Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 81
LAUGARDAGUR 28. ágúst 2010
Leikstjórinn Sigurjón Einarsson
sýnir í Detroit í Bandaríkjunum
í september heimildarmyndina A
Name Is a Name. Hún fjallar um
Makedóníubúa og baráttu þeirra
fyrir nafni landsins. Þetta er nokk-
urs konar vegamynd sem var tekin
upp á sjö mánaða tímabili þegar
Sigurjón ferðaðist þar um á mót-
orhjóli.
Myndin vakti athygli í fyrra
þegar fjölmiðlar í Makedóníu full-
yrtu að grísk stjórnvöld hefðu beitt
sér gegn því að myndin yrði sýnd
á vegum sendiráðs Íslands í Wash-
ington. Umfjöllunarefnið þótti of
viðkvæmt en í myndinni er fjallað
um langvinna deilu Grikklands og
Makedóníu. Grikkir hafa bent á að
hérað í Grikklandi heiti Makedónía
og vilja þeir ekki viðurkenna rétt
nágrannaríkisins til að heita sama
nafni. Allur ágóði myndarinn-
ar rennur til góðgerðasjóðs fyrir
Makedóníubúa sem er starfrækt-
ur í Detroit. Í myndinni er tón-
list eftir íslensku hljómsveitirnar
Sigur Rós, múm og Earth Affair,
Graham Nash úr hljómsveitinni
Crosby, Stills, Nash and Young og
Morten Harket, söngvara norsku
sveitarinnar A-ha. Sigurjón hefur
einmitt unnið mikið með Harket
síðastliðin átján ár.
Sigurjón hefur verið búsettur í
Noregi undanfarin 22 ár og hefur
gert fjölda sjónvarpsþátta og heim-
ildarmynda. Hann hefur einnig
leikstýrt yfir þrjú hundruð sjón-
varpsauglýsingum og tónlistar-
myndböndum. Á meðal annarra
heimildarmynda hans er mynd sem
hann framleiddi um sjálfstæðis-
baráttuna í Austur-Tímor.
Mynd Sigurjóns
sýnd í Detroit
TÖKULIÐ Tökulið heimildarmyndarinnar A Name Is a Name sem verður sýnd í
Detroit í næsta mánuði.
Samkvæmt könnun í Bandaríkj-
unum vilja áhorfendur hafa áhrif
á framvindu leikins sjónvarps-
efnis sem þeir horfa á. YouGov-
könnunin náði til yfir tvö þúsund
sjónvarpsáhorfenda en 69 prósent
þeirra sögðust vilja hafa eitthvað
að segja um það hvernig „plottið“
í sjónvarpsþáttum væri. Þá kom
jafnframt í ljós að sjónvarpsáhorf-
endur eru í sífellt meira mæli farn-
ir að nota netið á meðan þeir horfa
á sjónvarpið en 87 prósent þeirra
sem tóku þátt sögðust yfirleitt
setja „status“ á Facebook á meðan
þeir horfðu.
„Neytendur vilja taka meiri
þátt, þeir vilja stanslausar upplýs-
ingar; hvaða lög er verið að spila í
þáttunum og hvar þeir geti keypt
fatnaðinn sem persónur þáttanna
klæðast,“ segir Ivan Ristic hjá
almannatengslafyrirtækinu Diff-
usion PR í samtali við BBC. „Við
sjáum það í sífellt meira mæli að
áhorfendur vilja heyra álit ann-
arra og nota netið til þess.“
Vilja breyta sögunni
HVAÐ GERIST NÆST? Eflaust hefði verið
forvitnilegt að sjá hvað hefði gerst ef
áhorfendur Stöðvar 2 hefðu fengið að
kjósa um framvinduna í Fangavaktinni.
Miðasölustjóra fyrir Tjarnarbíó
frá 15. september. Um er að ræða 50% starf umsjónaraðila
með miðasölu Tjarnarbíós sem verður með fastan opnunartíma ásamt því að annast
uppfærslu á vef miðasölunnar, sjá um móttöku gesta og uppgjörs vegna miðasölu.
Færni í mannlegum samskiptum er mikilvæg. Vinsamlegast gefi ð upp meðmælendur.
Vefverslun:
handverkshusid.is
Reykjavík
Bolholt 4, Sími: 555 1212
Akureyri
Kaupangi Sími: 461 1112
Sunnudag kl. 14 – 16
Námskeiðsskráning: