Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 66
34 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR „Svo var komið að það var vonlaust að ná samkomulagi við Laxárvirkjun“, segir Ásmundur Jónsson, bóndi á Hofstöðum, sem var við Miðkvísl kvöldið góða. „Þá tóku þeir þá ákvörðun að fjar- lægja þessa stíflu.“ „Það rann mikið vatn um útfallið áður en eftir að stíflan var byggð voru þetta bara smá lænur. Það var silungastigi þarna sem kom ekki að notum fyrir vatnsleysi. Silungurinn gat þess vegna ekki gengið þarna eins og hann átti rétt á.“ Ásmundur segir að ákvörðunin um að fjarlægja stífluna hafi verið tekin með stuttum fyrirvara. „Það var búið að ræða þetta eitthvað. Svo slitnaði upp úr. Þetta var á laugardegi og margt fólk við jarðarför á Skútustöðum. Þar var gengið á milli manna og sagt frá því að meiningin væri að koma saman við Miðkvísl. Svo var boðum komið til þeirra sem vitað var að myndu styðja þetta. Um kvöldið komu menn með skóflur, haka og járnkarla og byrjuðu að grafa. Svo kom í ljós að það var steyptur kjarni inni í garðinum. Þá voru góð ráð dýr. Það var vitað um gamalt sprengiefni þarna á staðnum frá því hún var byggð og það var sótt. Hvellhetturnar voru til hjá okkur því þær voru notaðar við að sprengja upp minkagreni. Svo var sprengt þegar búið var að moka frá með dráttar- vélum að neðan. Þetta gaf sig og áin hljóp fram.“ Ásmundur segir minninguna ljúfa. „Menn gengu að þessu með mikilli ánægju og andinn var góður. Hann ríkir enn með þessu fólki. Menn eru stoltir af þessum degi og ég hef ekki enn þá hitt neinn sem iðrast.“ Þ egar komið var fram undir 1970 vantaði nokk- uð upp á að rafvæðingu landsins væri lokið. Því var talið brýnt að virkja meira til að mæta sívaxandi orku- þörf heimila og atvinnulífs. Orku- skortur var vandamál en á sama tíma næg tækifæri til að bæta þar um. Aðeins brotabrot þeirrar nýt- anlegu vatnsorku sem fyrir var í landinu var þá nýtt. Þeir sem fjöll- uðu um orkumál og virkjanir á sjö- unda áratugnum töldu næsta skref vera að reisa stórar virkjanir, enda var nýr útflutningsiðnaður þá að fæðast og þörfin rík. Búrfellsvirkj- un var tekin í gagnið árið 1970 og álverið í Straumsvík hóf rekstur sama ár. Þetta var andi tímans; böndum skyldi komið á fallvötnin og byrja átti þar sem hagfelldast þótti að vinna ódýrt rafmagn. Árið 1970 var tilnefnt náttúru- verndarár fyrir tilstilli Evrópu- ráðsins. Þetta var í anda vakningar erlendis um náttúruvernd. Þessir straumar skiluðu sér hingað og umræða kviknaði um náttúru- og umhverfisvernd. Laxárdeilan svo- kallaða er birtingarmynd þessa, en þess er nú minnst að fjörutíu ár eru liðin síðan heimamenn nyrðra fengu sig fullsadda og gripu til örþrifaráða til að vekja athygli á málstað sínum: Að bjarga einni mestu náttúruperlu þessa lands frá eyðileggingu með byggingu stíflu og uppistöðulóns í Laxá í Laxár- dal. Stórkarlaleg áform Sprenging Miðkvíslarstíflu í Mývatnssveit 25. ágúst 1970 er táknrænn atburður fyrir baráttu fólksins í Þingeyjarsýslu fyrir framtíð sinni og lífsgæðum. Hún markar jafnframt tímamót í nátt- úruvernd á Íslandi. Á sjöunda ára- tugnum voru sett fram áform um að virkja Laxá með stíflu og uppi- stöðulóni í Laxárdal. Þegar litið er til baka eru þessi áform svo stórkarlaleg að undrum sætir og afstaða heimamanna skiljanleg. Gljúfurversvirkjun, eins og hún nefndist, átti að leysa aðkallandi orkuþörf fjórðungsins, og jafnvel um allt Norður- og Austurland. Stóð til, í fjórum áföngum fram- kvæmda, að reisa 57 metra háa stíflu efst í gljúfrunum við Brúar, rétt ofan við Laxárvirkjun. Lónið hefði náð lengra en fram í miðjan Laxárdal og gert allar jarðir þar óbyggilegar enda myndu jarðir og hús bænda fara á kaf í lónið. Einnig