Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 68
36 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Í slenskukennsluvefurinn Ice- landic Online, www.iceland- ic.hi.is, var opnaður árið 2004 en vinna við hann hófst árið 2000. Aðgangur að honum hefur alla tíð verið ókeypis. Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands og verkefnastjóri Iceland- ic Online segir síðuna vinsæla um allan heim en hún hefur hingað til verið hugsuð fyrir háskólastúdenta. Það mun þó breytast í september. „Námskeiðið hefur gjörbreytt möguleikum fólks, sérstaklega erlendis, til að læra íslensku. Það eru ótrúlega margir úti um allan heim sem vilja læra íslensku og við erum núna með sextán þúsund skráða notendur,“ segir Birna en um tuttugu þúsund sækja síðuna í hverj- um mánuði „Það er rosalega mikið notað miðað við að íslenska er ekki útbreitt mál.“ Mörg hundruð til Íslands Notendur vefsins eru að stórum hluta frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi en dreif- ast þó víða um heim. Birna segir að um fjórðungur notenda vefsins sé á Íslandi. „Einhverjir þeirra eru okkar stúdentar en hér koma líka mörg hundruð manns á hverju sumri að læra íslensku og núna er þess kraf- ist að þeir fari í gegnum vefinn áður en þeir koma. Þetta þýðir að þeir vita meira, kunna meiri íslensku og eru áhugasamari.“ Icelandic Online er samstarfs- verkefni Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur, Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum og fleiri aðila. Birna segir nafn Vigdís- ar hafa hjálpað gríðarlega í kynn- ingu vefsins víða um heim. „Þegar fólk sér nafnið Vigdís Finnboga- dóttir er búið að tengja þetta við eitthvað jákvætt sem fólk ber virð- ingu fyrir. Auðvitað líka vegna þess að það tengist Háskóla Íslands,“ útskýrir Birna sem segir Háskólann hafa skuldbundið sig til að halda síð- unni við. Áhugamaður um miðla og netið Hvernig kviknaði hugmyndin að verkefninu? „Já, hvernig kviknaði þetta. Ég kom hingað heim eftir að ég var búin að kenna annarsmáls- fræði lengi í Bandaríkjunum en á sama tíma var Matthías Viðar Sæmundsson, dósent í íslenskum bókmenntum, mikill áhugamaður um miðla og netið,“ segir Birna en Matthías keyrði þetta áfram til að byrja með. „Svo hefur Úlfar Braga- son, prófessor hjá Árnastofnun, verið prímus mótor í gegnum tíð- ina. Auk þess kemur fjöldi fólks að verkinu; kennslufræðingar, tækni- fólk og hönnuðir.“ Kolbrún Frið- riksdóttir hefur verið ritstjóri háskólaefnisins frá upphafi. Vef- urinn er aðallega kostaður með erlendum styrkjum og af Háskól- anum en Rannís hefur líka styrkt þróunina ásamt Hugvísindastofn- un Háskólans. Icelandic Online fékk á síðasta ári tvo styrki frá Nordplus Sprog til að stækka við sig og mun hinn 7. september næstkomandi opna Ice- landic Online þrjú og fjögur og Ice- landic Online fyrir innflytjendur. Nú þegar er Icelandic Online eitt og tvö til. Íslenska fyrir innflytjendur „Á ráðstefnum hér heima og erlend- is höfum við mjög oft verið spurð að því af hverju við værum ekki með vef fyrir innflytjendur. Ástæðan er einfaldlega sú að þetta er á Háskól- ans vegum og fyrir nemendur hans og það hefur ekki verið áhugi hér- lendis til að veita okkur styrki til að setja saman námskeið fyrir inn- flytjendur.“ Elsa Arnardóttir, framkvæmda- stjóri Fjölmenningarseturs, hafði samband við Birnu á síðasta ári og viðraði þá hugmynd að Stofn- un Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur tækju sig saman og þróuðu vefnámskeið fyrir inn- flytjendur. Þau fengu til liðs við sig Ingibjörgu Hafstað hjá Fjölmenn- ingu ehf. en Halldóra Þorláksdótt- ir er ritstjóri. Innflytjendahluti Icelandic Online verður miðaður við sam- skipti innflytjenda við Íslendinga. „Innflytjendaíslenskan er fyrir innflytjendur, þá sem búa hér á landi. Það er allt annað í gangi þegar verið er að kenna innflytj- endum heldur en háskólanemend- um. Þarfirnar eru allt aðrar.