Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 18
18 16. september 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Rótgróin yfirráð Mikið er nú rætt um mikilvægi þess að Alþingi endurheimti sjálfstæði sitt og yfirráð gagnvart framkvæmd- arvaldinu. Það gæti reynst hægara sagt en gert því völd ríkisstjórnar gagnvart þingi eru rótgróin hér á landi. Í væntanlegri ævisögu Gunnars Thoroddsen segir frá orðaskiptum Bjarna Benediktssonar, forsætisráð- herra Viðreisnarstjórnarinnar, og Eysteins Jónssonar, formanns Framsóknarflokksins, vorið 1968. Bjarni tilkynnti Eysteini þá að „ákveðið“ hefði verið að slíta þingi fyrr en Eysteinn hefði kosið. Þegar Eysteinn Jónsson maldaði í móinn mun Bjarni hafa svarað með þjósti: „Þið verðið hér ekki lengur en ríkis- stjórnin vill. Hún ræður því hvenær Alþingi situr.“ Ólík nálgun Tveir íslenskir ráðamenn hafa verið í samskiptum við kínverska áhrifa- menn síðustu daga, hvor með sínum hætti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með Wen Jiabao, forsætisráðherra á mánu- dag austur í Kína. Þeir töluðu um jarðhita en að öðru leyti snerist fundurinn meðal annars um aðstoð Kínverja við að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Jón Gnarr borgarstjóri tók á móti Liu Qi, fyrrverandi borgarstjóra í Pek- ing, á þriðjudag. Þeir ræddu jarðhita en svo afhenti borgarstjóri Reykja- víkur gesti sínum bréf þar sem hann krafðist þess að kínversk stjórnvöld slepptu Liu Xiaobo úr haldi en kínversk stjórnvöld hafa svipt hann frelsi síðustu tvö ár vegna baráttu hans fyrir stjórnmálaumbótum og mannréttindum. Kínverski gesturinn yfirgaf fundinn við svo búið. - bs, pg Stjórnlagaþing mun koma saman í febrúar næstkomandi. Í lögum segir að það skuli sérstaklega fjalla um átta þætti, þar á meðal umhverfismál og eignarhald náttúruauðlinda. Umræða um eignarhald náttúruauðlinda verður vafalaust fyrir- ferðarmikil en hitt er ekki síður mikil- vægt að þingið fjalli vandlega um sérstakt umhverfisverndarákvæði. Fjöldi fólks hefur hvatt til þess að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána. Stjórnmálamenn hafa mælst til þess, eins og Þórunn Sveinbjarnardótt- ir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Reynsla hennar innan stjórnsýslunnar varð til þess að hún áréttaði opinberlega mikilvægi þess að í stjórnarskrá væri umhverfiskafli svo að náttúra og umhverfi nytu þar verndar eins og atvinnufrelsi og eignarréttur. Umhverf- isverndarsamtök hafa tekið í sama streng. Aðalfundur Landverndar 2004 beindi því til stjórnvalda að við endurskoðun stjórn- arskrár yrði sett inn ákvæði um umhverf- isvernd og þáverandi stjórnarskrárnefnd var send tillaga að slíku ákvæði árið 2005. Í greinargerð með tillögunni sagði að gjarnan væri vísað til atvinnufrelsis- og eignarrétt- arákvæða stjórnarskrár við meðferð opin- berra mála. Ákvæðin gætu ein og sér leitt til niðurstöðu sem spillti náttúru og umhverfi. Því væri rík þörf fyrir umhverfisverndará- kvæði. Fræðimenn hafa fjallað um áhrif umhverfisverndarákvæðis í stjórnarskrám. Ber þar helst að nefna Aðalheiði Jóhanns- dóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Í grein í Úlfljóti árið 2005 segir hún að umhverfisverndarákvæði gæti tryggt meiri vandvirkni og vandaðri rökstuðn- ing ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfið. Aðalheiður taldi ekki óhugsandi að almenn- ingur, félög eða stofnanir gætu byggt kröfur um aukna umhverfisvernd á slíku ákvæði. Að minnsta kosti yrðu sjónarmið umhverf- isverndar jafnrétthá sjónarmiðum atvinnu- frelsis og verndar eignarréttinda. Ákvæði sem þetta myndi ekki binda enda á átök um umhverfisvernd en yrði engu að síður mikið framfaraskref. Það er því full þörf á að áhugafólk um umhverfisvernd taki höndum saman í aðdraganda þjóðfundar og stjórnlagaþings og stuðli að því að umhverf- isverndarákvæði verði bætt við stjórnar- skrána, t.d. með því að semja drög að slíku ákvæði og kynna fyrir fulltrúum á stjórn- lagaþingi og þjóðfundi. Einnig er full ástæða til að hvetja umhverfisverndarsinna til að bjóða sig fram til stjórnlagaþingsins og vinna þar tillögu um umhverfisverndará- kvæði í stjórnarskrá brautargengi. Umhverfisvernd í stjórnarskrá Stjórnlaga- þing Guðmundur Hörður Guðmundsson situr í stjórn Félags um- hverfisfræðinga Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is Rýmingarsala! 