „Er nema von að ég sé kallaður einmana, gamall og geðstirð- ur?“ segir allt sem segja þarf.“ HERRA RUGLI H: „Árni Páll Árnason er augljóslega Herra Rugli, enda ruglar hann fram og til baka. Og svo er hann súkkulaðibrúnn eins og herra Rugli.“ F: „Íslenski þingmaðurinn.“ J: „Hér er um auðugan garð að gresja og í raun nýr Herra Rugli í hverri viku en nýlegast var það auðvitað Runólfur sem var í ruglinu. Engin fyrirgreiðsla sem máli skiptir svo sem, kannski hálfur milljarður. Einmitt!“ UNGFRÚ STJARNA H: „Haffi Haff er svo mikil stjarna að eitt tungumál dugar honum ekki til að mynda setningu. Þar fyrir utan eru ekki allir nógu frægir til að geta haldið þrenna útgáfutónleika á sama staðnum sama daginn.“ F: „Ásdís Rán. Sún eina sem gæti titlað sig sem stjarna í símaskránni.“ J: „Halló! Ásdís Rán Gunnarsdóttir á stjörnunni í Playboy. MYNDIR!“ UNGFRÚ HEPPIN H: „Ragnheiður Elín Clausen. Þetta eru öfugmæli. Hún er ýmist rekin eða hrakin af öllum stöðum sem hún reynir að koma sér inn í. Verður fyrir einelti í keramikdeild LHÍ, hrökklast svo milli skóla og vinnustaða næstu tíu árin og er að lokum rekin tíu sinnum af Facebook. Geri aðrir betur.“ F: „Kúlulánadrottningin. Milljarðamæringar sem fá skuldir afskrifaðar og eignast fyrirtækin sín aftur.“ J: „Ungfrú Heppin er skattadrottning Íslands og heitir Guð- björg Matthíasdóttir. Guðbjörg seldi auðvitað 1,7 prósent í Glitni korteri fyrir þjóðnýtingu fyrir fleiri milljarða. Hún er ein- hvers konar frummynd heppninnar þessi kona. Hvernig væri ef landsliðið í fótbolta fengi smá lánað af þessari heppni!“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.