Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 32
32 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR H vernig stendur á því að ný rann- sókn á afstöðu Íslendinga t i l refsinga stangast á við allar rann- sóknir undanfarinna tuttugu ára. Frá því að þeir telji refs- ingar allt of vægar í að þeir telji dómstólana nú of harða? Helgi Gunn- laugsson, afbrota- fræðingur og próf- essor í félagsfræði við Háskóla Íslands, stýrði íslenska hluta umfangsmikillar norrænnar rann- sóknar sem kynnt var á afbrotaþingi í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Rann- sóknin var gerð að undirlagi Norræna sakfræðiráðsins en Helgi vann hana í samstarfi við félags- vísindastofnun HÍ. Sjálfum komu niður- stöðurnar honum á óvart. „Ég hef í tut- tugu ár framkvæmt símakannanir og kannað hug Íslend- inga til refsinga. Niðurstaðan hefur alltaf verið sú sama: 65 til 80 prósent Íslendinga hafa talið refsingarnar of vægar, sér í lagi fyrir kynferðisbrot. Í þess- ari stóru könnun sést að myndin er flóknari. Það má líka spyrja sig hvort dómstólar á Íslandi sitji undir ómaklegri gagnrýni fyrir of mikla mildi. Dómar hér eru í raun harðir að mati svarenda.“ Upplýsingar minnka refsigleði Rannsóknin var fjórþætt. Almenn tilfinning borgara fyrir afbrotum og refsingum var könn- uð með símakönn- un. Þá var afstaða þeirra mæld í póst- könnun, með því að láta svarendum í té upplýsingar um við- urlög og atvikalýs- ingu á sex afbrotum. Að lokum voru settir saman tólf rýnihóp- ar sem sáu myndbrot úr réttarhaldi í einu afbrotamálinu sem einnig var í póst- könnuninni. Hópur starfandi dómara úrskurðaði síðan um refsingar í málun- um sex, út frá þeim dómavenjum sem ríkja hér á landi, til að fá samanburð við afstöðu borgaranna. Málin voru öll alvarleg – líkams- árás á götu úti, nauðgun, maka- ofbeldi, fíkniefnasmygl, fjár- dráttur í banka og búðarrán. Í Snaraukin refsiþyngd Á tíu árum hefur heildarrefsitími dómstóla aukist úr 200 í 330 á ári. Þetta er að sliga fangelsiskerfið. Í samtali við Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur margt benda til að Íslendingar vanmeti hörku dómstóla. Þeir kjósi í reynd mildari og fjölbreyttari dóma. þeim öllum vanmátu Íslendingar hvaða refsing væri líklegust hjá íslenskum dómstólum. Þá vildu flestir svarendur í öllum málun- um sjá vægari refsingar en dóm- arahópurinn hafði komist að. Alls staðar á Norðurlöndunum birtist sama munstrið: Mest var refsigleði í símakönnuninni, minni í póstkönnuninni og minnst í rýni- hópunum. Eftir því sem fólk hefur meiri upplýsingar, og það fer að velta fyrir sér valmöguleikunum, kostum og göllum mögulegra við- urlaga, dregur úr refsihörkunni. Á sama tíma vanmetur fólk enn meira dómstólana. „Það er klárt að ákveðin van- þekking er í samfélaginu um raun- verulegar refsiákvarðanir,“ segir Helgi. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir refsiþyngd eða hvernig refsi- ákvarðanir eru rökstuddar.“ Mestur munur í nauðgunarmálum Í tvenns konar málum skáru Íslendingar sig úr hópnum, annars vegar í fíkniefnamálum og hins vegar nauðgunarmálum. Þegar kemur að fíkniefnamálum virð- ist almenningur hafa á tilfinning- unni að dómar séu harðir og telja dómarana harðari en sig sjálfa. Í nauðgunarmálinu var áberandi hversu stórt bilið var á milli þess sem þátttakendur héldu að dómar- ar myndu dæma og raunverulegra dóma. „Þetta held ég að komi til vegna háværrar umræðu í samfé- laginu um að íslenskir dómstólar séu vægir í kynferðisafbrotamál- um,“ segir Helgi. „Þetta heyrist alls staðar – í leiðurum fjölmiðla, hjá grasrótarsamtökum, á blogg- inu, alls staðar. Í rannsókninni segjast 48 prósent Íslendinga telja að gerandinn yrði sendur í fang- elsi. Upp undir 80 prósent vildu að hann færi í fangelsi. Raunin var síðan sú að dómarar voru mun harðari í afstöðu sinni.“ Refsiþyngdin snaraukist Undanfarin tíu ár hefur umræðan í samfélaginu einkennst af því að dómskerfið fari of mildum hönd- um um afbrotamenn. Þetta segir Helgi greinilega hafa haft áhrif á dómstóla. Þeir hafi fylgt umræð- unni eftir og þyngt dóma sína, sem virðist svo ekki hafa skilað sér sem almenn vitneskja í sam- félaginu. „Refsiþyngd hefur auk- ist mjög á undanförnum tíu árum. Um aldamótin síðustu var heildar- refsitími sem dómstólar dæmdu á ári, og bárust Fangelsismála- stofnun til fullnustu, 200 ár. Árið 2009 var þessi tala komin í 330 ár. Afbrotum hefur ekki fjölgað sem þessu nemur og aukinn alvarleiki málanna skýrir þróunina ekki að fullu heldur.“ Mest er refsiþyngingin í ofbeldisbrotum og fíkniefnabrot- um. „Það sem kom bylgjunni af stað voru öðru fremur e-töflumál- in á árunum 1996 og 1997. Þegar e-pillan kom inn í íslenskt samfé- lag var mikill ótti við hana, dóm- stólar brugðust hart við og dóm- arnir þyngdust. Það sem gerðist í framhaldinu var að aðrir dómar þyngdust líka, enda þótti mörg- um þeir of vægir í samanburði við fíkniefnadómana. Umræðan um að menn hefðu „misst sig“ í fíkni- efnamálunum fór hins vegar aldrei í gang.“ Sprungið kerfi Álagið á fangelsiskerfið hér á landi er orðið slíkt að það er við það að láta undan. Þynging refsinga á stóran þátt í því. Helgi telur að nefnd á vegum dómsmálaráðu- neytisins, sem er að hefja skoð- un á því hvernig bregðast eigi við ástandinu í fangelsismálum, hljóti að hafa niðurstöður rannsóknar- innar til hliðsjónar. „Það má ekki skilja niðurstöður rannsóknarinn- ar svo að fólk vilji ekki að brota- mönnum verði refsað. Þvert á móti vill fólk að gerendur axli ábyrgð og hljóti sína refsingu. Um leið vill fólk að leitað verði leiða til að bæta þolendum tjónið og koma í veg fyrir að viðkomandi brjóti af sér aftur. Við höfum fleiri úrræði en vist í fangelsi og hugsanlega þarf að fjölga þeim. Það þarf sífellt að meta hvernig við verjum fjármun- um skattborgaranna án þess að að draga úr réttaröryggi þeirra.“ HELGI GUNNLAUGSSON Telur rakið að nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins, sem skoðar hvernig bregðast eigi við ófremdarástandi í fangelsismálum, hafi niðurstöður hinnar umfangsmiklu norrænu rannsóknar til hliðsjónar. Hún sýni að fólk sé tilbúið til að skoða aðra kosti en langa fangelsisvist sem refsingu fyrir afbrot. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það má spyrja sig hvort dóm- stólar á Íslandi sitji undir ómaklegri gagnrýni fyrir of mikla mildi. Nauðgun Jana og Marteinn þekkjast ekki en starfa hjá sama fyrirtæki. Þau hittast á vinnunámskeiði á hóteli. Eftir kvöldmat dansa þau saman og ákveða eftir það að fá sér drykk á hótelbarnum. Barinn var lokaður og á leiðinni til herbergjanna spyr Marteinn Jönu hvort hann megi ekki faðma hana. Jana samþykkir og þau faðmast. Marteinn býður síðan Jönu upp á bjór inni á herberginu sínu. Andrúmsloftið er afslappað og þau ræða um vinnuna og drekka nokkra bjóra. Marteinn skreppur á klósettið og þegar hann kemur aftur beygir hann sig að Jönu og byrjar að kyssa hana. Jana segist ekki kæra sig um þetta. Hún grípur í hendurnar á honum og reynir að ýta þeim frá. Marteinn lætur andstöðu Jönu sem vind um eyru þjóta. Hann dregur blússuna hennar upp, losar brjóstahaldarann og snertir og kyssir brjóst hennar. Jana ýtir honum frá sér án árangurs. Jana segist vilja fara en Marteinn togar í hana og dregur hana að rúminu. Jana mótmælir og segir Marteini að leyfa sér að fara. Marteinn lætur sem hann heyri ekki í henni og klæðir hana úr buxunum, nærbux- unum og blússunni. Hann þrýstir henni niður í rúmið, leggst ofan á hana og