Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 6
6 16. september 2010 FIMMTUDAGUR SAMFÉLAGSMÁL Flest bendir til þess að gestkomandi maður hafi beitt stúlkur á vistheimilinu í Reykjahlíð kynferðislegu ofbeldi í upphafi sjöunda áratugar. Þetta kemur fram í annarri áfanga- skýrslu vistheimilanefndar, sem kynnt var í gær. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem rannsakaði nú vistheimilið að Silungapolli og heimavistar- skólann að Jaðri auk Reykjahlíðar, kemur þó fram að börnin sem þar voru vistuð hafi almennt ekki sætt illri meðferð eða ofbeldi af hendi starfsfólks eða vistmanna. „Það er niðurstaða okkar að telja verði meiri líkur en minni á því að sumir vistmenn í Reykjahlíð hafi sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu gestkomandi einstaklings,“ sagði Róbert Spanó, formaður nefndarinnar. Fjórar konur sem voru vistað- ar í Reykjahlíð á aldrinum 6 til 12 ára báru í viðtölum við nefndina að maður sem var þá í tygjum við forstöðukonu Reykjahlíðar og var þar stundum gestur hefði brotið á þeim. Þrír aðrir viðmælendur sögðust hafa orðið vitni að brotum mannsins, sem káfaði á kynfærum ungra stúlkna, bæði utanklæða og innan. Maðurinn lést árið 1966, nokkru eftir að sambandi hans við forstöðukonuna lauk. Konurnar báru að þær hefðu til- kynnt um brot mannsins en mætt sinnuleysi og afneitun hjá for- stöðukonu og starfsfólki, sem í viðtölum við nefndina neituðu að hafa heyrt af málinu og efuðust um að slíkt hefði getað viðgengist á heimilinu. Auk þessa bar fyrrverandi vist- maður fyrir nefndinni að hann hefði verið misnotaður af manni sem hefði stundum starfað við Maður misnotaði stúlkur í Reykjahlíð Vistheimilanefnd kynnti niðurstöður rannsóknar á Silungapolli, Reykjahlíð og Jaðri. Fjórar stúlkur af Reykjahlíð saka sama manninn um misnotkun. Ekki vísbendingar um illa meðferð af hendi starfsfólks. Vistheimilið Silungapollur 1950-1969 Alls 951 barn í vistun vegna heimilisaðstæðna, á aldinum 3ja til 7 ára. Mest 30 börn í einu, auk allt að 60 barna sem voru þar í sumarbúðum. Ekki líkur á ofbeldi eða illri meðferð. Slæmar aðstæður og eftirlit. Ófullnægjandi málsmeð- ferð fyrir vistun. Vistheimilið Reykjahlíð 1956-1972 Alls 144 börn í vistun vegna heimilisaðstæðna, á aldrinum 7-14 ára. Jafnan 20-27 börn í einu, en mest 13 eftir 1967. Ekki líkur á ofbeldi eða illri meðferð af höndum starfsfólks eða annarra barna. Líkur á að gestkomandi maður hafi beitt stúlkur kynferðislegu ofbeldi. Ófullnægjandi málsmeð- ferð fyrir vistun. Heimavistaskólinn að Jaðri 1946-1973 Alls 378 börn í vistun vegna hegðunarvanda. Jafnan 25 nemendur í einu. Ekki líkur á ofbeldi eða illri meðferð af höndum starfsfólks eða annarra barna. Ófullnægjandi málsmeð- ferð fyrir vistun. Vistheimilin þrjú 1 21 2 3 3 smíðar og þess háttar á Reykja- hlíð. Meginþráðurinn í skýrslunni er að þó almennt hafi ekki verið um ofbeldi eða illa meðferð að ræða á þessum stofnunum sé hægt að gera athugasemdir við ófullnægj- andi málsmeðferð og skort á eft- irliti barnaverndaryfirvalda með rekstri þeirra. Í tillögum sínum varðandi greiðslu skaðabóta til þeirra vist- manna sem telja sig eiga heimtingu á slíku, geðheilbrigðisúrræði og gildi skýrslunnar fyrir framtíðar- stefnu í barnaverndarmálum vísar nefndin í tillögur úr fyrri skýrsl- um. Á grundvelli þeirra voru meðal annars sett lög um sanngirnisbæt- ur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem nefndin hefur fjall- að