Fréttablaðið - 10.09.2010, Qupperneq 46
10. september 2010 FÖSTUDAGUR26
timamot@frettabladid.is
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Guðbjartur Þorvarðarson
Naustabúð 6, Hellissandi,
lést á Francisku sjúkrahúsinu í Stykkishólmi
7. september. Útförin verður auglýst síðar.
Þorvarður J. Guðbjartsson Auður Hilmarsdóttir
Sölvi Guðbjartsson Katrín Sigurjónsdóttir
Guðrún G. Guðbjartsdóttir Rafnar Birgisson
Elva B. Guðbjartsdóttir Þór Reykfjörð
Lilja B. Guðbjartsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Þórunn Gestsdóttir
verður jarðsungin mánudaginn 13. september kl.
15.00 frá Bústaðakirkju. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkað en þeim sem vilja minnast Þórunnar er bent
á Minningarsjóð FAAS (Félags áhugafólks og aðstand-
enda Alzheimerssjúklinga) sem hægt er að nálgast á
alzheimer.is eða í síma 533-1088.
Elíza Guðmundsdóttir
Ari Guðmundsson Jóhanna Jóhannsdóttir
Gestur Ben Guðmundsson
Ingi Þór Guðmundsson Rannveig Haraldsdóttir
Hjördís Guðmundsdóttir Ómar Karl Jóhannesson
Eyjólfur Andri Arason
Viktor Ben Gestsson
Einar Ben Gestsson
Þórunn Hekla Ingadóttir
Aron Snær Ingason
Ísak Nói Ingason
Elísa Gígja Ómarsdóttir
Inga Lilja Ómarsdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Trausti Finnbogason
prentari, Álfatúni 4, Kópavogi,
lést á heimili sínu laugardaginn 4. september. Útförin
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. september
kl 15.00.
Elín Traustadóttir Rúnar Björgvinsson
Snorri Traustason Helga Óskarsdóttir
Yrsa Rós Brynjudóttir Roger Young
barnabörn og barnabarnabörn.
Þorsteinn Jónasson
frá Oddsstöðum í Hrútafirði,
er lést þann 25. ágúst sl. verður jarðsunginn frá
Húsavíkurkirkju laugardaginn 11. september kl. 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
börn hins látna.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir,
afi og langafi,
Haukur Haraldsson
mjólkurfræðingur frá Húsavík,
Mýrarvegi 115, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 4. september. Útför hans
fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. septem-
ber kl. 10.30. Jarðsett verður í Húsavíkurkirkjugarði.
María Sigríður Þórðardóttir
Guðný María Hauksdóttir Teitur Bergþórsson
Jóhannes Haukur Hauksson Ásdís Melsted
Þórður Gunnar Sigurjónsson Birgitta Lúðvíksdóttir
Steinn Oddgeir Sigurjónsson Áslaug Stefánsdóttir
Sigmundur Sigurjónsson
Ingi Rúnar Sigurjónsson Hildur Salína Ævarsdóttir
Guðmundur Sigurjónsson Bryndís Viggósdóttir
Sigurður Haraldsson Kristín Haraldsdóttir
afa og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Erla Valdimarsdóttir,
Álfheimum 70, Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 6. september.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju 14. september kl.
11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á krabba-
meinsfélagið.
Valdimar Svarasson Dorothe Gunnarsdóttir
Hjördís Svarasdóttir Skúli Sigurðsson
Sigurður Svarasson Erla Eyjólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ingvi Einar
Guðmundsson
húsasmíðameistari,
Berjavöllum 6, Hafnarfirði,
sem lést á heimili sínu 4. september sl. verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
13. september kl. 13.00.
Halldóra Guðmunda Jafetsdóttir
Sigríður Guðný Ingvadóttir David L. Walters
Einar Ingvason Guðríður Sigurðardóttir
Jafet Egill Ingvason Hrönn Pétursdóttir
Baldur Ingvason
Inga Dóra Ingvadóttir Gunnar Þór Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn.
MOSAIK
Möguleikhúsið fagnar tuttugu ára afmæli í ár en það var
stofnað árið 1990 af Pétri Eggerz, Bjarna Ingvarssyni og
Grétari Skúlasyni. Í dag halda Pétur og kona hans, Alda
Arnardóttir, um stjórnartaumana.
