Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 8
8 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Samningur um frumhönnun og gerð alútboðs- gagna vegna byggingar nýs Land- spítala var undirritaður við hátíð- lega athöfn í gær. „Þetta er stór dagur. Allt sem hingað til hefur verið gert, frá 4. nóvember síðastliðnum þegar samkomulagið var staðfest á milli lífeyrissjóðanna og stjórnvalda, hefur gengið eins og klukka,“ segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis- ráðherra. „Það vekur manni vonir um að það muni gera það áfram. Verkið er í öruggum höndum og á trúverðugri vegferð.“ Álfheið- ur segir verkefnið vera það lang- stærsta sem heilbrigðisþjónustan hefur tekist á við. „En það er ekki eins og við höfum ekki góðan spít- ala í dag. Við ætlum bara að gera hann betri.“ Nú fer frumhönnun bygginganna af stað og Arinbjörn Friðriksson, stjórnarformaður SPITAL-hönn- unarhópsins, segist afar bjartsýnn á að áætlanir, bæði þær sem varða tíma og fjárhag, gangi eftir. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að breyting- arnar fyrir heilbrigðisdeildir HÍ verði miklar og jákvæðar eftir að þær verði sameinaðar í nýju bygg- ingum Landspítalans. „Það mun gera okkur kleift að efla samstarf spítalans og háskól- ans. Samnýting tækja og mann- skaps verður gríðarlega mikilvæg fyrir starfsemina og bætir hana til muna,“ segir Kristín. SPITAL-hönnunarhópurinn bar sigur úr býtum í samkeppni um til- lögur að byggingunni fyrr í sumar og skrifaði Arinbjörn Friðriksson undir samninginn ásamt Gunnari Svavarssyni, stjórnarformanni hlutafélagsins Nýr Landspítali ehf. - sv SPITAL og Nýr Landspítali ehf. undirrituðu saming um frumhönnun og gerð nýs Landspítala í gær: Bjartsýni um að áætlanir standist áfram SAMNINGURINN STAÐFESTUR Arinbjörn Friðriksson, stjórnarformaður SPITAL, og Gunnar Svavarsson, stjórnarformaður hlutafélagsins Nýr Landspítali ehf., tak- ast í hendur eftir undirritun samnings- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM CHILE, AP Ættingjar og vinir 33 námumanna, sem eru fastir í námu í Chile, önduðu léttar þegar sýnt var í sjónvarpi nýtt myndband, sem tekið var niðri í námunni. Þar sáust menn- irnir syngja þjóðsöng landsins kátir í bragði og hrópa: „Lengi lifi Chile, og lengi lifi námumennirnir!“ Þeir voru berir að ofan, héldust í hendur og virtust vel á sig komnir. „Þetta er algjör andstaða þess sem ég bjóst við,“ sagði Antonio Bugueno, bróðir eins innilokuðu námumannanna. „Ég hélt hann myndi líta miklu verr út. En hann virtist sterkur á hjarta og í huga.“ Mennirnir lokuðust inni í nám- unni 5. ágúst síðastliðinn og ekki er útlit fyrir að þeir komist út fyrr en eftir fjóra mánuði. Í sjónvarpinu voru sýndar fimm mínútur af alls 45 mínútna löngu myndbandi, sem mennirnir tóku á litla tökuvél sem var send til þeirra niður um þröng göng. Þau voru boruð í því skyni að koma til þeirra helstu nauðsynjum þangað til unnt verður að koma þeim út. Það verður enginn hægðarleikur, því reiknað er með að það taki fjóra mánuði að bora nægilega breið göng niður til þeirra. Það tók heila 17 daga að bora litlu göngin, sem eru 15 sentimetrar að þvermáli. Þótt mennirnir hafi borið sig vel í myndbandinu fer enginn í grafgötur með það að erfitt verður fyrir þá að halda út þessa mánuði. Þessa sautj- án daga sem liðu áður en hægt var að ná sambandi við þá misstu þeir að meðaltali tíu kíló hver og þurfa nú að drekka mikið til að bæta sér upp vökvatap.Hitinn þarna niðri mun vera tæpar þrjátíu gráður á Celsius. Veikist einhver mannanna alvarlega verður erfitt að veita honum nauð- synlega læknishjálp. Námufélagið San Esteban, sem hefur starfrækt námuna, virðist ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að taka neinn þátt í björgunarað- gerðunum. Að öllum líkindum fer það á hausinn. Yfirmenn þess full- yrtu fyrst eftir að göngin lokuðust að öryggismál hefðu verið í góðu lagi. Undanfarið hefur hins vegar ekkert gengið að ná tali af þeim. gudsteinn@frettabladid.is Sungu fyrir ættingjana Námumennirnir í Chile eru komnir í betra sam- band við umhverfið. Námufélagið San Esteban hefur ekki getað tekið þátt í björgunarkostnaði. 1. Hvað heitir formaður skipu- lagsráðs Reykjavíkur? 2. Hver fyllir skarð Spaugstof- unnar hjá RÚV á laugardags- kvöldum í vetur? 3. Hvað er gert ráð fyrir að íbúðasafn Íbúðalánasjóðs verði orðið stórt í árslok. SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2011. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: félags- og velferðarmála menntamála - grunnskólar/leikskólar íþrótta- og æskulýðsmála mannréttindamála menningarmála Vakin er athygli á því að reglur um styrkveitingar er að finna á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/styrkir. Eyðublöðum þessum skal skilað rafrænt ásamt fylgigögnum, eða, ef þess er ekki kostur, í Ráðhús Reykjavíkur, merktum Reykjavíkurborg – styrkumsókn. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir alla jafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi: markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf hvort unnt sé að meta framvindu verksins hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undirgangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í árslok 2010. Styrkir Reykjavíkurborgar Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið styrkir@reykjavik.is www.reykjavik.is/styrkir Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Fjögurra mánaða verkefni Mikið verk verður að ná námumönnum 33 út úr námunni og er reiknað með að fjóra mánuði þurfi til verksins. Björgunarfólk er byrjað að senda mat og aðrar nauðsynjar gegnum þröng göng. San Jose námanCHILE Copiago Kyrrahaf ARGENTÍNA Santiago Aðalgöng námunnar Loftræstigöng og neyðarútgangar Námusvæði Metrar neðan yfirborðs Námuinn- gangur 250 km 100 200 300 400 500 600 700 San Jose náman Vökvaknúinn bor, fram- leiddur í Suður-Afríku, notaður til að bora holu, 75 sm að þvermáli, svo hægt verði að ná námu- mönnunum upp. Þröngar borholur, gerðar til að útvega mönnunum mat, vatn og tengingu við umheiminn. Aðalgöng og loft- ræstigöng lokuðust vegna hruns. Innikróaðir námu- menn hafast við í neyðarskýli © Graphic News Heimild: San Esteban námufélagið VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.