“ Nemendur skiptast á skoðunum Birna segir að stig eitt upp í fjög- ur af vefnum séu miðuð við þarf- ir háskólanemenda. „Þar er hrað- ar lagt inn, annað efni og gert ráð fyrir því að nemendur hugsi svo- lítið um málfræði. Þeir sem læra íslensku kunna nokkur tungumál fyrir annars læra þeir oftast ekki íslensku.“ Stig fjögur er lokastig- ið sem sett verður upp. „Fjögur endar í miklum spjallrásum þar sem eru undirþemu og það er hægt að tala um tónlist, kvikmyndir og glæpasögur á íslensku. Hugmynd- in er að við kennum nemendum að skiptast á skoðunum.“ Aðstandendur vefsins eru að mestu leyti hættir að búa til náms- efni sjálfir á stigi þrjú og fjögur að sögn Birnu. Fyrstu tvö stigin voru hins vegar að mestu leyti hönnuð af þeim sjálfum. „Fólk er alveg ótrúlega jákvætt og elsku- legt að leyfa okkur að nota efnið sitt. Við höfum aldrei fengið neit- un, aldrei,“ segir Birna og telur upp nokkra aðila sem þau hafa verið í samstarfi við: „Við erum til dæmis í samvinnu við tónlistar- vefinn www.rjominn.is. Ritstjór- inn Egill Harðarson er búinn að vera mjög hjálplegur en við erum að nota umsagnir þeirra um plötur og diska og byggjum upp kennsl- una út frá því. Svo hafði ég sam- band við Guðnýju Halldórsdótt- ur og Halldór Þorgeirsson sem eru með Umba og fékk leyfi til að nota búta úr kvikmyndinni Karla- kórinn Hekla. Þetta eru hugverk þessa fólks þannig að þetta er mjög rausnarlegt.“ Myndbönd eru á nýju hlutunum eins og þeim eldri og fólk hefur tekið vel í að leika hlutverk í þeim. „Við vorum svo heppin að fá Þór- unni Hafstað kvikmyndagerðar- mann til samstarfs við okkkur. Við fórum til dæmis í Heilsugæsluna úti á Nesi og þar var fólk boðið og búið að hjálpa okkur. Þetta er búið að vera alveg ómetanlegt,“ segir Birna brosandi og heldur áfram: „Menntamálaráðherra sem er sér- fræðingur í glæpasögum tók vel í að tala um þær á vefnum. Frú Vigdís var með og prófessorar hér hafa setið og hannað fyrir okkur efni. Þetta er rosalega skemmti- legt.“ Sýndar-Reykjavík En hvað tekur nú við, eftir opnun nýju síðanna? „Okkar draum- ur hefur alltaf verið að setja upp sýndarveruleika til að kenna tungumál. Næsta verkefni er sam- vinna við Háskólann í Reykjavík um Virtual Reykjavík ef við fáum fjármagn til þess. Þá búum við til sýndarheim eins og í tölvuleik sem nemandinn er sendur inn í. Hann lendir til dæmis á Lækjartorgi og á að nota íslensku til að komast á áfangastað.“ Nafn Vigdísar hefur mikil áhrif Íslenskukennsluvefurinn Icelandic Online var opnaður árið 2004. Hann hefur vakið athygli víða og notendur hans eru nú um sextán þúsund sem dreifast um heiminn allt frá Bangladesh til Rúmeníu og Ungverjalands. Marta María Friðriksdóttir hitti Birnu Arnbjörnsdóttur prófessor og verkefnastjóra vefsins sem sagði henni frá tilurð vefsins, jákvæðni fólks og nýjum verkefnum. Birna segir að í upphafi hafi fólk spurt aðstandendur Icelandic Online um það hvað væri svipað vefnum erlend- is. Svar þeirra var á þá leið að ekkert væri eins. „Og tíu árum seinna þá er ekkert til enn þá. Það er fullt af tungu- málavefjum í heiminum en enginn eins og þessi. Þeir sem eru í þessu yfirleitt er tæknifólk sem veit lítið um tungumálakennslu eða kennarar sem vita lítið um tæknina.“ Í vikunni hitti Birna mann sem sagðist vera í sambandi við mann í Ungverjalandi. „Hann segist skrifa honum á íslensku og maðurinn svari honum á íslensku. Hann spurði hann hvernig stæði á því að hann talaði svona góða íslensku. Maðurinn svar- aði: Ég var á Icelandic Online.“ Vinahjón Birnu voru í Taílandi. „Þar kemur maður til þeirra og ávarpar þau á íslensku. Þau spurðu hann út í íslenskukunnáttuna og þá hafði hann verið á Icelandic Online.“ Birna segir stóran hóp fólks vera Íslandsáhugafólk. „Ég held að þetta sé markaðurinn sem við erum ekki alveg að átta okkur á. Þetta eru alvöru Íslandsvinir,“ segir Birna með áherslu. ÉG VAR Á ICELANDIC ONLINE Fólk um allan heim kann sitthvað í íslensku vegna Icelandic Online. JÁKVÆÐNI Í GARÐ EINSTAKS TUNGUMÁLAVEFS DREYMIR UM SÝNDARVERULEIKA Birna Arnbjörnsdóttir segir rausn- arlegt af fólki að leyfa aðgang að hugverkum sínum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.