Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2010, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 10.09.2010, Qupperneq 16
16 10. september 2010 FÖSTUDAGUR Núverandi og fyrrverandi kennarar við Iðnskólann í Hafnarfirði segja mennta- málaráðuneytið hafa brugðist með því að láta langvinna samstarfsörðug- leika í skólanum halda áfram óáreitta. Ekki var orðið við ósk kennara um stjórnsýsluúttekt. Langvarandi deilur hafa staðið und- anfarin ár milli hóps kennara við Iðnskólann í Hafnarfirði og skóla- meistara skólans. Sumir kennar- anna eru enn við störf í skólanum, en um tugur segist í samtali við Fréttablaðið hafa látið af störfum vegna ósamkomulags við skóla- meistarann. Kennararnir átelja menntamála- ráðuneytið fyrir að hafa ekki brugð- ist við því sem þeir lýsa sem viðvar- andi ófremdarástandi í skólanum. Aðrir starfsmenn skólans segjast ekki kannast við þær lýsingar og benda á að sjaldan valdi einn þá tveir deili. Þeir benda enn fremur á að skólameistarinn hafi unnið mikið og gott uppbyggingarstarf í skólan- um frá því hann tók við fyrir ríflega sautján árum. Sumir kennaranna segja að tveir hópar starfsmanna séu í skólanum. Þeir sem séu í náðinni hjá skóla- meistaranum og þeir sem séu það ekki. Þetta skapi svo togstreitu á kennarastofunni, í samskiptum kennara sín á milli jafnt sem í sam- skiptum þeirra við stjórnendur skól- ans. „Þeir sem eru í vonda liðinu hætta. Í þessum skóla verður þú að vera í hans liði, annars ertu útilokaður.“ Svona lýsir einn fyrrverandi starfs- maður samstarfinu við skólameist- arann. Aðrir taka í sama streng. Sumir núverandi og fyrrver- andi starfsmanna skólans lýsa því í samtölum við Fréttablaðið að skólameistarinn hafi ítrekað misst stjórn á skapi sínu þegar þeir hafi komið til hans hugmyndum um það sem betur hafi mátt fara í skólan- um. „Hann missti oft stjórn á skapi sínu, hann sleppti sér oft við mig út af engu,“ segir einn fyrrverandi kennara við skólann. „Margir kenn- arar máttu una því að láta tala við sig eins og óþekka krakka.“ Annar fyrrverandi kennari tekur í sama streng: „Það voru allir hræddir við að tjá sig á kenn- arastofunni, fólk passaði sig að láta ekki gagnrýnisraddir heyrast. Þetta var mjög þvingandi. Ég upp- lifði þetta eins og einelti.“ Samskiptaörðugleikar hluta kennara skólans við skólameist- arann og yfirstjórn skólans náðu ákveðnu hámarki þegar kennar- ar gerðu athugasemdir við launa- greiðslur árið 2003. Við eftir- grenslan kom í ljós að útgreidd laun kennara voru lægri en kjara- samningar sögðu til um, og höfðu verið frá árinu 2001, segir Margrét Ingólfsdóttir, sem þá var formaður kennarafélags skólans. Þetta hafði í för með sér umtals- verða launaskerðingu fyrir kennar- ana, án þess að um það væri samið eða það viðurkennt fyrir kennur- unum. Málið fór fyrir félagsdóm, sem dæmdi kennurum í vil í maí í fyrra. Skólinn þurfti í kjölfarið að greiða kennurum á annað hundrað millj- óna króna sem þeir höfðu verið hlunnfarnir um, en umtalsverður hluti krafna kennaranna var fyrnd- ur. Margrét segir að gróft áætlað hafi kennarar við skólann orðið af um 70 milljóna króna launagreiðsl- um vegna þess að málið reyndist fyrnt að hluta. Þeir kennarar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja það algerlega skýrt að skólameistarinn hafi ekki á nokkurn hátt hagnast á þessu persónulega. Flestir taka fram að fyrra bragði að hann hafi alltaf vilj- að skólanum vel, og unnið þrekvirki í uppbyggingu skólans. Vildi stjórnsýsluúttekt í skólanum Í kjölfar niðurstöðu félagsdóms átti Margrét fund með Katrínu Jak- obsdóttur menntamálaráðherra og Ástu Magnúsdóttur, ráðuneyt- isstjóra menntamálaráðuneytis- ins. Þar lagði hún fram bréf stílað á ráðherra þar sem óskað var eftir því að stjórnsýsluúttekt yrði gerð á starfsemi skólans. Margrét segir í bréfi sínu að þeir sem ekki séu sammála skólameist- aranum í einu og öllu fái að finna fyrir því að þeir séu ekki í náð- inni. Það gerist til dæmis með því að þeir fái leiðinlegar stundatöflur, fái ekki fastráðningu, og yfirvinna sé minnkuð. Þá sé fólk hundsað og því ekki heilsað sé það í