Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 10
10 10. september 2010 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Sjö lífeyrissjóðir og breskur einkaframtakssjóður hafa lagt fram tilboð í danska fyrir- tækja- og fjárfestingarbankann FIH. Danska dagblaðið Börsen sagði í gær verðmiðann á FIH liggja á milli fjögurra til sex milljarða danskra króna. Það jafngildir allt að 120 milljörðum króna. KB banki keypti FIH fyrir 7,1 milljarð danskra króna, jafnvirði 84 milljarða króna á þávirði, í júní árið 2004. Hann er nú í eigu skila- nefndar Kaupþings. Frá því að skilanefndin tók reksturinn yfir eftir fall Kaupþings hefur hún breytt skipulagi bankans og lagt niður óarðbærar deildir. Hagn- aður FIH nam 102,8 milljónum danskra króna, jafnvirði tveggja milljarða króna, á öðrum ársfjórð- ungi. Til samanburðar nam hann aðeins tæpum sex milljónum á sama tíma í fyrra. Auknar þókn- anatekjur og lægri afskriftir skýra betri afkomu. Seðlabanki Íslands tók veð í FIH gegn veitingu 500 milljóna evra neyðarláns til Kaupþings haust- ið 2008. Það stendur nú í 75 millj- örðum króna. Í stjórn FIH sitja Steinar Þór Guðgeirsson, formað- ur skilanefndar Kaupþings, og Haukur Benediktsson, formaður Eignasafns Seðlabanka Íslands. Skilanefnd Kaupþings vildi ekki tjá sig um málið í gær. - jab Skilanefnd Kaupþings er við það að losa sig við danska fyrirtækjabankann FIH: Gætu fengið 120 milljarða STEINAR ÞÓR Formaður skilanefndar Kaupþings situr í stjórn danska bankans FIH. Skilanefndin hefur sett bankann í söluferli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Ýmis vandkvæði eru á því að hægt sé að verða við kröfum gagnavera og viðskipta- vina þeirra um skattaívilnanir. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í gær. Hann kvað málið vera óendan- lega miklu flóknara en látið hefði verið í veðri vaka. Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðis- flokki, spurði Steingrím hvernig málinu mið- aði í ráðuneytinu, í ljósi fregna af því að við- skiptavinir gagnavera, meðal annarra IBM, hefðu hætt við vegna tafanna. Steingrímur sagði að heilmikil vinna hefði verið lögð í það hjá fjármálaráðuneytinu og Ríkisskattstjóra að koma til móts við óskir fyrirtækjanna. Málið væri í algjörum for- gangi. „Það sem hefur komið í ljós er að gagna- veraaðilarnir – eða fyrst og fremst viðskipta- vinir þeirra – gera þar að auki kröfur um veruleg frávik og ívilnanir frá almennum skattareglum, sérstaklega að þurfa ekki að skrá neina starfsemi hér á landi,“ sagði Stein- grímur. Við það kæmu upp mikil vandamál, einkum varðandi innskatt og útskatt af virð- isauka. Tiltölulega auðvelt yrði að núllskatta þjón- ustuna, en eftir stæði vandamálið með bún- aðinn, sem ekki er víst að væri hægt að gera skattfrjálsan samkvæmt alþjóðareglum. - sh Fjármálaráðherra segir úrlausnir á málefnum gagnavera í algjörum forgangi: Gagnaversmálið óendanlega flókið ALLT REYNT Ragnheiður Elín Árnadóttir segir það mis- skilning hjá Steingrími að málið sé svona flókið. Nóg sé að líta til útlanda, þar sem búið sé að leysa það. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA AKRANES Bærinn skilaði 212 milljóna króna hagnaði á fyrstu 7 mánuðum ársins. AKRANES Akraneskaupstaður skil- aði 212 milljóna króna hagnaði á fyrstu sjö mánuðum ársins. Fjár- hagsáætlun gerði þó ráð fyrir 33,5 milljóna króna tapi. Handbært fé frá rekstri var 190,8 milljónir króna og voru fjár- mögnunarhreyfingar 140,5 millj- ónir. Þá hefur handbært fé aukist um 66,3 milljónir frá áramótum. Langtímaskuldir Akraness hafa lækkað um 268 milljónir króna og eru nú rúmir 2,6 milljarðar. Lang- tímaskuldir, ásamt lífeyrisskuld- bindingum, eru nú tæpir 4,5 millj- arðar króna. - sv Akraneskaupstaður hagnast: Gerði þó ráð fyrir miklu tapi SAMFÉLAGSMÁL Borgarafundur um fátækt á Íslandi sem haldinn var í fyrrakvöld í ráðhúsi Reykja- víkur leggur til að stofnuð verði staða upplýsingafulltrúa bóta- þega. Verksvið hans væri að ein- falda bótaþegum upplýsingaleit um réttindi þeirra svo þeir þurfi ekki að ganga á milli stofnana til að komast að því hver réttur þeirra er. Myndi fulltrúinn starfa náið með hjálparstofnunum sem hafa góða yfirsýn yfir vandann sem við er að glíma í dag. Borgarafundurinn krefst þess að starfsmaður þessi verði ráð- inn af nefnd fólksins sem njóta myndi þjónustu hans. Lágmarks- framfærsla verði reiknuð út og staðfest opinberlega að allir njóti þeirra réttinda að eiga mat og heimili. Borgarafundur um fátækt: Vilja fá upplýs- ingafulltrúa fyrir bótaþega GAMLA KAUPÞING Bankinn keypti danska FIH bankann fyrir 7,1 milljarð króna. Zzzzzzzúúúúmmmm … E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 0 18 TVEIR Á LOFTI Brellumeistararnir John Paul Olhaberry og Nicolas Luisetti æfa sig fyrir 200 ára afmæli Chile 18. september, þegar þeir ætla að vera í lausu lofti í 200 mínútur. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.