Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 2
2 16. september 2010 FIMMTUDAGUR Gísli, ertu nokkuð haldinn trjáhyggju? Ég vil alla vega hvorki vera eintrján- ingur né trénaður. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefur á vef sínum vakið athygli á fjöl- breyttum trjágróðri í Reykjavík. MENNING Ragna Sigurðardóttir myndlistarrýnir er gengin til liðs við Fréttablaðið. Ragna er menntað- ur myndlist- armaður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Jan van Eyck Aka- demie í Hol- landi. Hún hefur starf- að sem mynd- listarmaður og rithöfundur og skrifaði greinar um myndlist og myndlistargagnrýni fyrir Morg- unblaðið frá 2002 og þar til í vor. Þá hefur hún starfað við Listahá- skóla Íslands og leggur nú stund á nám í listfræði við Háskóla Íslands. Ragna skrifar sína fyrstu grein fyrir Fréttablaðið í dag, umfjöllun um sýninguna Með viljann að vopni á Kjarvalsstöð- um. - bs / sjá síðu 28 Nýr listgagnrýnandi: Ragna skrifar um myndlist RAGNA SIGURÐARDÓTTIR STJÓRNMÁL Það eina sem vakti fyrir forseta Íslands þegar hann svaraði spurningum um Evrópu- sambandið og Icesave í Kína var að tjá tilfinningar margra Íslend- inga, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Hann hefði mátt orða þetta með öðrum hætti,“ segir Össur, en bendir á að forseti Íslands hafi málfrelsi eins og aðrir. Össur segir jafnframt afar skýrt að það sé ríkisstjórn Íslands en ekki forsetinn sem móti utanríkisstefnuna. Stefnan þar sé mjög skýr, og hafi Alþingi ákveðið að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. - bj Össur um ummæli forsetans: Hefði mátt orða öðruvísi SVEITARFÉLÖG „Það þarf meðal annars að skoða betur hvort það eru veðurfarsleg skilyrði fyrir snjófram- leiðslu áður en hægt er að taka afstöðu í málinu,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, um þá hugmynd að styrkja rekstur skíða- svæðanna í Bláfjöllum og Skála- felli með snjóframleiðslu. Tólf sveitarfélög eiga aðild að Skíðasvæðum höfuðborgarsvæð- isins sem lagt hafa fram kostn- aðaráætlun upp á samtals 768 milljónir vegna fyrirhugaðrar framleiðslu á snjó. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) ræddi málið á fundi í ágúst. Í ályktun stjórnarinnar var meðal annars vísað til þess að heilbrigðisnefnd treystir sér ekki að svo stöddu til að samþykkja snjóframleiðsluna fyrir sitt leyti vegna mögulegra áhrifa hennar á vatnsból. Í minnisblaði sem lagt var fyrir stjórn SSH voru útlistaðar niðurstöður athugana á gögnum úr veður- stöð í Bláfjöllum á fimm ára tímabili. Kannaðir voru möguleikar á snjóframleiðslu að teknu tilliti til hita- stigs og vindhraða. „Mjög góðar framleiðslu- aðstæður eru til staðar til að fram- leiða nothæft lag allt að 6 sinnum yfir veturinn að jafnaði,“ segir meðal annars í minnisblaðinu. Stjórn SSH segir hins vegar að „þétta“ þurfi mat á veðurfarsleg- um upplýsingum. Sömuleiðis mat á „mögulegum ávinningi við að ráðast í þá fjárfestingu sem tillaga stjórnar skíðasvæðanna felur í sér“. - gar Sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins vilja nánari rannsóknir á snjóframleiðslu: Veður og vatnsvernd ráða úrslitum d ar- rslu s , ins r og skól- Nið- rsl- g. ð- n- kt á pp- að án- l a - bj kýrslu: um SVEITARFÉLÖG „Skíðaíþróttin er ein besta fjölskylduíþrótt sem völ er á,“ segir stjórn Skíðasvæða höfuð-borgarsvæðisins sem vill að aðild-arsveitarfélögin verji samtals 768 milljónum í snjóframleiðslutæki í Bláfjöll og Skálafelli.Í erindi stjórnar Skíðavæðanna frá því í júní til sveitarfélaganna tólf sem aðild eiga að skíðasvæðun-um kemur fram að unnin hafi verið kostnaðaráætl- un sem miðist við að hægt sé að koma snjófram- leiðslutækjun- um upp í fjórum áföngum. Fyrsti áfangi myndi kosta 263 millj- ónir króna og fela í sér tæki í Kóngsgili og í byrjendabrekku í Bláfjöllum. Annar áfangi yrði í Skálafelli og kostaði 273 milljón-ir. Þriðji áfanginn fæli í sér tæki á suðursvæði Bláfjalla þar sem kostnaður yrði 150 milljónir króna. Lokaáfanginn, á 82 milljónir, yrði í Eldborg í Bláfjöllum.Diljá Ámundadóttir frá Besta flokknum er fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Skíðasvæðanna og nýr for-maður stjórnarinnar. Þegar leit-að var eftir upplýsingum frá Diljá í gær sagðist hún „að sjálfsögðu“ hafa skoðun á málinu