ónáð. Margrét segist ekki hafa fengið svar við ósk sinni um stjórnsýslu- úttekt fyrr en hún óskaði eftir fundi með ráðuneytisstjóra. Þar hafi henni verið tjáð að ekki stæði til að gera slíka úttekt. Bæði núverandi og fyrrverandi kennarar við skólann furða sig á því að menntamálaráðuneytið hafi ekki gripið í taumana, sérstaklega eftir að dæmt var í launamálinu í fyrra. Skólameistarinn hafi komist upp með að brjóta lög með því að skerða laun kennara árum saman. Ekki var talin ástæða til að veita honum áminningu vegna skerðing- arinnar. „Það eru mörg ár síðan ráðu- neytið hefði átt að skipta honum út,“ segir einn þeirra kennara sem segjast hafa hætt störfum við skól- ann vegna samskiptaörðugleika við skólameistarann. Annar sagði það furðulegt að ráðuneytið hafi ekki í það minnsta fært skólameistarann til í starfi. Margrét segir alvarlegt að ráðu- neytið hafi ekkert aðhafst þegar í ljós hafi komið að skólastjórinn hafi brotið lög á kennurum. Marg- ir kennarar hafi reiknað með því að honum væri ekki sætt félli dómur honum í óhag. Hún segir að af sinni hálfu sé það alvarlega í málinu ekki að skólameistarinn hafi ekki greitt umsamin laun. Það alvarlega sé að hann hafi reynt að fela það með því að neita ítrekað að veita upplýsing- ar um launaútreikninga. Undir það tekur Sigríður Júlía Bjarnadóttir, kennari við skólann. Hún segir að hefði skólameistar- inn viðurkennt að rangt hafi verið reiknað strax í upphafi hefði mátt leysa úr málinu með einföldum hætti. „Ef hann hefði komið fram og viðurkennt mistök sín og sýnt að hann væri tilbúinn til samvinnu við kennara hefði málinu lokið þá og þar. En það virtist ekki koma til greina.“ Margrét gagnrýnir einnig skóla- nefnd Iðnskólans í Hafnarfirði harðlega fyrir að hafa látið málið viðgangast. Hún bendir á að kenn- arar hafi fengið Ragnar H. Hall hæstarréttarlögmann til að vinna lögfræðiálit um málið áður en það fór til félagsdóms. Hún sendi skóla- nefndinni afrit af álitinu, en segir formann nefndarinnar hafa ákveð- ið að koma því ekki áleiðis til ann- arra nefndarmanna. Þeir hafi því ekki verið búnir að sjá lögfræði- álitið þegar þeir hafi þurft að taka afstöðu til málsins. Niðurstaða lög- fræðiálitsins var sú sama og niður- staða félagsdóms. Skólameistarinn, sem verður 68 ára í næsta mánuði, hefur tilkynnt að hann ætli að láta af störfum fyrir aldurs sakir um áramótin. Sumir þeirra kennara sem Frétta- blaðið hefur rætt við leggja áherslu á að nýr skólameistari verði ekki einn af núverandi starfsmönnum skólans. Hreinsa verði andrúms- loftið og því algerlega nauðsynlegt að fá utanaðkomandi einstakling í starfið eigi skólinn að dafna. Einn þeirra kennara sem hætt hafa störfum við skólann segir málið ekki snúast um persónu skóla- meistarans. Það sé fyrst og fremst menntamálaráðuneytið sem verði að draga lærdóm af þessu máli. Ráðherra beri á endanum ábyrgð á því að hafa ekki leyst úr vanda- málunum í skólanum með viðeig- andi hætti heldur látið þau krauma undir lengi. Það leiði hugann að því hvort víðar sé pottur brotinn í skól- um landsins eða stofnunum ríkisins almennt. „Skólameistarinn hefur alltaf haft, og hefur enn, fullan stuðning skólanefndar skólans í öllum sínum störfum og öllum sínum rekstri á þessari stofnun,“ segir Björn Ingi Sveinsson, formaður skólanefndar Iðnskólans í Hafnar- firði. „Skólameistarinn hefur gert mjög fína hluti fyrir þennan skóla, sem er það sem hann er vegna hans, fyrst og fremst.“ Stjórnin styður skólameistarann FRÉTTASKÝRING: Ósætti í Iðnskólanum í Hafnarfirði Kennarar saka stjórnvöld um sinnuleysi Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is ÓSÆTTI Kennarar við Iðnskólann í Hafnarfirði deila á menntamálaráðuneytið fyrir að hafa ekki brugðist við þegar skólameistarinn lækkaði laun kennara og fyrir að hafa ekki brugðist við langvarandi ósætti á vinnustaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það er skylda menntamálaráðuneytisins að skoða öll mál sem upp koma eins og hægt er, en gæta verður þess að rannsaka mál í þaula áður en eitthvað er gert, segir Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Spurð um gagnrýni núverandi og fyrrverandi kennara á það sem þeir kalla aðgerðaleysi menntamálaráðuneytisins í málefnum Iðnskólans í Hafnarfirði segir Ásta: „Við reynum alltaf að gera okkar besta, og mér finnst afskaplega leitt að það hafi ekki tekist að ljúka þessu máli. Við höfum sannarlega ekki viljað að neinn færi óánægður frá því.