Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 12
12 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Orkuveitan hækkar gjald- skrár til almennings um 28,5 prósent og stefnir að því að lækka rekstrarkostn- að sinn um tvo milljarða, innan þriggja ára. Í því skyni þarf hvort tveggja að lækka laun og segja upp starfsfólki. Þá er sala á eignum sem ekki tengjast kjarnastarfsemi í undirbún- ingi. Allt hefur þetta það að markmiði að gera félagið á ný lánshæft á fjármagns- mörkuðum. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á löngum fundi í gær að hækka gjaldskrár fyrirtæk- isins. Gjald fyrir dreifingu raf- magns hækkar um 40 prósent, rafmagnsverð um 11 prósent og verð á heitu vatni um 35 prósent. Áhrif hækkunarinnar á vísitölu neysluverðs verða 0,39 prósent, að sögn Orkuveitunnar. Áhrifin á neytendur verða eitthvað breyti- leg en Haraldur Flosi Tryggva- son, stjórnar-formaður OR, segir að algengur orkureikningur hjá fjölskyldu hækki um 28,5 pró- sent, eða um 2.750 krónur á mán- uði eða um 33.000 krónur á ári. Þar er miðað við fjölskyldu sem býr í 130 fermetra húsi og borgar nú um það bil 9.700 krónur á mán- uði eða 117.000 krónur á ári fyrir rafmagn og heitt vatn. Eftir hækkun mun þessi fjöl- skylda borga 12.500 krónur á mánuði eða 150.000 krónur á ári. Þetta eru miklar hækkanir en Haraldur Flosi leggur áherslu á að eftir sem áður sé orkukostn- aður hér helmingur til fjórðung- ur af því sem þekkist á Norður- löndunum. Þá hafi hækkanir ekki verið í neinu samræmi við verð- lagsþróun undanfarin ár. Stjórnin samþykkti einnig að ráðast í mikinn niðurskurð og hagræðingu á rekstri sem á að spara allt að 25 prósent af rekstrar-útgjöldum á næstu þrem- ur árum. Loks var samþykkt að fela forstjóra að lista upp allar eignir sem ekki tengjast kjarna- starfsemi Orkuveitu Reykjavík- ur, áætla söluandvirði þeirra og leggja fyrir stjórn að taka ákvörð- un um sölu. Vilja standa við skuldbindingar Haraldur Flosi segir að markmið alls þessa sé að gera fyrirtækinu kleift að standa við skuldbinding- ar gagnvart lánardrottnum sínum og tryggja áframhaldandi trausta og góða þjónustu við viðskipta- vini. Leiðarljós aðgerðanna sé að treysta stöðu fyrirtækisins og tryggja að kjarnastarfsemi þess standi á styrkum stoðum bæði hvað varðar rekstur og skipulag. Fram er komið að Orkuveit- an skuldar nú um 240 milljarða króna, að mestu leyti í erlendri mynt þótt tekjurnar séu að mestu í krónum. Rekstrarsparnaðurinn sem stefnt er að svarar til tveggja milljarða króna á ári. Haraldur Flosi segir að svo mikill sparnað- ur, um 25 prósent af rekstrarút- gjöldum, muni „rífa í“. Samþykkt stjórnarinnar felur í sér að for- stjóranum er falið að ná þessum markmiðum. „Það er ekki hægt að skera svo mikið niður án þess að það bitni á launakostnaði, það liggur í hlut- arins eðli,“ segir Haraldur Flosi. „Það er rétt að undirstrika að komi til uppsagna verður það gert í samvinnu við alla hagsmunaað- ila.“ Helgi Þór Ingason var ráðinn í starf forstjóra fyrir rúmri viku. Þá var samið um að laun hans yrðu 1,2 milljónir króna á mánuði, sem er um þriðjungi lægra en forver- inn hafði. Helgi Þór hefur hvorki bíl til umráða né fær hann bíla- kostnað greiddan. Haraldur Flosi segir að með ráðningarsamningi forstjórans hafi ákveðin stefna í launamálum fyrirtækisins verið mörkuð. Eðlilegt sé að sú stefna verði látin ganga niður fyrirtækið, nú þegar rekstur og launakostn- aður er til endurskoðunar. Fyrst verði lögð áhersla á að draga úr kostnaði við laun stjórnenda og launahæstu starfsmanna og draga úr ýmis konar hlunnindum. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær stendur sjötta hæðin í höfuð- stöðvum Orkuveitunnar nú auð en þar var áður gæðadeild og skrif- stofa forstjóra í íburðar-miklum skrifstofum. Ætlunin er að bjóða fyrirtækjum þessa hæð til leigu. Gæðaskrifstofan og skrifstofa for- stjóra hafa nú verið fluttar í opið rými á annarri hæð hússins og þar fer viðtalið fram, í fábrotnu fundarherbergi. Stjórnarformað- urinn segir að starfsfólk fyrir- tækisins hafi margt talað um að yfirstjórnin væri úr tengslum við aðra starfsmenn á þakhæðinni og því hafi breytingin verið gerð, auk þess sem óþarflega mikið hafi verið lagt í aðstöðuna miðað við að um er að ræða fyrirtæki í opinberri eigu og í opinberri þjón- ustu. Sala á eignum undirbúin Sala á eignum Orkuveitunnar sem ekki tengjast