var gert ráð fyrir fimmta áfanga, Suðurárveitu, samkvæmt áætl- un Orkustofnunar. Þá yrði stíflan hækkuð enn og lónið stækkað með því að veita Suðurá í Svartárvatn og Svartá þaðan í Kráká sem fell- ur í Laxá rétt neðan við Mývatn. Í heild gerði þessi áætlun ráð fyrir því að Laxá og fyrrnefnd fallvötn auk Skjálfandafljóts yrðu nýtt í þremur virkjunum; Laxárvirkj- un neðri við Brúar, Laxárvirkjun efri nýtti vatn frá Mývatni niður í Laxárdal og Krákárvirkjun, sem yrði neðanjarðar suður af bænum Gautlöndum, myndi nýta vatn úr stóru uppistöðulóni norðvestur af Sellandafjalli. Skjálfandafljóti yrði veitt með skurði í Svartárvatn og þaðan um Suðurárveitu í Kráká og áfram í Laxá. Í stuttu máli: Til stóð að gjörbylta vatnavegum og lands- lagi að því marki að óþekkjanlegt yrði þeim sem þarna hafa komið. Rök með og á móti Kjarni málsins er kannski hvað heimamenn og virkjunarmenn litu málið ólíkum augum. Fram- kvæmdaaðilinn, Laxárvirkjun, sem var í eigu Akureyrarbæjar og ríkisins, svaraði andstöðu gegn Gljúfurversvirkjun með rökum um hagkvæmni og samfélagslegan og efnahagslegan ávinning af virkjun- inni. Stjórn fyrirtækisins kvaðst telja vafasamt að nokkur hliðstæð framkvæmd gæfi eins ódýra orku og menn hefðu einfaldlega ekki efni á því að nýta ekki slíkan virkj- unarkost. Bæði í ræðu og riti kom fram að það væri glórulaust að láta fuglalíf eða fisk á sundi setja slíka framkvæmd í uppnám. Heimamenn, Héraðsnefnd Þing- eyinga og síðan félag landeiganda við Laxá og Mývatn, sem voru formlegir aðilar að deilunni, beittu á hinn bóginn fyrir sig náttúru- verndarrökum: „Laxá og Mývatn eru ómetanleg náttúruundur á margan hátt, sakir sérstöðu sinnar, fegurðar, fugla- og dýralífs, bæði á innlendum og erlendum mæli- kvarða séð, enda eftirsótt af nátt- úrufræðingum, sportveiðimönn- um og náttúruunnendum um allan heim“, skrifaði einn helsti forystu- maðurinn í baráttunni gegn virkj- un, Hermóður Guðmundsson í Árnesi. Þessu til viðbótar rákust virkjunaráformin harkalega á við hagsmuni bænda við Laxá. Áralöng málaferli Laxárdeilan var inni á borði dóm- stóla árum saman og rétt að vísa á bók lögfræðingsins Sigurðar Giz- urarsonar sem skýrir þá atburða- rás í þaula. Alþingi fjallaði einn- ig um málið frá ýmsum hliðum sem endaði með lagasetningu. Af sprengjumönnum er það að frétta að réttarhöld stóðu vikum saman. Ekki er nákvæmlega vitað hve margir voru við Miðkvísl en 65 voru ákærðir fyrir spellvirki sem valdið hefði almannahættu. Í þann hóp vantar marga og undir yfirlýs- ingu, þar sem menn lýstu verkinu á hendur sér, rituðu 88. Þar að auki skrifuðu 113 undir yfirlýsingu þess efnis að þeir hefðu veitt liðsinni sitt í orði eða verki. Aldrei var upplýst hverjir hefðu verið forsprakkar við stíflurofið, stýrt dráttarvélum eða beitt sprengiefni. Á neðra dómsstigi þótti rétt, með skírskotun til máls- atvika, að refsing yrði látin niður falla en í Hæstarétti hljóðaði dóm- urinn upp á skilorðsbundna sekt. Fullnaðarsigur Laxárdeilan stóð frá 1969 til 1973 og snerist um hvort varð- veita skyldi Mývatns- og Laxár- svæðið eða eyða því í núverandi mynd í þágu raforkuframleiðslu. Framkvæmdaaðilar létu að lokum í minni pokann, fallið var frá áformum um Gljúfurversvirkjun og Alþingi setti 1974 lög um vernd- un Laxár og Mývatns. Nú er viður- kennt og sannað með rannsóknum að lífríki svæðisins er einstætt á heimsvísu og er nú undir ákvæð- um Ramsar-sáttmálans um alþjóð- lega vernd votlendis. Dínamít notað í náttúruvernd Árið 1970 markar í hugum margra þáttaskil í umhverfismálum hér á landi. Þá sprengdu Þingeyingar Miðkvíslarstíflu við Mývatn og mótmæltu á táknrænan hátt þeim áformum að eyðileggja Laxá og Laxárdal með gerð Gljúfurversvirkjunar. Svavar