Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 58
 16. september 2010 FIMMTUDAGUR34 golfogveidi@frettabladid.is 3.600 110 Arnór Þórir Sigfússon, dýra- vistfræðingur hjá ráðgjaf- arfyrirtækinu Verkís, hefur safnað og greint vængi af rúmlega 25 þúsund gæsum síðan 1993. Frá upphafi verkefnisins hefur víð- tækt samstarf þróast milli vísinda- og veiðimanna og mikil vitneskja orðið til um veiðistofna. „Markmið þessara rannsókna er að vakta varpárangur veiðistofn- anna en hlutfall unga í veiði gefur vísbendingu um það hvernig varp tegundanna hefur gengið,“ segir Arnór. Góð samsvörun er á milli rann- sókna á vængjum veiddra fugla og talninga breskra vísindamanna á vetrarstöðvum gæsarinnar í Bret- landi. Þessar rannsóknir gefa góða vísitölu fyrir ungaframleiðslu í stofnunum. Hlutfall unga í grá- gæsaveiðinni 2008 er það hæsta sem sést hefur og fjórða hæsta í fyrra. Veiði á grágæs hefur sjaldan verið meiri hérlendis en undanfarin þrjú ár. Fimmtíu þúsund grágæsir og fimmtán þúsund heiðagæsir voru skotnar í fyrra. Arnór segir veiðitöl- ur fyrir grágæsir háar en stofninn virðist standa undir mikilli veiði. Við talningu síðasta haust var stofn- inn 109 þúsund fuglar, sem er um ellefu prósenta auk ni ng frá 2008. Stofninn er hins vegar talinn tvöfalt stærri. Heiðagæsastofn- inn var talinn 365 þúsund fugl- ar síðasta haust og hefur fjölgað gífurlega á und- anförnum árum en blesgæs, sem hefur verið friðuð síðan 2006, er í vandræðum. Það er talið eiga rætur að rekja til varp- svæða á Grænlandi en eftir friðun hefur stofninn staðið í stað. Arnór hefur náð góðu samstarfi við veiðimenn hérlendis en rúmlega þrjú þúsund manns ganga til gæsa- veiða á hverju hausti. „Ég hef feng- ið góða innsýn í heim veiðimanna og hef veitt sjálfur í Skotlandi. Það er gaman að bera þetta saman.“ Arnór segir að veiðihefð okkar einkennist af því að hér hafi menn löngum veitt til að hafa í sig. „Við erum gjörn á að meta veiði eftir magni. Á Bretlandseyjum er þetta upphaflega sport hefðarmanna sem litu fyrst og síðast til skemmtana- gildis veiðanna. Hér er veiðimenn- ingin þó að breytast hægt og bít- andi.“ svavar@frettabladid.is Veiðihefð Íslendinga mótaðist í maganum Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður SVFR, er nýkominn úr Hítará. Sex laxar komu á land, allir úr Langadrætti. Svona lýsir hann aðstæðum við fengsæl- asta stað árinnar. „Þetta er langur samfelldur veiðistaður, eins og nafnið reyndar gefur til kynna. Venjulega er hann veiddur vestan frá en það má vel vaða yfir, fyrir ofan veiðistaðinn og alveg þess virði að reyna hann að austanverðu líka. Sé veitt að vestan, er ágætt að hefja veiðina ofarlega. Þar eru þrír stórir steinar sem mynda eiginlega beina línu í ánni og rétt fyrir utan þá hefst strengurinn. Veiðimenn ættu að halda sig landmegin við þessa steina og kasta varlega á strenginn utan þeirra. Svo veiða menn sig einfaldlega niður allan hylinn. Í strengnum eru stór grjót og steinar sem mynda strauma og tögl sem laxinn liggur gjarnan í. Í litlu vatni virðist mest af laxinum liggja ofarlega. Í miklu vatni heldur hann sig gjarnan neðar í grjótunum beint út af bílaplaninu, og jafnvel enn neðar. Þegar líður á sumarið þá fyllist hylurinn gjarnan af fiski og laxinn stekkur þar og byltir sér ótt og títt. Sennilega er þetta einn mesti „stökk- og sýningar- staður“ fyrir laxa á landinu öllu. Stundum er sá silfraði þó sýnd veiði en ekki gefin og margur reynir lengi án árangurs. Svo breytist eitthvað, ský dregur fyrir sólu, vindurinn gárar hylinn og þá er hann á um leið. Þetta er Langidrátt- ur. Veiðistaðurinn - Langidráttur í Hítará SENTIMETRA hængur veiddist í Norðurá fyrir skömmu. Er þetta stærsti lax sem þar hefur veiðst um langt árabil. Laxinn veiddist á staðnum Leggjabrjót og tók Green Butt-túbu. URRIÐAR veiddust í Laxá í Laxárdal og Mývatnssveit á liðnu sumri. Veiðiaukning frá fyrra sumri nam 28 prósent í Mývatnssveit en 14 prósent í Laxárdal. Green Highlander er ein af klassísku flugunum. Hún er