Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 82
50 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Ný krakkajóganámskeið að hefjast hjá Jóga stúdíó. Mánudagar 2-4 ára klukkan 16:30 Miðvikudagar 5-7 ára klukkan 16:30 Fimmtudagar 8-12 ára klukkan 16:30 Krakkajóga Seljavegi 2, gamla Héðinshúsinu, við hliðina á Loftkastalanum Nánari upplýsingar og skráning á jogastudio.is. Einnig hægt að skrá í síma 772-1025 Ágústa og 695-8464 Drífa. Jóga námskeið Námskeið byrja 6. september í Kirkjuhvoli í Garðabæ á mánu- og miðvikudögum Morguntímar kl. 9:00–10:00 Framhaldstímar kl. 18:00–19:15 Byrjendanámskeið kl. 19:30–20:45 Einnig byrja námskeið 7. september í nýjum sal í Hamraborg 20a í Kópavogi. Hádegistímar þriðju- og fimmtudaga kl 12:00–13:00 Upplýsingar og skráning í síma 893 9723 eða annaing@centrum.is Anna Ingólfsdóttir, jógakennari A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… Heimildarmynd Árna Sveinssonar, Með hangandi hendi, sem fjallar um hinn ástsæla söngvara Ragnar Bjarnason, verður frumsýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem fer fram 23. september til 3. október. Raggi Bjarna mun að sjálfsögðu taka lagið við frumsýningu myndarinnar. Raggi stendur á tímamótum þar sem hann siglir inn í 75. aldursárið, árið sem einnig markar 60 ára starfsafmæli hans. Í kvikmyndinni er skyggnst á bak við ímynd Ragga og ferill hans skoðað- ur. Honum er fylgt eftir við undirbún- ing fyrir stórtónleika í Laugardalshöll og einnig er fjallað um daglegt líf hans. Það var fyrir tilstilli samstarfsfélaga Ragnars til margra ára, útvarpsmanns- ins Þorgeirs Ástvaldssonar, að Eva Rún Þorgeirsdóttir og Árni Sveinsson fóru á stúfana og ákváðu að gera kvikmynd um kappann á þessum tímamótum. Í kjöl- farið fylgdi Árni Ragga eftir í tæp tvö ár og átti samtöl við alla helstu eftirlif- andi samstarfsmenn hans um feril hans og lífshlaup. Hrafnhildur Gunnarsdótt- ir heimildarmyndagerðarmaður og eig- andi Krumma Films ehf. kom að verk- inu um svipað leyti og Árni, og sá um fjármögnun verksins og framleiðslu. Með hangandi hendi á RIFF RAGGI OG ÞORGEIR Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson í heimildarmyndinni Með hangandi hendi. Hin breska Mary Bale fær sennilega seint inngöngu í kattavinafélög eftir að hún kom ketti fyrir í rusla- tunnu. Níðingsskapur gagn- vart þessum loðnu ferfætl- ingum hefur einnig færst í aukana hér á landi. „Á hverjum degi er alltaf nokkr- um köttum hent út úr bílum hér fyrir utan,“ segir Elín Kristjáns- dóttir, umsjónamaður í Kattholti, en Fréttablaðið hafði samband við hana í kjölfar frétta af Mary Bale, bresku konunni sem henti ketti ofan í ruslatunnu. Málið hefur vakið hörð viðbrögð víðs vegar um heiminn. Bale taldi sig sennilega vera í einskismannslandi þegar hún kom kettinum fyrir í tunn- unni en hún var gripin glóðvolg af öryggismyndavélum. Eigandi katt- arins ólánsama greip til þess ráðs að leita til fjölmiðla með mynd- bandið í von um að einhver gæti borið kennsl á konuna og það fór eins og eldur í sinu um netheima. Mary Bale hefur fengið líflátshót- anir í kjölfarið og að lokum baðst hún afsökunar á hegðun sinni en hún verður líklega sótt til saka af dýraverndunarsamtökum fyrir athæfið. Elín segist verða vör við álíka grimmd gagnvart köttum hér á landi og þær taki við köttum í alls konar ástandi á Kattholt. „Ég get alveg sagt að við höfum orðið varar við aukningu í að fólk skilur ketti eftir hvar sem er. Það bara losar sig þá á útivistarsvæðum eins og Heiðmörk og heldur að þá sé vandamálið úr sögunni,“ segir Elín og bætir við að sér finnist eins og margir hugsi ekki um ketti sem lif- andi verur. „Það er eins og sumir haldi að það sé bara hægt að koma fram við ketti eins og leikföng,“ segir Elín en hún bjargaði í vik- unni kettlingum og mömmu þeirra frá manni sem hótaði að henda þeim í sjóinn. „Það var stelpa sem hringdi í mig og sagði mér frá þessum manni. Hann var að aug- lýsa kettlinga gefins og hún fór að til að fá sér einn. Þar var henni til- kynnt að hann gæti ekki átt kett- lingana og ætlaði að henda þeim í sjóinn ef enginn mundi koma og ná í þá. Hann sagðist hafa gert það áður,“ segir Elín en stelpan hringdi þá í Kattholt og sagði frá mannin- um. „Ég bað hana um að fara aftur og ná í kettlingana og mömmuna fyrir mig. Nú eru þeir hér hjá mér en vantar auðvitað heimili eins og alla hina kettina,“ segir Elín. alfrun@frettabladid.is GRIMMD GAGNVART KÖTTUM FÆRIST Í AUKANA BJARGVÆTTUR Elín Kristjánsdóttir verður vör við meiri grimmd í garð katta á Íslandi upp á síðkastið en nokkrum köttum er á dag sleppt út fyrir utan Kattholt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK > FATALÍNA FRÁ JAY-Z Rapparinn Jay-Z og hafnaboltaliðið The New York Yankees hafa sett á fót nýja fatalínu. Til sölu verða hafnabolta- húfur, stuttermabolir, hettu- peysur, allt merkt Jay-Z og The Yankees. Þetta var ákveðið í tilefni af fyrstu tónleikunum sem verða haldnir á nýjum leikvangi félagsins í næsta mánuði þar sem Jay-Z og Eminem stíga á svið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.