Fréttablaðið - 14.08.2010, Side 80

Fréttablaðið - 14.08.2010, Side 80
48 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Smokkurinn er hraðahindrun í kynlífi. Þegar fólk er búið að kyssa, sleikja, rúnka og byrjað að klístrast saman af frygð er komið að því að hinkra, opna umbúðir og klæða eineygða tvíburabróðurinn í kæf- andi latexbúning svo hann valdi hvorki sér né öðrum skaða. Hann heldur svo sína leið. Sumir bílar komast reyndar ekki yfir hraða- hindranir, en þeir eru yfirleitt hraðskreiðir sportbílar (ef þið vitið hvað ég meina). SUMIR hafa ekki kunnáttuna. Í góðum Seinfeld-þætti barðist George Costanza við umbúðirnar á meðan kærastan hvatti hann til dáða. Hún sagði honum að rífa, en hann þráaðist við og reyndi að opna umbúðirnar eins og poka af kartöfluflögum. Þegar það tókst var búið að hengja hvíta fánann utan um vininn (ef þið vitið hvað ég meina). SVO ERU SUMIR sem nenna ekki. Það er glatað viðhorf í 317.900 manna samfé- lagi, enda nógu erfitt að forðast sifjaspell á þessu skeri þar sem við erum nánast öll undan sama fólkinu sem reið hvert öðru milli þess sem það hjó frændr sína og bræðr. Þess vegna er ömurlegt að kynsjúkdómar dreif- ist vegna leti. Leti er reyndar rót margra vandamála; samfé- lags- og líkamlegra og á enga samleið með kynlífi, sem á að vera tápmikið og lostafullt. SÓTTVARNARLÆKNIR hefur áhyggjur af því að smokkaskattur sé of hár og heilbrigð- isráðherra segir beiðni frá Sóttvarnaráði liggja fyrir um aðgang ungs fólks að ókeyp- is smokkum. Smokkar mættu vera ókeypis frekar en margt annað, en ég held að það sé eitthvað annað en verðið sem veldur því að ungmenni kæri sig ekki um að nota þá. PAKKI með tólf smokkum kostar í kringum 1.500 kall. Samkvæmt því er fórnarkostnað- ur hverrar umferðar af kynlífi 125 krónur. Þessi 1.500 kall er jafnvirði einnar bíóferð- ar. Eða tæpra átta lítra af bensíni. Eða einn- ar hamborgaramáltíðar. Playboy-blað Ásdís- ar Ránar kostar meira en 1.500 kall. Ég geri mér grein fyrir því að hormónasturlaður unglingur getur farið fleiri en tólf umferð- ir í klósettrúlluna yfir blaði sem er fullt af berum konum, en hugsanlega á hann eftir að komast að því að lófinn er aumur stað- gengill samneytis við aðra manneskju. LÍFSEIGUSTU rökin fyrir því að smokkur- inn sé bölvun er tilfinningin. Að ríða ber- bakt er allt annað en að ríða með hnakk. Hnakkurinn veitir öryggistilfinningu á meðan hitt veitir óheft frelsi. Það meik- ar samt engan sens að hoppa upp á næstu hryssu sem maður sér og ríða henni ber- bakt. Maður hefur hnakkinn undir sér þar til gagnkvæmt traust myndast (ef þið vitið hvað ég meina). Bölvun smokksins Konurnar mínar skilja mig ekki! OK! Ég skynja spennu í loftinu! Ég vil horfa á meistara- deildina! Og ég vil horfa á Gray‘s Anatomy. Ástir og örlög lækna! Ég skil það! En það er bara svoleið- is að það gengur ekki! Hvers vegna ekki? Ég er sterkari en þú! Engin ást og virðing í paradís? Engin virðing! Góða kvöldið, Guðrún. Hæ Palli! komdu inn. Er Sara tilbúin? Hvort sem þú trúir því eða ekki, þá var hún að koma sér í sturtu. Þú ert kominn og hún er enn þá allsber og rennandi blaut! Trúirðu þessu? Já. Takk. Frábært. Náðu í vatn handa mér. Ha? Vatn! Mig langar í vatn! Flýttu þér! Þú færð ansi langt útivistar- bann ef þú gerir þetta. Það verð- ur þess virði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.