kjarnastarfsemi var einnig undirbúin á stjórnarfund- inum, sem lauk í gærkvöldi. Har- aldur segir að þar sé til dæmis vísað í eignarhluti í orkufyrirtækj- um eins og HS Veitum og Lands- neti og einnig í margs konar aðrar eignir. Þar á meðal eru landar- eignir sem fyrirtækið hefur sank- að að sér víða um suðvestanvert landið á undanförnum árum. Í því sambandi má nefna Hvammsvík í Hvalfirði, Berserkjaeyri á Snæ- fellsnesi og Hótel Hengil, sem er rekið í starfsmannahúsi á Nesja- völlum, að ógleymdri Perlunni í Reykjavík, sem reyndar var sett á sölu fyrir nokkrum árum án þess að áhugasamur kaupandi fyndist. Orkuveitan á einnig miklar eignir á Úlfljótsvatni. Haraldur segir að með ákvörð- un stjórnarinnar í gær hafi for- stjóranum verið falið að taka saman lista yfir þær eignir sem Orkuveitan á og eru ekki nauð- synlegar fyrir kjarnastarfsemi hennar. Forstjórinn og starfs- menn muni verðmeta þessar eignir og leggja til hvernig staðið verði að sölu þeirra. Fram kemur að meðal eigna sem fara á sölu eru væntanlega eignir sem urðu til hjá Reykjavík Energy Invest, en það fyrirtæki hafði til dæmis lagt í undirbúningskostnað vegna virkjanaframkvæmda í Djíbútí og í Kaliforníu. Haraldur segist búast við að nú verði kannað hvort hægt er að finna kaupendur að þessum eignum Orkuveitunnar. Öllum þessum aðgerðum, gríð- arlegum hækkunum á gjaldskrá, bröttum niðurskurði og eignasölu fylgja engin loforð af hálfu stjórn- arformannsins um að með þessu sé Orkuveitan komin fyrir vind og muni sigla lygnan sjó framvegis. „Það er langt í frá,“ segir Har- aldur Flosi. Aðgerðirnar eru lág- marksaðgerðir, segir hann, sem duga vonandi til þess að tryggja fyrirtækinu fjármögnun út næsta ár, koma til móts við athugasemd- ir erlendra matsfyrirtækja og geri fyrirtækið þannig gjaldgengt á lánsfjármörkuðum á ný. Þarna er meðal annars horft til þeirra athugasemda sem fyrirtæk- ið Moody‘s gerði snemma á þessu ári þegar það fann að því að það hefði ekki nýtt möguleika til að hækka gjaldskrár, en hækkun á rafmagni og heitu vatni undanfar- in fimm ár er langt undir vísitölu- breytingum á sama tíma. Þegar fyrirtækið er orðið gjald- gengt á lánsfjármarkaði á ný verð- ur verkefni stjórnarinnar að fjár- magna verklok framkvæmda á Hellisheiði. Nýjustu virkjanafram- kvæmdir þar hafa verið fjármagn- aðar til skamms tíma. Að því loknu muni skapast ráðrúm til að beina sjónum að því hvernig langtíma- stöðugleika verður náð í rekstri Orkuveitunnar og hvernig hægt verður að endurfjármagna félag- ið. Það þarf að greiða gríðarlega háar fjárhæðir af skuldum sínum næstu ár. Þyngst verður greiðslu- byrðin 2013. Stóriðjusala niðurgreiddi rafmagn Eins og fyrr sagði eru skuldir fyr- irtækisins samtals um 240 millj- arðar króna. Haraldur Flosi segir að eingöngu tæp 40 prósent af þessum skuldum, eða um 90 millj- arðar, séu vegna fjárfestinga í raforkusölu til stóriðju. Þetta sé hluti starfseminnar. Viðmið raf- orkuverðsins, sem er meðal ann- ars verðtryggt miðað við mark- aðsverð á áli, hafi aukist um 116 prósent á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað um 57 prósent en tekjur af raforkusölu til heimila hafi aðeins hækkað um 23 prósent. Segja megi að stóriðju- salan hafi niðurgreitt rafmagn til annarra notenda. Um fjórðungur skulda Orkuveitu Reykjavíkur, eða um 60 milljarð- ar, er til kominn vegna fjárfest- inga í hitaveitu á Hellisheiði. Þret- tán prósent til viðbótar, ríflega 31 milljarður, tengjast fráveitufram- kvæmdum sem Orkuveitan hefur ráðist í. FRÉTTASKÝRING: Róttækar aðgerðir samþykktar á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur Pétur Gunnarsson peturg@frettabladid.is 28,5% hækkun á orkukostnaði heimila STJÓRNARFORMAÐUR Haraldur Flosi Tryggvason er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA-próf frá Oxfordháskóla í Bretlandi. Hann vonast til að þær aðgerðir sem stjórn Orkuveitunnar samþykkti í gær tryggi fjármögnun fyrirtækisins út næsta ár. Frekari vinna þurfi þó að eiga sér stað til þess að tryggja varanlegan bata í rekstrinum og brugðið geti til beggja vona í því sambandi. Þættir eins og þróun krónunnar og vaxtastig geti haft mikið að segja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hækkun á gjaldskrá Orku- veitunnar leiðir til hækkunar á verðbólgu, samkvæmt vísi- tölu neysluverðs sem þessu nemur. 0,39%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.