„Möguleikhúsið byrjaði smátt. Við bjuggum til litla leik-
þætti fyrir skemmtanir sem fljótlega þróuðust upp í sýn-
ingar. Við sýndum í leikskólum og grunnskólum en stefna
Möguleikhússins frá upphafi var að vera barnaleikhús,“
útskýrir Pétur.
Starfsemin vatt upp á sig og árið 1994 opnaði hópurinn
eigið leikhús við Hlemm. Áður höfðu æfingar farið fram
hvar sem pláss fékkst en nú komust bæði æfingar og sýning-
ar undir eitt þak. „Við gerðum tilraun til að reka barnaleik-
hús í Reykjavík. Það gerðum við í 14 ár þangað til við urðum
fyrir harkalegum niðurskurði í opinberum stuðningi,“ segir
Pétur en í úthlutun leiklistarráðs Menntamálaráðuneytis í
ársbyrjun 2008 fékk Möguleikhúsið ekki styrk.
„Við þurftum að draga all verulega saman seglin og höfum
dregið þau saman síðan. Í dag erum við nánast í sömu spor-
um og í upphafi. Ekki með fast húsnæði, sýnum aðallega
í skólum og æfum þar sem við komumst inn hverju sinni.
Manni finnst vanta talsvert upp á að þeir sem um pyngj-
una halda hafi áhuga á að styðja við það sem gert er fyrir
börn.“
Þrátt fyrir þröngan kost er þó fjörug dagskrá fram undan
á afmælisárinu. Í tilefni tímamótanna verða „endurfrum-
sýnd“ nokkur eldri verk af sýningarskrá Möguleikhússins
og á morgun klukkan 14 verður barnaleikritið Prumpuhóll-
inn eftir Þorvald Þorsteinsson sýnt í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi. Alls verða átta sýningar á dagskránni í vetur
og meðal þeirra er verkið Völuspá sem Möguleikhúsið sýndi
í Svíþjóð fyrir viku við góðar undirtektir. Yfir árið sýnir
Möguleikhúsið milli 100 og 150 sýningar um allt land. Um
miðjan mánuðinn fer sýningin Prumpuhóllinn um Vestfirði
og um Norðurland í október.
„Við reynum að fara um allt landið að minnsta kosti einu
sinni á ári og höfum heimsótt að ég held alla þéttbýlisstaði á
landinu gegnum tíðina,“ segir Pétur og ítrekar að aðsóknin
á sýningar Möguleikhússins hafi alltaf verið mjög góð. „Við-
brögð þeirra sem kaupa sýningar hjá okkur hafa ekki gefið
ástæðu til að leggja árar í bát. Það er enginn niðurskurður
í áhuga á sýningum Möguleikhússins.“ heida@frettabladid.is
MÖGULEIKHÚSIÐ: TUTTUGU ÁRA
Enginn niður-
skurður í áhuga
FJÖRUG DAGSKRÁ Hjónin Pétur Eggerz og Alda Arnardóttir í Mögu-
leikhúsinu en Pétur fer með hlutverk í Prumpuhólnum sem sýndur
verður í Gerðubergi á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BRESKI LEIKARINN COLIN FIRTH er fimmtugur í dag
„Ég vil fá samþykki frá umhverfinu alveg eins og næsti maður en ég
er þó ekkert gráðugur í það.“
ÞETTA GERÐIST: ÁRIÐ 1911
Stytta Jóns Sigurðssonar afhjúpuð
Minnisvarði um Jón Sigurðsson eftir mynd-
höggvarann Einar Jónsson, var afhjúpaður við
Stjórnarráðshúsið í Reykjavík þennan dag fyrir
99 árum. Kristján Jónsson ráðherra afhjúpaði
styttuna við hátíðlega athöfn. Árið 1931 var
styttan flutt á Austurvöll fyrir framan Alþingis-
húsið, en upphaflega hafði staðið til að þar
fengi hún stað.
Jón Sigurðsson var helsti leiðtogi Íslendinga í
sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Fæðingardagur
hans 17. júní var valinn stofndagur Háskóla
Íslands þetta sama ár og sem þjóðhátíðardagur
Íslendinga þegar Lýðveldið Ísland var stofnað
hinn 17. júní árið 1944. Á þjóðhátíðardaginn
hefur sú hefð skapast að forseti Íslands leggi
blómsveig við styttuna með aðstoð Skátahreyf-
ingar Íslands.