Fréttablaðið - 10.09.2010, Síða 10
10 10. september 2010 FÖSTUDAGUR
VIÐSKIPTI Sjö lífeyrissjóðir og
breskur einkaframtakssjóður hafa
lagt fram tilboð í danska fyrir-
tækja- og fjárfestingarbankann
FIH.
Danska dagblaðið Börsen sagði
í gær verðmiðann á FIH liggja á
milli fjögurra til sex milljarða
danskra króna. Það jafngildir allt
að 120 milljörðum króna.
KB banki keypti FIH fyrir 7,1
milljarð danskra króna, jafnvirði
84 milljarða króna á þávirði, í júní
árið 2004. Hann er nú í eigu skila-
nefndar Kaupþings. Frá því að
skilanefndin tók reksturinn yfir
eftir fall Kaupþings hefur hún
breytt skipulagi bankans og lagt
niður óarðbærar deildir. Hagn-
aður FIH nam 102,8 milljónum
danskra króna, jafnvirði tveggja
milljarða króna, á öðrum ársfjórð-
ungi. Til samanburðar nam hann
aðeins tæpum sex milljónum á
sama tíma í fyrra. Auknar þókn-
anatekjur og lægri afskriftir skýra
betri afkomu.
Seðlabanki Íslands tók veð í FIH
gegn veitingu 500 milljóna evra
neyðarláns til Kaupþings haust-
ið 2008. Það stendur nú í 75 millj-
örðum króna. Í stjórn FIH sitja
Steinar Þór Guðgeirsson, formað-
ur skilanefndar Kaupþings, og
Haukur Benediktsson, formaður
Eignasafns Seðlabanka Íslands.
Skilanefnd Kaupþings vildi ekki
tjá sig um málið í gær. - jab
Skilanefnd Kaupþings er við það að losa sig við danska fyrirtækjabankann FIH:
Gætu fengið 120 milljarða
STEINAR ÞÓR Formaður skilanefndar
Kaupþings situr í stjórn danska bankans
FIH. Skilanefndin hefur sett bankann í
söluferli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ALÞINGI Ýmis vandkvæði eru á því að hægt sé
að verða við kröfum gagnavera og viðskipta-
vina þeirra um skattaívilnanir. Þetta sagði
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á
Alþingi í gær. Hann kvað málið vera óendan-
lega miklu flóknara en látið hefði verið í veðri
vaka.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðis-
flokki, spurði Steingrím hvernig málinu mið-
aði í ráðuneytinu, í ljósi fregna af því að við-
skiptavinir gagnavera, meðal annarra IBM,
hefðu hætt við vegna tafanna.
Steingrímur sagði að heilmikil vinna hefði
verið lögð í það hjá fjármálaráðuneytinu og
Ríkisskattstjóra að koma til móts við óskir
fyrirtækjanna. Málið væri í algjörum for-
gangi.
„Það sem hefur komið í ljós er að gagna-
veraaðilarnir – eða fyrst og fremst viðskipta-
vinir þeirra – gera þar að auki kröfur um
veruleg frávik og ívilnanir frá almennum
skattareglum, sérstaklega að þurfa ekki að
skrá neina starfsemi hér á landi,“ sagði Stein-
grímur. Við það kæmu upp mikil vandamál,
einkum varðandi innskatt og útskatt af virð-
isauka.
Tiltölulega auðvelt yrði að núllskatta þjón-
ustuna, en eftir stæði vandamálið með bún-
aðinn, sem ekki er víst að væri hægt að gera
skattfrjálsan samkvæmt alþjóðareglum. - sh
Fjármálaráðherra segir úrlausnir á málefnum gagnavera í algjörum forgangi:
Gagnaversmálið óendanlega flókið
ALLT REYNT Ragnheiður Elín Árnadóttir segir það mis-
skilning hjá Steingrími að málið sé svona flókið. Nóg sé
að líta til útlanda, þar sem búið sé að leysa það.
FRÉTTABLAÐIÐ / GVA
AKRANES Bærinn skilaði 212 milljóna
króna hagnaði á fyrstu 7 mánuðum
ársins.
AKRANES Akraneskaupstaður skil-
aði 212 milljóna króna hagnaði á
fyrstu sjö mánuðum ársins. Fjár-
hagsáætlun gerði þó ráð fyrir 33,5
milljóna króna tapi.
Handbært fé frá rekstri var
190,8 milljónir króna og voru fjár-
mögnunarhreyfingar 140,5 millj-
ónir. Þá hefur handbært fé aukist
um 66,3 milljónir frá áramótum.
Langtímaskuldir Akraness hafa
lækkað um 268 milljónir króna og
eru nú rúmir 2,6 milljarðar. Lang-
tímaskuldir, ásamt lífeyrisskuld-
bindingum, eru nú tæpir 4,5 millj-
arðar króna. - sv
Akraneskaupstaður hagnast:
Gerði þó ráð
fyrir miklu tapi
SAMFÉLAGSMÁL Borgarafundur um
fátækt á Íslandi sem haldinn var
í fyrrakvöld í ráðhúsi Reykja-
víkur leggur til að stofnuð verði
staða upplýsingafulltrúa bóta-
þega. Verksvið hans væri að ein-
falda bótaþegum upplýsingaleit
um réttindi þeirra svo þeir þurfi
ekki að ganga á milli stofnana
til að komast að því hver réttur
þeirra er.
Myndi fulltrúinn starfa náið
með hjálparstofnunum sem hafa
góða yfirsýn yfir vandann sem
við er að glíma í dag.
Borgarafundurinn krefst þess
að starfsmaður þessi verði ráð-
inn af nefnd fólksins sem njóta
myndi þjónustu hans. Lágmarks-
framfærsla verði reiknuð út og
staðfest opinberlega að allir njóti
þeirra réttinda að eiga mat og
heimili.
Borgarafundur um fátækt:
Vilja fá upplýs-
ingafulltrúa
fyrir bótaþega
GAMLA KAUPÞING Bankinn keypti
danska FIH bankann fyrir 7,1 milljarð
króna.
Zzzzzzzúúúúmmmm …
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
3
0
18
TVEIR Á LOFTI Brellumeistararnir John
Paul Olhaberry og Nicolas Luisetti
æfa sig fyrir 200 ára afmæli Chile 18.
september, þegar þeir ætla að vera í
lausu lofti í 200 mínútur.
NORDICPHOTOS/AFP