“ Eftir að kennari við skólann óskaði eftir því að stjórnsýsluúttekt yrði gerð á starfsemi skólans lagði ráðuneytið mat á hvort rétt væri að fara í slíka úttekt, segir Ásta. Niðurstaðan hafi verið sú að ekki væri þörf á því. Ráðuneytið lét gera stjórnsýsluúttekt á starfsemi Menntaskólans á Ísafirði vegna samskipta- örðugleika kennara við skólameistara skólans. Spurð hvers vegna ekki hafi verið ástæða til að láta gera sambærilega úttekt á Iðnskólanum í Hafnarfirði segir Ásta málin einfaldlega öðruvísi vaxin. Menntamálaráðuneytið brást við með því að fá vinnustaðasálfræðing til að vinna með skólameistara og kennurum. Þá var ákveðið að gera könnun á starfsánægju starfsmanna skólans í haust, og er ráðuneytinu ekki kunnugt um annað en að hún fari fram þrátt fyrir að skólameistarinn muni láta af störfum um næstu áramót, segir Ásta. Leitt að ekki hafi tekist að ljúka málinu Jóhannes Einarsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, segir samstarfserfiðleika sína við starfsmenn í skólanum einskorðast við tvo einstaklinga, en segist ekki kannast við ósætti við fjölda fyrrverandi kennara við skólann, sem Fréttablaðið hefur rætt við. „Ég neita því að hér hafi verið samstarfs- örðugleikar, því ég hef gert svo mikið fyrir mitt fólk, hjálpað því til að komast í gegnum kennsluréttindanám. Ég hef tekið maka þeirra í vinnu til þess að gera hluti. En það eru, því miður ekki allir hæfir kennarar,“ segir Jóhannes. Hann þvertekur fyrir að hann láti það bitna með nokkr- um hætti á kennurum séu þeir honum ósammála, eins og fullyrt er í bréfi kennara til menntamálaráðherra. Spurður um fullyrðingar um að hann eigi til að missa stjórn á skapi sínu segir Jóhannes: „Það hefur komið einstaka sinnum fyrir [...] en það hefur verið ráðist á mig líka. Ég segi náttúrulega þegar fólk er að brjóta af sér, og það getur alveg farið í skapið á manni þegar er ekki farið eftir neinu sem fólk á að gera, hvorki nemendur né kennarar. Það getur verið að ég hafi einhverntíman [gert það] en það er ekki algengt.“ Jóhannes segir launamálið sem kennarar við skólann fóru með fyrir félagsdóm hafa komið til þar sem hann hafi ekki fengið undirskrift frá Kennara- sambandi Íslands þegar hann gerði breytingar á vinnufyrirkomulagi. Breytingarnar hafi leitt til þess að vinnuskilyrði kennara hafi batnað mikið. Skólinn hafi getað tekið inn fleiri nemendur, kennarar hafi því getað unnið meira og laun þeirra því hækkað í heildina vegna breytinganna. „Það eina sem félagsdómurinn skoðaði í þessu máli var að [...] það var ekki formleg undirskrift frá Kennarasambandinu áður en ég breytti. Það má segja að ef ég hefði gert það þá hefði þetta ekki verið neitt. Það var bara eitt ákvæði í kjarasamningnum um að það þyrfti undirskrift kennarasambandsins,“ segir Jóhannes. Hann segir það algera fjarstæðu að hann hafi ætlað sér að hafa laun af kennurum. Jóhannes hefur ákveðið að láta af störfum um næstu áramót. Hann segist hafa tekið þá ákvörðun án þrýstings frá menntamálaráðuneytinu. „Ég er bara orðinn gamall maður,“ segir Jóhannes. Hann segist hafa verið löngu búinn að ákveða að sitja ekki til sjötugs, en hann verður 68 ára á árinu. Kannast ekki við ósætti við aðra en tvo starfandi kennara JÓHANNES EINARSSONBörn -10: Þriðjud. 17:20, fimmtud. 17:00, Börn +10: Þriðjud. 18:00, fimmtud. 18:00 Fullorðnir byrjendur: Mánud, Þriðjud, Fimmtud. kl 19:00 og Laugard. 10:30 Fjölbreyttur hópur þjálfara sér um æfingarnar og því eru engar tvær æfingareins. Börn 8.500, fullorðnir 12.500. Það kostar ekkert að prófa! Upplýsingar á www.ir.is/taek- wondo eða hjá Jakobi (s. 823-4074) og Ólafi (s. 825-7267). Wax on Wax off hvað, þú þarft ekki einu sinni jakka til að æfa Taekwondo!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.