um. thorgils@frettabladid.is SAMFÉLAGSMÁL Vinna er hafin við lokaskýrslu vist- heimilanefndar, sem tekur til starfsemi Upptökuheim- ilis ríkisins, sem síðar hét Unglingaheimili ríkisins og starfaði frá 1945 til 1978. Einnig mun skýrslan, sem er væntanleg í apríl, fjalla um aðrar stofnanir, en nefnd- in gat ekki tiltekið hverjar þar sé um að ræða. Róbert Spanó, formaður nefndarinnar, segir í sam- tali við Fréttablaðið að nú sé gagnaöflun farin í gang vegna lokaskýrslunnar og brátt verði kallað eftir fólki í viðtöl, sem munu fara fram í vetur. Aðallega er horft til Unglingaheimilisins en nefndin vill heyra í öllum sem telja sig hafa eitthvað fram að færa í þessum málum. „Eitt af því sem við þurfum að gera tillögu um í lokaskýrslunni er hvort tilefni sé til áframhaldandi vinnu þessarar nefndar,“ segir Róbert. „Þannig að við höfum alltaf hvatt alla, sem hafa vitneskju eða reynslu af því að vera á svona stofnunum, til að hafa samband.“ Róbert segir nefndina vonast til þess að ná þrem- ur markmiðum. Að fólk sem hafi frá slíku að segja fái viðurkenningu á brotum gegn sér og einnig að hægt verði að bæta framkvæmd barnaverndarlaga. „Einnig viljum við að starf okkar sýni fram á að með rannsóknum af þessu tagi sé hægt að komast til botns í samfélagslegum vandamálum.“ - þj VINNA STENDUR ENN Róbert Spanó, formaður nefndarinnar, segir nefndina hyggjast á næstunni kalla fólk í viðtöl vegna lokaskýrslunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lokaskýrsla vistheimilanefndar væntanleg í apríl á næsta ári: Nefndin vill heyra frá öllum Hefur þú orðið vitni að kyn- þáttafordómum hér á landi? JÁ 53,2% NEI 46,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu að kaupa snjófram- leiðslutæki fyrir Bláfjöll? Segðu þína skoðun á visir.is EFNAHAGSMÁL Minni bjartsýni ríkir á meðal forstöðumanna ríkisstofnana í ár heldur en í fyrra og telur helmingur ólíklegt að frekari hagræðing náist í rekstri stofnana á næsta ári. Kemur þetta fram í niðurstöðum könnun- ar Capacent á viðhorfum og viðbrögðum for- stöðumanna við niðurskurði í rekstri. Um 70 prósent telja að gæði þeirrar þjón- ustu sem stofnun þeirra veiti verði svipuð og í fyrra, en rúm 17 prósent telja að þjónustan verði verri á komandi ári. Almennt er lítil trú á útvistun verkefna hjá stofnununum og mikil andstaða virðist við sameiningu ríkisstofn- ana, en um 80 prósent svarenda töldu annað- hvort litla eða enga hagræðingu hljótast af slíku. Einungis helmingur svarenda telur líklegt að stofnun sín muni geta sinnt lögbundnum verkefnum vel miðað við núverandi fjárveit- ingar, en 20 prósent telja að slíkum verkefn- um verði sinnt illa. Tæpur helmingur svar- enda telur einnig ólíklegt að mögulegt sé að skera meira niður heldur en nú þegar hefur verið gert. Stofnanir virðast þó að nokkru leyti ná árangri við niðurskurð án þess að hann bitni verulega á hlutverki þeirra en mikil óánægja virðist ríkja með fjárlagaferl- ið. 189 forstöðumenn ríkisstofnana voru í úrtaki og var könnunin framkvæmd frá 1. til 12. september. Svarhlutfall var 72, 6 prósent. - sv Forstöðumenn ríkisstofnana svartsýnir vegna yfirvofandi niðurskurðar: Frekari hagræðing náist ekki Hversu vel geta stofnanir sinnt verkefnum? Um 20 prósent forstöðumanna telja að stofnun sín muni geta sinnt verkefnum illa miðað við núverandi fjárveitingar. Vel 51,1% Hvorki né 29,0% Illa 19,8% Heimild: Capacent KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.