en að hún vildi „síður vilja ræða“ það fyrr en að loknum sínum fyrsta stjórn-arfundi eftir helgi. Stjórn Skíðasvæðanna leggur í i d til 130 daga samtals en aðra aðeins fimm daga,“ segir í bréfi stjórnarinn-ar sem bendir á að frá því að snjóframleiðsla hófst á skíðasvæði Akureyrar fyrir sex árum hafi gest-um fjölgað jafnt og þétt.Auk þess sem opnun-artími skíðasvæðanna myndi aukast til muna er bent á að nýting fastafjár-muna yrði betri og rekst-urinn stöðugri með snjó-framleiðslunni. „Raunsætt er að opna svæðið á tímabilinu 1. til 15. desember ár hvert. Möguleiki er að hafa opiðum jól há og að lokum er tryggt að eiga alltaf nægan snjó um páska,“ segir stjórn-in í bréfinu. Því er beint til sveit-arfélaganna að fram-kvæmdir hefjist sem fyrst. „Eitt vinsælasta fjölskyldusport landsins er í húfi,“ segir stjórn-in. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert sveitarfélaganna tólf afgreitt erindi Skíða-svæðanna. Málið hefur til dæmis verið tekið fyrir í bæjarráði Kópa Áætla 768 milljónir í snjóframleiðslutækiStjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins vill fá 768 milljónir króna í snjófram-leiðslutæki í Bláfjöll og Skálafell. Sveitarfélögin hika en skíðamenn segja að tryggja þurfi nægan snjó. Ein vinsælasta fjölskylduíþrótt landsmanna sé í húfi. DILJÁ ÁMUNDADÓTTIR BLÁFJÖLL Vegna snjóleysis hefur suma vetur aðeins verið opið í fimm daga á skíða- svæðum höfuðborgarsvæðisins. Mikið fjör var í fyrstu opnun ársins 2010 í Bláfjöll- um. Það var 1. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Suma vetur hefur verið opið í 120 til 130 daga samtals en aðra aðeins fimm daga. ÚR BRÉFI STJÓRNAR SKÍÐASVÆÐANNA - jss IN Maðurinn gaf sig fram á sunnudaginn. TÆ se fl en sa m Ba til rey í p sam fyr ran V tölv un f að g dæm svæ H F á n m Ákæ Rúml ákærð borga að ekk Auk þe ítrekað arlagab Valdu Ríkissa fimmt DÓ FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins segir framtíð skíða- íþróttarinnar á svæðinu velta á tilkomu njóframleiðslutækja. FJARSKIPTAMÁL Gagnaveitu Reykja- víkur ber að greiða eðlilega vexti af láni Orkuveitu Reykjavíkur til fyrirtækisins samkvæmt ákvörð- un Póst- og fjarskiptastofnunar sem birt var í gær. Stofnunin átelur Gagnaveit- una fyrir að fara ekki að skýrum fyrirmælum hennar. Í ákvörðun stofnunarinnar segir að til greina hefði komið að beita Gagnaveituna stjórnvaldssekt fyrir þessa hátt- semi hefði stofnunin haft lagaheim- ild til þess. Lán Orkuveitunnar til Gagna- veitunnar er til komið vegna færslu eigna til Gagnaveitunnar við aðskilnað fyrirtækjanna, sem Póst- og fjarskiptastofnun mælti fyrir um. Stofnunin yfirfór samn- ing um aðskilnað fyrirtækjanna, þar sem Orkuveitan lánaði Gagna- veitunni á móti eignum sem runnu inn í Gagnaveituna. Í upprunaleg- um samningi var kveðið á um vexti, en Póst- og fjarskiptastofnun taldi að stytta þyrfti lánstímann til að lánið teldist ekki niðurgreiðsla Orkuveitunnar á fjarskiptastarf- semi Gagnaveitunnar. Breyta þurfti lánasamningi fyrir- tækjanna verulega, og inn í breytt- an samning slæddist ákvæði um að lánið til Gagnaveitunnar skyldi vera vaxtalaust á lánstímanum, að því er fram kemur í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar. Í niðurstöðum stofnunarinnar segir að þarna hafi verið gengið þvert á skýr fyrirmæli hennar. Með þessu hafi einnig verið brotið gegn ákvæði laga um fjarskipti þar sem lagt er bann við því að samkeppnis- rekstur fjarskiptafyrirtækja sé nið- urgreiddur af einkaleyfisstarfsemi eða verndaðri starfsemi. Í ákvörðun Póst- og fjarskipta- stofnunar segir að líta verði þessa hegðun stjórnenda fyrirtækisins alvarlegum augum. Stjórnendurnir geti ekki borið fyrir sig misskilning eða andvaraleysi gagnvart skýrum fyrirmælum stofnunarinnar. Í ákvörðun Póst- og fjarskipta- stofnunar kemur fram að Gagna- veitan hafi þegar brugðist við með því að greiða áfallna vexti af lán- inu. Þar er áréttað að áfram skuli greiða vexti út lánstímann. brjann@frettabladid.is Gagnaveitan greiði vexti af láni frá OR Póst- og fjarskiptastofnun átelur stjórnendur Gagnaveitunnar fyrir að semja um vaxtalaust lán frá Orkuveitu Reykjavíkur við aðskilnað fyrirtækjanna. Til greina hefði komið að beita stjórnvaldssektum hefði stofnunin heimild til þess. HOLLAND Fyrrum biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, Johannes Gij- sen, hefur verið sakaður um kyn- ferðislega misnotkun. Fjölmiðlar erlendis fjölluðu um málið í gær og eiga atburðirnir að hafa átt sér stað þegar Gijsen var kennari í Rolduc, kaþólskum skóla í Hol- landi, á 6. og 7. áratugnum. Eftir hrinu ásakana um misnotk- un innan kaþólsku kirkjunnar víðs vegar í heiminum hóf kirkjan í Hollandi að skoða mál þar í landi. Að minnsta kosti 1.600 ásakanir hafa verið skráðar, en Gijsen er hæst setti presturinn sem sakaður hefur verið um brot. Tveir menn hafa sakað fyrrum biskup um kyn- ferðislega misnotkun og segja þeir að hann, ásamt öðrum presti, hafi misnotað þá margsinnis á her- bergi þeirra í Rolduc. Annar mað- urinn fer ekki fram á skaðabætur heldur að Gijsen gangist við brot- um sínum og biðjist afsökunar. Saksóknarar og rannsóknarmenn innan hollensku kirkjunnar rann- saka nú málið en Gijsen, sem er 78 ára, harðneitar sök. Johannes Gijsen var kaþólskur biskup á Íslandi á árunum 1996 til 2007. - sv Fyrrum biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sakaður um kynferðisbrot: Tveir kæra misnotkun presta JOHANNES GIJSEN Fyrrum biskup við sálumessu í Landakotskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Fundi þingflokks Sam- fylkingarinnar með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrum for- manni flokksins, sem vera átti í gærkvöldi var frestað. Skúli Helgason, varaformaður þing- flokksins, segir að fundurinn verði haldinn í kvöld. Hann segir þingmenn hafa óskað eftir því að fá fyrst fund með sérfræðingum sem þing- nefnd sem fjallaði um ákærur á hendur fjórum ráðherrum studd- ist við. Hinum þremur ráðherr- unum hefur verið boðið á fund. - bj Fundi með Ingibjörgu frestað: Vilja hitta alla ráðherrana Forsvarsmenn Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) óskuðu sérstaklega eftir því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) vegna láns Orkuveitu Reykjavík- ur til Gagnaveitunnar yrði ekki birt opinberlega á vef stofnunarinnar. Við því var ekki orðið, og í svari stofnunarinnar, sem þykir nokkuð harðort, segir meðal annars: „PFS getur ekki orðið við kröfu GR um að ákvörðun þessi verði ekki birt opinberlega þar sem stofnunin stundar opna og gagn- sæja stjórnsýslu í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar […]. Hins vegar gefst félaginu tækifæri á að gera tillögu að útstrikunum trúnaðarupplýsinga áður en PFS birtir ákvörðun þessa öðrum en GR.“ Höfnuðu kröfu um að leyna ákvörðun LJÓSLEIÐARAVÆÐING Gagnaveita Reykjavíkur hefur á undanförnum árum lagt ljósleiðara inn á heimili víða á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Starfshópur sem stjórnvöld skipuðu til að meta lögmæti kaupa sænsks dótturfyr- irtækis kanadíska fyrirtækisins Magma Energy á HS orku hefur skilað niðurstöðu sinni. Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að niðurstaða hópsins verði kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. Mögulega vilji stjórn- völd fjalla nánar um málið eftir fundinn, en annars verði niður- staðan væntanlega gerð opinber á föstudaginn. Nefndin átti bæði að meta hvort kaupin stæðust íslensk lög jafnt sem samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið. - bj Niðurstaða starfshóps kynnt: Magma rætt í ríkisstjórn LÖGREGLUMÁL Maður á fertugs- aldri sem setið hafði í gæsluvarð- haldi frá því á mánudag vegna gruns um aðild að atlögu sem gerð var á heimili feðga sem ætt- aðir eru frá Kúbu var látinn laus úr haldi í gærkvöldi. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður mannsins, staðfestir að lögregla hafi látið manninn laus- an, en hann hafði verið úrskurð- aður í varðhald fram á föstudag. Sveinn segir lögreglu hafa lokið yfirheyrslum yfir mannin- um og látið hann lausan að þeim loknum, en að sínu mati hafi aldrei verið ástæða til að hneppa hann í gæsluvarðhald. - bj Hótanir í garð feðga frá Kúbu: Grunuðum sleppt úr haldi Arion hagnast um milljarða Hagnaður Arion banka samkvæmt könnuðum árshlutareikningi fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2010 nam 7,9 milljörðum króna eftir skatta samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 17,7% á ársgrundvelli. VIÐSKPTI SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.