Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 Nánari upplýsingar og skráning á www.opnihaskolinn.is eða hafðu samband við okkur í síma 599 6200 Opni háskólinn í HR leggur metnað í að auðga íslenskt samfélag með miðlun og virkjun þekkingar utan hefðbundinna námslína á háskólastigi. ÞÚ! ÞETTA SNÝST UM ÞIG OG FRAMTÍÐINA KYNNTU ÞÉR NÁMSBRAUTIR Í BOÐI: Markaðssamskipti og almannatengsl Mannauðsstjórnun Verkefnastjórnun LENGRI NÁMSKEIÐ Rekstrar- og fjármálanám hefst 21. september Skipulag og stjórnun hefst 27. september Vefstjórnun hefst 11. október Ábyrgð og árangur stjórnarmanna hefst 20. október Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu hefst í október STYTTRI NÁMSKEIÐ Sannleikurinn bítur best hefst 24. september Framkoma og tjáning hefst 27. september 7 venjur til árangurs hefst 28. september Breytingastjórnun 30. september Innri endurskoðun á tímamótum 7. október Þrjár hagnýtar námsbrautir á háskólastigi hefja göngu sína hjá Opna háskólanum í lok mánaðarins. Um er að ræða nám sem er hægt að sækja samhliða starfi. Opni háskólinn í HR fer af stað með þrjár nýjar námsbrautir í lok mánaðarins. Í öllum tilfellum er um að ræða árslangt nám og eru brautirnar ígildi 30-36 ECTS-ein- inga. Brautirnar sem um ræðir eru verkefnastjórnun, markaðs- samskipti og almannatengsl og mannauðsstjórnun. „Verkefnastjórnun er kennd í fjarnámi og lýkur með alþjóð- legri IPMA vottun,“ segir Salóme Guðmundsdóttir, verkefnastjóri námsbrauta hjá Opna háskólanum. „Markaðssamskipta- og almanna- tengslnámið sameinar hin ýmsu svið innan auglýsinga-, markaðs-, og sölugeirans. Náminu lýkur með því að nemendur vinna markaðs- samskiptaherferð fyrir íslenskt fyrirtæki. Mannauðsstjórnunar- brautin hentar síðan öllum þeim sem eru að sinna mannauðsmálum innan fyrirtækja en einnig þeim sem vilja kynna sér helstu lykil- þætti fagsins,“ útskýrir Salóme. Námsbrautirnar er allar kennd- ar á kvöldin og um helgar og því hægt að stunda námið samhliða vinnu. Salóme segir ríka áherslu lagða á að námið sé hagnýtt jafnt sem fræðilegt og geti þannig nýst nemendum beint í starfi. „Við erum í nánum tengslum við atvinnulífið og vinnum raunhæf verkefni með það að markmiði að dýpka skiln- ing og auka faglega þekkingu á viðfangsefninu. Við leggjum mikla áherslu á að námið sé lifandi og fjölbreytt.“ Salóme segir leiðbein- endur námsbrautanna flesta koma beint úr atvinnulífinu og að nem- endur fái tækifæri til að mynda öflugt tengslanet við bæði sam- nemendur og kennara sem geti reynst dýrmætt þegar út á vinnu- markaðinn er komið. Nemendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi til að fá inngöngu í námið en þó eru gerðar undan- tekningar hafi þeir tiltekna starfs- reynslu. „Við fáum svo líka til okkar fólk sem er búið að ljúka grunn- og jafnvel meistaranámi í háskóla en vill sækja sér dýpri þekkingu á viðkomandi sviði,“ segir Salóme. Frestur til að sækja um námsbrautirnar rennur út mánudaginn 20. september en nánari upplýsingar veitir Salóme í gegnum netfangið salomeg@ru.is Nám sem dýpkar skilning og eykur faglega þekkingu Salóme segir nemendur fá tækifæri til að mynda öflug tengslanet við samnemendur og kennara, sem getur reynst dýrmætt á vinnumarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ár hvert sækja fleiri en átta þús- und nemendur þau fimm hundr- uð námskeið og viðburði sem eru í boði hjá Opna háskólanum í HR. Tilgangur hans er að auðga ís- lenskt samfélag og auka sam- keppnishæfni með námsleiðum sem þjóna þekkingarþörfum ein- staklinga á sama tíma og þær ýta undir hagvöxt. „Opni háskólinn er væntanlega ein stærsta endurmenntunarmið- stöð landsins með framboð sem höfðar til allt frá ungum börnum og upp í forstjóra með margra ára starfsreynslu. Starsemin er drifin áfram af miklu hæfileikafólki sem býr bæði yfir góðum akademísk- um bakgrunni og víðtækri starfs- reynslu,“ segir Guðrún Högna- dóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans. Til að gefa innsýn inn í þann fjölbreytileika sem einkennir starfsemina hefur hún tekið saman eftirfarandi svipmynd af vinnu- vikunni: • Á laugardaginn voru þrjátíu starfsmenn DHL á Íslandi hér á námskeiðinu „Traust – þjónusta og sala“. • Á mánudag var tekið á móti fimmtíu erlendum þátttakendum á þrjú alþjóðleg námskeið. Um er að ræða nemendur frá Búlgaríu, Póllandi, Slóveníu og Tékklandi sem sækja námskeiðin „University English“ og „The Methodology of Writing Scientific Papers“. • Sama dag hófu þrjátíu nemendur nám í Tryggingarskólanum. • Í dag hefst ný námslína um fjár- mál sem ber yfirskriftina Færni, greining og fjárfestingar. • Í dag fer einnig af stað nýtt þekk- ingarsetur fyrir starfsfólk Íslands- banka með námskeiði um þjóðhag- fræði. • Öll kvöld vikunnar eru tileinkuð námskeiðum í tveimur námsbraut- um. Annað er námskeið í alþjóða- viðskiptum (International busin- ess) og hitt námskeið í flutninga- fræði (Logistics). Auðgar íslenskt samfélag Opni háskólinn er ein stærsta endur- menntunarmiðstöð landsins og heldur mörg námskeið sem höfða til ungra sem aldinna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.