heldur henni fastri. Á sama tíma nær hann að smokra sér úr buxunum. Hann liggur þétt upp að Jönu og nær að eiga við hana stutt samræði. Jana hleypur á klósettið, þurrkar sér með handklæði og klæðir sig í buxur og blússu. Því næst tekur hún fötin sín og yfirgefur herbergi Marteins í flýti. Á laugar- dagsmorgni gengst Jana undir rannsóknir á neyðarmóttöku vegna nauðgana. Hún hefur ekki hlotið líkamlega áverka en er í uppnámi, niðurdregin og óttaslegin. Fjórum dögum eftir nauðgunina kærir Jana Martein til lögreglunnar. Marteinn hefur ekki áður hlotið dóm. Þinn dómur: Þitt mat á úrsk. dómara: * ❍ Núll til hálft ár ❍ Núll til hálft ár ❍ Hálft til eitt ár ❍ Hálft til eitt ár ❍ Eitt til tvö ár ❍ Eitt til tvö ár ❍ Tvö til þrjú ár ❍ Tvö til þrjú ár ❍ Þrjú til fjögur ár ❍ Þrjú til fjögur ár ❍ Meira en fimm ár ❍ Meira en fimm ár Þannig fór rannsóknin fram Spurningalisti var sendur 3.000 manna úrtaki. Í honum var lýsing á sex mjög alvarlegum afbrotamálum, auk upplýsinga um hvers konar refsitegundir væru í boði. Í öllum tilvikum höfðu afbrotamennirnir gengist við brotum sínum og því sekt þeirra ljós. Þátttakendurnir fengu spurninguna: Hvaða refsingu telur þú líklegast að íslenskir dómstólar velji og hvernig myndir þú sjálfur dæma í málinu? Hópur starfandi dómara var fenginn til að úrskurða í málunum, út frá dómafordæmum. Í öllum tilfellum, nema í fíkniefnabrotinu, töldu þátttak- endur að dómarar yrðu vægari en þeir sjálfir. Raunin var að þeir dæmdu harðar en flestir þátttakendur í rannsókninni. Hvernig dæma dómstólar og hvar stendur þú? Nauðgunarmálið - 77% Íslendinga vildu óskilorðsbundið fangelsi. Helming- ur þeirra styttri fangelsisvist en 2½ ár. Afstaða dómaranna var 2½ árs fang- elsisvist. Í þessu máli birtist vanmat á dómstólum hvað skýrast en einungis 48% aðspurðra töldu að dómarar myndu dæma viðkomandi í fangelsi. Líkamsárás á götu úti - 50% Íslendinga vildu óskilorðsbundið fangelsi. 32 prósent þeirra dæmdu vægar en 8 mánuði. Afstaða dómaranna var 8 mán- aða óskilorðsbundið fangelsi, en aðeins 38% þátttakenda töldu að dómarar myndu fella óskilorðsbundinn dóm. * Í könnuninni sjálfri voru fleiri svarmöguleikar, sem ekki er unnt að birta hér sökum plássleysis. Þátttakendur höfðu tvo svarmöguleika, gátu til að mynda valið fangelsisvist + miskabætur. Hér er eingöngu gert ráð fyrir óskilorðsbundinni fangelsisvist í mismunandi langan tíma. Líkamsárás á götu úti Hans er á leið heim úr samkvæmi ásamt kunningja sínum, Kára, eftir að hafa rifist við kærustu sína. Fyrir framan skyndibitastað finnst Hans sér vera ögrað af Óla, sem situr með félaga sínum í samræðum. Hans þrífur í handlegginn á Óla og segir: „Þú skalt sko ekki tala svona niður til mín.“ Óli reynir að slíta sig lausan. Hans slær þá Óla með krepptum hnefa í höfuðið. Síðan lemur hann kókflösku í höfuðið á Óla þannig að flaskan brotnar. Óli dettur og þegar hann liggur í götunni sparkar Hans í and- litið á honum og traðkar á höfðinu á honum. Hans hleypur síðan af vettvangi. Óli kinnbeins- og nefbrotnar auk þess að fá snert af heilahristingi. Hann hlaut engan varanlegan skaða. Hans hefur ekki áður hlotið dóm. Þinn dómur: Þitt mat á úrsk. dómara:* ❍ Núll til hálft ár ❍ Núll til hálft ár ❍ Hálft til eitt ár ❍ Hálft til eitt ár ❍ Eitt til tvö ár ❍ Eitt til tvö ár ❍ Tvö til þrjú ár ❍ Tvö til þrjú ár ❍ Þrjú til fjögur ár ❍ Þrjú til fjögur ár ❍ Meira en fimm ár ❍ Meira en fimm ár Sestu í dómarasætið! Lestu lýsingar á afbrotunum og veldu því næst þá refs- ingu sem þér finnst við hæfi að brotamaðurinn fái. Giskaðu svo á hvaða refsingu íslenskir dómarar hefðu valið. Neðst á síðunni geturðu svo séð hvernig þeir dæmdu í raun og hvar þú stendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.