Fréttablaðið - 10.09.2010, Page 6

Fréttablaðið - 10.09.2010, Page 6
6 10. september 2010 FÖSTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Skipstjórar sex skoskra skipa hafa viður- kennt fyrir hæstarétti í Glasgow að hafa veitt og land- að ólöglega tugum þúsunda tonna af makríl og síld að verðmæti 2,7 milljarðar króna. Einn skipstjóranna er varaformaður Samtaka skoskra uppsjávarveiðimanna (SPFA). Eins og kunnugt er hafa samtökin haft sig mjög í frammi í gagnrýni á makrílveiðar Íslendinga að undan- förnu. Frá þessu greina skoskir fjölmiðlar og þeirra á meðal The Scotsman. „Það er orðið þreytandi að lesa hverja fréttina á fætur annarri um ásakanir Skota á hendur okkur fyrir óábyrg- ar veiðar á makríl,” segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. „Þessir sömu menn hafa orðið upp- vísir að því að veiða ólöglega og landa tugum þúsunda tonna af makríl og síld.“ Í frétt á heimasíðu LÍÚ er það rifjað upp að Skotar ákváðu að sniðganga ráðstefnu Nor- rænu ráðherranefndarinnar í Færeyjum, þar sem veiðar á síld og makríl eru til umfjöllunar. Ólöglegu landanirnar sem um ræðir áttu sér stað á Hjaltlandseyjum á árunum 2002-2005. Alls reyndist um 200 brotatilvik að ræða. Rannsókn málsins var að sögn yfirvalda og fjölmiðla mjög tímafrek enda brotin „þaul- hugsað samvinnuverkefni útgerðarmanna og vinnslu- aðila í landi“. - shá Skotar viðurkenna ólöglegar veiðar á tugþúsundum tonna af makríl og síld: Uppvísir að stórtæku svindli MAKRÍLL Gagnrýni Evrópusambandslanda á veiðar Íslend- inga eru háværar. Hæst láta Skotar sem nú eru uppvísir að stórfelldri rányrkju. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is á morgun kl. 10 til 16. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Verið velkomin í verslun okkar að Nóatúni 4. A T A R N A A T A R N A Sölusýning SJÁVARÚTVEGUR Skipverjar á Faxa RE fullyrða í skipabloggi sínu að færeyska skipið Fagraberg hafi fengið helmingi hærra verð fyrir landaðan makríl hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum en íslensk skip fá fyrir sinn afla. Þessu hafn- ar verksmiðjustjóri Ísfélagsins. Hann segir að færeysk skip séu þó almennt mun betri en þau íslensku og skili betra hráefni. Það sé stór þáttur í verðmyndun aflans. Faxamenn rákust á litla frétt á færeysku sjávarútvegssíðunni skipini.com þar sem segir frá því að færeyska skipið Fagra- berg hafi landað eitt þúsund tonnum í Vestmannaeyjum fyrir fjórar krónur danskar á kílóið. Það eru um 80 krónur íslenskar. Þeir spyrja hvort þetta geti verið þegar það liggi fyrir að íslensk skip, og þá skipti litlu hvar land- að er, fái 36 til 42 krónur fyrir landað kíló af makríl. „Er þetta ekki sami makríllinn og við erum að landa eða fer þessi kannski á aðra markaði?“ spyrja þeir. Páll Scheving Ingvarsson, verk- smiðjustjóri Ísfélagsins, segir það verð sem birt er á færeysku síð- unni „fjarri lagi“. Hann vill hins vegar ekki greina frá því hvaða verð var borgað fyrir makrílinn sem Fagrabergið landaði. „Við gefum ekki upp það verð sem við greiðum, hvort sem það er inn- lendur eða erlendur afli.“ Páll segir að þegar verðmyndun sjávarfangs er til umræðu verði að hafa hugfast hver stærð fisks- ins er og þá líka aðstæður um borð í skipunum til að kæla aflann og færa hann til hafnar í sem bestu ástandi. „Þetta er spurning hvað hægt er að gera úr hráefninu.“ Spurður hvort íslensk skip séu að landa verra hráefni en fær- eysku skipin svarar Páll því til að íslensk skip í uppsjávarveiðum standist einfaldlega ekki saman- burð við þau færeysku. „Bæði færeyski og norski flotinn er margfalt öflugri en sá íslenski. Þeir eru miklu betur í stakk búnir til að færa ferskt hráefni að landi, því miður er þetta bara staðreynd. Og hvers vegna eru þeir að efla sinn flota? Það er til þess að geta landað besta hugs- anlegu hráefni fyrir besta hugs- anlega verð.