40% afsláttur! Rýmum fyrir nýjum vörum og seljum síðustu eintökin af eldstæðum og blómapottum með 40% afslætti næstu daga. S kýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis fylgir áhugaverður viðauki, greining á skýrslu rannsóknarnefndar út frá kynjafræðilegu sjónarhorni. Markmiðið með greiningunni er að gera íslenskt samfé- lag betur í stakk búið til að skilja þann þátt sem kyn átti í atburðarás sem fram fór í aðdraganda bankahrunsins. Greiningin er afar fróðleg og mikilvægt er að sú vinna sem höfundar hennar, Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir, hafa innt af hendi verði nýtt sem best og dreginn af henni lærdómur. Þing- mannanefndin telur enda greinargerðina mikilvægt framlag til jafnréttisumræðu á Íslandi. Í greiningu Þorgerðar og Gyðu Margrétar á skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis kemur vel fram hvernig bæði samkeppni og samtrygging gegndu veigamiklu hlutverki þegar bankakerfið var að vaxa sjálfu sér yfir höfuð og stjórnvöld fengu ekki rönd við reist. Einnig er dregið fram veigamikið hlutverk óformlegra tengsla- neta og samtala karla sem svo leiða af sér stórar ákvarðanir. Sömu- leiðis hvernig orðræðan um hina ótrúlega kláru íslensku bankamenn þróaðist hér á landi þrátt fyrir að erlendis væru menn gáttaðir yfir kunnáttu- og reynsluleysi íslenskra bankamanna. Í þessum heimi voru öll aðalhlutverkin í höndum karla og aðeins sárafáar konur gegndu hlutverkum sem máli skiptu. Í lok greiningarinnar benda Þorgerður og Gyða Margrét á að ef atburðirnir sem leiddu til hrunsins eigi ekki að endurtaka sig þá þurfi kynja- og jafnréttissjónarmið að vera hluti af uppgjörinu. Í þeim anda leggja þær fram tillögur um aðgerðir. Þar er meðal annars hvatt til að stjórnvöld fylgist með því að fyrirtæki fari að lögum um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga og hugi að beitingu viðurlaga við brotum á þeim lögum. Fyrir þessu telja þær bæði vera réttlætisrök og nytjarök þar sem fyrirtæki með kynjablönduðum stjórnum skili betri arðsemi en fyrirtæki með eins- leitum stjórnum. Einnig er lagt til að samþætting kynja- og jafnrétttissjónarmiða verði innleidd í stjórnsýslunni til þess að kynin eigi jafnan aðgang að upplýsingum og ákvarðanatöku. Þetta á að vinna gegn samtrygg- ingu karla og óformlegu og ógegnsæju tengslaneti sem er við lýði í stjórnmálum og stjórnsýslu og veikir áhrif kvenna jafnvel þótt formleg þátttaka þeirra hafi aukist. Sú tilhneiging karla að hleypa ekki konum að raunverulegri ákvarðanatöku, þrátt fyrir að þeim konum fari fjölgandi sem form- lega ættu að eiga aðild að ákvörðunum, hefur stundum verið nefnd andleg samkynhneigð. Svo virðist sem konur séu mun síður haldnar slíkri samkynhneigð heldur séu þær þvert á móti býsna gagnkyn- hneigðar. Sé þessu líkingamáli áfram beitt liggur fyrir að andleg tvíkynhneigð bæði karla og kvenna er það sem stefna ber að. Það er ekki aðeins réttlætismál heldur ekki síður mikilvægt vegna þess að allt bendir til að andleg tvíkynhneigð leiði til aukinnar hagsældar og betra samfélags bæði fyrir konur og karla. Kynjafræðileg greining dregur upp sterka mynd. Andleg samkyn- hneigð karla SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.