Hávarðs- son gluggaði í nýútkomna bók sagnfræðingsins Unnar Birnu Karlsdóttur og ræddi við sprengjumenn. VIÐ MIÐKVÍSL 25. ÁGÚST 1970 Miðkvísl er ein þriggja kvísla Laxár þar sem áin fell- ur úr Mývatni. Stíflan var rétt neðan við útfallið. Ekki er vitað hversu margir komu saman þetta kvöld við ána, en 65 voru kærðir fyrir spellvirki. Að sögn fólksins var ákvörðunin um að sprengja stífluna tekin með litlum fyrirvara eftir jarðarför á Skútustöðum í Mývatnssveit. Öll ummerki um stífluna eru nú horfin, líka silunga- stigi sem sprengjumenn létu vera. MYND/SR. ÖRN FRIÐRIKSSON ■ HEF ENGAN MANN HITT, SEM IÐRAST - Ásmundur Jónsson, bóndi á Hofstöðum „Eftir að hafa rannsakað sögu viðhorfa til náttúru og virkjana síðastliðin rúm hundrað ár þá get ég fyllilega tekið undir það að Laxárdeilan markaði þáttaskil í sögu og stöðu náttúruverndar hér á landi, enda var þetta í fyrsta sinn sem virkjunaráform mættu almennri og harðri mótstöðu hér á landi. Hún var þó enginn endapunktur í sögu átaka milli náttúruverndarsjónarmiða og orkuöflunar eins og þær virkjanadeilur sem stóðu eftir að Laxárdeilan var leidd til lykta eru til vitnis um. Laxárdeilan, það er arfleifð hennar í íslensku hugarfari, vegur hins vegar enn þungt því hún stendur upp úr í sögunni sem fyrsti sigur náttúruverndar gegn virkjunarstefnu stjórnvalda. Þau tímamót sem urðu í náttúruvernd hér á landi vegna baráttunnar gegn Gljúfurversvirkjun í Laxá fólust í mörgu: Í fyrsta lagi voru stjórnmálamenn og virkjunaraðilar í fyrsta sinn krafðir um að taka ætti tillit til náttúruverndarsjónarmiða við gerð virkjunaráforma á Íslandi. Laxárdeilan skólaði þannig stjórnvöld og orkumálageirann aðeins til því menn gerðu sér grein fyrir því að ekki yrði lengur hægt að virkja hvar sem væri mótstöðulaust. Í öðru lagi vakti hún íslenskan almenning til meðvitundar um náttúruvernd og sýndi hverju mætti áorka í hennar þágu með samtakamætti. Í þriðja lagi leiddi Laxárdeilan til þess að í fyrsta sinn var virkjunartilhögun sniðin að kröf- um um náttúruvernd. Gerð var rennslisvirkjun til að valda sem minnstum náttúruspjöllum í stað þess að sökkva stórum hluta Laxárdals eins og upphaflega hafði staðið til. Í fjórða lagi var fallist á kröfu andstæðinga Laxárvirkjunar um að sett yrðu lög sem kveða á um verndun Laxár frá upptökum til ósa og um vernd Mývatns-Laxársvæðisins. Þessi lög tryggðu þannig vernd þessa svæðis gegn frekari virkjunaráætlunum og mörkuðu kaflaskil í sögu náttúru- verndar því þau knúðu á um að horft væri á vatnsföll og landsvæði sem vistræna heild. Barátta gegn virkjun leiddi þannig til náttúruverndar í tilviki Laxárdeilunnar.“ ■ FYRSTI SIGUR NÁTTÚRUVERNDAR Á ÍSLANDI - Unnur Birna Karlsdóttir, sagnfræðingur VIÐ ÚTFALL MÝRARKVÍSLAR Ásmundur stendur hér á þeim stað sem stíflan var. Áin fellur frjáls fram eins og hann orðar það og ummerki um rask af mannavöldum eru sáralítil LAXÁRVIRKJUN ÁRHVAMMUR ÁRHÓLAR BIRNINGSSTAÐIRHALLDÓRSSTAÐIR AUÐNIR ÞVERÁ SÉÐ NIÐUR LAXÁRDAL Þessi ljósmynd er tekin fyrir miðjum Laxárdal eða þaðan sem efri mörk uppistöðulónsins hefðu verið ef fyrirætlanir um Gljúfurversvirkjun hefðu náð fram að ganga. Myndin sýnir þó aðeins hluta þess svæðis sem hefði farið undir vatn. Hér sést ekki hólma- og flúðasvæðið næst Laxárvirkjun sem er rómað fyrir fegurð. Stíflan við Laxárvirkjun átti að vera 57 metra há miðað við fyrstu fjóra áfanga framkvæmdarinnar. Hefði komið til fimmta áfanga hefði stíflan orðið hærri og enn meira landi í dalnum verið sökkt. Bæirnir sem hér eru merktir inn á myndina voru allir í byggð árið 1970. Búseta í Laxárdal hefði lagst af með öllu ef framkvæmdir hefðu náð fram að ganga. MYND/VIGFÚS HALLGRÍMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.