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, staðfestir að greitt verð fyrir makríl á Grandaskipum sé 36 til 42 krónur eins og Faxamenn tala um. Hins vegar er honum ekki kunnugt um verð til færeyskra skipa þar sem Grandi hefur ekki keypt afla af öðrum en eigin skip- um. Hann viðurkennir að séu töl- urnar réttar sé um afar gott verð að ræða. svavar@frettabladid.is Segja færeysk skip fá helm- ingi hærra verð fyrir makríl Skipverjar á Faxa RE benda á upplýsingar um að færeyskt skip hafi fengið 80 krónur fyrir kílóið af makríl í Vestmannaeyjum. Það segir verksmiðjustjóri fjarri lagi en viðurkennir að færeysk skip skili betra hráefni. FAGRABERG LANDAR Í VESTMANNAEYJUM Færeyski flotinn er sagður mun betri en sá íslenski og skili betra hráefni. Ferskleiki hráefnisins skiptir hvað mestu í verðmyndun aflans. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Bæði færeyski og norski flotinn eru margfalt öflugri en sá íslenski. PÁLL SCHEVING INGVARSSON VERKSMIÐJUSTJÓRI ÍSFÉLAGSINS MENNING Nú stendur til að endur- vekja grásleppuútgerð í Gríms- staðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í menningarmála- nefnd árið 2006 um endurvakn- ingu útgerðarinnar og friðun grá- sleppuskúranna, þegar stóð til að jafna þá við jörðu. Skúrarnir við Ægissíðu eru elstu minjar um smábátaútgerð í Reykjavík og segir Kjartan að afar mikilvægt sé að varðveita þá. Innviðir skúranna hafa nú verið gerðir upp og lýsingu komið fyrir en ytra útliti er haldið óbreyttu og segir Kjartan það vera til þess að varðveita svæðið í eins uppruna- legri mynd og mögulegt er. Auk grásleppuútgerðarinnar verður komið upp aðstöðu fyrir útikennslu grunnskóla í skúrunum og þjónustu fyrir ferðamenn. Skúli Guðbjörnsson hefur keypt Skála- bátinn, tíæring frá Færeyjum, og hyggst sigla á honum út flóann að Álftanesi með ferðamenn í haust og vetur og leyfa þeim að upplifa grásleppuveiðar eins og þær tíðk- uðust á árum áður. Þrjátíu fornar varir eru í Reykja- vík þar sem róður og útgerð tíðk- uðust á árum áður. Útræði er hætt úr þeim öllum og víðast hvar hefur verið fyllt upp í þær. - sv Elstu minjar um smábátaútgerð í Reykjavík skulu teknar í notkun á ný: Horft aftur til fortíðar í veiði GRÁSLEPPUVEIÐAR VIÐ ÆGISSÍÐU Á NÝ Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdótt- ir og Skúli Guðbjörnsson að sigla út á Skálabátnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÓIÐ Róið var frá Grímstaðavör við Ægissíðu yfir á Álftanes. OF GRUNNT Herjólfur siglir til Þorláks- hafnar næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMGÖNGUR Herjólfur mun sigla milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja næstu daga og verða farnar tvær ferðir á dag. Að mati Siglingastofnunar er ekki hægt að sigla til Landeyja- hafnar vegna gosefnanna sem borist hafa með þrálátri austan- átt og safnast upp í mynni nýju hafnarinnar. Þá segir í tilkynn- ingu frá Eimskipum, sem reka Herjólf, að dæluskipið sem gæti fjarlægt efnið úr höfninni liggi bilað við bryggju í Reykjavík og sigli ekki austur í Landeyjahöfn fyrr en síðar í dag. Siglt verður frá Eyjum klukkan 07.30 og 15.15, og frá Þorlákshöfn klukkan 11.15 og 18.45. - þj Landeyjahöfn lokuð um sinn: Siglt til Þorláks- hafnar í bili REYKJAVÍK Jón Gnarr borgarstjóri segir að Reykjavík eigi góða mögu- leika á að verða Græna borgin í Evrópu. Hann sat fyrir svörum sérstakrar dómnefndar í Brussel í fyrradag. Tvær evrópskar borgir verða valdar í október til að bera titilinn European Green Capital eða Græna borgin árin 2012 og 2013. Þau Jón Gnarr, Karl Sig- urðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, og Heiða Kristín Helgadóttir, aðstoðarmaður borg- arstjóra, sátu fyrir svörum ásamt sérfræðingum Reykjavíkurborgar. Finnst þér samkeppni á elds- neytis markaði nógu virk? Já 3,8 Nei 96,2 SPURNING DAGSINS Er íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á réttri leið? Segðu þína skoðun á visir.is Borgarstjóri bjartsýnn: Reykjavík verði Græna borgin KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.