Fréttablaðið - 10.09.2010, Síða 4
4 10. september 2010 FÖSTUDAGUR
Heilsuakademían tekur ekki þátt í
Íslandsmótinu í súlufitness eins og
kom fram í frétt um mótið.
LEIÐRÉTTING
DÓMSMÁL „Ég held að ég hafi drep-
ið mann,“ var það fyrsta sem Ell-
ert Sævarsson sagði við systur
sína þegar hann kom heim aðfara-
nótt 8. maí í vor eftir að hafa veitt
rúmlega fimmtugum manni áverka
sem leiddu hann til dauða.
Þetta kom fram við aðalmeðferð
málsins sem fram fór í gær í Hér-
aðsdómi Reykjaness. Ellert veitt-
ist að manninum á göngustíg við
Bjarnarvelli í Reykjanesbæ með
þeim afleiðingum að hann lést af
áverkum á höfði.
Ellert, sem er 31 árs, lýsti
aðdraganda verknaðarins með
þeim hætti, að hann hefði mætt
manninum á göngustíg um nóttina.
Þegar hann hefði spurt hann hvað
hann væri að gera hefði maðurinn
sagst vera „að bíða eftir krökkum“.
Ellert kvaðst hafa spurt hann hvort
hann væri að misnota krakka. Mað-
urinn hefði þá gengið í burtu en
hann hafi elt hann og spurt hvort
þetta væri rétt.
Samkvæmt lýsingu Ellerts gekk
maðurinn þá að húsi við Bjarnar-
velli. Sjálfur kvaðst Ellert hafa
ætlað að komast einhvers staðar inn
til að hringja á lögregluna. Maður-
inn kom þá til baka en Ellert gekk í
veg fyrir hann og sagði að hann færi
ekki fyrr en lögreglan væri komin.
„Ég var hálfæstur … ég ætlaði
að öskra en gat það ekki,“ sagði Ell-
ert í dómsal. Spurður um viðbrögð
mannsins sagði Ellert sig ekki reka
minni til þess að hann hefði sagt
neitt. Hann hefði bara grett sig
og gengið með hendur á lofti í átt
til sín. Ellert sagðist síðan ekkert
muna þar til að maðurinn lá á jörð-
inni og hann hafi verið að sparka
í höfuð hans og bringu. Síðan hafi
hann tekið upp hellustein, sem
reyndist vera tólf kíló og hent í
manninn. Við yfirheyrslur hjá lög-
reglu taldi hann steininn hafa lent
í höfði hans.
Eftir þetta hljóp Ellert heimleið-
is og hitti þá systur sína fyrir, sem
hann sagði eiga lítil börn. Fram kom
í dómsal, að hann hefði verið mis-
notaður af fullorðnum karlmanni
þegar hann var á leikskólaaldri.
Hann kvað það hafa komið upp í
hugann af og til á þeim árum sem
síðan eru liðin. Þegar lögregla sagði
honum morguninn eftir að maður-
inn væri látinn sagði Ellert: „Hann
er þá ekkert að fara að gera neitt
við frænda minn.“
Þá kom fram að Ellert hafði
drukkið áfengi síðustu tvo sól-
arhringana fyrir verknaðinn og
mældist mikið magn þess í blóði
hans. Jafnframt leifar af amfetam-
íni. Ellert er menntaður flugvirki.
Hann hefur verið atvinnulaus að
undanförnu og skuldar há náms-
lán.
jss@frettabladid.is
Játar dráp og ber við
gruni um barnaníð
Rúmlega þrítugur maður, sem varð rúmlega fimmtugum manni að bana í
Reykjanesbæ í maí, kvaðst í dómsal í gær hafa haldið að fórnarlambið misnot-
aði krakka. Sakborningur sagðist sjálfur hafa verið misnotaður á leikskólaaldri.
LEIDDUR Í DÓMSAL Aðalmeðferðin fór fram með miklum tilfinningaþunga, þar sem
bæði aðstandendur geranda og fórnarlambs mættu í dómsal. Sjálfur brast sakborn-
ingur öðru hverju í grát í frásögn sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ALÞINGI Nokkur stjórnarfrumvörp hafa
verið afgreidd til nefnda og þriðju umræðu
á Alþingi í fyrradag og í gær. Reyna á að
afgreiða þau sem lög frá þinginu áður en því
verður slitið í lok næstu viku.
Í gær var frumvarp um breytingar á
stjórnarráðinu afgreitt sem lög. Það kveður
á um sameiningu dómsmála-, mannréttinda
og samgönguráðuneytanna í eitt innanríkis-
ráðuneyti og heilbrigðis-, félags- og trygg-
ingamálaráðuneytisins í eitt velferðarráðu-
neyti. Þær breytingar eiga að taka gildi um
áramót. Þá munu iðnaðar-, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneyti sameinast í atvinnu-
málaráðuneyti og umhverfisráðuneytið
einnig verða ráðuneyti auðlindamála. Síðari
breytingarnar munu taka gildi 1. apríl. 2011.
Þá var frumvarp umhverfisráðherra til
skipulagslaga, sem kveða á um landnýtingu
til framtíðar, afgreitt til nefndar. Frum-
varpið er í 57 liðum og mjög viðamikið.
