Fréttablaðið - 14.08.2010, Side 38

Fréttablaðið - 14.08.2010, Side 38
2 matur A Aðal-réttur M Með- læti Hvunn- dags Græn- metiKökur GRÆNMETISMARKAÐURINN MOSSKÓGUM ÞÖGUL BARÁTTA Marta María Friðriksdóttir skrifar SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Ragnheiður Guðmundsdóttir Pennar: Vera Einarsdóttir Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Marta María Friðriksdóttir Gunnþóra Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Kartöflur kalla fram margar minningar. Fyrstu minningarnar um kartöflur eru úr sveitinni þegar verið var að taka þær upp á haustin, allaf í hráslagaveðri og rigningu. Við systurnar litl- ar að skottast í kringum þau sem eldri voru þar til við vorum gripn- ar og okkur kennt allt um stóru og ljótu „mömmukartöfluna“. Kald- ir fingurnir fengu að koma við ófrýnilega „mömmuna” og hún var skoðuð í krók og kring. Svo var haldið inn í hitann þar sem nýupp- teknar, soðnar kartöflurnar voru borðaðar með bestu lyst. Tilhugs- unin um krump aða „mömmuna“ fylgir mér þó alltaf þegar ég borða kartöflur. Við kartaflan höfum lengi háð þögla baráttu. Matardiskurinn minn lítur oft nokkuð tómlega út. Ég hef nefnilega vanið mig á það að borða mat í skömmt- um, fyrst aðalréttinn og svo meðlætið ef eitthvert pláss er eftir. Svo ég skjóti því inn í þá hent- aði þetta form neyslu mér afskaplega vel þegar ég bjó í Frakklandi sum- arlangt. Frakkarnir sem ég bjó hjá borðuðu einmitt aðalréttinn sér og salat ann- aðhvort fyrir eða eftir. En aftur að meðlætinu. Eftir að aðal- réttarins hefur verið neytt reynist því miður oft ekki pláss fyrir meðlæti eins og til dæmis kartöflur og því hefur fólk lengi grunað að mér þættu þær ekkert sérlega góðar, sem ekki er rétt. Þess vegna höfum við kartaflan háð þögla baráttu hvor við aðra sem snýst um það að ég leyfi kartöflunum að fylgja með á diskinn með aðalréttin- um, úr því að verið var að hafa fyrir því að sjóða þær á annað borð. Í gegnum tíðina hefur matreiðsla kartaflna í kringum mig oftast verið á þá leið að þær hafa verið soðnar, hugsanlega steiktar eða sett- ar í gratín og ekki má nú gleyma frönskunum. Það verður nú reyndar að viðurkennast að matreiðsla kartaflna er talsvert lítil á mínu eigin heimili, og reyndar bara matreiðsla yfir höfuð. Ég flutti að heiman fyrr á þessu ári og kartöflur hafa því miður aldrei lent í pottum eða á pönnum mínum. Ætli það sé eins með mig og Norðmenn sem hafa aldrei neytt jafn- lítils af kartöflum? Þetta las ég í sumar á vef Bændablaðsins og þótti talsvert merkilegt. Hver Norðmaður neytti aðeins um 25 kíló af kart- öflum í fyrra á meðan Hvít-Rússar borðuðu rúmlega þrjú hundruð kíló á mann á ársgrundvelli. Sérfræðingar þar ytra telja að þessi litla kartöfluneysla Norðmanna stafi af tímaleysi fólks eða því hversu stutt kartöflutímabilið sé. Ég rek mína litlu kartöfluneyslu frekar til hins síðarnefnda því nýjar íslenskar kartöflur eru alltaf bestar eða kannski er skýringin sú að krumpaða „mamman“ starir alltaf á mig af disknum. Ég fékk hugljómun í vikunni þegar verið var að ræða um kartöflur í brauð, kökur og ýmsa aðra rétti. Hvernig bragðast til dæmis kart- öflur og súkkulaði saman, minnir það eitthvað á soðna meðlætið? Mig langar eiginlega að fara að elda! ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 Kartöflur eru ótrúlega skemmtilegt bökunarefni. Bæði gefa þær brauðinu sætt og fyllt bragð og svo verða þær stökkar undir tönn og einstak- lega góðar ef þær eru rifnar ofan á brauðið og látnar ristast í ofnin- um,“ segir Jón Arelíusson, bakari í Firðinum, sem einmitt gefur les- endum Fréttablaðsins uppskrift að slíku brauði. Jón segir hæfilegt að nota kart- öflur í um fjörutíu prósent af þurr- efnaþyngd brauða sem bökuð séu í ofni, þær séu það þungar í sér að ekki sé hægt að baka úr þeim ein- göngu. Hægt sé þó að hækka hlut- fall þeirra ef um flatbrauð sé að ræða sem bakað sé á eldavélar- hellu. Kartöflusterkja er oft sett í brauð og kökur til rakabindingar að sögn Jóns en hvað um kartöflur eins og þær koma fyrir? „Þær eru bara sorglega lítið notaðar,“ segir bakarinn. - gun GEFA BRAUÐINU sætt bragð Kartöflur eru mjölmikið grænmeti og geta því komið í stað korns í brauð eins og Jón Arelíus, bakari í verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði, sannar fyrir okkur. Jón Arilíusson segir sorglega lítið notað af kartöflum í bakaríum. Kartöflur eru 40% af þurrefnaþyngd þessa brauðs og svo eru rifnar kartöflur ofan á sem bragðbæta og braka undir tönn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Grænmetismarkaðurinn í Mos- skógum á sér ellefu ára farsæla sögu. Hann er opinn alla laugar- daga frá miðju sumri og fram í fyrsta frost í september og getur fólk gengið að því sem vísu að fá nýupptekið grænmeti. Mosskógar eru í Mosfellsdal og ekki amalegt að versla í því fal- lega umhverfi. Enda er markað- urinn vinsæll meðal fólks á öllum aldri enda ekki aðeins hægt að versla heldur má líka setjast niður og kaupa sér kaffibolla og jafnvel nýbakaða franska pönnu- köku með karamellusósu. Meðal þess sem er í boði er grænmeti frá Mosskógum, sil- ungur frá Heiðarbæ við Þing- velli, rabarbari, jarðarber og rósir. Einnig ýmislegt heimatil- búið eins og pikkles, sápur, krem og krydd. Opið er á markaðnum alla laug- ardaga frá 12 til 16. Rabarbari og rósir Passar í þrjú 500 gramma brauð sem byrjað er að laga deginum áður en þau eru bökuð. 1 dl vatn 140 g hveiti ¼ tsk. salt 1 tsk. pressuger Hrærið þetta saman með sleif í skál og látið bíða til morguns. Daginn eftir: Setjið blönduna frá gærdeginum í hrærivélarskál og bætið eftirfarandi út í: 8 dl vatn 485 g hveiti 10 g salt 13 g pressuger Hnoðið í ca 10 mínútur rólega með hrærivélarkróknum. Bætið þá 500 g hráum rifnum kart- öflum út í og blandið þeim rólega saman við með nokkrum snúning- um. Formið þrjú brauð og látið þau hefa sig í ca 40-50 mínútur til 1 og ½ tíma, eftir hitanum sem er í kringum þau. Bakið þau síðan á plötu við 210 gráður í 25 mínútur. Ef vilji er fyrir hendi má baka eitt brauð í einu en geyma hina hluta deigsins óhefaða í kæliskáp og baka eftir hendinni næstu daga. Láta brauðin þá hefa sig í hálftíma til klukkutíma áður en þau eru bökuð. KARTÖFLUBRAUÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.