dæmigerð stórlaxafluga. Hér er hún hnýtt sem túpa. Reynslan sýnir að flugan veiðir vel bæði á Íslandi og í Rússlandi og er þess vegna alltaf í boxi margra fluguveiðimanna sem hafa víð- tæka reynslu af stangveiði hér og erlendis. AF MÝRUNUM Umhverfið er stórkostlegt við ána. MYND/BJARNI JÚLÍUSSON HELSINGJAR Á FLUGI Veiði á helsingja hefur verið 1.600 fuglar að meðaltali síðan 2003. Meðalveiði á grágæs er 33 þúsund fuglar og þrettán þúsund heiðagæsir. MYND/AÞS ARNÓR ÞÓRIR SIGFÚSSON FL U G A N GREEN HIGHLANDER Skylda í boxið Laxveiðiárnar loka nú hver af annarri og niðurstöðutalna úr mörgum ám er að vænta í dag. Fyrir liggur að Elliðaárnar skila góðri veiði, 1164 löxum á móti 880 í fyrra. Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum, sem heldur saman tölfræði úr 25 völdum ám, segir að Vesturland komi vel út þrátt fyrir vatnsleysi. Norðurland einnig í því tilliti að tveggja ára lax er áberandi. Í Laxá í Aðaldal er fjórði hver lax stórlax. Heild- artalan er eitthvað lægri en í fyrra og má rætur þess rekja til Rangánna sem ekki hafa skilað eins mikilli veiði og oft áður. - shá Laxveiði að ljúka víða: Stórlax áberandi FRÁ SELÁ Í VOPNAFIRÐI Fimmta árið í röð sem þar veiðist frábærlega. MYND/ORRI VIGFÚSSON Á veiðivefnum votnogveidi.is eru gerðir að því skórnir að sjó- bleikjuveiði sé að koma til. Það er jú alkunna að menn hafa talið sjóbleikju vera í töluverðri niður- sveiflu og kenna menn um ofveiði og hlýnun. Í sumar hefur þó bor- ist talsvert af mjög líflegum sjó- bleikjufréttum. - shá Víða meira af silungi: Sjóbleikjan að sýna batamerki Þúsund laxa múrinn verður rof- inn í fyrsta skipti í Breiðdalsá í sumar. Þetta hefur legið fyrir um skeið og þegar þetta er skrifað eru komnir á land 985 laxar. Múr- inn verður því felldur í dag eða á morgun. Leigutaki árinnar, Þröstur Ell- iðason hjá Strengjum, segir veitt út mánuðinn og líklegar lokatölur verði um 1.200 laxar. Stórlaxar veiðast inn á milli en Breiðdalsá hefur fest sig í sessi sem stór- laxaá. - shá Nýtt met í Breiðdalsá: Þúsund laxa múrinn rofinn VIÐ GLJÚFRAHYL Þessi 19 punda hæng- ur veiddist í gær. MYND/ÞRÖSTUR ELLIÐASON A F B A K K A N U M Nýr fiskvegur um svokallaðan Efri-foss í Selá í Vopnafirði var opnaður um miðjan ágúst. Með því opnast fyrir allt að 20 kílómetra ný svæði fyrir göngufisk í aðalánni og einnig langa kafla í hliðará Selár sem heitir Selsá. Fyrir fjórum áratugum var gerður laxastigi í Selárfoss, sem er um sjö kíló- metra frá sjó og opnaðist við það um 21 kílómetri af nýjum búsvæðum fyrir lax. Sú aðgerð margfaldaði stofnstærð laxins í Selá. Nýr laxastigi opnaður í Selá Mjög skemmtilegar upplýsingar um lífríki og veiði í Elliðaánum eru á fræðsluvef Orkuveitu Reykjavíkur sem annast umsjón ánna. Þar er meðal annars að finna stutt myndbönd af sextán völdum veiðistöðum í ánum með fróðlegum lýsingum á hverjum stað. Óhætt er að mæla með þessu fyrir þá sem stefna á Elliðaárnar næsta sumar og vilja koma vel undirbúnir til leiks. Skoðið á or.is undir flokknum Umhverfi og fræðsla. Myndbönd frá Elliðaánum Forúthlutun veiðileyfa fyrir sumarið 2011 Umsóknarfrestur til að sækja um veiðileyfi í forúthlutun fyrir veiðisumarið 2011 er til 29. september n.k. Í forúthlutun geta allir sótt um veiðileyfi , félagsmenn sem utanfélagsmenn og fyrirtæki. Skrifl egum umsóknum skal skila til skrifstofu SVFR, Háaleitisbraut 68 eða með tölvupósti til svfr@svfr.is eða halli@svfr.is. Eftirfarandi ársvæði og tímabil eru til forúthlutunar: Norðurá I: 21. júní – 8. ágúst Norðurá II: 6. júlí – 2. ágúst Hítará I: 8. júlí – 13. ágúst Laxá í Aðaldal - Nessvæðið: 1. júlí – 5. sept Laxá í Dölum: 12. júlí – 10. sept Langá á Mýrum: 24. júní – 27. ágúst Leirvogsá: 8. júlí – 2. ágúst Straumar: 28. júní – 3. ágúst Laxárdalur og Mývatnssveit*: 29. maí – 31. ágúst *Athugið að allt tímabilið er boðið í forúthlutun. Það sem ekki selst í forúthlutun fer í Söluskrá 2010. Umsóknarfrestur er til 29. september 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.