Frumvarp iðnaðarráðherra um afnám iðn-
aðargjalda, í samræmi við dóm Mannrétt-
indadómstóls Evrópu um ólögmæti þess,
og endurráðstöfun þeirra gjalda sem þegar
hafa verið innheimt, var einnig afgreitt
til þriðju umræðu, sem og þrjú frumvörp
dómsmálaráðherra um aukin réttindi inn-
flytjenda og hælisleitenda.
Í gær fór svo frumvarp um stjórnlagaþing
einnig til þriðju og síðustu umræðu.
- sh
Ýmis frumvörp voru send til lokaumræðu í nefndum Alþingis í gær og fyrradag:
Nokkur frumvörp afgreidd á lokametrunum
AF ÞINGI Alþingismenn hyggjast afgreiða hin og þessi
frumvörp sem lög fyrir lok næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA
BARACK OBAMA Segir brennuna brjóta
gegn siðferðisgildum Bandaríkjanna.
FRÉTTABLAÐI/AP
BANDARÍKIN, AP Barack Obama
Bandaríkjaforseti hvetur leiðtoga
lítils trúarsöfnuðar á Flórída til
að hætta við bókabrennu, sem
hann hefur boðað til á morgun
þar sem brenna á trúarrit mús-
lima, Kóraninn.
„Þetta auðveldar Al Kaída að
afla sér nýrra meðlima,“ sagði
Obama í sjónvarpsviðtali í gær.
Hann sagði brennuna stofna lífi
bandarískra hermanna í hættu,
auk þess sem hún sé í andstöðu
við siðferðisvitund Bandaríkja-
manna.
„Þetta land hefur verið byggt
upp á hugmyndinni um frelsi og
trúarlegt umburðarlyndi.“ - gb
Obama í sjónvarpsviðtali:
Hvetur prest
til að hætta við
RÚMENÍA, AP Þingmenn í Rúmen-
íu hafa kannski óttast að nornir
myndu breyta þeim í froska,
þegar þeir felldu frumvarp um
að nornir og spákonur ættu að
greiða skatta.
Frumvarpið er samið af tveim-
ur þingmönnum Frjálslynda
demókrataflokksins, þeim Alin
Popoviciu og Cristi Dugulescu.
Frjálslyndir demókratar eru
í stjórn og reyna að finna sem
flesta möguleika til að bæta stöðu
ríkissjóðs.
Marina Campina, velþekkt
norn í Rúmeníu, segir erfitt að
skattleggja þessa stétt. - gb
Áfangasigur í Rúmeníu:
Nornir sleppa
við skattana
Afar og ömmur í kreppunni
Samkvæmt nýrri rannsókn hefur
efnahagskreppan, í Bandaríkjunum í
það minnsta, haft þau áhrif að afar og
ömmur gera meira af því að ala upp
börn barna sinna en áður tíðkaðist.
BANDARÍKIN
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
GENGIÐ 09.09.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
205,1216
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
118,14 118,70
181,99 182,87
150,17 151,01
20,165 20,283
19,088 19,200
16,231 16,327
1,4113 1,4195
178,57 179,63
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
glæsilegar stöðvar
í Kringlunni og Ögurhvarfi.
Opnum á morgun
Mánaðarkort á 25 ára afmælisverði
aðeins krónur 1.750.kr -
á laugardag og sunnudag
gildir í Kringlunni og Ögurhvarfi.
bestun.is
ALÞINGI Kjósendur munu þurfa
að rita númer á kjörseðla þegar
kosið verður til stjórnlagaþings,
en ekki merkja við nöfn fram-
bjóðenda eins og tíðkast hefur
í persónukjöri til þessa. Þetta
er meðal breytinga sem gerðar
verða á lögum um stjórnlagaþing
verði frumvarp þar um að lögum
eins og allt bendir til.
Róbert Marshall, formaður
allsherjarnefndar, mælti fyrir
frumvarpinu í gær. Hann
útskýrði að ef frambjóðendur til
þingsins verða fleiri en 115 yrði
letrið á kjörseðlinum allt of smátt
án þessarar breytingar, eða kjör-
seðillinn á stærð við verðlauna-
ávísanir í hjólreiðakeppnum, eins
og Róbert komst að orði. Því væri
lendingin að gefa frambjóðendum
númer, og hver kjósandi ritaði
síðan 25 númer á seðilinn.
Birgir Ármannsson, Sjálfstæð-
isflokki, mótmælti breytingunni
og sagði hana flækja málin fyrir
kjósendur. - sh
Kosningar til stjórnlagaþings:
Númer en ekki
nöfn á kjörseðli
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
28°
26°
19°
17°
22°
18°
16°
16°
24°
20°
28°
24°
33°
17°
22°
20°
17°Á MORGUN
Fremur hægur vindur.
Vaxandi með S-strönd.
SUNNUDAGUR
Strekkingsvindur
gengur NA yfi r landið. 11
12
11
13
13
13
13
12
1211
13
13
13
12
12
11
12
12
11
14
10
10
6
6
4
3
2
4
3
5
3
5
HELGIN verður
nokkuð kafl a-
skipt. Á laugardag
verður úrkoma
norðaustan til en
þá sést til sólar
sunnan heiða með
skúrum þó. Á
sunnudag verður
suðaustan strekk-
ingur með tals-
verðri úrkomu suð-
vestan til en bjart
fyrri hluta dags
norðaustanlands.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður