Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 82
50 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
Ný krakkajóganámskeið að hefjast hjá Jóga stúdíó.
Mánudagar 2-4 ára klukkan 16:30
Miðvikudagar 5-7 ára klukkan 16:30
Fimmtudagar 8-12 ára klukkan 16:30
Krakkajóga
Seljavegi 2, gamla Héðinshúsinu,
við hliðina á Loftkastalanum
Nánari upplýsingar og skráning á jogastudio.is.
Einnig hægt að skrá í síma 772-1025 Ágústa
og 695-8464 Drífa.
Jóga námskeið
Námskeið byrja 6. september í Kirkjuhvoli
í Garðabæ á mánu- og miðvikudögum
Morguntímar kl. 9:00–10:00
Framhaldstímar kl. 18:00–19:15
Byrjendanámskeið kl. 19:30–20:45
Einnig byrja námskeið 7. september í nýjum sal
í Hamraborg 20a í Kópavogi.
Hádegistímar þriðju- og fimmtudaga kl 12:00–13:00
Upplýsingar og skráning í síma 893 9723
eða annaing@centrum.is Anna Ingólfsdóttir, jógakennari
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
Allt sem þú þarft…
Heimildarmynd Árna Sveinssonar, Með
hangandi hendi, sem fjallar um hinn
ástsæla söngvara Ragnar Bjarnason,
verður frumsýnd á Alþjóðlegri kvik-
myndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem fer
fram 23. september til 3. október. Raggi
Bjarna mun að sjálfsögðu taka lagið við
frumsýningu myndarinnar.
Raggi stendur á tímamótum þar sem
hann siglir inn í 75. aldursárið, árið
sem einnig markar 60 ára starfsafmæli
hans. Í kvikmyndinni er skyggnst á bak
við ímynd Ragga og ferill hans skoðað-
ur. Honum er fylgt eftir við undirbún-
ing fyrir stórtónleika í Laugardalshöll
og einnig er fjallað um daglegt líf hans.
Það var fyrir tilstilli samstarfsfélaga
Ragnars til margra ára, útvarpsmanns-
ins Þorgeirs Ástvaldssonar, að Eva Rún
Þorgeirsdóttir og Árni Sveinsson fóru á
stúfana og ákváðu að gera kvikmynd um
kappann á þessum tímamótum. Í kjöl-
farið fylgdi Árni Ragga eftir í tæp tvö
ár og átti samtöl við alla helstu eftirlif-
andi samstarfsmenn hans um feril hans
og lífshlaup. Hrafnhildur Gunnarsdótt-
ir heimildarmyndagerðarmaður og eig-
andi Krumma Films ehf. kom að verk-
inu um svipað leyti og Árni, og sá um
fjármögnun verksins og framleiðslu.
Með hangandi hendi á RIFF
RAGGI OG ÞORGEIR Raggi Bjarna og Þorgeir
Ástvaldsson í heimildarmyndinni Með hangandi
hendi.
Hin breska Mary Bale fær
sennilega seint inngöngu
í kattavinafélög eftir að
hún kom ketti fyrir í rusla-
tunnu. Níðingsskapur gagn-
vart þessum loðnu ferfætl-
ingum hefur einnig færst í
aukana hér á landi.
„Á hverjum degi er alltaf nokkr-
um köttum hent út úr bílum hér
fyrir utan,“ segir Elín Kristjáns-
dóttir, umsjónamaður í Kattholti,
en Fréttablaðið hafði samband við
hana í kjölfar frétta af Mary Bale,
bresku konunni sem henti ketti
ofan í ruslatunnu. Málið hefur
vakið hörð viðbrögð víðs vegar um
heiminn. Bale taldi sig sennilega
vera í einskismannslandi þegar
hún kom kettinum fyrir í tunn-
unni en hún var gripin glóðvolg af
öryggismyndavélum. Eigandi katt-
arins ólánsama greip til þess ráðs
að leita til fjölmiðla með mynd-
bandið í von um að einhver gæti
borið kennsl á konuna og það fór
eins og eldur í sinu um netheima.
Mary Bale hefur fengið líflátshót-
anir í kjölfarið og að lokum baðst
hún afsökunar á hegðun sinni en
hún verður líklega sótt til saka af
dýraverndunarsamtökum fyrir
athæfið.
Elín segist verða vör við álíka
grimmd gagnvart köttum hér á
landi og þær taki við köttum í alls
konar ástandi á Kattholt. „Ég get
alveg sagt að við höfum orðið varar
við aukningu í að fólk skilur ketti
eftir hvar sem er. Það bara losar
sig þá á útivistarsvæðum eins
og Heiðmörk og heldur að þá sé
vandamálið úr sögunni,“ segir Elín
og bætir við að sér finnist eins og
margir hugsi ekki um ketti sem lif-
andi verur. „Það er eins og sumir
haldi að það sé bara hægt að koma
fram við ketti eins og leikföng,“
segir Elín en hún bjargaði í vik-
unni kettlingum og mömmu þeirra
frá manni sem hótaði að henda
þeim í sjóinn. „Það var stelpa sem
hringdi í mig og sagði mér frá
þessum manni. Hann var að aug-
lýsa kettlinga gefins og hún fór að
til að fá sér einn. Þar var henni til-
kynnt að hann gæti ekki átt kett-
lingana og ætlaði að henda þeim
í sjóinn ef enginn mundi koma og
ná í þá. Hann sagðist hafa gert það
áður,“ segir Elín en stelpan hringdi
þá í Kattholt og sagði frá mannin-
um. „Ég bað hana um að fara aftur
og ná í kettlingana og mömmuna
fyrir mig. Nú eru þeir hér hjá mér
en vantar auðvitað heimili eins og
alla hina kettina,“ segir Elín.
alfrun@frettabladid.is
GRIMMD GAGNVART
KÖTTUM FÆRIST Í AUKANA
BJARGVÆTTUR Elín Kristjánsdóttir verður vör við meiri grimmd í garð katta á Íslandi upp á síðkastið en nokkrum köttum er á dag
sleppt út fyrir utan Kattholt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
> FATALÍNA FRÁ JAY-Z
Rapparinn Jay-Z og hafnaboltaliðið The
New York Yankees hafa sett á fót nýja
fatalínu. Til sölu verða hafnabolta-
húfur, stuttermabolir, hettu-
peysur, allt merkt Jay-Z og The
Yankees. Þetta var ákveðið í
tilefni af fyrstu tónleikunum
sem verða haldnir á nýjum
leikvangi félagsins í næsta
mánuði þar sem Jay-Z og
Eminem stíga á svið.